Leita í fréttum mbl.is

Botnlokurnar farnar úr kjölfestu seðlabanka Evrópusambandsins. Síðasti boltinn farinn.

Endir evrunnar eins og við þekkjum hana FTD
Mynd, forsíða Financial Times Deutschland; Endir ECB og evrunnar eins og við þekkjum hana 
 
Eins og að vandræðin væru ekki næg nú þegar. Í gær tilkynnti síðasti Þjóðverjinn brottför sína úr skipsbrú seðlabanka fleytu Evrópusambandsins (ECB). 

Jürgen Stark
Jürgen Stark yfirhagfræðingur og fulltrúi Þýskalands í ECB fór og skellti um leið hurðum. "Af persónulegum ástæðum", eins og það var orðað, segir hann stöðu sinni upp, svo að segja samstundis. Stark átti samkvæmt áætlun að sitja til ársins 2014 í þessari sterku stöðu í brú ECB. Stark, hinn óþekkti hættari (e. quitter), er þekktur þrautsegjumaður. Hann var einn af dyggu mönnum Helmut Kohl í gegnum sameininguna. Maður þýska marksins fram í fingurgóma þar til Þýskalandi var þrýst til að gangast við óskum Frakka um myntbandalag þegar múrinn féll.

Jürgen Stark, ásamt Otmar Issing og síðasta seðlabankastjóra þýska marksins, Hans Tietmeyer, voru þeir Þjóðverjar sem tóku að sér að reyna að gera það besta úr hinum þáverandi þvingaða póltíska veruleika. Að reyna að búa svo um hnútana að evran yrði ekki lakari mynt en þýska markið var fyrir Þjóðverja og Þýskaland. Því sú var og hefur alltaf heldur betur verið hættan. Þjóðverjar vissu frá upphafi að á endanum myndi ekkert annað evruland hirða um eða passa upp á þessa nú sameiginlegu mynt marga ríkja og Þýkslands, aðrir en þeir sjálfir. Ef þeir sæu ekki um smíðina og hefðu tögl og haldir við yfirstjórn þessarar nýju myntar, þá myndi evran verða órjúfanlega tengd við herzlustig tómatsósu og pasta í potti frá A-Z. Þetta þýddi að hinn nýi seðlabanki Evrópusambandsins yrði að vera og var svo byggður á arfleið þýska seðlabankans, Deutsche Bundesbank. "Þeir sem daðra við verðbólgu munu á endanum giftast henni", gæti verið ein af arfleiðum hans, eins og Otmar Emminger sagði við Milton Friedman hér árið 1980.

Dr. Axel A. Weber
Fyrr á þessu ári, og flestum að óvörum, sagði Axel Weber upp stöðu sinni sem bankastjóri þýska seðlabankans. En sterklega var búist við að hann yrði arftaki Jean-Claude Trichet sem er á förum sem yfirmaður seðlabanka Evrópusambandsins á næstu mánuðum. Axel Weber kom sér þannig undan að vera líklegur kandidat og arftaki Trichet. Og sem var algerlega samkvæmt arfleið og anda yfirmanna Deutsche Bundesbank. Þar beygja menn sig ekki. Þar er ekkert rými fyrir neinar málamiðlanir. Menn standa og falla þar með gjörðum sínum. Axel Weber gat ekki samvisku sinnar vegna setið áfram og leikið kandidat frú Merkel sem næsti yfirmaður ECB. Hann var algerlega á móti því sem þá var orðin óopinber stefna ECB; þ.e.a.s að brjóta og gefa skít í flestar grunnreglur ECB-seðlabankans sem (a) neitaði að horfast í augu við raunveruleikann og sem (b) hafði þegar gefist upp og (c) tekið upp tómatsósu og sprautað henni í sjóðandi pasta pottinn í suðri. Við brottför sína lét hann síðan þvagið falla yfir stjórnmálamennina. Nú kennir hann hagfræði við lítt þekktan skóla. Líður kannski betur þar.
 
WSJ - The economist once on track to lead the European Central Bank will instead be teaching “Central Banking: Theories and Facts” this fall at the University of Chicago 
 
Hér með er ég ekki að segja að nýa þýska markið sem er á leiðinni yrði besti gjaldmiðill heimsins. En sá gjaldmiðill yrði hins vegar besti gjaldmiðill heimsins fyrir Þýskaland. Það land þolir ekki tómatsósumynt eða seðlabanka sem lýtur duttlungum stjórnmálamanna. Þýskaland man söguna of vel til þess að vita að ef hún endurtekur sig, þá er það þannig þar í landi að brostnar væntingar til yfirstjórnar peningamálanna geta á einu og sama árinu flutt verðbólguna frá því að vera neikvæð verðhjöðnun og yfir í 500 prósent verðbólgu á einu og sama árinu. Þar er ekkert nema um líf og dauða að tefla á hverjum degi. Þýskaland þolir alls enga verðbólgu og engin mök peningastjórnarinnar við stjórnmál, sama hvaða nafni þau nefnast. Afar sérstakt en erfitt land í myntmálum. Og það verða menn að skilja og virða. Hvert land þarf á sinni eigin mynt að halda. Svo einfalt er það.
 
Nú andar suðrið sælunni yfir minnihluta norðursins í yfirstjórn ECB; Mario Draghi er á leiðinni, alla leið frá Ítalíu, til að taka við af Trichet sem sprakk í gær. Nú fer þetta að verða spennandi. 
 
Leyfi mér hér að benda á grein mína í Þjóðmálum veturinn 2008/9; Seðlabankinn og þjóðfélagið.
 
Tengt;
 
 
Krækja

 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Uppfært;

Frá Bloomberg kl 20: á laugardagskvöldi (sem er frekar óvenjulegt)

French Banks Poised for Moody’s Downgrade

Paul Krugman líst ekki á blikuna og uppgötvar loksins pappír Paul De Grauwe frá því í apríl.

"Did the euro just enter its death throes?

OK, I know that sounds over the top, and I hope it is. But recent developments are really, really bad. The best guide to recent events is actually a paper written this spring, by Paul De Grauwe (pdf). I have to admit that when I first read De Grauwe’s paper I didn’t grasp the full force of his argument about liquidity crises; but he now looks absolutely prescient.

The key point, which I’ve finally taken fully on board, is that in addition to the huge problems of adjustment created by a rigid exchange rate in the aftermath of a bubble, the fact that European nations no longer have their own currencies leaves them vulnerable to self-fulfilling debt crises – in effect bank runs on governments rather than banks (although those too)."

Krækja; Starkness Falls

Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2011 kl. 22:29

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það fer kannski að styttast í það að Evrópubúar þurfi að gera eins og þýskir gerðu fyrir mögrum árum, þ.e. keyra hjólburunar fullar af Evrum til þess að kaupa brauð.

Þjóðverjar munu ekki leggja það aftur á sína þjóð, það er víst. Þeir munu yfirgefa þessa Evrutilraun, í þágu friðarins.

Eggert Guðmundsson, 11.9.2011 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband