Leita í fréttum mbl.is

Þýskaland: stærsta dagblað landsins birtir uppskriftina að úrsögn Grikklands úr evru

Stærsta dagblað Þýskalands, Bild Zeitung, birtir í dag uppskriftina á því hvernig Grikkir geti bjargað lýðveldi sínu frá tortímingu með því að yfirgefa evru og myntbandalag hennar. Uppskrift blaðsins er nokkuð á þessa leið;

1) Eftir lokun markaða á einum föstudegi í nánd á landið að lýsa yfir líklega stærsta ríkisgjaldþroti mannkynssögunnar og segja umheiminum frá því að landið muni einungis standa við og greiða helming skulda ríkisins, eða sem svarar til 175 af 350 miljörðum evra. Helming off.

2) Til að milda áföllin þyrftu markaðir í Grikklandi að vera lokaðir í nokkra daga eftir helgina. 

3) Endurfjármagna þyrfti gríska banka eins og skot. Þar gera Grikkir með því að þrýsta á CREATE hnappinn í tölvu seðlabankans sem þá er orðinn fullvalda stofnun. Einnig þyrfti einhver sem hér eigi á nafn er nefndur að vera svo vinsamlegur að endurfjármagna seðlabanka Evrópusambandsins, E¢B, í leiðinni.

4) Gjaldeyrishöft innleidd. 

5) Nýjum drachma-gjaldmiðli lýðveldis Grikkja, sem er í prentun, yrði hins vegar ekki ekið út og dreift strax í umferð, heldur yrðu núverandi evruseðlar í umferð stimplaðir með merki gríska lýðveldisins (persónulega legg ég til laser-stimplun).

6) Gengi þessa nýja gjaldmiðils fengi þá loksins að falla og koma sér í gömlu vinnufötin á ný fyrir grísku þjóðina. Núverandi verslunar-ekki-ferðir Grikkja til Kaupmannahafnar yrðu þar af leiðandi að bíða þess tíma er Grikkir hefðu raunverulega efni á þeim. Það hafa þeir ekki haft. En miklar pantanir til ferðamannaiðnaðar landsins munu brátt fara að streyma inn þegar það fregnast að Aþena er ekki lengur dýrari en París. 

7) Evrumyntum í umferð í Grikklandi myndi seðlabanki Grikkja safna inn og þær fá stöðu minjagripa (og kannski seldar ferðamönnum næsta sumar) 

Takk
*** 
 
Blaðið lætur vera að nefna herinn. En auðvitað yrði hann að vera í viðbragðsstöðu — Grikkir eiga stóran her og Íslendingar engan — og svo þyrfti að klippa á nokkrar línur til útlanda, því landið þyrfti líklega að segja sig úr Evrópusambandinu við þetta sama tækifæri. Og þá er gott að vita að Grikkland er góður meðlimur í NATO.
 
Þetta mál hef ég áður fjallað um í janúar mánuði 2010: Aðalvandamálið er evran - að segja sig úr myntbandalaginu og ESB á einni nóttu. Bild hefur líklega, eins og ég, komist í pappíra Jan Fidrmuc, Julius Horvath og Jarko Fidrmuc ásamt viðtali Tomas Valasek við meðlim úr stjórn Slovak National Bank, Ján Mathes, um hvernig seðlar voru aðgreindir þegar myntbandalag Tékklands og Slóvakíu var leyst upp þann 3. febrúar 1993. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hljómar reyfarakennt Gunnar en ef þetta heppnaðist, væri þá ekki líklegt að fleiri illa stödd suður-everópuríki myndu sjá sér leik á borði og leika sama leikinn, það er allavega ljóst núna á þessum tímapunkti eru Grikkir gjörsamlega upp við vegg og ómögulegt að segja til hvaða bragðs þeir taka í ljósi þess að ESB hefur frestað fjárhagaðstoðinni væntanlega til að kreysta grísk stjórnvöld meira.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband