Leita í fréttum mbl.is

Malta og óttinn

Í kjölfar lækkunar Moody's á lánshæfnismati Möltu sem rekja má beint til evruupptöku landsins — og þar með minnkandi tiltrú Moody's á greiðslugetu ríkissjóðs eyjunnar til að taka á sig og standa við fjárskuldbindingar — sagði Alfred Sant fráfarandi formaður verkamannaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra þetta:
 
********* 
Ummæli Alfred Sant Malta Times of Malta 6 sept 2011
Hvað varðar evruna og myntbandalag hennar, þá hefur Malta stöðu sem stefnuþegi hjá þeim sem móta stefnuna. Þetta er sannleikurinn - hefur verið sannleikurinn - og er hann ennþá, þrátt fyrir mikinn vængjaslátt látalæta um að þetta sé einmitt ekki svona. Þetta gildir einnig um öll málefni Möltu sem snúna að umheiminum. Undir röð ríkisstjórna Möltu hefur varnargörðum þeim sem tryggja áttu þröngt rými til frávika frá sjálfstjórn þeirri sem skilgreind er í  stofnstjórnarskrá lýðveldis Möltu frá 1964, staðfastlega verið eytt, vegna þess að meirihluti fólksins á Möltu hélt orðið að eyjan gæti ekki staðið á eigin fótum. Upptaka evru var gríðarlega mikilvægur þáttur í þessu ferli því þar samþykktu yfirvöld að gera okkur algerlega að stefnuþegum í stað stefnustjórnendum í mynt, vaxta og peningamálefnum þjóðarinnar. Aðalvandamálið var ekki það að yfirvöld Möltu tóku þetta skref, heldur er vandamálið það að þetta vart gert þegar það var gert - í aðgöngusáttmála Möltu inn í ESB (óafturkallanlegt). 
********* 
 
Já. Stefnuþegar fá lægra lánshæfismat því þeir eru bara farþegar. Svona er að yfirgefa fyrsta farrmými hagkerfa og lýðræðið. Þegar þokunni léttir eru falschfahrer auðþekkjanlegir. Og markaðurinn tekur þá úr umferð.
 
Þeir sem eru hræddir eru þeir sem notfæra sér þá hræðslu og ótta sem greip um sig í samfélagi Íslendinga þegar bankahrunið varð. Þeir eru hræddir um að þjóðin hætti að vera hrædd. Þeir notfæra sér óttann á meðan hann ríkir. Hafa þurfti og þarf hraðann á. Þessir þeir eru ESB-aðildarsinnar Íslands.

Evrópusambandið hefur einungis getað aukið völd sín og stækkað á meðan óttinn ríkir. Óttinn er sökkull ESB. Á honum byggir það upp sjálft sig og með honum rífur það þjóðríki landanna niður. Það er þessa vegna sem ríkisstjórn Íslands þarf að viðhalda óttanum. Viðhalda háu atvinnuleysi og viðhalda vonleysi almúgans. Það er hennar brýnasta stefna. Hennar lífgjafi.
 
Þeir sem tala um að sér sé "best borgið" einhvers staðar þurfa að umskrifa kjaftæði sitt yfir í "best borgað". Frelsi kostar mikla peninga. Það er ekki hægt að meta það og baráttuna fyrir því til fjár. Frelsið er vöðvabúnt heilans og án þess verða lönd alltaf fátæk og vanmátta. 
 
 
Krækja: Greinar Alfred Sant í Möltutíðindum; I og II - eða hér á heimasíðu Alfreds Sant THE EURO CRISIS AND MALTA (I + II)
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Gunnar, þú átt bloggsetningu ársins:

"Þeir eru hræddir um að þjóðin hætti að vera hrædd."

Örvæntingu uppgjafarsinna verður ekki betur lýst í einni setningu.

Haraldur Hansson, 14.9.2011 kl. 12:18

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Haraldur. Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 14.9.2011 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband