Bloggfærslur mánaðarins, júní 2017
Föstudagur, 30. júní 2017
Umhverfisstofnun og grunnskólinn
Ótímabær hefur framleiðslu á grafarbökkum
Hér á landi eru skólar sem kalla sig grunnskóla. Ég skil reyndar ekki af hverju þeir heita grunnskólar. Hvaða grunn skyldu þeir kenna sig við. Kannski grunninn að þeim byggingum sem hýsa þá? Eða eru þeir kannski bara grunnur þannig grunnur. Nei það getur varla verið því þá myndu þeir heita grunniskólinn.
Ég spyr því ætla mætti að þessir skólar hefðu á höndum eitthvað grunnhlutverk, eða jafnvel grundvallarhlutverk
Þegar ég var barn þá gekk ég hins vegar í skóla sem passaði mér. Ég gekk í barnaskóla, en ekki grunnaskóla
Í barnaskólanum var mér á frekar stuttum tíma kennt að lesa íslensku. Þegar ég hafði lært það þá gat ég lesið íslensku. Það gat ég nefnilega ekki þegar ég fæddist, því fóstrið ég vissi ekki í hvaða tungumál ég myndi fæðast í. Öll börnin höfðu augu svo þau voru notuð við lestrarkennsluna
Svo var mér kennt að skrifa íslensku. Það tók ekki langan tíma því barnaskólinn var fyrir börn. Við skrifuðum stíla. Einbeitingin var mikil því það ríkti friður í kennslustundum, annað var auðvitað ekki liðið. Við þurftum nefnilega að einbeita okkur
Svo lærði ég að reikna. Það var ekki erfitt í byrjun því einn plús einn eru tveir. Þegar við kunnum það þá var byrjað að deila og margföldunartöflur lærðum við utanað, því þær kenndu okkur talnamunstrið, restin kom svo af sjálfu sér. Svona gekk þetta
Hið bóklega skólahald var 3-4 kennslustundir á dag. Við fengum líka lýsi og háfjallasól
Þegar þetta var komið á sinn stað, þá var byrjað að kenna okkur annað. Til dæmis Íslandssögu, ljóð, Biblíusögur og söng. Öll börn í barnaskólanum höfðu ókeypis raddbönd svo þau voru notuð við sönginn. Svo var einn tími á viku notaður í krass sem stundum endaði jafnvel með teikningum
Þetta var sem sagt barnaskólinn
En hvað skyldi fara fram í grunnskólum landsins. Skyldi til dæmis Umhverfisstofnun hafa gengið í grunnskóla. Ekki trúi ég því að hún hafi gengið í barnaskóla, því þar lærðum við að lesa, skrifa og reikna. Hún hlýtur að hafa gengið í grunnaskólann. Það hlýtur að vera
Ótímabær dauði Umhverfisstofnunar sorglegur er
Fyrri færsla
Ný bylgja farms mannsmyglara að skella á Ítalíu
80 ótímabær dauðsföll vegna svifryks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 29. júní 2017
Ný bylgja farms mannsmyglara að skella á Ítalíu
Ný holskefla "flóttamanna" er nú að skella á suðurstöndum hins fársjúka Evrópusambands. Á Ítalíu hafa 22 skip með tólf þúsund manns lent á síðustu tveim sólarhringum. Þetta eru skipsfarmar fólks mannsmyglara sem græða á tá og fingri á fullveldislömuninni sem Evrópusambandið hefur valdið ríkjum þess
Frá áramótum hafa mannsmyglarar hent 76 þúsund manns í hausinn á ítölskum skattgreiðendum, fyrir risavaxnar summur illa fenginna peninga. Þeim fjármunum sem frá mannsmyglinu kemur er síðan veitt til framköllunar á enn frekari straumi nýrra viðskiptavina. Talið er að Ítalía sé fæðingarland Mafíunnar. En enn hefur þó ekki tekist að koma lögum yfir þann félagsskap innan landamæra landsins, og sem galopin eru út til annarra ESB og EES ríkja Evrópu. Talið er að Mafían hafi þénað mest allra á ESB-aðild Ítalíu og upptöku evru
Ítölsk stjórnvöld hafa nú fengið nóg og hóta að loka öllum höfnum landsins nema að Evrópusambandið kaupi þennan smyglvarning glæpagengja af herðum Ítalskra skattgreiðenda. En bök þeirra eru nú þegar mölbrotin vegna evruupptöku landsins, sem fært hefur fjármálakerfi Ítalíu að heljarbrún
Ítölsk stjórnvöld heimta því að mannsmyglinu verði dreift áfram sem jöfnu teppasprengjuregni yfir öll 27 lönd sambandsins. Að sögn þeirra sem til þekkja eiga sér nú hástemmd pólitísk orðaskipti stað á milli Rómar og Brussel
Í Þýskalandi er Angela Merkel aftur að sækjast eftir endurkjöri sem kanslari landsins. En sumir þýskir stjórnmálamenn hafa sagt að Merkel muni, öryggis síns vegna, þurfa að flýja til Suður-Ameríku þegar hún fer frá völdum, vegna þess hvernig hún tók á síðasta teppasprengjuregni mannsmyglara yfir Þýskaland og Evrópu. Hvernig skyldi hún taka á þessu málin núna, þegar þýskir kjósendur eru minntir svona á síðast. Fimm ára barni hefði tekist betur en Angelu Merkel í glímu við vandamál sem taka þarf á og leysa
Sænska Säpo-öryggislögreglan segir nú að það regn hafi skolað jafnvel tíu þúsund stórhættulegum ofbeldisleitandi öfgaíslamsmönnum inn í Svíþjóð. Árið 2010 mat Säpo að um 200 slíka einstaklinga væri að ræða innan landamæra sænska ríkisins. Hafa ber í huga að þetta er stærri tala en allur sá fjöldi hermanna NATO sem á vakt er vegna Rússlands í Austur-Evrópu. Þessi smyglaði mannafli gæti hæglega tekið hluta af sænska ríkinu á sitt vald og hafist handa við aftökur á sænskum ríkisborgurum, komist hann yfir nægilegar vopnabirgðir
Þeim svæðum í landinu sem ekki teljast lengur hæf til að lúta valdi ríkisstjórnarinnar í Stokkhólmi, hefur fjölgað um átta svæði upp í 61 landsvæði. Sænska lögreglan segir að svæðin séu ekki lengur hæf til þátttöku í sænska ríkinu né réttarfari þess og biður um hjálp. Lögreglan segist varla geta sinnt lögboðnu löggæsluhlutverki sínu á þessum svæðum
Það styttist sennilega óðum í herstjórn á þessum svæðum. Að Svíar þurfi að beita hernum í sínu eigin landi. Hluti af Svíþjóð er að breytast í útlönd, þ.e. í hluta af Mið-Austurlöndum
Hafa þessi ummæli Säpo nú haft þau áhrif í Danmörku að þar krefjast stjórnmálamenn þess að dönsku landamærunum á milli þessara tveggja Norðurlanda verði lokað og að engum sé hleypt þar um, nema undir fullu eftirliti. Hættan sem steðjar að Danmörku kemur ekki lengur aðeins frá suðri, heldur einnig frá norðri
Frönskum hersveitum sem standa í aðgerðum vegna borgarastyrjaldarinnar í Mið-Austurlöndum, hefur verið gert að sjá til þess að komið sé með öllum ráðum í veg fyrir að þeir einstaklingar og ríkisborgarar sem frá Frakklandi hafi snúist til liðs við bardagasveitir Ríkis íslam, geti snúið lifandi heim til Frakklands á ný. Hvar sem til þeirra næst, skal frá þeim gengið að fullu. Ekki verður liðið að þeir snúi lifandi heim til Frakklands á ný, til að vinna þar að frekari manndrápum (WSJ)
Þá mannsmyglara sem standa fyrir þessum straumi verður að handtaka, dæma fyrir mannsmygl og fangelsa. Höggva þarf skip þeirra upp og taka af þeim öll skipstjórnarréttindi, skyldu slík vera til staðar. Vísa þarf þeim úr lögsögunni og banna þeim nokkru sinni að koma inn í hana aftur. Skyldu þeir nást við iðju sína á ný, þarf að herða viðurlögin
En þetta mun auðvitað ekki fara svona vegna þess að æðsti talsmaður utanríkis- og öryggisstefnu Evrópusambandsins er hin ítalska Federica Mogherini, sem ólst upp í ungliðahreyfingu ítalska kommúnistaflokksins. Hún vill að hryðjuverkaskapandi stjórnmál íslamistatrúar verði hluti af tilvistargrundvelli Evrópusambandsins
Hún sagði í sumarræðu sinni árið 2014 að "pólitískt íslam" ætti að vera hluti af tilvistargrundvelli Evrópusambandsins. Þetta er firra því ekkert annað en einmitt pólitísk útgáfa af íslam er til. Federica Mogherini er gott dæmi um veruleikafirrtan umboðslausan embættismann elíta á ofurlaunum Brusselveldisins. Hefur því veldi veruleikafirringar nú tekist að sprengja Evrópu aftur á aðdragandastig Fyrri heimstyrjaldar
Enn og aftur hefur það sýnt sig að Evrópusambandið er fullkomlega ófært um að leysa nein þau vandamál sem steðja að því á ytri landamærum þess. Þetta sást þegar Júgóslavía var að brotna upp. Þetta sést vegna Rússlands og þetta sést hér á Íslandi á þeirri tenginu sem land okkar hefur við tortímingarvél ESB. EES-samningurinn er því að verða sjálfkeyrandi rottueitur fyrir Ísland
Evrópusambandið getur ekki leyst nein vandamál innan landamæra sinna né hvað þá heldur á sjálfum landamærum þess og alls engin vandmál getur það leyst utan þeirra. Sambandið er bara svarthol. Þar sogast bara allt inn og ekkert sleppur lifandi út. ESB er orðið svarthol uppsafnaðra vandamála
Fyrri færsla
Rekur Hitler CNN? - og náttúrubólan að verða búin
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 28. júní 2017
Rekur Hitler CNN? - og náttúrubólan að verða búin
Eins og við var að búast er nú komið í ljós að viðskiptalíkan fjölmiðilsins CNN byggir á því að búa til sögusagnir um Donald J. Trump, forseta Bandaríkjanna. Það er frekar ógeðfellt að verða vitni að svona lágkúru eins víðtækasta nets "frétta" í heiminum. Leyndar upptökur sem birtar voru í gær sýna að "Trump-Hitler" er eftir allt saman bara Einka-Pravda CNN sjálfs: horfa (YouTube)
Á Íslandi er staðbundin CNN-útgáfa hins vegar skattafjármagnað fyrirtæki og heitir bara DDRÚV
Það sem gerst hefur á fjölmiðlamarkaði undanfarin fá ár er það að hefðbundnir fjölmiðlar hafa misst sterkustu fótfestu sína vegna svo kallaðra "samfélagsmiðla". En þeir nýju "miðlar" miðla glæpum, auglýsingum, eiturlyfjum, morðum, nauðgunum, barnaníði, þýfi, hryðjuverkum, vændi, skoðunum og skepnuskap á innra-neti glóballar fyrirtækja á borð við Facebook Inc. En það fyrirtæki rekur innra-netverk sem sumir halda að sé eitthvað í ætt við Veraldarvefinn, en er það ekki
Síðan gerist það að upp kemur kreppa í heiminum sem rekja má til pólitískra gróðurhúsaáhrifa hinna svo kölluðu frjálslyndu afla (úniversal imperíalistar) sem ráku hnattvæðingu fyrir sig á kostnað þeirra sem kunna ekki sömu erlendu Alþjóða-Alþjóða Brandarana sem sú elíta segir skoðanabræðrum sínum hinum megin á hnettinum, og sem þær samtengdu elítur hlægja saman að á meðan þeir sem borguðu brúsa þeirra, bera latté hláturskaffið á borð fyrir hana í innflytjenda-sótthreinsuðum hverfum elítanna um alla plánetuna
Hvar sem þetta alþjóðabatterí stígur niður fæti úr flugvélum sínum er þeim sem borguðu brúsann gert skylt að þjónusta þetta lið og veita því ókeypis gistingu, mat og viðurværi. Síðast þegar heimsmyndin var þessu ástandi lík, voru það menn og biskupar hinnar úniversal-kaþólsku stofnunar og kóngafólkið sem höfðu svipaða stöðu í heiminum. Hún gat riðið um allar þekktar álfur og látið þá sem borguðu brúsann halda sér uppi. Gist, étið og drukkið gratís, og látið bera sig hvar sem var og hvert sem var
Hafa biskupar bæði OECD og AGS því getað haldið heilar tvær fjölmennar guðsþjónustur hér á Íslandi í sömu vikunni og prédikað þar alþjóða-alþjóða á einu og sama framandi tungumálinu, mælt skírlífið og úthlutað refsingum. Messum þeirra er nú lokið í þetta skiptið og bænahaldið hefst. Sjálfur held ég mig þó áfram við mína eigin Íslensku Þjóðkirkju og borða mínar bognu kleinur
En svo kom breska iðnbyltingin (vinur litla mannsins) og gerði útaf við þetta viðskiptalíkan yfirstéttarinnar. Í dag hefur alþjóðaelítunni hins vegar tekist að sauma sig á ný í alþjóðavætt fast fæði hjá hinum nýju töpurum veraldar: þeirra sem kunna ekki alþjóðabrandarana á framandi tungum til að deila með hamstrandi heimsborgara-félögum sínum hinum megin á hnettinum á kostnað þeirra sem borga brúsann
Þegar svo þessir tvennu nýju mikilvægu straumar koma til atkvæðagreiðslu í Brexit og bandarísku forsetakosningunum, þá tryllist þessi elíta því hún verður svo hrædd um að missa tökin á lýðnum sem þjónar undir henni. Flestir sómakærir áskrifendur að fjölmiðlum þessa pakks segir þá upp áskriftum sínum og yfirgefur partý þeirra, því þeim ofbauð hræðsluáróðurinn svo hroðalega. Við þetta vandast málið fyrir þessa glóballar fjölmiðla, því það sem eftir er, eftir að dópmiðlun Facebook hefur látið vef sinn sópa, eru einungis krónískt Brexit- og Trump-hatandi kjarnalesendur fjölmiðlanna, til að halda þeim uppi. Þá þarf að halda mjög fast í með því að búa til skrímsli úr þeim sem ætla að yfirgefa Evrópusambandið og kjósa meintan herr Hitler-CNN, eins og Stormsker benti svo réttilega á. Þannig að staðan í dag á fjölmiðlamarkaði alþjóðaelítanna er sú, að halda verður, hvað sem það kostar, í þennan kjarnahóp sem eftir er, með því að búa til skítaþvottaherferð um Trump og kjósendur hans og þá sem vilja yfirgefa Titanic-sökkvandi elítuskip Evrópusambandsins. Þess vegna er þetta eins og það er
Náttúrubólan að verða búin
Svo er staðan hér heima, sem og annarsstaðar, að verða sú, að náttúran sem staðið hefur á Altari Vinstrisins eftir að Stalín/Lenín datt af því, er einfaldlega að fara úr tísku. Fólk er að verða leitt á náttúrunni því hún svarar ekki til væntinganna sem BBC-glóbal elítan hefur búið til með sínum leiknu náttúru- og dýralífsmyndum þeirrar alþjóðaelítustöðvar. Þetta sést einnig á þungum leiða sumra á náttúru manna sem birtist í fréttum um innfluttar náttúrulausar Schengen-vændisvélar og lækkandi frjósemi hér á landi
Hin svo kallaða náttúra hefur brugðist BBC-kynslóðinni og kynslóðin sú er að krókna föst í föl á heiði, náttúrulaus í náttúrunni. Þess vegna er ferðamannabólan að verða búin. Náttúran svaraði ekki til væntinganna. Ný della og nýtt musteris-altari munu svo verða til
Og þannig er nú það. Donald J. Trump mun því gera Bandaríkin mikilfengleg á ný. Það getur hann af því að hann ætlar sér ekki að gera nein önnur lönd að því sem hann hefur ekkert umboð til að gera. Bara sitt eigið land. Á meðan munu stjórnmálamenn Evrópusambandsins einbeita sér að því að gera önnur lönd mikilfenglega fátæk á ný, því þeir hafa misst öll verkfærin til að gera jafnvel næstu götur við sjálfa sig mikilfenglegar á ný. Og þar við situr. Þeir munu því áfram tæta og trylla heiminn á meðan "þeirra tími" kemur aldrei aftur, vegna öskufalls úr þeim sjálfum
Fyrri færsla
Bankakerfi Ítalíu varð evru að bráð
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 27. júní 2017
Bankakerfi Ítalíu varð evru að bráð
Mynd: Svitabað Viðreisnar
Um helgina var ítölskum skattgreiðendum í þriðja sinn gert að bjarga ítölskum bönkum frá evruupptöku-hörmungum stjórnmálamanna landsins. Fór sú björgun fram með engu samþykki sífækkandi skattgreiðenda. Peningar þeirra voru bara teknir traustataki og úðað á evrulogana til að koma í veg fyrir að verstu evrubrunar ítalska fjármálageirans nái til allra annarra ítalskra fjármálastofnana, sem rýkur úr, flestum. Þessar niðurgreiðslur fá til dæmis ekki venjuleg fyrirtæki. Þau mega brenna út á meðan brunanum er viðhaldið í banka- og fjármálakerfinu svo að hann geti upplýst skrifstofuveldi ábyrgðarleysisins í ESB torgreindum dýrðarljómum
Flestir eru sammála um að allar stofnanir Evrópusambandsins sem stofnaðar voru á sínum Maastricht tíma til að koma í veg fyrir svona lagað, hafi brugðist. ERM3 EMU-myntbandalag evru er orðið fullkomið tortímandi flopp og eitt það versta sem búið hefur verið til í Evrópu. Það átti upphaflega að sjá til þess að áhættutöku einkageirans yrði ekki smyglað yfir á herðar varnarlausra skattgreiðenda undir alræðismynt ESB án ríkis, peningakerfis hennar án ríkis og stýrivöxtum hennar án ríkis - og sem þeir hefðu bara alls enga stjórn né nein áhrif á. Flestir eru líka sammála um að þær stofnanir og reglur ESB sem frá og með 2008 voru stofnaðar og settar til að koma í veg fyrir svona, hafi einnig brugðist. Er hér um að ræða stofnanirnar:
ESB SSM: Single Supervisory Mechanism, gert 2013
ESB SRB: Single Resolution Board, er hluti af SSM, gert 2015
ESB Banking union: gert 2012
ESB BRRD: Bank Recovery and Resolution Directive, gert 2014
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins
ECB-seðlabanki Evrópusambandsins
Þessi samsteypa mistaka mun svo sjá um að viðhalda logunum í Evrópusambandinu þar til álfan er alelda
Evrópusambandið hætti að vera ákvörðunartakandi stofnun árið 2008 er fyrsta alvöru áfallið í stuttri sögu þess frá 1993 gekk yfir heimsbyggðina. Ekkert eitt efnahagssvæði í veröldinni hefur farið eins illa út úr þeim áföllum og lönd Evrópusambandsins. Ekkert land hlustar því lengur á það sem sambandið segir, skrifar og gerir. Og hið sama gildir um Schengen-samkomulagið. Evrópusambandið er því í reynd dautt. Sjálf útförin á bara eftir að fara fram
Með þessu voru skattgreiðendur á Ítalíu látnir niðurgreiða mistök ítalskra stjórnmálamanna sem varpað hafa landi sínu fyrir hundana í Berlín og París, sem vega þar pólitískar saltsýrur til að svíða niður evruhagkerfin á Berlín-Parísaröxli sínum. Fjármálageirinn fagnaði eðlilega því að fá ótakmarkað ábyrgðarleysi til sinna umráða, þrautarvarið af brunaliði Evrópusambandsins. Hangir nú allt fjármálakerfi Ítalíu sem steypuklossi um háls skattgreiðenda og evran er að ganga frá hagkerfinu dauðu til langframa. Þetta fjármálakerfi á evrum gerir minna en ekkert gagn í hagkerfi ítalska elliheimilisins sem orðið er gelt og ófrjósamt
Sannast hér að aldrei skyldu menn lesa sjálfsævisögur, en gera það stundum samt, og aldrei skyldu þeir lesa skrif og athugasemdir lærðra fræðimanna um neitt. Fólk ætti áfram að vera einfalt en sterkt jarðbundið og lesa og hlusta á þá og það sem þeir hafa trú á. Davíð Oddsson var til dæmis búinn að segja hér heima að svona myndi þetta fara, allt saman - og það gerði það líka. En íslenska evru-brunaliðið er hins vegar með óbilandi trú á brunaliði Evrópusambandsins, því það er stærra í sniðum en þeirra eigið brunalið. Það getur nefnilega kveikt í heilum heimsálfum. En heimsálfar eru að þeirra mati ávallt betri en það sem íslenskt er, vegna þess að þeir álfar í útlöndum skapaðir eru
Styttast nú lífdagar Evrópusambandsins, sem betur fer, og Viðreisnar stóru núllanna
Fyrri færsla
Ófrelsisflokkurinn Viðreisn er vondur fyrir Ísland
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 23. júní 2017
Ófrelsisflokkurinn Viðreisn er vondur fyrir Ísland
Grein: Áhlaupið á íslensku krónuna
Aðeins einn nefnari sameinar stjórnmálaflokkinn Viðreisn í einum samnefnara sem heitir nakið ófrelsi. Úniversal ófrelsið er það eina sem sameinar flokkinn um það litla sem hann er. Það er öllum góðum mönnum orðið "self-evident". Þess vegna kallar flokkurinn sig "frjálslyndan", en það hugtak er orðið úniversal vörumerki ófrelsis þjóða og kúgunar þeirra í dag
Nýjasta ófrelsishugmyndin framan á svitabolsmaga Viðreisnar-flokksins, er að banna reiðufé fólksins og gera það og fólkið að rafmagnsféþúfu. Næsta grútarhugmynd sem klesst verður á hlandgult evrumerkið framan á svitabolsmaga flokksins, mun reynslunni samkvæmt ekki verða neitt betri en síðustu hugmyndir flokksins í endalausri röð hugmynda hans um kúgun og ófrelsi til handa okkur Íslendingum
Ófrelsis þráhyggju-hugmynd Viðreisnar um aðild að Evrópusambandinu snýst um að lýðveldið Ísland óafturkræft tapi öllu fullveldi sínu í peningamálum, peningapólitískum vaxtamálum og myntmálum og að Íslandi verði gert skylt að leggja niður okkar eigin mynt og að við megum aldrei aftur gefa út okkar eigin mynt. Heitasta ósk Viðreisnar er að hægt yrði þannig að einangra landið okkar og setja það í peningapólitíska þurrkví og varpa yfir það víðtækum fjármagnshöftum og taka upp peningaskömmtun á almenning eftir geðþótta ókjörinna embættismanna hins yfirríkislega sjálfstæða en ókjörna veldis Evrópusambandsins í Brussel
Ófrelsishugmynd Viðreisnar er einnig sú að lýðveldi Íslendinga óafturkræft tapi fullveldi sínu yfir fiskveiði- og landbúnaðarmálum yfir til Evrópusambandsins í Brussel. Ófrelsishugmynd Viðreisnar er enn fremur sú að lýðveldi okkar tapi óafturkræft öllu æðsta fullveldi sínu yfir milliríkjaviðskiptum yfir til Evrópusambandsins í Brussel
Ófrelsishugmynd Viðreisnar er sú að lýðveldi okkar Íslendinga tapi óafturkræft öllu fullveldi yfir yfirráðarétti æðstu löggjafar til Evrópusambandsins í Brussel. Ófreskjuleg ófrelsishugmynd Viðreisnar er líka sú að lýðveldi Íslendinga tapi óafturkræft sínu æðsta fullveldi yfir lagasmíðum til yfirríkis Evrópusambandsins í Brussel
Ófrelsishugmynd Viðreisnar er að lýðveldi Íslendinga tapi óafturkræft stórum hluta fullveldis okkar yfir refsilöggjöf yfir til Evrópusambandsins í Brussel. Eins er það ófrelsishugmynd Viðreisnar að lýðveldi Íslendinga tapi óafturkræft næstum öllu fullveldi yfir löggjöf vinnumarkaðar yfir til yfirríkis Evrópusambandsins í Brussel
Ófrelsishugmynd Viðreisnar er að lýðveldi Íslendinga tapi óafturkræft næstum öllu fullveldi okkar yfir viðskiptaeftirliti yfir til Evrópusambandsins í Brussel. Hugsið ykkur! Ófrelsishugmynd Viðreisnar er að lýðveldi Íslendinga tapi óafturkræft hluta af fullveldi okkar í skattmálum yfir til Evrópusambandsins í Brussel. Og það mun á endanum hverfa alveg
Ófrelsishugmynd Viðreisnar er að lýðveldi Íslendinga tapi óafturkræft öllu fullveldi yfir utanríkisstefnu yfir til Evrópusambandsins í Brussel. Ófrelsishugmynd Viðreisnar úr sömu skúffu er að lýðveldi Íslendinga tapi óafturkræft stórum hluta fullveldis í varnarmálum yfir til Evrópusambandsins í Brussel
Ófrelsishugmynd Viðreisnar er að lýðveldi Íslendinga tapi óafturkræft stærstum hluta fullveldis okkar í innflytjenda- og flóttamannamálum yfir til forkastanlegs yfirríkis Evrópusambandsins í Brussel, sem er með sovéska stjórnarskrá. Það var nefnilega það!
Viðreisnarflokkurinn er grútarhugmynd um vont Ísland. Flokkinn þarf að trampa niður, ef það þá er hægt umfram það sem hann þegar er, því flatari getur hann varla orðið
Fyrri færsla
Mun olíuverð fara niður í einn dal og sautján sent á tunnuna ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 21. júní 2017
Mun olíuverð fara niður í einn dal og sautján sent á tunnuna ?
Varla. En þegar Síðari heimstyrjöldinni lauk þá féll olíuverð niður í 1,17 dal á tunnuna í febrúar 1946
Svo kom OPEC til sögunnar og í krafti Parísar-samkomulags fjórfaldaði það verðið á olíu þegar í ljós kom að Bandaríkin höfðu stutt Ísrael í Yom Kippur stríðinu 1973. Það stríð varð til þegar Egyptaland og Sýrland studd af Sovétríkjunum og Írak, Jórdaníu, Sádi-Arabíu, Alsír, Kúbu, Marokkó og Líbýu réðust inn í Ísrael og töpuðu
Eftir þá OPEC-fjórföldun olíuverðs lokaði Anker Jørgensen sósíalistískur forsætisráðherra Danmerkur danska vegakerfinu, og flaug svo stuttu síðar á hressingarhælið sitt í Norður-Kóreu með ríkisleyndamálin í skjalatöskunni. Bandaríkin höfðu jú með undirrituðum NATO samningi gengist í ábyrgð fyrir að verja Danmörku gegn árásum. Ábyrgðarlaus var forsætisráðherrann því algerlega af öllum "stjórnarathöfnum" á evrópska mátann
Þarna bönnuðu Bandaríkin útflutning á olíu. Það bann var látið gilda næstu fjörutíu árin. En nú er því aflétt og Bandaríkin byrjuð að flytja út olíu á ný. Þau eru stærsti olíuframleiðandi veraldar
Næsta stóra hreyfingin á olíumarkaði kom 1998 þegar Asía var að falla saman vegna þess að bráðsmitandi og gengisbundið Taíland hafði fallið saman í gjaldþrot og þar á undan hafði Japan fallið saman á horðalegan en mjúkan máta, miðað við samskonar hrun sem Kína stendur frammi fyrir núna. Gátu þá glöggir menn eftir miðnætti náð í rússneska olíutunnu á undir 10 dölum á mörkuðum
Olíuverðið tók svo að hækka á ný, því við tóku tvær bólur skipulagðra skrifborðsmanna sem brjáluðu heiminn:
1. Fjármálabóla ECB-aukaseðlabanka Þýskalands fór í gang. Hún skaffaði dauðvona hagkerfi Þýskalands þá örvum sem ekki var hægt að skaffa því undir löggjöfinni sem þýska markinu var búin. Örvunin handa Þýskalandi fékkst með því að henda lánsfé á neikvæðum raunstýrivöxtum út um alla Evrópu, þó mest suður og niður, til þess þannig að búa til eftirspurn eftir þýskt framleiddum vörum úr dauðvona þýsku hagkerfi, sem er krónískur útflutningsdópisti. Þá hét þýska hagkerfið "hinn sjúki maður Evrópu". Í dag er afleiddur ryksugupokinn af þessum peningamálum hins nýja myntsvæðis að brjóta bak kanslaraínu Merkels, því hann er svo stútfullur af peningum annarra þjóða. ESB-fangabúðirnar eru því að leysast upp í pólitískt þrotabú evrunnar og ESB
2. Næsta þrepið í geggjun gamla heimsins kom þegar kínverskir kommúnistar tróðu vindlum upp í kjaftinn á Lenín. Kveiktu þeir svo í og sprengdu hrávöruverð heimsins í loft upp. Olíuverðið var sprengt upp til himna með því taka ár eftir ár annan helming allrar landsframleiðslu Kínadellunnar og troða henni í 5-ára fjárfestingaráætlanir Kommúnistaflokksins, sem allar, næstum án undantekninga, eru og hafa reynst fullkomlega rangstæðar. Þar fuðrar nú fé fólksins upp í reyk sem sumir segja að hækki jafnvel hitastigið á jörðinni. Við þetta rauk olíuverðið upp í 145,31 dali tunnan í júlí mánuði 2008
Og einmitt þá héldu Herra Allir að þetta væri framtíðin, eins og alltaf. Ekkert mun breytast er ávallt sagt. Í dag er olíuverðið því 43 dalir tunnan og fer hratt lækkandi. Og bandarísk orka frá Texas til Póllands og olíuverðið er til marks um miklar og stangar breytingar í skipan heimsmála á næstu misserum. Haustið gæti orðið mjög skemmtilegt
Sem sagt: frá 1,17 dal tunnan og upp í 145 - og svo niður í rúmlega 42 dali og fer hratt lækkandi
Allt er sem betur fer við það sama gamla í henni Veröld
Fyrri færsla
Bandarísk orka frá Texas til Póllands og olíuverð
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.6.2017 kl. 02:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 20. júní 2017
Bandarísk orka frá Texas til Póllands og olíuverð
Mynd: Hráolíuútflutningur Bandaríkjanna frá 1920
Fyrsti tankskipsfarmur fljótandi jarðgass beint frá Texan Cheniere félaginu í Texas lagði af stað frá Louisiana í Banaríkjunum þann 22. maí. Skipið lagði svo að með farm sinn í Lech Kaczynski höfninni í Póllandi þann 10. júní og uppskipun tók sólarhring. Gasið hafði verið kælt niður þar til það varð fljótandi. Gasið mun verma pólsku þjóðina sem Donald J. Trump heimsækir eftir rúmar tvær vikur
Ekki er víst að fyrrverandi Schröder kanslara Þýskalands líði við þetta neitt betur en illa i stjórnarsæti sínu í rússneska orkugeiranum, en formaður utanríkismálanefndar bandaríska þingsins sagði hann vera "pólitíska hóru". Bandaríkin hafa með undirrituðum samningi gengist í ábyrgð fyrir að verja Þýskaland gegn árásum, en sú ábyrgð gildir varla að fullu við þýskt pólitískan hóruhúsarekstur
Tölur orkustofnunnar Bandaríkjanna yfir hráolíuútflutning landsins síðasta ár eru stórmerkilegar. Eins og sést á myndinni nam útflutningurinn í mars 1,2 milljón tunnum á dag. Aukningin á milli ára er 200 prósentur. Því er spáð að þessi útflutningur verði um milljón tunnur að meðaltali á dag á þessu ári. Talið er að Bandaríkin eigi nú stærstu birgðir óunninnar olíu í veröldinni
Ný tækni hefur gert þessa vinnslu mögulega og henni hefur fleygt svo fram að við 30 dala verð á tunnu er framleiðslan arðsöm á til dæmis Bakken-svæðinu, sem er hálf milljón ferkílómetrar. Og ef þróunin verður eitthvað í áttina að því sem hefur verið, er eins víst að 15-20 dala verð á tunnu muni skila þeim hagnaði innan skamms, ef keppa þarf á því verði, sem alls ekki er ólíklegt
Bandaríkin eru hér með búin að rústa OPEC-hringnum. Vald hans er horfið. Enda sást það á síðasta samsæri OPEC og Rússlands sem sært var fram í desember í fyrra. Verðið tók við það eitt lítið dauðskattar hopp upp í mánuð áður en það féll aftur og er nú 44 dalir tunnan og fer lækkandi
Framleiðsla OPEC ríkjanna er komin niður úr tæplega 60 prósentum af heimsmarkaði árið 1973 og niður í 40 prósent núna og fer lækkandi dag eftir dag
Peningakista Sádi Arabíu verður við þetta tæmd eftir líklega aðeins 2-3 ár. Donald J. Trump var þar í heimsókn um daginn til að segja þeim að ef þeir og ríkin í Mið-Austurlöndum taki sig ekki saman við eigin-lausnir á sínum eigin innbyrðis vandamálum, að þá pakki Bandaríkin saman og húrri sér heim, því þeir hafa fengið nóg. Getur þá þessi heimshluti tætt sig sjálfur í sundur og siglt olíuskipum sínum á næstu skóga eigin tundurdufla og sökkt sér fyrir eigin vélarafli án þess að Bandaríkin komi þar nálægt. Þetta mun gleða Evrópusambandið mjög mikið, sem í samfellt 50 ár hefur hakkað á Bandaríkjunum til að breiða yfir fullkomið eigið getuleysi. Það Evrópusamband við ekkert er því að leysast upp í ekkert
Peningakista Rússlands andar einnig á kíghóstandi hvellum við þetta verð. Rússland þarf 60 dali á tunnuna til þess bara að lifa af sem eitt samhangandi ríki sem tekur sig af jöðrum sínum. Rússland eftir Pútín verður afar hættulegur staður, standi hann ekki af sér þetta erfiða mál fyrir landið sitt
Frá ströndum Norður-Kóreu hafa flugmóðurskipin USS Carl Vinson og USS Ronald Reagan bakkað mílur út, eftir að ríkisstjórn landsins var með þunga þeirra þvinguð að síðasta samningaborðinu áður en kjarnorkuvopna prógramm og ríkisstjórn landsins verða jöfnuð við jörðu. Þriðja flugmóðurskipið, USS Nimitz, var komið til Perluhafnar seinni hluta síðustu viku og bíður átekta ásamt strategískum sprengjuflugsveitum Bandaríkjanna á Guam. Öllum steinum skal snúið til að leita samkomulags áður en Norður-Kórea verður sem ríki lagt að velli og sameinuð Kórea undir bandarískri vernd stendur klár á tröppum Kína. Þetta er með öðrum orðum síðasti handþvotturinn við vaskinn áður en þær klæðast járnhönskunum
Á meðan vann Emmanuel Macron sigurvegara-flokkur frönsku kosninga stórsigur með því að fá völdin í þinginu fyrir atbeina eins fimmta hluta franskra kjósenda. Fyrir 20 prósentur kjósenda í landinu fékk hann lyklana að því öllu. Þetta mun að sögn krata þýða "pólitískan stöðugleika". Kosningaþátttakan var 43 prósent í síðari umferðinni. Heiti ég api ef svo verður
Í gær staðfesti Bretland að það muni, eins og um var samið í þjóðaratkvæði, yfirgefa Evrópusambandið með því að yfirgefa Evrópusambandið. Að vera tengt þar inn í lögsögu þess bákns mun drepa möguleika Bretlands á öllum öðrum stöðum í heiminum, sem eru margir. Landið mun því verða frjálst aftur árið 2019
1945-Heimurinn á Austurhveli jarðar, gamli heimurinn, er að leysast upp í pólitískar öreindir. Þetta er orðin óstöðvandi þróun og sem byrjuð er að tala saman innbyrðis á milli upplausnar- og átakasvæða. Eina stöðugleikann í heiminum er að finna á Vesturhveli jarðar. Aldir Bandaríkjanna eru að hefjast á meðan aldir landmassa Evrópu-Asíu eru að enda. Ísland er sem betur fer staðsett á Vesturhveli jarðar í nýja heiminum
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 19. júní 2017
Efnahagsleg hugmynd að þjóð
Þýskaland byrjaði sem pólitískt hannað stjórnsýslulíkan prinsins Bismarcks í kringum útflutning. Þýskaland er frá upphafi efnahagsleg hugmynd að þjóð
Það furðulega er að landið þetta, hefur aldrei endað þetta líkan sitt af þjóð og reynt að vera þjóð en ekki útflutningur. Þýskaland er því ennþá bara efnahagsleg hugmynd um þjóð
Þetta er voðalega slæmt fyrir Evrópu, því þetta kemur í veg fyrir að lönd Evrópu geti þróast og þrifist. Með Evrópusambandið og evruna í rassvasanum getur útflutningsveldið Þýskaland haldið Evrópu í járngreipum og evrufátækt. Það mun ekki líða að önnur lönd komist á báðar fætur með því að stunda útflutning sjálf, þ.e.a.s. þau ríki sem mest þurfa á því að halda
Þýskaland þurrkar útflutningsgeira þeirra út, því annars fellur Þýskaland saman sem hugmynd. Og þá hættir landið að geta verið það sem það er núna - og þá breytist það í þið vitið hvað. Svona er að vera illa gert land sem hannað er fyrst og fremst sem efnahagsleg hugmynd um þjóð
Evrópa er glötuð, nema að henni sé splittað upp. Og það er einmitt það sem er að gerast. Að minnsta kosti kemur þýska landið engum í NATO til hjálpar ef ráðist er nágrannaríki þess niðri í suðaustri
Hverjir sem um munar myndu þá koma á vettvang?: Jú Tyrkir! Og kannski Bretland ef svo ber undir og kannski kaninn ef hann finnur þá ríkið á kortinu, sem svo löngu löngu er gjaldfallið. Allir sjá að þetta dæmi gengur ekki upp lengur. En það gekk upp á meðan Sovétríkin voru og hétu. Þá gekk NATO upp, en ekki lengur
Klaus Johannis var því í heimsókn í Hvíta húsinu um daginn. Allt þróunarlega mikilvægt sem er að gerast í Evrópu er að gerast í Austur-Evrópu og á Balkanskaganum
Auðvitað koma Tyrkir á vettvang. En munu þeir fara aftur?
Ropar Angela Merkel í bjórtjaldi. Andar hún enn?
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. júní 2017
Lönd vinna ekki saman
Þjóðhátíðardagurinn í gær var mér góður. Hestareiðin heim að kirkju var táknræn og afar falleg. Messan var góð og predikun séra Geirs Waage um meðal annars íslenska tungu í Reykholtskirkju, var enn betri. Og hangikjötið í félagsheimilinu Logalandi var ákaflega gott. Allt var gott. Við nutum góðs af því að hagsmunir mínir og þjóðar minnar, sem ég er órjúfanlegur hluti af, fara eins þétt saman og nokkru sinni mögulegt er
Erlendir vapparar á þessum degi létu sér fátt um finnast, enda ekki hluti af þjóð minni. Örlög okkar eru ekki sameiginleg. Þeir vöppuðu um á íslenskri grund án neinna banda við moldina sem þeir gengu á, en hún inniheldur forfeður vora og það sem í þeim bjó og sem lifir áfram í okkar íslensku þjóð. Einn og einn erlendur vappari tekur sig þó upp og segir:
"Þitt fólk er mitt fólk og þinn guð er minn guð"
Ef hann segir og framkvæmir þetta ekki, er hann tekur skrefið út úr sinni þjóð og inn í vora, þá endar það illa, bæði fyrir hann og okkur. Eins og sést út um allar jarðir í dag, þar sem fólk er drepið og sprengt í tætlur af þeim sem fylgja ekki þessum einfalda vísdómi Ritninga okkar. Það sem af hlýst, sé þessu ekki fylgt, er auðvitað innvortis styrjöld. Það viljum við alls ekki
Þetta er svona af því að þjóðin er hin grunnpólitíska eining í veraldarhafinu. Allt byggir á henni. Aðeins sambandið við afkvæmin er sterkara en þjóðarböndin. Ég er þakklátur fyrir að vera hluti af þjóð minni. Við vinnum saman
En þjóðir vinna hins vegar ekki saman. Lönd vinna ekki saman. Það er ekki hægt. En hægt er hins vegar að vinna saman að þeim hagsmunum þjóða sem fara saman
Um leið og til dæmis hagsmunir Evrópusambandslanda fara ekki lengur saman, þá endar það samband. Svo einfalt er það. Og við erum komin hálfa leið í því upplausnarferli. Mörg lönd sambandsins eru nú að endurskoða afstöðu sína. Og enn fleiri lönd þess finna ekki og vilja ekki ganga taktinn með þýskri Evrópu lengur. Evrópusambandið er að leysast upp, en eftir munu ríki álfunnar standa. Þjóðirnar neita að láta leysa sig upp. Þær eru komnar í verkfall sem endað getur í óöld
Evrópusambandið miðað við árið 2007, er nú þegar orðið óþekkjanlegt. Aðeins 10 ár eru þó liðin. Þá hélt enginn að sambandið myndi verða svona eins og það er 10 árum síðar
Þann 5. júní átti Marshall-áætlunin 70 ára afmæli. Frá því að George Marshall flutti eina áhrifamestu geopólitísku ræðu aldarinnar í Harvard háskólanum um hugmynd sína, liðu aðeins 10 mánuðir þar til bandaríska þingið afgreiddi 1948-lögin um utanríkisaðstoð Marshalláætlunarinnar. Bandaríkin ákváðu að gefa á fyrsta ári áætlunarinnar Evrópulöndum um 12 prósent af fjárlögum bandaríska ríkisins eins og þau voru 1949
Þetta gerðu Bandaríkin ekki af góðmennsku einni saman. Heldur fóru hagsmunir Bandaríkjanna og meginlands Evrópu þá saman. Bandaríkin þurftu á sterkari Evrópu að halda til þess að standast sovéskan þrýsting á meginlandinu
Í dag fara hagsmunir meginlands Evrópu og Bandaríkjanna ekki saman, nema þá á Intermarium svæði Evrópu. Þess vegna er Trump á leið til Póllands en ekki Þýskalands. Og þess vegna er NATO á leið í ruslatunnuna og nýtt varnarbandalag, sem byggir á sameiginlegum hagsmunum, er í smíðum. Það mun heita eitthvað í áttina að Northern Tier Defence System og Ísland mun sennilega verða hluti af því, vegna sameignlegra hagsmuna Bandaríkjanna og Íslands
Takk fyrir góðar kveðjur, Rex Tillerson. Taktu þetta lengra. Við eigum ykkur svo mikið gott að þakka. Áfram með smjörið
Fyrri færsla
Donald J. Trump heimsækir Pólland fyrst
Tillerson óskaði Íslandi til hamingju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. júní 2017
Donald J. Trump heimsækir Pólland fyrst
Mynd: Evru-upptakari
Þegar þessi frétt er lesin (sjá neðst) þá er ljóst að stór hluti fólks í veröldinni hefur tapað vitinu, eða jafnvel aldrei haft það
Ef að Pólland hefði megnað að halda fullveldi sínu á lofti, þá hefðu Þjóðverjar ekki getað tekið land Pólverja af þeim, til að láta Deutsche Bank fjármagna þar bygginu útrýmingarbúða í Auschwitz fyrir þýska ríkið. Þýskt byggðar búðir þar sem þýskir stjórnmálamenn tortímdu svo milljónum Gyðinga og þar á meðal Pólverjum sjálfum. Það eina sem hefði getað komið í veg fyrir þetta var þungt vopnað fullveldi Póllands til að drepa vonda menn með vopn. Athugið að innrásir með pennum og pennastrikum eru oft sama eðlis
En fullveldi Póllands reyndist of veikburða til að standa á móti þýskum stjórnmálamönnum og því fór sem fór. Ríkisstjórn Póllands gat ekki verndað líf, limi og eignir borgaranna. Þetta veit Beata Maria Szydlo, forsætisráðherra Póllands, mjög vel. Enda vopnast Pólland eins hratt og það getur um þessar mundir til að styrkja fullveldi sitt á ný, meðal annars til að geta mætt rússneska hernum ef með þarf og svo til að verjast árásum Evrópusambandsins, sem komið er með þýskan kanslara sem nýjan keisara á sviknu skafti yfir lífi 500 milljón manna - og sem allir muna ákaflega vel hvað gerðist síðast er Þýskaland réði of miklu
Ef að Gyðingar hefðu sem þjóð haldið fullveldi sínu þá hefðu þeir getað varist í sínu eigin landi og ekki mátt þola að verða leiddir sem varnalaus þjóð til slátrunar innan í annarri þjóð, sem sannarlega var sturluð og til einskis treystandi. Þjóðaröryggisstefna þjóða getur aldrei byggst á því að vona hið besta, eins og er í Evrópusambandinu núna
Þegar svo upp úr sýður næst þá er þungt vopnuðum Pólverjum að mæta. Ekki þurftu menn því að undrast að Donald J. Trump segði heiminum frá því í síðustu viku að hann, já hann, myndi heimsækja Pólland þann 6. júlí næstkomandi. Þar mun hann skoða framvindu byggingar Intermarium og hvetja lönd þess til dáða, en ekki til brusselsks aumingjaskapar
Þýskaland segist geta sætt sig við Rússland upp að landamærum Póllands. Svo mikla og króníska aumingja hefur Pólland sem sína næstu nágranna. Mikilvægasti bandamaður Póllands eru Bandaríki Norður-Ameríku og Stóra-Bretland. Fer Donald J. Trump því FYRST til Póllands, áður en hann fer á G20-fund til Hamborgar, til að slá þar á króníska útskipunarfíkn Þýskalands, sem er að rífa meginlandið í tætlur
Skál fyrir Póllandi! Þeir eru óhræddir við hugtökin ættjörð og þjóð. Þeir eru með öðrum orðum heilbrigðir enn. Allt gott fólk er þjóðernissinnað, því það styður sjálfsákvörðunarrétt þjóða, en vinnur ekki stanslaust að afnámi hans eins og ESB-sinnar gera. En úr vestri sækir vont ESB-fólk að Pólverjum fyrir að voga sér að vera normal þjóð í eigin landi. Það fólk veit ekkert og hirðir ekkert um aðstæður Póllands, hefðir þess né sögu. Það fólk er úniversalistar og þannig fólk er heiminum hættulegt, því það er svo fávíst
Fyrri færsla
ESB-tröllasamkunda meginlandsins; bless!
Ósmekkleg ummæli á minningarathöfn Auschwitz | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 13
- Sl. sólarhring: 100
- Sl. viku: 232
- Frá upphafi: 1390862
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 138
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008