Bloggfærslur mánaðarins, október 2017
Föstudagur, 13. október 2017
Einn dagur í heimsstyrjöld Samfylkingarflokka
Þýskaland hefur ákveðið að ganga úr Evrópusambandinu. Hmm.. Nei afsakið, það er Stóra-Bretland sem er að ganga úr ESB. En er kannski einhver munur á þeim tveim, Þýskalandi og Stóra-Bretlandi? Jú smávegis. Hagkerfi Þýskaland er um það bil 25 prósent stærra, en herstyrkur þess sennilega 20 sinnum minni. Og heimsáhrif Bretlands eru um það bil 50 sinnum meiri. Bretland er þess utan einkavinur Bandaríkjanna og flotaveldi. Þýskaland er hvorugt. Og með því að yfirgefa ESB gæti Bretland vaxið sig efnahagslega stærra en Þýskaland á næstu 15-20 árum ef ekki fyrr, með því einu að vera ekki um kyrrt, heldur fara. Niðurstaða: Þetta er að sjálfstöðu ekkert mál. Enginn í Evrópusambandinu verður var við þetta. Ekkert mun gerast. Bretland er bara Bretland. Göngum í ESB!
Þýskaland er þessar vikurnar að reyna að mynda nýja ríkisstjórn á þingi þar sem 94-þingmanna nýr flokkur, að sögn margra, er með nýnasista innanborðs. Nýnasistar eru þeir ekki allir, en sennilega sumir. Og það er alveg ný staða sem ekki hefur sést síðan 1940. Mun þingflokkur sá -vegna getuleysis og þjóðsvika þýskra ESB-elíta áratugum saman- anda ofan í hálsmálið á nýrri ríkisstjórn hvern einasta dag ársins árum saman. Fórna varð því þýska fjármálaráðherranum, sem sagður er hörkutól, og setja hann í forsetastól þingsins til að reyna að halda þar komandi sjó - þ.e.a.s á þýsku þjóðarsamkundunni. Niðurstaða: Enginn í heiminum mun taka eftir þessu. Ekkert haggast. Enginn í Evrópusambandinu verður var við neitt. Göngum í ESB!
Í Austurríki er af sömu ástæðum öll miðja í stjórnmálum horfin. Eitraður andþjóðlegur ESB-líberalisminn sá fyrir því. Já í sjálfu Austurríki. Þar verður kosið um helgina og bendir allt til enn sterkari þróunar en varð í þýsku og frönsku kosningunum, þar sem franska Samfylkingin hvarf og sú þýska beið sitt versta afhroð nokkru sinni: Niðurstaða: No problem. Ekkert gerist. Enginn í Evrópusambandinu mun verða var við neitt. Göngum í ESB!
Eftir 16 ár með evru er evrusvæðið versta þróaða efnahagsvæði veraldar. Algerlega það versta. Mörg evrulönd liggja sem ein stór brostin og oft framþvinguð von almennings, sem efnahagslegar brunarústir. Þeir sem voru þrítugir er árið 2008 skall á, já þeir eru 39 ára í dag og vita að líf þeirra er að miklu leyti vonlaust, það sem eftir er. Þeir sem voru 17 ára þá, búa flestir við 20 til 50 prósent atvinnuleysi núna og svo verður áfram áratug eftir áratug. Þetta er framtíðin. Niðurstaða: Þetta er að sjálfstöðu ekkert mál. Enginn í Evrópusambandinu verður var við þetta. Ekkert mun gerast þar í framtíð sem aldrei kom til þessa fólks. Ekkert gerist, engin áhrif. Göngum í ESB!
Í fjórða stærsta hagkerfi Evrópusambandsins, eftir að Bretland er farið, vill hagsælasti landshlutinn með hagkerfi á stærð við Portúgal, yfirgefa landið og lýsa yfir sjálfstæði. Ríkisstjórn landsins hefur í staðinn sent lögregluher sem barði kjósendur til að reyna stoppa þá af, og hótar hún nú að ógilda lýðræðislegar kosningar þeirra. Niðurstaða: Ekkert gerist tengt þessu. Enginn í ESB þarf að hafa áhyggjur af neinu og enginn mun þurfa að standa í neinu komandi stappi við neinn. Smjörið sem aldrei kom heldur áfram að drjúpa. Bretland fer, Katalónía fer, stjórnmál Frakklands og Þýskaland molna upp, iss ekkert mál. No problem. Göngum í ESB!
Gagnvart Póllandi, sem svarar hátt til landsstærðar Þýskalands, ætlar Evrópusambandið að loka á kosningarétt Póllands í Evrópusambandinu. Loka pólsku þjóðina úti frá því að geta haft áhrif á það sem hún býr við. Þetta gerir Evrópusambandið vegna þess að því líkar ekki lengur við skoðanir Pólverja. Sama gildir um likes ESB gagnvart Ungverjalandi. Ókjörnum elítum ESB líkar þessi tvö lönd bara alls ekki. Niðurstaða: Þetta er að sjálfsögðu ekkert mál og engin minnstu áhrif hafa á neitt. Ekkert mál. Við, þessar 330 þúsund hræður hér heima, göngum því eins og uppréttir menn í ESB, eins og við gengum Keflavíkurgöngurnar. Áfram Ísland niður með Ísland, heilinn burt og ekkert múður. Upp með evru-svitabolinn og ígildin. Göngum friðargönguna loksins á enda - inn í friðarbandalagið!
Sko - og þetta skilja allir íslenskir fjölmiðlar - já þetta skilja þeir; Vandamálin eru ekki í Evrópusambandinu, þau eru í Bandaríkjunum. Já í Bandaríkjunum!
Texas er að ganga úr Bandaríkjunum. Nasistar eru langt komnir á þing í Washington. Chicago hyggst lýsa yfir sýslu-sjálfstæði og vill ekki lengur tilheyra Illinois. Ríkisstjórnin í Washington ætlar ógilda sæti Kaliforníu á þingi og hún segist ætla að gera það sama við Arizona. Washington líkar ekki við þessi tvö ríki. Líkar ekki við þau
Og þetta - já þetta, vita allir íslenskir fjölmiðlar. Allir! Þeir fjalla því um Bandaríkin og forsetann alla daga hverrar einustu viku. Vandamálin eru í Bandaríkjunum! Og auðvitað er miklu betra að vita það heldur en að vita ekki neitt. Það hljóta allir að skilja. Engan skyldi því undra að púað sé á framboðsfundum Samfylkingarflokka. Púað þið vitið hvert
Niðurstaða: Sögubækur framtíðaræsku Íslands um Samfylkingarflokka Íslands, verða ekki skemmtileg lesning í framtíð sem taka átti frá henni, eins og síðast. Ekkert hefur breyst. Vandamálin eru áfram í Bandaríkjunum. Það vita allir
Fyrri færslur
Benedikt vísað af evrusvæði Viðreisnar og ígildi tekin upp
Fundur með Bjarna Benediktssyni á Hvanneyri
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 12. október 2017
Benedikt vísað af evrusvæði Viðreisnar og ígildi tekin upp
Ígildi Viðreisnar er ESB
Þegar upp komst um spillingu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem sat við völd frá 1995 til 1999, undir Jacques Santer forseta hennar -áður fjármálaráðherra stórhertogadæmis Lúxemborgar- þá vandaðist málið heldur betur. Það kom nefnilega í ljós að hið "vandaða" laga- og regluverk Evrópusambandsins var þannig úr garði gert að enginn gat fjarlægt framkvæmdastjórnina frá völdum. Enginn. Ekki einu sinni kjörnar ríkisstjórnir ESB-landa. Bara enginn! En hvað gerðist þá næst. Jú allar þessar þið vitið kjörnu ríkisstjórnir ESB-landa, máttu bíða og vona að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins færi sjálfviljug frá völdum
Rannsókn á spillingu framkvæmdastjórnarinnar var sett á laggirnar, en erfitt reyndist að finna sönnunargögnin, enda skiljanlegt, því þetta var jú ekki íslenskur banki á hvolfi og heldur ekki pólitískt ESB-flokka ofsóttur íslenskur forsætisráðherra. Þetta var sjálft Evrópusambandið. En faldir lífeyrissjóðir embættismanna ESB fundust hins vegar stuttu síðar í skattaskjóli í stórhertogadæminu um leið og þeir urðu gjaldþrota, af því að ESB-embættismennirnir höfðu tæmt þá sjálfir. Hlutirnir finnast oft ekki fyrr en húsið brennur. En samt skilaði rannsóknin á framkvæmdastjórn Santers af sér niðurstöðum og hún var svona; meinta spillingu tókst ekki að sanna, en rannsóknarnefndin gat ekki fundið eina einustu persónu með snefil af ábyrgðartilfinningu í allri framkvæmdastjórninni
Það er Viðreisn sem vill ganga í Evrópusambandið. Í gær gekk það upp. Flokkurinn er kom sér sjálfur í ESB
Ígildi Pírata er verðtryggt
Ef lesendur skyldu halda að ígildi sé ígildi þá frábið ég mér þannig aðdróttanir. Ígildi er einfaldlega afkvæmi Ígulverja og þeir búa í Ígildiztan. Þeir eru ekki skyldir Kínverjum, en reyna það stundum. Þegar ígulformenn eignast afkvæmi þá kallast þau ígildi. Aðeins er um eitt kyn að ræða, ígildisformann, eins og í Viðreisn
Þessir flokkar eru verðtryggð vitleysa. Ígildi hennar rýrnar aldrei
Fyrri færsla
Fundur með Bjarna Benediktssyni framfaramanni á Hvanneyri
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 11. október 2017
Fundur með Bjarna Benediktssyni framfaramanni á Hvanneyri
- SÍMSKEYTI TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA
Bjarni Benediktsson, Haraldur Benediktsson, Óli Björn Kárason og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins komu á fund með okkur Sjálfstæðismönnum Borgarfjarðarsýslu og víðar, þriðjudagskvöldið 10. október. Var fundurinn svo ákafur og líflegur að þrír tímar entust varla. Þórdís Kolbrún ráðherra stýrði
Húsfyllir var, bændur, búamenn og íbúar fjölmenntu. Þetta var umræðufundur. Hann snérist um hugmyndavinnu Sjálfstæðismanna í byggða- og landbúnaðarstefnu undir slagorðinu Allt Ísland blómstri, ásamt aðhaldsglímubrögðum frá fræknum fálkum flokksins sem halda þingmönnum hans við efnið. Merki flokksins er enda íslenski fálkinn, en ekki rauð stjarna, fallin sigð og hamrar í haus
Þingmennirnir Haraldur bóndi hjér og Óli Björn að norðan, hafa um tíma verið að vinna að því að móta hugmyndir sem stutt geta undir framtíðarstefnu sem heitir Allt Ísland blómstri. Þar var margt gott fyrir Íslendinga og allar byggðir landsins. Góðar hugmyndir. Þetta starf þingmannanna hóst áður en Björt framtíð og Viðreisn hófu kapphlaupið úr eldhúsinu inn í kynlausa sjálfsmorðsstofuna þar sem á þær stökk fullur trúnaður með uppreisn frá miðju
Leist mér vel á flest en sagði þó að varanlegri hryggsúlu viss hvatakerfis þyrfti að skjóta undir, til að bera blómstrandi Ísland uppi í hvaða veðri sem er. Núna ríkir nefnilega góðviðri. Svo mun ekki alltaf verða og það vita allir. Þannig er það alltaf og verður alltaf. Það vissu Abraham, Jakob, Móses og Davíð af því að þeir voru allir fjárhirðar. Bjarni kom til að halda hjörð sinni saman. Hann veit að það er alltaf fyrsta boðorðið; að halda þjóðinni saman
Margir komu með sín daglegu vandamál og sögðu frá. Og sum þeirra eru hrein tilvistarvandamál. Við vitum öll að það er skandall að bændastéttin sé orðin lægst launaða stétt á Vesturlöndum og við vitum að svo mun einnig fara fyrir landbúnaði og ferðaþjónustu ef slíkri þróun verði ekki mætt með skynsemi áður en hún skýtur hér algerlega föstum rótum. Sú láglaunaþróun Vesturlanda í tveim greinum -annarri þeirra meira að segja grunnatvinnuvegi- má ekki ná að verða til hér eins og úti í hinum æ meira vesæla heimi lágra launa meðal þjóða sem hent hefur verið á fjóshaug hins heilaga líberalisma John Locke (krata-vinstri-ESB og víðar). Vandamál sauðfjárbænda þarf að stöðva strax, það var öllum ljóst. Strax!
Ljóst finnst mér að úr flokknum eru flestar stuttbuxur nú foknar og nálastrípuð jakkaföt að mestu farin úr tísku. Þetta er Sjálfstæðisflokkur með jarðsamband. Fálkaflokkurinn
Bjarni Benediktsson sagði ESB-reglugerða farganinu, sem veltur yfir allar byggðir Íslands, allsherjar stríði á hendur. Hann sagði að við ættum að vera hundrað sinnum harðari á því sviði, já harðari, og það væri hneyksli hvernig því fargani Evrópusambandsins er kyngt hér þegjandi og hljóðalaust. Skar hann upp mikið klapp og fögnuð við þá yfirlýsingu. Og hann sagði líka að það væri skandall að peningar vegna umhverfismála fari úr landinu okkar og endi á skrifborðum í fjarlægum skrifstofuveldum án þess að nokkuð kæmi út úr þeim. Ísland hefur ekki efni á að halda slíku batteríi skriffinna uppi, sagði hann
Bjarni vill einnig lækka tekjuskatt á launafólk, enda kominn tími til. Því ber að fagna. Þetta er rétti tíminn til slíkra kjarabóta án þess að brenna tún þjóðarinnar af með ofburði. Við erum fullvalda og frjáls þjóð en ekki nýlenda ESB. Við Íslendingar ráðum slíkum málum hér í okkar landi, svo lengi sem hjörðinni er haldið saman. Rífa vill hann líka stórgripapeninga út úr bankakerfinu og dreifa þeim yfir landið í innviði. Vegi og brýr, meðal annars. Bankakerfið er of féstórt miðað við stærð hagkerfisins, sagði hann - og þar á ríkið mikið fé
Kjötþúfan sem blásin var upp í fjall meðal þeirra sem fara hefðu átt frekar til óstarfa sinna í sendiráð í Mongólíu, samkvæmt fálkanum frækna hér að ofan, sagði Bjarni að væri fáránlegur málflutningur. Það er og hárrétt rétt hjá honum. Peningafjall bankanna er því það sem Bjarni vill minnka, en ekki kjötþúfuna sem ein verslun selur á ári, eins og hann benti á
Miklar umræður spunnust og líflegar. Bjarni formaður og fullveldissinni stækkar og stækkar og hann herðist og herðist, því meira sem mótlætið er. Það er mér orðið ljóst. Hann og flokkinn allan ætla ég því kjósa. Upp með fánann og fálkann og niður með ótíðindi
Þakka ég fyrir mig
- FULLT STOPP
Fyrri færsla
Tökum næturfrost út úr hitavísitölunni
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 10. október 2017
Tökum næturfrost út úr hitavísitölunni
Í því stutta sem af er kosningabaráttunnar þá eru vísitölukakkalakkar neysluverðs komnir á stjá á ný og vilja að næturfrost og hitastig í þokubökkum verði þurrkað út úr hitavísitölunni, afsakið, vísitölu verðbólguhitans
Af því að sjaldan líður yfir mig af hrifningu, nema þegar ég hitti konuna mína þegar hún var sextán og ég nítján, þá hefur ekki enn liðið yfir mig vegna þessa að þessu sinni, né í neinum öðrum kosningum. Maður hefur Séð og Heyrt svo margt um dagana
En þetta er víst svona: Heimilin fjárfesta ekki. Þau neyta. Að kaupa þak yfir höfuðið er neysla. Það er ekki fjárfesting, heldur neysla. Og það eru heimilin sem neyta landsframleiðslunnar. Þau fjárfesta ekki. Það gera fyrirtæki. Flest heimili spara upp hluta neyslu sinnar í til dæmis þaki yfir höfuðið eða jafnvel í birgðum af dósamat. Og þeir sem kaupa tvö þök neyta tveggja þaka
Af hverju ekki taka neyslu á til dæmis matvælum út úr vísitölu neysluverðs. Hún er álíka stór neysla og á húsnæði í hverjum mánuði. Þannig gætum við notið nýs sannleika um lán til matarkaupa á meðan leitað er eftir fleiri trixum á klósettunu áður en veðið sturtast þar niður. Fjárfestar sem kaupa af okkur skuldabréfin bíða í röðum eftir fölskum gögnum yfir íslenskan veruleika. Ekki satt?
Hér með lýkur veðurfréttum um falsað veðurfar. Kaupið nú nýja hitamæla samkvæmt þessu og kjósið rétt. Takið síðan vægi verðtryggingar afturvirkt úr pírötum og útkoman er Karl Marx - í Hyde Park. Sama gildir um röflið um lífeyrissjóðina. Takið ykkur vinsamlegast saman
Vona má enn að kakkalakkahugmyndir í peningamálum nái ekki að skríða upp úr herbúðum sínum að þessu sinni. En hver veit. Maður hefur séð svo margt furðulegt um ævina
En munið; kakkalakkar detta alltaf niður aftur að kosningum loknum. Þetta gengur sem betur fer fljótt yfir núna
Fyrri færsla
Bjarni sigraði - Katrín Clinton tapaði
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 8. október 2017
Bjarni sigraði - Katrín Clinton tapaði
Sigurvegari kappræðna kvöldsins var framfaramaðurinn Bjarni Benediktsson. Jarðsamband hans við Lýðveldið Ísland og þjóðina er greinilega sterkast og hann er að sanna sig sem varðstöðumaður fullveldis Íslands númer eitt. Bændur eiga Bjarna sem hauk í horni og sama gildir um alla þá sem framleiða landsframleiðsluna handa þeim sem neyta hennar og spara upp; heimilin í landinu. Fyrirtækin framleiða landsframleiðsluna og heimilin neyta hennar og leggja hana til hliðar sem sparnað. Fyrirtæki og þar með bændur líka, spara einnig upp, ef þau græða. Annars fara þau á hausinn og þar með rekstur heimila líka
Katrín Jakobsdóttir fannst mér vera stóra skúffelsi kvöldsins. Kappræðurnar sönnuðu að hún stendur fyrir stöðnun og vaxandi völdum þeirra sem frá vöggu til grafar ætla að lifa á þeim sem búa til þjóðarkökuna, baka hana og skreyta. Hún gat ekki svarað fyrir þá vinstri stefnu sem hún boðar, nema sem þá sömu gömlu vinstristefnu sem Íslendingar þekkja of vel. Ekkert sannfærði mig um að áframhaldandi kosningasvik séu ekki þar á dagskrá strax eftir kosningar, því hún gat ekki svarið af sér vinstrið-vonda og því sem allra verst er við það. Flokkurinn nær ekki hálfa leið upp í ásættanlegt vinstri. Sennilega er tíminn útrunnin fyrir vinstrið græna eins og hann rann út fyrir vinstrið rauða. Katrín vissi ekki hver hún er; Græn eða rauð. Hvort skyldi það vera? Ég veit hins vegar vel hver ég er. Ég er einn þeirra sem flokkur hennar hefur sorterað niður í körfu af fyrirlitlegu fólki sem "halda þarf varanlega frá stjórnarráðinu". Hvað varð um græna lit flokksins Katrín? Er hann kannski orðin rauður
Sigmundur Davíð kom sá og sigraði að sumu leyti, sérstaklega hvað varðar nýtt þjóðarsjúkrahús og tenginu landsins við höfuðstaðinn, sem er að verða frekar þunn, svo ekki sé meira sagt. En ég bíð samt með frekari dóma þar til stefnuskrá Miðflokksins verður kynnt. Flott með hvíta hestinn
Logi Einarsson sannaði svo ekki verður um villst að Samfylkingin er að deyja. Þar var ekkert að hafa nema framhalds-dansleikur á gröf flokksins og skjaldborg um þá sem vilja afnema Lýðveldið Ísland og tortíma fullveldinu
Meira var upp úr Þorvaldi Alþýðufylkingarinnar að hafa. Sá maður komst vel frá kvöldinu, mun betur en Logi. Hann var massífur og beinn í baki
Bjarta framtíð er ekki hægt að fjalla um á vitrænan hátt. Flokkurinn er ekki marktækur lengur
Sigurður Ingi í Framsókn: Þetta er frekar sorglegt, en ég fékk á tilfinninguna að þar færi flokkur sem mestan áhuga hefur á því að fá bara að vera með, launanna vegna. Ekki gott fyrir Framsókn, því miður. Ég skil ekki enn hvað er að gerast með Framsókn, það verð ég að játa
Viðreisn sannaði sig sem sokkið vöruframboð, komið langt fram yfir síðasta söludag. Sá sem seldi þeim slagorðið "Vinstri velferð og hægri hagstjórn", hlýtur að vera í fullu starfi hjá Procter og Gamble, þ.e. þeim sömu endurskoðendum sem hönnuðu stöðnuðu Katrínar-vörulínur Clintons síðustu 30 ára. Ótrúlegt að þetta skuli enn vera til. Viðreisn vill flytja út fullveldið, störfin, landbúnað og hagstjórn og skilja þjóðina eftir á fjóshaug eins og gerst hefur um allt ESB og USA. Viðreisn er visnuð samfylking ESB-hrægamma á leið á öskuhauga sögunnar
Píratar sönnuðu sig sem hatursflokk. Ekkert var þar að hafa nema hatur, hroka og fyrirlitningu og hreint út sagt þvælu
Inga Sæland byrjaði vel, lofaði góðu, sérstaklega landsbyggðarmálin, en svo kom að því að sjón varð sögu ríkari þegar jarðsamband hennar sýndi sig hangandi á bara einu strái; taltungu hennar sjálfar sem hljómar vel, en vantar jarðsamband
Dögun: tja, það gat vel verið verra
Íslenska þjóðfylkingin stóð sig vel
RÚV komst ágætlega frá kvöldinu og það ber að þakka. Þetta var gagnlegt
Fyrri færsla
Nýjustu heimsveldin öll að líða undir lok
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.10.2017 kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 8. október 2017
Nýjustu heimsveldin öll að líða undir lok
1. Síðasta heimsveldið sem leið undir lok var sovéska heimsveldið. Það hrundi í reynd 1989 og var formlega leyst upp á jóladag 1991. Þetta var heimsveldi kommúnista. Alþjóðabylting þeirra mistókst, sem betur fer. Hrunferli Sovétríkjanna hófst þó miklu fyrr
2. Evrópusambandið er hafnað í sömu stöðu og Fyrsta ríkið endaði daga sína í; þ.e. hið Heilaga rómverska ríki, sem formlega var leyst upp 1806. Við tók Annað ríkið; þ.e. sameinað Þýskaland undir keisara og endaði sem Þriðja ríkið, eða miðstöð brunarústa Evrópu. ESB er hraðspólun á þessu ferli. Veldi Evrópusambandsins er nú eins og Fyrsta ríkið var þegar það nálgaðist endalokin; sundurleitur massi að splundrast. Með lögum og reglum er ríki ekki hægt að byggja, nema með því að viðhafa terror við stjórnun þess. Aðeins ein þjóð getur byggt upp farsælt ríki. Þjóðríki þjóðar sem lifir og segir:
"þitt fólk er mitt fólk og þinn guð er minn guð"
3. Kínverski kommúnistaflokkurinn (CCP) er seinasta Dynasty eða heimsveldi Kína. Í þessum mánuði mun ein mikilvægasta allsherjarráðstefna flokksins fara fram, þar sem kínverski keisarinn Xi Jinping mun gera örvæntingarfulla tilraun til að herða CCP-dynasty-flokkinn að innan svo hann með hertri harðstjórn geti haldið síðasta heimsveldi kommúnismans saman utan múra aðalstöðva flokksins. Mannfjölda-imperíalismi dugar ekki til að halda heimsveldi saman
Þessi tvö stóru hrunferli sem eru í gangi núna, munu ekki ganga þegjandi og hlóðalaust fyrir sig. Þvert á móti
Það eina sem lifir þetta allt af er þjóðríkið Bandaríki Norður-Ameríku. Tuttugasta og fyrsta öldin verður öll í nafni Bandaríkjanna
Fyrri færsla
Ónýt geðheilbrigðisvottorð gáfumenna
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 7. október 2017
Ónýt geðheilbrigðisvottorð gáfumenna
100 ára afmælið
Í þessum mánuði er 100 ára afmæli rússnesku byltingarinnar. Gáfumenni og kerfiskallar vinstrisins ætluðu að frelsa lýðinn frá lífsins staðreyndum en enduðu á því að myrða hann, eftir að hafa fyrst rutt athafnamönnum og bændum úr vegi með morðum og fangabúðum
Þetta gáfumennalið vinstrisins hefur ekkert lært. Ekkert lært. Það stundar enn úthreinsanir. Það eina sem þetta lið virðist kunna. Þetta eru eftirlifendur Sovétríkjanna, þ.e. þeir sem komust af og lifðu hugmyndir sínar af. Það eina sem kemst að í höfðum þeirra er að tryggja áframhaldandi tilvist sína eins og varð tilgangur Sovétríkjanna, eftir að þau komust upp úr fyrsta blóðhafinu og yfir í það næsta. Höfuð þessara eftirlifandi eru algerlega tóm og brostin. Og afkvæmi þeirra, sem ólust upp við skipbrot foreldra sinna, já þau hafa stofnað nýjan kerfiskerlingaflokk sem heitir til dæmis "píratar" og grænt bjart-svart og sam-eitthvað. Þetta eru heimili fyrir nýja kynslóð kerfis-kerlingar-kalla sem trúa á ný "regluverk" og nýjar "stjórn-sýslur" sem alltaf enda sem nýjar hörmungar
Hin svo kallaða heilbrigða skynsemi
Eitt það lélegasta sem er til, er það sem manna á milli kallað er "heilbrigð skynsemi"
Sumarið 1900 sagði sú skynsemi öllum að Evrópa væri rík, stæði sterkt og væri að flestu leyti mjög friðsamur staður og hámenning. Þessi staða Evrópu væri komin til að vera
Aðeins 17 árum síðar var Evrópa rústir einar
Og þá, eða 1918, kom hin heilbrigða skynsemi á ný og sagði mönnum það sem allir voru vissir um að væri hin nýja heilbrigða skynsemi fyrir alla. Hún sagði að Þýskaland væri algerlega búið að vera og myndi aldrei verða öflugt ríki á ný
Rúmum 20 árum síðar ræður Þýskaland allri Evrópu. Aldrei hafði annað eins sést
Og þá kom og sagði hin heilbrigða skynsemi á ný, að þessu nýja þýska veldi yrði ei haggað. Það myndi drottna yfir Evrópu að eilífu. Það sagði heilbrigða skynsemin
Tíu árum síðar er Þýskaland hernumin brunarúst, öll Evrópa horfin og öllum hennar málum er frá og með þá, stjórnað beint frá Washington og Moskvu
Þá kom heilbirgða skynsemin og sagði svona myndi þetta alltaf vera
En fjörutíu árum síðar eru Sovétríkin ekki lengur til. Moskva er horfin. Og í gjörvallri Evrópu er ekkert veldi lengur til sem áhrif getur haft á neitt fyrir utan álfuna, sem er sú næst minnsta í heimi
Þá kom heilbrigða skynsemin á ný og sagði mönnum að með falli Sovétríkjanna og stofnun Evrópusambandsins myndi velmegun og friður ríkja í álfunni að minnsta kosti næstu 100 kynslóðir, eins og Bush gamli á að hafa skrifað sem titil framan á bók sína. Blessuð hnattvæðingin átti einnig að vera ábekingur fyrir því. Hún átti að vera svo góð
En sautján árum síðar rennur árið 2008 upp. Þá byrjar 1991-heimurinn að leysast upp og Evrópusambandið byrjar að líða undir lok, því það gat hvorki skaffað frið og allra síst velmegun og borgarar sambandsins og heimili þeirra byrja að leysast upp, milljónum saman
Viku eftir Lehmansbræðra bankahrunið 2008 tekur Rússland Georgíu og stuttu síðar Krím á stórkallalegum útidyratröppum Evrópusambandsins, sem gera ekkert og geta ekkert, vegna slefs. Og átta árum síðar tekur Stóra Bretland ákvörðun um að yfirgefa Evrópusambandið, fyrir fullt og allt
Var þessi skynsemi heilbirgð - eða er eina rétta og nauðsynlega ástand skynseminnar það, að taka eigi ekki mark á geðheilbrigðisvottorðum sem út eru gefin af þeim sem kalla sig Allir
Heilbrigð skynsemi er líklega það versta sem hægt er að hlusta á. Það er ég sannfærður um
Ert þú viðbúinn?
Fyrri færsla
VG seldi atkvæði kjósenda nokkrum dögum eftir kosningar
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.10.2017 kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 6. október 2017
VG seldi atkvæði kjósenda nokkrum dögum eftir kosningar
Bara svo að rétt sé rétt. Það gerðu þeir sem sagt eftir kosningarnar 2009
Eftir kosningar
Kaupandi var hrunflokkur Samfylkingar
Fyrir kosningar seldu VG ekki. Þeir gerðu það fyrst eftir kosningar. Þetta munu þeir reyna að leika einu sinni enn, því það gafst svo vel fyrir fáa þá, en illa fyrir þjóðina, síðast
Núna á að reyna að leika sama leikinn á ný. Selja á undir moldviðri áttavilltum Sjálfstæðimönnum dulbúinn pólitískan sleikipinna fyrir kosningar, til að geta svikið þá eftir kosningar. Öðruvísi kemst Vinstrið ekki til valda. Þessi sleikipinni er sá hinn sami og síðast; Rauður skjaldborgari að innan en grænn að utan
Ekki ætla ég að afhenda vinstrinu mitt atkvæði. Svo mikið er víst
Þessi dirty trix virka ekki lengur. Ég sel ekki hlut minn í lýðveldinu inn á pólitískt kauphallargólf vinstrisins. Og ég er ekki í þjóðareign. Bara svo þið vitið það. Og ég er ekki pírati sem dreifir óhróðri um þjóð mína erlendis
Ég er Sjálfstæðismaður og ég styð Bjarna Benediktsson formann flokksins. Ég þoli ekki meira af dómstólum götunnar. Þoli ekki meira af þeim!
Ég vona að vinstrið sjái að sér, þeirra vegna. En sú von er auðvitað fyrir borð borin, því sál sína þeir seldu og selja enn. Og þeir reyndu að selja fullveldi þjóðarinnar um leið og þeim tókst að svindla sér í stólana
Krækja
- "Verið að dylgja um að ég hafi misnotað stöðu mína"
- Segir tilganginn að koma höggi á sig
Fyrri færsla
Samrunaverkefni Evrópusambandsins hefur búið til púðurtunnu úr Evrópu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 5. október 2017
Samrunaverkefni Evrópusambandsins hefur búið til púðurtunnu úr Evrópu
Já púðurtunnu. Vegna stórkostlegra og forkastanlegra tenginga á milli landa og þjóða hefur þeim tengdu liðum, samskeytum, flötum og endum fjölgað svo hörmulega mikið, að ekkert þarf til svo að öll álfan springi í loft upp í einum hvelli. Og enn fremur, þá upplifir allt fólk í Evrópu sig mörgum sinnum meira berskjaldað, óöruggara og með meiri innilokunarkennd en nokkru sinni áður, vegna þess að inn í líf þess liggja hundrað þræðir sem allir geta fúttað lífi allra af án minnsta tilefnis og algerlega án þess að líf, bær, sveit, borg, hérað og land viðkomandi sé það sem kveikir neistann sem fær álfuna til að springa í loft upp í ragnarökum Evrópusambandsfábjána, sem allir hafa sömu stöðluðu Stalínbaunina í heilastað. Geggjun Evrópusambandsins er svo hroðalega slæm að eitt slef úr heiladauðum ESB-afglapa ofan í töfluna er að verða nóg til að sprengja púðurtunnuna Evrópu í tætlur
Forkastanleg útópísk tilvistarþvæla Evrópusambandsins liggur hér að baki. Það er hún sem búið hefur til þriggja fasa þúsund volta samtengdan vef sem hristist og skelfur allur um leið og ein fluga í ESB sest á rangan stað í rafmangstöflunni sem troðið hefur lífi fólksins niður í aftökustól meginlandsins. Allt sem gerist hefur áhrif alls staðar í þessum vef því sem næst samtímis. Þessum ESB-rafmangsstól Evrópu þarf Ísland að aftengja sig frá með því að vera sjálfstætt og fullvalda ríki fram í alla fingurgóma og aldrei að láta undan ESB-sturlunarsuði Samfylkingaflokka og kosningasvikurum Vinstri grænna. Slíkt má ekki gerast því heimspeki þessara flokka er banvæn öllum ríkjum og þar með lífi allra sem hana snerta. Og við eigum að segja okkur frá EES-samningum. Strax!
Fyrri færsla
Boðað er til sérstaks þingfundar í Katalóníu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 4. október 2017
Boðað er til sérstaks þingfundar í Katalóníu
Tilkynnt hefur verið að haldinn verði sérstakur þingfundur í þinginu í Katalóníu þann 9. október, eftir fimm daga. Opinberlega er gefið upp að þing sé kallað saman til að ræða niðurstöður þjóðaratkvæða-greiðslunnar síðasta sunnudag, sem var bindandi
Þann 7. september setti þingið í lög að lýsa yrði yfir sjálfstæði innan nokkurra daga ef meiri hluti kjósenda, óháð kjörsókn, kysi sjálfstæði. 90 prósent þeirra sem greiddu atkvæði kusu sjálfstæði
Talið er líklegt að Katalónía muni nota þingfundinn til að lýsa yfir að frá og með þá sé Katalónía sjálfstætt og fullvalda lýðveldi
Gerist það, þá er þar með fætt nýtt ríki með stærra hagkerfi en Portúgal
Fyrri færsla
Þeir sem það gera eru þjóðernissinnar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 5
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 171
- Frá upphafi: 1390766
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 95
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008