Leita í fréttum mbl.is

Ónýt geðheilbrigðisvottorð gáfumenna

Lenín í gömlu Sovétríkjunum

100 ára afmælið

Í þessum mánuði er 100 ára afmæli rússnesku byltingarinnar. Gáfumenni og kerfiskallar vinstrisins ætluðu að frelsa lýðinn frá lífsins staðreyndum en enduðu á því að myrða hann, eftir að hafa fyrst rutt athafnamönnum og bændum úr vegi með morðum og fangabúðum

Þetta gáfumennalið vinstrisins hefur ekkert lært. Ekkert lært. Það stundar enn úthreinsanir. Það eina sem þetta lið virðist kunna. Þetta eru eftirlifendur Sovétríkjanna, þ.e. þeir sem komust af og lifðu hugmyndir sínar af. Það eina sem kemst að í höfðum þeirra er að tryggja áframhaldandi tilvist sína eins og varð tilgangur Sovétríkjanna, eftir að þau komust upp úr fyrsta blóðhafinu og yfir í það næsta. Höfuð þessara eftirlifandi eru algerlega tóm og brostin. Og afkvæmi þeirra, sem ólust upp við skipbrot foreldra sinna, já þau hafa stofnað nýjan kerfiskerlingaflokk sem heitir til dæmis "píratar" og grænt bjart-svart og sam-eitthvað. Þetta eru heimili fyrir nýja kynslóð kerfis-kerlingar-kalla sem trúa á ný "regluverk" og nýjar "stjórn-sýslur" sem alltaf enda sem nýjar hörmungar

Hin svo kallaða heilbrigða skynsemi

Eitt það lélegasta sem er til, er það sem manna á milli kallað er "heilbrigð skynsemi"

Sumarið 1900 sagði sú skynsemi öllum að Evrópa væri rík, stæði sterkt og væri að flestu leyti mjög friðsamur staður og hámenning. Þessi staða Evrópu væri komin til að vera

Aðeins 17 árum síðar var Evrópa rústir einar

Og þá, eða 1918, kom hin heilbrigða skynsemi á ný og sagði mönnum það sem allir voru vissir um að væri hin nýja heilbrigða skynsemi fyrir alla. Hún sagði að Þýskaland væri algerlega búið að vera og myndi aldrei verða öflugt ríki á ný

Rúmum 20 árum síðar ræður Þýskaland allri Evrópu. Aldrei hafði annað eins sést

Og þá kom og sagði hin heilbrigða skynsemi á ný, að þessu nýja þýska veldi yrði ei haggað. Það myndi drottna yfir Evrópu að eilífu. Það sagði heilbrigða skynsemin

Tíu árum síðar er Þýskaland hernumin brunarúst, öll Evrópa horfin og öllum hennar málum er frá og með þá, stjórnað beint frá Washington og Moskvu

Þá kom heilbirgða skynsemin og sagði svona myndi þetta alltaf vera

En fjörutíu árum síðar eru Sovétríkin ekki lengur til. Moskva er horfin. Og í gjörvallri Evrópu er ekkert veldi lengur til sem áhrif getur haft á neitt fyrir utan álfuna, sem er sú næst minnsta í heimi

Þá kom heilbrigða skynsemin á ný og sagði mönnum að með falli Sovétríkjanna og stofnun Evrópusambandsins myndi velmegun og friður ríkja í álfunni að minnsta kosti næstu 100 kynslóðir, eins og Bush gamli á að hafa skrifað sem titil framan á bók sína. Blessuð hnattvæðingin átti einnig að vera ábekingur fyrir því. Hún átti að vera svo góð

En sautján árum síðar rennur árið 2008 upp. Þá byrjar 1991-heimurinn að leysast upp og Evrópusambandið byrjar að líða undir lok, því það gat hvorki skaffað frið og allra síst velmegun og borgarar sambandsins og heimili þeirra byrja að leysast upp, milljónum saman

Viku eftir Lehmansbræðra bankahrunið 2008 tekur Rússland Georgíu og stuttu síðar Krím á stórkallalegum útidyratröppum Evrópusambandsins, sem gera ekkert og geta ekkert, vegna slefs. Og átta árum síðar tekur Stóra Bretland ákvörðun um að yfirgefa Evrópusambandið, fyrir fullt og allt

Var þessi skynsemi heilbirgð - eða er eina rétta og nauðsynlega ástand skynseminnar það, að taka eigi ekki mark á geðheilbrigðisvottorðum sem út eru gefin af þeim sem kalla sig Allir

Heilbrigð skynsemi er líklega það versta sem hægt er að hlusta á. Það er ég sannfærður um

Ert þú viðbúinn?

Fyrri færsla

VG seldi atkvæði kjósenda nokkrum dögum eftir kosningar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Evrópusambandið getur líka þakkað sér ástandið í Úkraínu og hernám Krímskaga. Ef þeir hefðu ekki tekið skref til að innlima Úkraínu inn í sambandið með fríverslunarsamningi þá hefðu rússar ekki krælt á sér. Þegar forsetinn og þingið hafnaði viðskiptabandalagi var blásið til uppreisnar á Maidan og evrópuþingmenn mættu þar á palla til að hvetja múginn áfram. Amríka sætti auðvitað lagi og Mcain mætti m.a. til að faðma nýnasista og veita þeim blessun til að taka stjórnartaumana.

ESB klígjaði ekkert við því að styðja yfirlýsta nýnasista í valdatökunni og hafa hönd í bagga með að skipa þeim í embætti. Allt fyrir málstaðinn.

Þeim tókst á einni nóttu að vekja rússnenska björninn af dvala og raska því friðarjafnvægi sem ríkt hafði í áratugi. Úkraína er í rúst og þjáning, ótti og dauði svífur yfir vötnum.

Aldeilis rós í hnappagatið hjá "friðarbandalaginu".

Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2017 kl. 15:25

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Jón Steinar.

Það var aldrei heilbrigð skynsemi að ætla það að Rússland myndi hverfa út af sögusviðinu. Eftir að hafa hrist Sovétríkin af sér, þá kom í ljós að hin gamla Móðir Rússlands var enn Móðir Rússland. Hún er mætt til leiks á ný og sömu sögu er að segja með Evrópu.

Evrópusambandið var aðeins einn ein birtingarmynd Imperíal-Evrópu og það er að líða undir lok. Og eins og í tilfelli Rússlands, mun gamla Evrópa mæta til leiks á ný. Ekkert getur stöðvað þá þróun. Það styttist óðum í fjörið.

Já þetta sem þú segir er bara eitt stutt-stef í sinfóníu landmassa EvrópuAsíu (Eurasia). Gamli heimurinn breytist aldrei. Hann fer bara í þykjustuleik inn á milli. En birtist svo alltaf sem sú vonlausa stærð sem hann er.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.10.2017 kl. 15:46

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Afsakið framhleypnina, en byltingin var í apríl. Stjórnarrán Bolsjevita var í október. Sumsé, afmæli mánaðarins er hundrað ára afmæli hallarráns kommúnista gegn lýðræðisumbótum Rússa - og samsæriskenningin segir að stjórnarránið eða hallarránið hafi verið fjármagnað af Wall Street. 

Guðjón E. Hreinberg, 7.10.2017 kl. 21:47

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Guðjón.

Já, söguþrepin eru nokkur, það er hárrétt hjá þér.

En samheitið sem myndast hefur yfir allt valdaránið er októberbyltingin eða hugtakið "hin stóra októberbylting sósíalista" sem notað er í rússneskum bókmenntum yfir það sem þarna fór fram frá vori fram á vetur. Og í október var reyndar kominn nóvember víða, því Rússar voru enn á gamla dagatalinu. En hjá þeim var sem sagt enn október.

Ef fjármagn hefur komið að utan þá er eins líklegt að það hafi komið sömu leið og Lenín kom, en Þjóðverjar smygluðu honum inn í Rússland til að hann gæti efnt til uppþota sem leitt gætu til þess að Rússland myndi draga sig úr úr Fyrri heimstyrjöldinni. 

Það voru ekki "vinnandi stéttir" sem komu byltingunni af stað. Það var Fyrri heimstyrjöldin. Hún (áföll) skapaði tækifærin fyrir gáfumennin.

Fall Sovétríkjanna (áfall) skapaði svo hins vegar tækifærið fyrir gáfumenna valdaklíku Evrópu til að gera ESB að yfirríki, úr karteli. Enginn hafði beðið um það. Enginn nema klíka gáfumenna.

Á Íslandi var það svo bankahrun (áfall) sem leysti úr læðingi þau öfl sem við tölum um hér og sem vilja koma fullveldi Íslands fyrir kattarnef. Án þess áfalls væru þeir flokkar enn sitjandi á kamrinum að þurrka af sér sovétið sitt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.10.2017 kl. 23:47

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Af því eg lít stundum inn til þín hér og hleð upp trúna á lokasigur okkar,með skrifum þínum og gesta þinna,minnti stef úr Eurasía (sem þú nefnir) mig á Dave Brubeck og vínilplötu sem ég gaf manni mínum fyrir löngu.Lagið "Take five" var/er geisivinsælt ,með flauelsmjúkum solo leik Paul Desmond á altsaxofone,leik það um leið og ég þakka fyrir og býð ykkur góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2017 kl. 05:42

6 identicon

Helga, "hleð upp trúnna á lokasigur okkar," það kann að vera verðugt markmið að vinna lokasigur í baráttu. Þar skiptir hinsvegar máli hvort talað er um íþróttir eða pólitík. Eins og, Íhaldsmaðurinn Isaiah Berlin skrifaði í lærðri ritgerð The concepts of liberty, ef að einhver heldur að sín stefna sé hin endanlega, þá er fall hennar falið í því.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 8.10.2017 kl. 13:00

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hugsa Sigþór að komandi kosningar séu það sem Helga á við hér.

En lokasigur er auðvitað sá að það verði alltaf kosið næst. Það er ekki þannig í ESB. Þar er aldrei kosið aftur ef "rétt" niðurstaða fæst.

En kannski er jafnvel komið að Berlin þar. Bretar fengu loksins að kjósa aftur eftir 45 ár. En varla viljum við slíkt ástand hér. Að vinna lokasigur á þeim öflum sem þannig vilja hafa það, væri nú assgoti gott, verð ég að segja.

En þar sem vinstrið hefur feykst úr eini helvítis sovétinu í annað, þá tel ég að tilkynning um útför alræðisisma þeirra sé ótímabær. Fólk ætti því ekki að kjósa það ef það vill að kosið sé líka næst.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.10.2017 kl. 13:17

8 identicon

Sæll Gunnar

Lokasigrar eru eins og þessi sem þú lýsir hér að ofan. Berlin sagði að þegar menn er komnir með lokahugmyndina, sem öllu má fórna fyrir, þá er fjandinn laus.

Það hefur aldrei verið lokasigur í sögu mannkyns, það getur aldrei orðið lokasigur, það eina sem er mögulegt er málamiðlun.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 8.10.2017 kl. 21:11

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já sæll Sigþór! Berlin skrifar setningu í lærðri ritgerð, ég skrifa eins og íslenskt lifandi mál leyfir lærðum og leikum á vettvangi frjálsra tjáninga Mbl.- Það þarf nú ekki að vera fjaðrafok út af fjandanum hann verður seint beislaður,en Isaiah veit að sigur í orristu er áfangasigur í stríði.

Takk fyrir Gunnar það er málið. 

Helga Kristjánsdóttir, 9.10.2017 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband