Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2017

Þeir sem það gera eru þjóðernissinnar

Vorkoma Evrópusambands Vinstri grænna og Samfylkingar

Ef ég hefði verið fæddur og haft kosningarétt árið 1918 og 1944 þá hefði ég kosið með sannfæringu þjóðernissinna Íslands sem voru 99 prósent þjóðarinnar. Það hefði ég gert vegna þess að ég er þjóðernissinni. Ég aðhyllist sjálfsákvörðunarrétt þjóða og þeir sem það gera eru þjóðernissinnar

Þrjár ESB-ríkisstjórnir hafa nú lýst yfir stuðningi við ESB-ríkisstjórnina í Madríd í baráttu hennar með ofbeldi við heimastjórn Katalóníu, sem handtekin var að hluta til í síðustu viku af lögreglu og þjóðvarðliði frá Madríd, sem beitti síðan bareflum og gúmmíkúlum á þá borgara Katalóníu sem vildu greiða atkvæði um sjálfstæði sitt, eða ekki, á sunnudag

Þetta eru ríkisstjórnir Þýskalands, Frakklands og Hollands. Utan ESB er það ríkisstjórn Serbíu sem lýst hefur yfir stuðningi við Madrid. Þar er það Kosovomálið sem ræður afstöðu Belgrad

Innan ESB hefur ríkisstjórn Tékklands hins vegar gagnrýnt Madrid. Prag þekkir svona vorkomur ákaflega vel

Miðstýrð mynt- og bankamálin ráða afstöðunni í Berlín og París og Holland gerir ekkert sem styggt getur Berlín. Þýskaland þolir ekki að neitt land hverfi út af efnahagssvæði þess og Frakkland þolir ekki að neinn yfirgefi ESB-lögsöguna sem það hefur búið til sem fóðurkál handa Þýskalandi

Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum allra ríkisstjórna í Evrópu við því sem er að gerast í Katalóníu. Mjög fróðlegt

Sautján danskir þingmenn hafa sent aðvörunarorð til ESB-ríkisstjórnarinnar í Madrid

Spáni hefur mistekist að búa til eina þjóð úr mörgum þjóðum. Og Spáni hefur einnig mistekist að búa til ríki sem rúmað getur margar þjóðir. Spánn er hvorki sambandsríki né þjóðríki. Það er ESB-upplausn í hnotskurn og stjórnarskrá þess frá 1978 er ónýt, eins og stjórnarskrá Evrópusambandsins er líka og sömu sögu er að segja um stjórnarskrárdómstóla beggja

Á Spáni var stjórnarskrárdómstóllinn notaður sem pólitískt verkfæri Madrid-stjórnarinnar gegn Katalóníu árið 2010. Fyrir allt Evrópusambandið er ECJ-dómstóll þess hins vegar notaður sem leiðin til alræðis (e. totalitarianism) þar sem ólöglegt er að lifa lífi sem stangast á við samruna. Evrópusambandið hatar því þjóðernissinna. Þeim þarf helst að útrýma. Dómstóllinn dæmir þá samrunanum í hag

Í sovétríkjunum mátti hins vegar ekki lifa lífi sem stangaðist á við kommúnisma. Fólk og fyrirtæki sem slíkt gerðu voru send í gúlag og gerð upptæk. Dómstóllinn dæmdi þá kommúnismanum í hag

Fyrri færsla

Setulið í Katalóníu með samþykki miðstjórnar ESB


Setulið í Katalóníu með samþykki miðstjórnar ESB

Engan skyldi undra að meðal íbúa Katalóníu er nú talað um lögreglu- og þjóðvarðliðið sem ríkisstjórnin í Madrid hefur sent, sem "setuliðið"

Og engan skyldi undra að staðan sé eins og hún er á meðan við lýði er stjórnarskrá sem borgararnir hvorki elska né virða mikils, eftir að ríkisstjórnin í Madrid með stjórnarskrárdómstól í rassvasanum hefur notað hann að eigin pólitískum geðþótta

Slíkt er bara hægt í löndum þar sem borgunum er annað hvort illa við stjórnarskránna, bera ekki traust til hennar vegna þess að vitað er að þeir sem sömdu hana voru útópískir afglapar og sem borgararnir höfðu því ekki fyrir að kjósa það sem frá þeim kom, og að dómstóll hennar hefur verið og mun verða gróft misnotaður í pólitískum tilgangi, eins og orðinn er staðall hjá Madrid, en einnig Berlín, svo að tvö ESB-lönd séu sett á sama listann

Á þann lista ætti líka að setja allt afglaparáð rugludalla og stjórnleysingja í Reykjavík svo að þeir forarháleistar ömurleikans séu nefndir til sögunnar hér í þessu samhengi. En það geggjunarlið götunnar hóf að grafa undan stjórnaskrá Íslands við fyrsta tækifæri sem brast á okkur sem áföll. Það lið er enn að reyna að efna til innri ófriðar til að komast þannig með Ísland, sem það reynir eyðileggja, inn í Evrópusambandið. Aðeins dulbúið vinstrið sem dýrkaði hreinræktaðan kommúnisma í austri ræðst til atlögu á stjórnarskrá sem íslenska þjóðin samþykkti með 98,5 prósent meirihluta. Sú sátt er nú komin í pólitískar hakkavélar vinstrisins og stjórnleysingja, nema að varðstaða um stjórnarskrá okkar sé staðin fast. Slíkt áhlaup gera aðeins pólitískir vitfirringar og forarháleistar

Í austri ofsækir Evrópusambandið Pólland fyrir að réttkjörin mikils meiri hluta ríkisstjórn efni kosningaloforð sín við kjósendur, á meðan sama Evrópusamband ömurleikans segir að það sé "innanríkismál" þegar lögreglu og þjóðvarðliði er sigað með bareflum og gúmmíkúlum á borgarana með um leið og þeir reyna að koma lýðræðislegum skilaboðum til miðstjórnar sem er í vösum hins sama Evrópusambands - vegna banka á barmi gjaldþrots og stórpólitískrar myntar

Það styttist í fullt Sovét í Evrópusambandinu og þangað stefna kosningasvikarar Vinstri grænna með aðstoð stjórnleysingja. Stjórnleysi er besti flokkur slíkra afla. Engin broskerling breytir því sem þar undir feldi liggur og bíður færis

Fyrri færsla

Ónýtar stjórnarskrár: Annar hluti spænsku stjórnarskráarinnar


Ónýtar stjórnarskrár: Annar hluti spænsku stjórnarskráarinnar

Sú stjórnarskrá er árgerð 1978: Þar segir:

****

Þýðing: "Stjórnarskráin er byggð á ósundrandi einingu spænsku þjóðarinnar, opinberu og ósundrandi landi allra Spánverja; hún viðurkennir og tryggir sjálfsstjórnarrétt þjóða/þjóðerna héraðanna sem hún samanstendur af og samstöðunni meðal þeirra allra"

Enska: Section 2. "The Constitution is based on the indissoluble unity of the Spanish Nation, the common and indivisible homeland of all Spaniards; it recognizes and guarantees the right to self-government of the nationalities and regions of which it is composed and the solidarity among them all."

Vandamálið hér að að þjóð samanstendur ekki af öðrum þjóðum. Sú þjóð sem samanstendur af öðrum þjóðum er ekki þjóð. Hún er ekki þjóð. En þjóð er hins vegar þjóð; punktur

Sem sagt: spænska stjórnarskráin segir fyrst að Spánn sé ein sameinuð þjóð. Í næstu línu segir hún að það sé þeirrar þjóðar að tryggja sjálfsákvörðunarrétt þeirra þjóða sem sem mynda þjóðina. Auðvitað hefur Spáni hér mistekist að taka margar þjóðir og reyna að búa til úr þeim eina þjóð. Það er ekki hægt, vegna þess að þjóð er þjóð og margar þjóðir eru margar þjóðir

Hefðu menn flett upp í Gamla testamenti Biblíunnar þá hefðu þeir svart á hvítu séð að þetta gengur ekki upp, því þar stendur:

"þitt fólk er mitt fólk og þinn Guð er minn Guð"

****

Hér er einn eitt dæmið um vonlitlar stjórnarskrár þeirra landa sem mynda Evrópusambandið, ásamt sjálfri yfirstjórnarskrá sambandsins sjálfs, sem er sovésk klessa

Franska stjórnarskráin hefst á enn verri mótsögn og sem kostað hefur fimmtán nýjar stjórnarskrár og fjögur ný lýðveldi ofaní það fyrsta. Um er að kenna því sem næst banvænu sósíalistísku líberalisma-sprautuverki John Locke og félaga

Þetta er sama liðið og sífellt ræðst á stjórnarskrá okkar Íslendinga; Kommar, kverúlantar; sossar og stjórnleysingjar

Nú bíður maður bara eftir því að Evrópusambandið í Brussel fagni þjóðaratkvæði Katalóníubúa. Það segi ég vegna þess að Evrópusambandið fagnaði ákaft þegar aðeins 29 prósent kjósenda ákváðu að Króatía skyldi afsala sér sjálfstæðinu og ganga í Evrópusambandið til að í bitum að afhenda því einnig fullveldið. Þetta gerðist svo seint sem 22. janúar 2012

Evrópusambandið varð sjálfstætt yfirríki yfir öllum löndum sambandsins með Maastricht-sáttmálanum árið 1992

Nú hlýtur einnig Gíbraltar að hafna því að deila fullveldi sínu með Spáni eftir sýninguna í gær. Svo líklegt er að Gíbraltar verið áfram hluti af Stóra Bretlandi, en ekki Spáni

Og svo eru það spænsku bankarnir. Já bankarnir og skjálfandi Royalbúðingurinn evran

Fyrri færsla

840 særðir í átökum vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði


840 særðir í átökum vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði

Í dag á að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla meðal þeirrar þjóðar sem byggir Katalóníu, sem nú er hluti af Spáni, sem er hluti af ESB. Lögregla frá Madrid hefur hindrað þjóðina í að kjósa í dag og undanfarnar vikur. Að sögn Reuters var skotið með gúmmíkúlum og kylfum beitt á þjóðina til að koma í veg fyrir að hún gæti greitt atkvæði um framtíð sína

Spánn er í Evrópusambandinu gegn þjóðum. Því sambandi er mjög illa við þjóðir og þjóðaratkvæðagreiðslur. Sambandið reynir að afmá þjóðirnar með nýju auðkenni sem heitir evrópuismi-ESB; eða evrópumenni

Það verður fróðlegt að sjá hver útkoma þessa mál verður. Þetta er mál sem spænska ríkisstjórnin með ESB í bakið getur ekki unnið, nema með hörmulegum afleiðingum

Bandamenn Evrópusambandsins á Íslandi er þessir:

  • Samfylkingin
  • Vinstri grænir
  • Viðreisn
  • Píratar
  • Björt framtíð
  • DDRÚV

Tengt

Vandamál: Pólland stendur fast gegn evrópuisma ESB

Fyrri færsla

Sögulegt: Danski herinn settur í lög- og landamæragæslu


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband