Bloggfærslur mánaðarins, desember 2016
Föstudagur, 30. desember 2016
Spá mín fyrir árið 2017 - næsta ár
Stjórnmálamenn í öllum löndum vita sennilega einna minnst um það sem er að gerast í heiminum í dag og alla daga. Af hverju er það þannig? Jú það er þannig vegna þess að stjórnmálamenn eru bara stjórnmálamenn (ekki neikvætt né niðrandi) og kunna mest að vera bara stjórnmálamenn. Þeir kunna það sem ég kann ekki, sem er að láta kjósa sig. Og það er einmitt ástæðan fyrir því að þeir eru stjórnmálamenn. Þeir vilja verða það, þeir berjast fyrir því að verða það og þegar þeir eru orðnir það, þá snýst flest um að láta kjósa sig aftur. Þeir hafa engan tíma né getu til neins annars, sem er ofurskiljanlegt. Sumir þeirra hafa þó betri meðfæddan innbyggðan áttavita en aðrir. Hann og brjóstvitið hjálpar þeim mikið. En oft eru þeir samt algerlega úti að aka hvað varðar heiminn og það sem í honum er að gerast fyrir framan nefið á þeim alla daga
Ísland
Hagvöxtur á Íslandi er nokkuð mikill en hann er samt ekki gegnheill. Greinilegt er að hagkerfið er að bryðja möl sem bráðnar sem móberg í munni þess og skilar hver hitaeining minna raunafli út í öxla þess en fyrri hagsveiflur hafa gert. Enn er fólk dálítið atvinnulaust þrátt fyrir góðæri og því langar ekki neitt sérstaklega til að vinna langskólagengið við að steikja hamborgara og bera kaffi ofan í erlenda ferðamenn. Sósíalistar hafa því enn mikinn mat á afætuborðum sínum við að bjarga þjóðinni frá ekta íslenskri uppsveiflu. Á meðan menn halla sér um of að þessum kodda sem mun leggjast saman, þá búa þeir sér til slæma gröf eins og öll ríki sem stóla um of á ferðamenn. Þau festast í gröfinni og verða láglaunalönd sem geta ekki fjármagnað góða framtíð fyrir foreldra og börn. Allir sem hafa augu sjá og vita að þetta er bóla sem mun bresta. Á árinu 2017 munum við sjá ferðamannabóluna byrja að missa loftið og mun það síga úr henni fram til 2020 þar til að 1/3 mun haldast eftir í henni til lengri tíma litið. Sem er ágætt og passlegt fyrir Ísland
Hryðjuverkaógn á Íslandi er eins og dropar sem smám saman fylla flösku. Því fleiri dropar sem falla í flöskuna, því meiri hætta. Þessa aukningu í áhættu þarf að stöðva. Þessi hætta er sjálfskaparvíti stjórnmálamanna Íslands. Þeir einir skapa áhættuna. Um leið og fyrstu Íslendingarnir hafa verið myrtir á íslenskri grund, mun blóð þeirra sitja fast á höndum ykkar. Það er ekki hægt að þvo af sér. Takið ykkur því vinsamlegast samstundis á og látið slíkt ekki gerast
Árið 2017 verður mjög stormasamt á alþjóðamörkuðum. Verðbólgan er aftur mætt til leiks, og svo að segja ókeypis fjármagn frá pumpandi seðlabönkum mun minnka til mikilla muna og vextir hækka. En þar sem flest er í frekar mikilli steik á flestum stöðum, nema í Bandaríkjunum, munu stóraukin ríkisafskipti og höft koma í stað pumpandi seðlabanka
Evrópa
Evrópusambandið er í upplausnarferli. Það vita bæði Frakkland og Þýskaland mjög vel. Og þess vegna er staðan eins og hún er. Evrópusambandið hefur verið í upplausnarferli síðan 2009 og það vita einnig allir. Ekkert mun verða gert til að bjarga því og allir sem hingað til hafa kallað sig leiðtoga þess, eru fyrir löngu hættir að þykjast vera það. Það eina sem getur bjargað áframhaldandi virkri tilvist Evrópusambandsins, er að senda alla fjármuni Norður-Evrópu sem gjöf til Suður-Evrópu næstu 70 árin. Ár eftir ár og áratug eftir áratug. Allir vita að slíkt er pólitískt sjálfsmorð fyrir hvern sem reynir slíkt
Svo kallaðir leiðtogar, en sem hættir eru að vera leiðtogar, bíða nú í ofvæni eftir því að kjósendur taki af þeim höfuðið í kosningum. Það er alveg sama hvernig kosningarnar fara í bæði Þýskalandi og Frakklandi á næsta ári, Evrópusambandið mun halda áfram að brotna upp og liðast í sundur. Ekki verður aftur snúið því sambandið er bæði lýðfræðilegur, landfræðilegur og pólitískur ómöguleiki. Eina spurningin sem skiptir máli á næsta ári er hvort að evrusæðið mun halda áfram að virka sem eitt myntsvæði árið út, eða ekki. Um leið og byrjað er á svarinu við þeirri spurningu þá munu bankakerfi Suður-Evrópu verða stormuð niður og hætta að vera til, og myntsvæðið mun enda daga sína með því að verða óvirkt, en samt lifandi, á svipuðum nótum og Skandínavíu krónan hætti að virka en var samt til
Borgarastyrjöld nálgast í mörgum löndum Evrópusambandsins. Þeir sem vinna í bönkum og hugsa sem bankar munu lítið skilja í því sem er að gerast. Það verður ekki fyrr en að kúla fer í gegnum að minnsta kosti einn stóran haus fjármálaelítunnar, að staðan rennur upp fyrir þeim
Pólitíski Tyrklandsmúrinn sem ESB fjármagnar getur brostið hvenær sem er, og þá má ESB-stjórnmálastéttin í Evrópu eiga fótum fjör að launa, því allt er að verða snarbandbrjálað í löndum Evrópusambandsins. En sú stétt, eins og fjármálastéttin, hefur verndað sig gegn því sem almenningur þarf að búa við á götum og í íbúðahverfum sínum. Þessi stétt fattar ekki Brexit og hún fattar ekki Trump
Í Austur-Evrópu mun Pólland halda áfram að rísa sem leiðtogi þess hluta álfunnar. Restin af ESB býr á annarri plánetu og mun að engu leyti gagnast né aðstoða þessi ríki að neinu leyti. Pólland mun leitast við að skapa það samband á milli ríkja Austur-Evrópu sem Józef Pilsudski dreymdi um og kallaði Intermaríum. Bandaríkin eru öflugasti og eini náttúrlegi bandamaður Póllands og þeirra ríkja sem geta orðið að Intermaríum. Það er klemman sem þessi ríki eru í á milli Rússlands og Þýskalands sem skapa stjórnmálin í þessum hluta Evrópu. Frá austri eru það drunurnar frá stórskotaliðinu sem móta mun framtíðina í þessum löndum hve mest. Á miðju næsta ári mun rússneski herinn vera orðinn nægilega styrktur til að ógna og þrýsta með miklu afli á Úkraínu og nágrenni
Mið-Austurlönd
Ísrael mun farnast vel á næsta ári, því að Mið-Austurlönd eru að brotna upp og þar með öll sú ríkjaskipan sem þar hefur verið. Ríkin eru að leysast upp og enginn hefur því sérstakan áhuga á ríkjum sem koncepti og hvað þá tveggja-ríkja deilu Ísraels og Palestínu. Sömu vindar blása um ríkjahugmyndir Palestínumanna og annarra arabaríkja. Allur þessi heimshluti er kominn í enduruppsetningarfasa og ekkert vor var um að ræða að neinu leyti, heldur einungis spurningin um hvort að nýtt arabískt eða íslamískt ríkja-skipulag yrði um að ræða. Ekkert mun bóla á neinum lýðræðisvæntingum meðal þeirra sem elda matinn í sjóðheita eldhúsinu handa þessum heimshluta. Þegar þessi hluti heimsins er hve sameinaðastur og einhuga, þá er það alltaf undir íslam sem hann sameinast. Nýtt kalífat er því undir uppsiglingu í þessum heimshluta og það verður annað hvort Tyrkland eða Íran sem mun leiða hann. Það eru draumórar einir að hægt sé að ráða niðurlögum ISIS. Það er ekki hægt frekar en að hægt er stöðva sólina. Hið nýja kalífat mun svo sækja að Evrópu upp Balkanskagann á einn eða annan máta þegar frá líður
Saudi-Arabía sem siglir hægt en örugglega inn í ríkisgjaldþrot, þarf 100 dala olíuverð til að geta mútað fólkinu áfram til að halda sig á mottunum. Engar líkur eru á því verði fyrir olíu. Landið mun því sogast inn í þá stöðu sem ríkir umhverfis það; inn í kalífatsköpunina
Rússland
Vladimír Pútín hefur mistekist að nota náttúruauðlindir Rússlands til að umbylta landinu yfir í frjálst hagsældarríki fyrir borgarana. Hann hefur áorkað miklu en samt ekki nægilega miklu til að Rússland standist vel. Rússland þarf 90 dala olíuverð til að komast í ríkisfjárlagalegt lágmarksjafnvægi. Það verð mun ekki sýna sig því Bandaríkin hafa enn einu sinni umbylt sér innvortis og koma inn sem risaframleiðandi um leið og verðið hækkar. Rússland á því ekki eftir nema tvö ár ólifuð í núverandi ríkisuppsetningu. Og sú stað gerir landið hættulegra en ella og eykur spennuna í heimshlutanum. Segja má að hægt en örugglega sé að kvikna í öllum landmassa Evrópu og Asíu; þ.e. í gamla heiminum, nema Indlandi
Á þessum landmassa búa nú þrjú örvæntingarfull óðaöldrunarríki: deyjandi Þýskaland, Rússland og Kína. Öl þrjú ríkin eru pólitísk misfóstur í eðli sínu. Til Þýskalands var stofnað á fölskum forsendum 1871 og Rússlandi og Kína er ekki hægt að halda saman sem ríkjum nema með síauknum innvortis terror - og hvorug ríkin geta brauðfætt sig sjálf vegna landafræði sinnar. Þetta eru ómöguleg ríki sem framleiða pólitískan ómöguleika sem aldrei mun linna
Kína
Kommúnistaflokkurinn mun halda áfram að treysta sig í sessi með vaxandi einræði og úthreinsunum. Kínverski herinn, sem er lífvörður flokksins gegn fólkinu, er undir einræðisherranum Xi Jinping að efla skipulag sitt svo að hann verði betur í stakk búinn til að vernda flokkinn þegar skuldafjall kommúnistaflokksins byrjar að hrynja ofan á fólkið seint á næsta ári og sem halda mun áfram að hrynja fram til 2020. Þetta verður tífalt verra en japanska hrunið 1989 sem Vesturlönd föttuðu ekki að væri að gerast fyrr en 1993. Viðskiptastríð á milli Bandaríkjanna og Kína er það stór og mikilvægur hlutur fyrir Kína, en ekki Bandaríkin, að það gæti komið flokknum frá völdum sé herinn ekki algerlega á valdi hans. Þetta er það eina sem flokkurinn hugsar um þessa dagana. Skuldafjallið mun þó byrja að hrynja, óháð framvindu mála á milli Bandaríkjanna og Kína. Þegar skuldafjallið hrynur mun það í leiðinni taka tappann úr sumum útflutningsháðustu ríkjum veraldar, sem flest eru geldneyti á borð við Kína og þar með talin eru einnig Rússland og Þýskaland. Þýskaland er Kína Evrópu, stórslys í bígerð. Vinnuafl Kína er þegar byrjað að minnka vegna öldrunar og enginn mun koma í stað þess né endurnýja það. Það er óendurnýjanlegt. Landið mun brotna upp í þjóðsvæði og verða ekkert sérstakt í heiminum, annað en svæði við svæði
Bandaríkin
Bandaríkin munu halda sig heima og eru þau komin í svipaða hugarfarslega stöðu og þau voru í í aðdraganda Síðari heimsstyrjaldar; komin í frígír og best að láta heiminn um að kála sér sjálfur, nema náttúrlega á höfunum sem eru stuðarar Bandaríkjanna. Þar munu Bandaríkin áfram ríkja. Bandaríkin munu því um sinn halda áfram að byggja sig upp að innan og bíða átekta eins og síðast. Ekki skerast í leikinn fyrr en þjóðarhagsmunir þeirra krefjast þess alveg bráðnauðsynlega. Og hver getur láð þeim það, eins og er
Vesturlönd
Eina virka tilvistarlega límið sem eftir er á Vesturlöndum, og sem eiga hornsteinn sinn í Jerúsalem, eru Bandaríki Norður-Ameríku, mótmælenda þjóðkirkjur Vesturlanda, þjóðarkaþólskar kirkjur og rétttrúnaðarkirkja Vesturlanda. Það verða þessar stofnanir og Jerúsalem sem varðveita munu hornsteina Vesturlanda, takist það yfir höfuð vegna innri skemmdarverka
Fyrri færsla
Er allt Þýskaland orðið að DDR-Austur-Þýskalandi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 21. desember 2016
Er allt Þýskaland orðið að DDR-Austur-Þýskalandi?
Eina málefnalega og gagnlega staðreyndin sem fram var færð í Þýskalandi eftir kvöldið og nóttina sem ríkisstyrkta fjöldamorðamenningin hóf á ný framkvæmdir sínar í höfuðborg landsins, já hún kom frá talsmönnum stjórnmálaflokksins Valkostur fyrir Þýskaland (AfD: Alternative für Deutschland). Þeir sögðu réttilega að þýska þjóðin hefði þurft að leita til Engilsaxneskra fjölmiðla til að komast að því hvað var raunverulega að gerast í landinu þeirra
Þýskir fjölmiðlar neituðu að horfast í augu við veruleikann og gerðu hann að að því sem þeir hafa stundað í 40 ár: þöggun, ritskoðun, afvegaleiðingu, fölsun og lýðræðislegu skemmdarverki. Þeir umgangast veruleikann of mikið með hjátrú að vopni. Bannað er að tala um það sem allir vita. Bannað er að bregðast við því sem allir vita að muni gerast og bannað er að segja satt. Reiðin magnast því meðal almennings og býr um sig í þjóðarsálinni. Hún mun svo brjótast út með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Aðeins "réttar" skoðanir komast á skjáina og pappírinn
Þýskir fjölmiðlar hafa (þó ekki þeir einu) að miklu leyti lagt sig sem pólitískt kúgunarok ofan á þjóðina sem heldur þessum lélegu fjölmiðlum uppi. Þeir hafa tekið heila þjóð sem eins konar gísl. Ástæðan er pólitískur rétttrúnaður. Fjölmiðlarnir eru í óskráðri vinnu fyrir ríkisstjórnina, vissar stéttir og Evrópusambandið, og jafnvel í eigu ríkisins eins og hér heima. Þeir gera allt til að styðja við bakið á hinum nýja sjálfskipaða einræðisherra Evrópu, Angelu Merkel, sem upp á sitt einsdæmi hefur drekkt álfunni í vandamálum sem vaxið hafa þjóðum ESB yfir höfuð, ofan á allar tortímingarafleiðingar ESB-misfóstursins, sem brugðist hefur öllum svo hörmulega á flestum sviðum; efnahagslega, öryggislega og friðarlega
Fjölmiðlar eru svo hræddir við að upp um svik þeirra komist að þeir gera allt til að styðja við stjórnmálin sem þeir reka fyrir de facto einræðisherrann sem Evrópusambandið skapaði fyrir sig, en ekki fólkið
Þjóðir Evrópusambandsins hafa misst þjóðaröryggið. Því hefur verið fórnað á altari pólitísks rétttrúnaðar. Borgararnir standa einir. Þeir vita að Lügenpresse er komin aftur. Hún var síðast notuð í pólitískri umræðu í Þýskalandi árið 1933. Nú vita allir hvert skútan stjórnlaust getur stefnt. Þetta var óhugsandi undir PaxAmericana. Þar fékk þjóðin þó fréttir. En svo kom ESB
Mælist ég til að íslenskir fjölmiðlar feti ekki í fótspor fjölmiðla meginlands Evrópu, því þeir eru sannarlega engum til neins gagns, nema ógagns
Í gær birti Financial Times þær fréttir að þýska leyniþjónustan --stundum kölluð öryggisþjónusta-- hafði uppgötvað moldvörpu innan eigin raða sem gerði hana að óöryggisþjónustu. Yfirmaðurinn sem átti að sjá um að hafa eftirlit með róttækum íslamistum í Þýskalandi var sjálfur róttækur íslamisti. Ekki fylgdi sögunni hvernig þannig moldvörpumálum er háttað í þýska þinginu og innan ríkisstjórnar landsins. En leyniþjónustur Bandaríkjanna fylgjast grannt með Þýskalandi í hlustunarpípum sínum. Og er það eins gott
Allt getur nú aftur gerst í Evrópu: allt!
Tvær krækjur
- FAZ, Michael Hanfeld: Der Unfall, der ein Anschlag war ("óhappið" sem var hryðjuverk)
- FAZ, Berthold Kohler: Die Saat des Terrors (fræ ógnar- og hryðjuverka; frjáls Vesturlönd eru að leysast upp)
Fyrri færsla
Syttist í helvíti hins lágrétta ríkisfyrirkomulags?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 19. desember 2016
Syttist í helvíti hins lágrétta ríkisfyrirkomulags?
Eða - styttist sem betur fer í það að þeir "frjálslyndu" á Vesturlöndum (e. liberals), sem þeir kalla sig sjálfir, komist að raun um og skilji það, að það eru einmitt þeir sjálfir sem eru hinir ófrjálslyndu
Þetta er fólkið sem þyrði ekki í dag að hringja til Washington og óska Bandaríkjum til hamingju með sjálfstæði sitt á 4. júlí og 10 dögum síðar að hringja til Parísar til að óska Frökkum til hamingju með Bastilludaginn, væru þessi tvö ríki að öðlast sjálfstæði sitt í dag. Hinir "frjálslyndu" væru svo hræddir við hvað "alþjóðasamfélagið", sem mest er til í höfðum þeirra, myndi segja við því. Af sama imperial-ótta við rétttrúnað "alþjóðasamfélagsins" myndi þetta fólk heldur aldrei þora að viðurkenna að hafa kosið Donald Trump. Svart er hjá því orðið hvítt
Þetta er það fólk sem kallar sig frjálslynt í dag. Þess vegna hringdi enginn þeirra til London til að óska Bretum til hamingju með sjálfstæðið, þegar niðurstaða Brexit kosninganna lá fyrir sem dauði hinna frjálslyndu, sem í dag vita ekkert um hvaðan þeir koma, og myndu ekki þekkja Gamla testamentið og hinar Heilögu ritningar Vesturlanda, skyldu þær flögra um andrúmsloftið þeirra á efstu hæðum háskólasamfélagsins S/F. Þetta fólk hefur étið ömmur sínar
Þetta fólk mun svo reka upp harmakvein þegar sjálfstæðis-fetismi seðlabanka og verðbólgumarkmið og fjárlagahallamælingar ESB í formi stöðugleika-pakts verða kistulögð sem fávitahæli hagfræðinnar á borð við súper-strengja kenningar raunvísindamanna sem var svo heimskuleg að hún var "ekki einu sinni röng", eins og Paul Romer aðalhagfræðingur World Bank lýsir hagfræðingastétt sinni svo drengilega
Efist menn um geggjunar-fetisma "sjálfstæðra seðlabanka", þá ættu þeir að prófa geggjunar fyrirkomulag "sjálfstæðra herafla" sem lúta ekki stjórn hinna þjóðkjörnu
Brandarinn þessa dagana er dauðadráttur ýmissa ríkja sem eru á fallandi fótum og sem reyna að veikja hinn eina pólitíska stöðugleika sem veröldin hefur þessa áratugina -og sem á heima í nýja heiminum á Vesturhveli jarðar- með ódýrum lyklaborðs aðgerðum, sem hent er með tökkum í Bandaríkin til að koma þeim úr innra jafnvægi, af því að hin dauðvona og fallandi hafa ekki efni á alvöru græjum eins og Carrier Strike Group - sinnum 10. Kína hefði kannski efni á einni slíkri eftir 30 ár, fari landið ekki veg Sovétríkjanna í millitíðinni - og sem það mun vissulega með miklu öryggi gera
Annar brandarinn er að Kína geti gert innrás í Taívan vegna þess að Donald Trump hafði tekið símann frá Taipei. Kína hefur ekki einu sinni getu til að ráðast inn í Taívan skyldu Bandaríkin taka sér lúr á meðan. Kína er bara kommúnistaríki og getur ekkert nema kommúnisma og innri terror. Hagi þeir sér ekki vel, geta Bandaríkin lokað landið af frá heimshöfunum á einni nóttu
Jæja, vinsamlegast vekið mig þegar hinir "frjálslyndu" skilja að það hefur aldrei verið uppi eins frjálslynt kerfi af ríkjum eins og það kerfi af þjóð-ríkjum sem varð til með friðarsamkomulaginu sem kennt er við Vestfalíu 1648 - en sem þeir hafa misskilið svo hroðalega með því að éta John Locke hráan og sem skildi ekki einu sinni sjálfan sig árið 1689. Það eru því hinir frjálslyndu sem eru hinir ófrjálslyndu í dag. Eftir 300 ár eru þeir að taka í sundur það sem þeir ei skilja
Niðurstaða Vestfalíu var lóðrétt kerfi af frjálslyndum þjóðríkjum. En hinir frjálslyndu í dag eru hins vegar fulltrúar lágrétts imperíalisma. Helvíti er nefnilega lágrétt ríkisfyrirkomulag og sannarlega það sem kemur aftur þegar menn gleyma um hvað Gamla testamentið snérist. Lengi lifa hinir frávita frjálslyndu hins vegar ekki, eins og þeir eru. Lágrétt helvítið mun einfaldlega gleypa þá
Ég er lóðréttur í anda og hallamál mitt kom með móðurmjólkinni. Lóðréttur Mótmælandi íhaldsmaður
Fyrri færsla
PISA þýðir peninga og áhrif . .
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. desember 2016
PISA þýðir peninga og áhrif . .
.. fyrir mig, ef ég heiti OECD. Þetta er tær snilld hjá þeim. Að búa til "próf" handa stjórnmálamönnum til að rífast um í sínum heimalöndum. Sundra þeim og síðan ráðskast með þá, e. divide and conquer
Þetta PISA-prófs apparat hoppa bara þeir á sem hlýða og spyrja ekki réttra spurninga um af hverju þeir eru að gera það sem þeir gera og það sem þeim sagt er að gera. Og þeir eru ansi margir og þeim fer fjölgandi í takt við fjölda svona yfir-ríkislegra al-þjóða apparata sem sundra og ráða síðan of miklu, fæstum til neins gagns
Í kjölfar prófanna sem haldin eru í engra persónulega hag, þá koma ráðleggingarnar um hvernig löndin geti bætt "frammistöðu" sína á "prófinu" með "umbótum" sem OECD býr til handa þeim í sínum skattfrjálsu aðalstöðvum. Þar með opnast endalaust nýtt rými fyrir al-ríkis embættismenn samtakanna til að blása sig út í. Enda er þetta organ orðið svo stórt um um sig grípandi að kjörnir heimamenn landanna halda að hugsanir þeirra verði fyrst að sendast upp í heilabú þeirra sem þar og í álíka stofnunum vinna, og koma síðan þaðan blástimplaðar til notkunar í heimalöndunum. Að annars sé allt ómögulegt. Þetta er aðall eins og ávallt áður. Bara einfaldur aðall sem lítið getur nema búa til blöðrur til að blása sig út í. Yfirprófdómarinn sjálfur sem fær kasketti sem enginn hafði ætlað honum
Að einhver skuli ennþá hlusta á þetta og álíka apparöt er slæmt merki um nauðsynlegan bata í meðvitund sem enn á langt í land. En þetta er að sjálfsögðu algerlega fyrirsjáanlegt þar sem "blástimplun" og "vottun" embættismanna er orðinn alþjóðlegur sjúkdómur og stjórntæki
Fyrri færsla
Fimm uppvakningar í frekar mikilli klessu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. desember 2016
Fimm uppvakningar í frekar mikilli klessu
Smá
Frá árinu 1996 -á síðustu tuttugu árum- höfum við orðið vitni að minnsta kosti fimm nokkurs konar "uppvakninga-dellum" sem allar voru kynntar til sögunnar sem stórkostlegar framfarir, en sem reyndust lítið annað en dellur og sjálfgefin vöru- og markaðsþróun, en þó sumar skaðlegar:
1. Netbólan (dot.com) sem sprakk í janúar 2000
Í aðdraganda bólusprengingarinnar eða árið 1998 kynnti til dæmis Bill Gates forstjóri Microsoft salerni framíðarinnar á næstu "komandi árum". Klósett sem svo gott sem önduðu sjálf. Þau áttu að panta pappírinn sjálf og ísskápar heimila áttu einnig að fylla sig sjálfir, á netinu. Microsoft lifir því enn ágætis lífi á gömlu góðu töflureiknum sínum og MS-DOS í Windowsformi í dag, en sem koma hins vegar ekki lengur til neytenda á diskum, heldur koma með netinu sem klósettin áttu að tengjast. Þetta dot-com var 99 prósent þvæla út í gegn og sennilega einungis eitt prósent af þeirri hagsæld sem pípulangir inn í húsakynni manna skiluðu til landsframleiðslunnar með iðnbyltingunni. Tölvun (e. computing) hefur samt sem áður skilað mjög miklu til landsframleiðslunnar og hagsældar frá 1950 til 1982, en síðan ekki mikið meir, nema sem brotabrot miðað við það sem hrá reiknigetan gerði fyrir hagsæld og hagkerfin. Restin, eða frá 1982 er að mestu þokubakki og sjálfgefnar betrumbætur (e. iterations). Grunnskólar hafa víða verið fylltir upp með tölvunardrasli sem steikir heilabú krakka með kyndlun. Ef þau geta ekki lært að lesa, skrifa og reikna með pappír og blýant, þá geta þau það aldrei. Enda er það að verða þannig. Í þetta er hluta af dýrmætri landsframleiðslunni eytt. Fólk trúir á þetta - ennþá!
2. Lýtaskurðlækningar og heilsu- og hollustubransinn
þessir tveir fóru eins og eldur í sinu um heiminn frá og með 2003 og boðuðu fyrirbærin nýtt líf fyrir næstum alla í kjölfar hruns netbólunnar. Heilu bransana vantaði peninga eftir að netbólan varð að engu í eignasafni svo margra, og fóru því plastic lýtalækningar eins og eldur í sinu um imbakassa raunveruleika-stjörnufrægðarinnar og konur létu í massavís flytja plastútgáfu af eins konar hönnuðum kynfærum upp í andlit sín og blása út barminn þar til hann sprakk. Hver nennir að horfa á andlit sem líta úr eins og þessi, nema í smá tíma. Þau eru tískufyrirbæri. Milljónir kvenna ganga því nú um götur Vesturlanda í öngum sínum með varnalega sködduð andlit og sár á sálinni. Þetta var markaðsherferð og ekkert annað. Eins og húðflúreyðileggingar eru í dag. Allir hefðu átt að sjá í gegnum þetta sem markaðsfærslubrellu á borð við svo dagsdaglegan hlut sem ólífuolíu, sem fór af stað síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar af því að Grikkland og Ítalía fengu 500 milljónir evra í markaðsfærslustyrk fyrir ólífuolíu sína, frá styrkjaskólpveitum ESB. Bæði ríkin ramba því í dag á barmi þjóðargjaldþrots en mör og smjör er ennþá best og sennilega líka hollast. En fólk vildi trúa þessu
3. Dísilfólksbílar og dísilmökkur
Þeir voru kynntir til sögunnar handa almúganum af þeim geðvillingum sem stjórna Evrópusambandinu. Kynntir sem töfralausn og málaðir grænir og ofboðslega "umhverfisvænir" eða eins konar vítamín handa öllum og réttlættu þeir jafnvel niðurgreiðslur og afsætti á pólitískum neyslugjöldum umhverfiskommúnista. Þetta var stórkostlega geðbrjálað mál elítustéttarinnar en sem nú er orðið að vandamáli fyrir hinn almenna borgara. Ástæðan var sú að Þýskalandi -þá hinn sjúki maður Evrópu- vantaði peninga og markað fyrir landlæga og þráláta dísildelluplágu sem þeir þóttust hafa fundið upp. Allt fór úr sambandi. Olíuverð sprakk í loft upp, því það tekur hreinsunarstöðvar og olíubransann í heild langan tíma að aðlaga sig að breyttri eftirspurn og svo kafnaði Evrópa í óhreinsuðum dísilmekki. Nú er því verið að banna dísilfólksbifreiðar í Evrópu því að fólk er bókstaflega að kafna úr dísilmekkinum frá stjórnmálamönnum Evrópusambandsins, eins og allir hugsandi menn vissu að myndi gerast, en sem enginn hlustaði á því þeir voru stimplaðir sem vondir og ekki-grænir. Enginn er samt látinn bera neina ábyrgð á klikkuninni. Í dag get ég því málað kjarnorkusprengju í grænum lit og selt hana of mörgum sem umhverfisvæna lausn. Slík er firringin orðin. Græna myglan er komin á stera. Kem ég því næst til Reykjavíkurborgar á grænum skriðdreka en ekki á nagladekkjum. En fólk vill trúa þessu og það segir sína sögu um ástand mála
4. Náttúran og hjálpariðnaðurinn
Þegar Sovétríkinu hrundu og það sannaðist svart á hvítu að kommúnisminn var alla tíð álíka hollur fólki og geislavirkur úrgangur, þá vantaði þessum mestu umhverfissvínum veraldar skyndilega nýjan málstað í samúðarkveðjuhreiðrum sínum á Vesturlöndum. Græna dellan var fundin upp og "náttúran" skyndilega talin öflugra vopn gegn kapítalismanum en kommúnisminn. Allir mestu umhverfisfasistar veraldar í dag eru því opinberir eða duldir kommúnistar, þ.e. grænir kommúnistar, ofríkismenn og batikk-kerlingar af báðum kynjum. Grænmyglaðir og flestir Evrópusambandssósíalistar með lífdísil í heilastað. Og í heild má segja að hjálparbransinn, voða góða fólkið, hafði frekar skemmt meira fyrir þróunarlöndum en unnið þeim gagn. Það er niðurstaða sem margir eru að komast að í dag og þar á meðal ríkisstjórnir. Mikið af fólki á Vesturlöndum hefur lifað hátt á því að segjast vera að "hjálpa" þróunarlöndum á meðan það er í raun að eyðileggja fyrir þeim, frekar en hitt. Fólk vill trúa þessu og þess vegnar er þetta mál svona klikkað
5. Sjálfkeyrandi bílar, mars-ferðir og "prentun"
Þar sem flest er byggir á örgjörvatækni í dag (e. microchip) er komið í sömu aðstöðu og allt kemst í þegar það hefur verið 50 ár á markaði, þá vantar þennan bransa meiri peninga og stærri markað í dag. Þeir sem lifa á því að búa til hugbúnað og örgjörva, já þeim vantar nýja markaði og þeir halda að hægt sé að selja stjórnmálamönnum og almenningi þá hugmynd að örgjörvar og hugbúnaður aki fólki best aftur til fortíðar á næstu árum í "sjálfkeyrandi" bifreiðum. Þessi þvæla er það nýjasta nýja í afturför í framleiðni og framfara. Það sem út úr þessu mun koma er sennilega eitthvað stærri hlutdeild örgjörva- og hugbúnaðarbransans í rafmögnuðum innviðum ökutækja, það er að segja, í auto-bransanum, og þetta mun pottþétt leiða til verri bifreiða og aukningu í bilunum. Þetta er svona eins og salernin sem voru svo gott sem sjálfskítandi. Úrið sem varð að klukku. Og fólk vill trúa þessu vegna þess að því er sagt að trúa þessu eins og nýjum dísil
CAD/CAM tæknin (hönnun og framleiðsla með aðstoð tölvu) sem alltaf hefur verið göllum riðin miðað við hendur mannsins, já hana hefur örgjörva og tölvu-prentarabransinn, vegna skorts á markaðsvexti, reynt að prenta inn í vitund fólks sem komandi galdratækni sem prentað (skapað) getur allt úr plasti. Fræsað heilan veruleika út úr svo að segja engu. Þetta er verri markaðsfærsla en úrið sem varð að klukku og öfugt. Hafa ofurtrúandi menn á sitt eigið prentaða ágæti nú náð svo langt í hoppi sínu í flugvélum um heiminn, að þeim er farið að leiðast á plánetunni. Þeir segjast því vera á leiðinni til Mars. Ekki vegna þess að sú pláneta sé svo flott, heldur vegna þess að þeim er farin að leiðast biðin eftir klósettinu sem þeim var lofað 1998. Þeir vilja komast þangað til að láta lífið í sturtuklefa. Þessu er jafnvel fólk farið að trúa
Árangurinn?
Já hann. Árangurinn er mest lítill sem enginn þó svo að margt sé kannski skemmtilegra. Framleiðni hefur fallið eða staðið í stað á Vesturlöndum síðustu mörg mörg árin og fólk er að kafna úr ESB-pólitískum dísilmekki í borgum Evrópu - og uppskeru bænda er hent með klósettgeislabaugi í tankana og olíuverð er hrunið af því að Kína er hrunið og mun aldrei verða annað en sama gamla kommaklessan og síðast. Og verðtryggð lán hafa aldrei verið hagstæðari og loftið í súrheysturnum borgarstjórnarinnar er áfram sovésk maurasýra. Allt er því áfram eins og það á að vera, ekki satt?
Það skemmtilegasta á þessu tímabili (sjálft internetið ekki talið með, því það kom miklu fyrr) er sennilega snjallsímatæknin. En hún byggði þó allt sitt á einkatölvutækninni. En miklu betur má en sjálfskítandi klósett, hrukkuréttingar og sturtuklefi á Mars, ef duga skal. Berandi vöxt í framleiðni inn í framtíðina vantar. En hvað sem hins vegar verður, þá mun það alveg örugglega koma frá Bandaríkjunum
Já. Til hamingju Ísland með Písa-stjórnarmyndunina. Vel gert hjá ykkur! Hæsta al-þjóðlega alþjóðaeinkunn er hér með staðfest. Þið gátuð ekkert!
Just a moment, just a moment..
Nú er rætt um það í fullri alvöru að evrusvæði Evrópusambandsins eigi eitt ár eftir ólifað sem virkt myntsvæði. Slíkt vægi fyrir pólitíska framtíð evrunnar er lagt í komandi kosningar í Þýskalandi og Frakklandi ásamt evrusvæðis-málefnum Ítalíu. Mun hið pólitíska myntsvæði ESB lifa þessar kosningar af?
Fyrri færsla
Stefnumarkandi símtal Trumps til Taívan og nýr varnarmálaráðherra
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. desember 2016
Stefnumarkandi símtal Trumps til Taívan og nýr varnarmálaráðherra
Mynd: Tsai Ing-wen forseti Taívan (kínverska lýðveldisins) talar við Donald Trump í síma
Þetta var þaulhugsað símtal. Forseti Taívan tók stóra ákvörðun er hún og Donald Trump eftir mikinn undirbúning ákváðu að samtalið ætti og skyldi eiga sér opinberlega stað. Flestir sem skilja stöðu Taívan sjá að þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir Taipei að taka, með allt meginland Kína andandi sig í hnakkann. Taívan tók þarna vandalega yfirvegaða og stórpólitíska ákvörðun og áratugir eru síðan að síðasta slíkt símtal fór fram
Símtalið er táknrænt, en umfram alt er það stefnumarkandi. Lítill vafi er á því. Það sýnir Kína svart á hvítu hversu lítils virði Kína er fyrir hagsmuni Bandaríkjanna í heild - og hversu litlu það mun skipta Bandaríkin samanborið við aðra hagsmuni þess og þeirra landa sem eru bandamenn Bandaríkjanna í Asíu
Viðskiptastríð við Kína, komi til þess, mun kosta Bandaríkin lítið. Bandaríkin eru sem betur fer frekar "lélegur" útflytjandi á evr-asíulegan mælikvarða og þannig illa hentug sem gísl erlendra viðskiptavina sinna. Enginn nær taki á því, eins og þeir erlendu kúnnar sem eiga Þýskaland, þegar þeir loksins fatta það, sem flytur úr helming landsframleiðslu sinnar. Þeir hafa örlög þess ótrúlega vanskapaða lands í vösum sínum, sýnist þeim svo
Þó svo að Austurhvel jarðar haldi fyrir fullu afli áfram að brotna stórpólitískt upp og stefni inn í nýtt ófriðarskeið og styrjaldir, þá geta Bandaríkin samt sem áður lifað ágætis lífi án þeirra 5 milljarða manna sem búa þar í pólitískri púðurtunnu, sem byrjuð er að springa en sem samt er ekki enn orðin kveðjuverkandi. Gamli heimurinn er samur við sig, með sínar slæmu pólitísku hugmyndir sem ekki er við bjargandi - og verður líklega aldrei við bjargandi. Hinn pólitíski og efnahagslegi stöðugleiki veraldar síðan 1945 býr á Vesturhveli jarðar. Vestan Eystrasalts og austan Perluhafnar. Ísland er sem betur fer á Vesturhveli jarðar. Austurhvel jarðar, nema ef vera skyldi Indland, er sem sagt aftur á leiðinni til fjandans
Nú þurfa Íslendingar að taka sig taki og taka eina, já bara eina, mikilvæga ákvörðun: að gleyma því að Evrópa sé til. Hún er nefnilega ekki til og hefur aldrei verið til. Hún er minnsta landsvæði veraldar sem kallar sig heimsálfa. Hún er útkjálki meginlands Rússlands með 52 ríkjum. Og hún er að springa í loft upp. Hún er orðin óþekkjanleg á aðeins síðustu átta árum. Og eftir næstu átta árin verður hún líklega hvellsprungin og logandi stafnanna á milli. Uppsöfnuð reiðin og spennan í Evrópu vegna fyrst og fremst Evrópusambandsins, sem svikið hefur alla, er orðin óstöðvandi. Þeirri stöðu er hvorki hægt að bakka úr úr né vinda ofan af. Hún mun tæta hinn núverandi pólitíska veruleika í tætlur. Eldsneytið er orðið óþrjótandi
Viðtal við James Mattis í mars 2015
Trump hefur valið James Mattis hershöfðingja sem nýjan varnarmálaráðherra Bandaríkjanna
Mattis var rekinn af Obama fyrir að segja sannleikann um stríð Íslam við Bandaríkin og Vesturlönd. Allir hryðjuverkamenn í dag eru múslímar. En allir múslímar eru ekki hryðjuverkamenn. Þetta er staðreynd. Menn þurfa að þekkja óvininn og James Mattis sagði það. Því var illa tekið. Sömu sögu er að segja um nýja þjóðaröryggisráðgjafann, Michael T. Flynn hershöfðingja, sem Trump hefur valið. Hann var líka rekinn af Obama fyrir að segja sannleikann. Hann sagði að menn gerðu sér ekki grein fyrir íslömskum rótum vandans, þekktu ekki óvininn og hvernig hann hugsar og hvaðan hugsanir hans koma. Ef menn ætla að vinna stríð þá verða þeir fyrst og fremst að hugsa. James Mattis hershöfðingi fer enga leiðangra án Hugleiðinga Markúsar Áerlíusar. Múslímar hófu stríðið gegn Bandaríkjunum 1983 undir fána pólitísks íslam
Svo vill til að hin ítalska Federica Mogherini sem ólst upp í ungliðahreyfingu ítalska kommúnistaflokksins, sem svo seint sem árið 1996 dulbjó sig sem ítalski "sósíaldemókrataflokkurinn", svo að hún gæti meðal annars orðið utanríkisráðherra Ítalíu 2014 og sem þess vegna núna er "æðsti talsmaður utanríkis- og öryggisstefnu Evrópusambandsins" - e. High Representative of the European Union for Foreign Affairs and Security Policy - já hún boðaði í júní-ræðu sinni 2014 að hryðjuverkaskapandi stjórnmál íslamistatrúar yrðu hluti af tilvistargrundvelli Evrópusambandsins. Mogherini er enn eitt heiladauða ESB-grænmetið á háum launum eins og allt sambandið er út í gegn
Fyrri færsla
Nixon að hluta til bakkað út úr Kína [u]
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 6. desember 2016
Nixon að hluta til bakkað út úr Kína [u]
[u] Ég uppfærði þessa bloggfærslu með smá bakgrunns-upplýsingum um þetta mál í athugasemd við færsluna. Þetta mál verðskuldar verulega athygli -
Donald J. Trump hefur hringt úr síma í forseta Taívan og þar með komið kommúnista-Kína fyrir á verri stað á vegasaltinu sem Nixon bjó til með því að lofa að viðurkenna kommúnista-Kína sem eitt Kína en ekki sem hluta af Lýðveldinu-Kína á Taívan (áður Formósa), þegar hann opnaði fyrir glufu á dyrum kommúnista-Kína til umheimsins 1972
Þeir hámenntuðu vesalingar og blákafnandi álitsgjafar sem engar kosningar nokkru sinni geta unnið, láta því nú eins og að Donald J. Trump sé trompaður bjáni og viti ekki hvað hann er að gera. Sama og þeir gerðu allan liðlangan tímann við Reagan og Bush yngri. Sögðu að þetta væru allt bjánar og heimskingjar. Reyndust hinir hámenntuðu og álitsgjafar hins vegar sjálfir vera það sem þeir sögðu aðra vera
Kínverjar veittu Bandaríkjunum á sínum tíma leyfi til að reka hlerunarstöðvar sem hlustuðu inn í Sovét uppi við landamæri Kína og Síberíu skömmu eftir landamæraátök Kína og Sovétríkjanna, gegn því að Bandaríkin viðurkenndu kommúnista-Kína sem hið eina raunverulega Kína. Bandaríkin lokuðu góðfúslega sendiráði sínu á Taívan, skiptu um skilti á því og létu það í staðinn heita Bandaríska stofnunin. Taívan hélt eftir sem áður áfram að vera dyggur bandamaður Bandaríkjanna í Asíu. En þar eiga Bandaríkin marga öfluga og þakkláta bandamenn
Ástæðan fyrir heimsókn Nixons til Kína var sú að Víetnamstríðið gekk illa og batt bandaríska herinn og getu hans um of niður þar, á meðan Sovétríkin þjörmuðu að Evrópu og stilltu þar upp stóru spurningarmerki við getu bandaríska hersins til að verja hið evrópska meginland taparanna, samhliða skemmdarverkum kommúnistanna Willy Brandts og Helmut Schmidt sem grófu með Ostpolitik af fullum ásteningi undan styrk bandarískrar utanríkisstefnu gagnvart Sovétríkjunum á meginlandi Evrópu. Ef þeir hefðu ráðið næðu Sovétríkin líklega alla leið til Atlantshafs, enn þann dag í dag
Donald Trump barðist með kjafti og klóm til sigurs í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og í þeirri baráttu sagðist hann ætla að setja Kína undir pressu í þeim tilgangi að endurskilgreina samband ríkjanna undir nýjum skilmálum. Samband ríkjanna hefur nefnilega kallað fram félagslega krísu meðal stórs hluta bandarísks almennings og víðar í hinum vestræna heimi
Þetta símtal til forseta "kínverska lýðveldisins" á Taívan er því góð byrjun hjá Trump. Hann hefur sett Peking úr jafnvægi og það mun ekki kosta hann neitt, því Kína getur ekkert og kann ekkert miðað við Bandaríkin. Kína getur alls ekki án velvild og efnahags Bandaríkjanna verið. Gott hjá þér Donald Trump! Meira af þessu - twist the spikes!
Fyrri færsla
Ítalski forsætisráðherrann segir af sér
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.12.2016 kl. 02:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 5. desember 2016
Ítalski forsætisráðherrann segir af sér
Matteo Renzi forsætisráðherra Ítalíu hefur sagt af sér eftir að hafa tapað í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá, sem að hans sögn áttu að leiða til meiri stöðugleika í ítölskum stjórnmálum. Þessu sagði þjóðin stórt nei við, því hún veit vel hvað það er sem er að drepa landið
Í þessum kosningum sögðu Pódalurinn í iðnaði og textílbransinn í Toskana, sem að miklu leyti er kominn á svartar og falsaðar kínverskar hendur, já við bón Renzi. Restin af landinu sem misst hefur af öllu og tapað mestu, nema sjálfstjórnarhéraðið uppi í Tíról, sagði 60 prósent hrópandi nei og hoppaði í björgunarbátana sína; þ.e. gamla þjóð-ríkið sitt sem er gjöf til mannkynsins frá hinum Heilögu ritningum Vesturlanda
Eini stöðugleikinn á Ítalíu síðustu 15 árin hefur verið djúpfrysting hagkerfisins, sem engan hagvöxt hefur séð á tímabilinu sem landið hefur haft evru sem þýskan gjaldmiðil á Ítalíu
Ítalía og Þýskaland geta ekki búið við sama gjaldmiðil og það vissu allir frá byrjun. Þessi lönd geta heldur ekki búið í sama húsi, svo ólík eru þau innbyrðis
Búist er við áhlaupi á ríkisskuldabréfaverð og vaxtakostnað ítalska ríkisins. Dekkstu spárnar gera einnig ráð fyrir stigmagnandi almennu bankaáhlaupi á Ítalíu, því að bankakerfi landsins riðar til falls
Sagt er að ECB-seðlabanki Evrópusambandsins sé fær um að styðja við skuldabréfin með stuðnings uppkaupum í nokkra daga eða vikur, án þess að byltingarandinn stóreflist um of innanborðs í Þýskalandi
Á hinn bóginn þolir útflutningsfíkillinn Þýskaland ekki að missa Ítalíu sem gísl út af efnahagssvæði sínu, því þá fer Þýskaland, sem flytur út helming landsframleiðslu sinnar, einfaldlega á hausinn. Þýskaland þolir yfir höfuð ekki að missa neitt ESB land út úr gíslatökubúri sínu; þ.e. út af hinum innri markaði ESB, nema að það skaffi sér nýjar nýlendur í staðinn, eins og til dæmis Rússland
Hvað verður, veit enginn. Þannig virkar evran; Sem kúgandi tímasprengja, efnahagslegt gereyðingarvopn og pólitísk fjöldagröf Evrópu
Flest yfirríkislegt (lesist: ESB) og næstum allt alþjóðlegt (lesist: alþjóðaisminn), hefur brugðist Ítalíu og Ítölum
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 166
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 91
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008