Leita í fréttum mbl.is

PISA þýðir peninga og áhrif . .

.. fyrir mig, ef ég heiti OECD. Þetta er tær snilld hjá þeim. Að búa til "próf" handa stjórnmálamönnum til að rífast um í sínum heimalöndum. Sundra þeim og síðan ráðskast með þá, e. divide and conquer

Þetta PISA-prófs apparat hoppa bara þeir á sem hlýða og spyrja ekki réttra spurninga um af hverju þeir eru að gera það sem þeir gera og það sem þeim sagt er að gera. Og þeir eru ansi margir og þeim fer fjölgandi í takt við fjölda svona yfir-ríkislegra al-þjóða apparata sem sundra og ráða síðan of miklu, fæstum til neins gagns

Í kjölfar prófanna sem haldin eru í engra persónulega hag, þá koma ráðleggingarnar um hvernig löndin geti bætt "frammistöðu" sína á "prófinu" með "umbótum" sem OECD býr til handa þeim í sínum skattfrjálsu aðalstöðvum. Þar með opnast endalaust nýtt rými fyrir al-ríkis embættismenn samtakanna til að blása sig út í. Enda er þetta organ orðið svo stórt um um sig grípandi að kjörnir heimamenn landanna halda að hugsanir þeirra verði fyrst að sendast upp í heilabú þeirra sem þar og í álíka stofnunum vinna, og koma síðan þaðan blástimplaðar til notkunar í heimalöndunum. Að annars sé allt ómögulegt. Þetta er aðall eins og ávallt áður. Bara einfaldur aðall sem lítið getur nema búa til blöðrur til að blása sig út í. Yfirprófdómarinn sjálfur sem fær kasketti sem enginn hafði ætlað honum

Að einhver skuli ennþá hlusta á þetta og álíka apparöt er slæmt merki um nauðsynlegan bata í meðvitund sem enn á langt í land. En þetta er að sjálfsögðu algerlega fyrirsjáanlegt þar sem "blástimplun" og "vottun" embættismanna er orðinn alþjóðlegur sjúkdómur og stjórntæki

Fyrri færsla

Fimm uppvakningar í frekar mikilli klessu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband