Leita í fréttum mbl.is

Stefnumarkandi símtal Trumps til Taívan og nýr varnarmálaráđherra

Tsai Ing-wen forseti Taívan talar viđ Donald Trump

Mynd: Tsai Ing-wen forseti Taívan (kínverska lýđveldisins) talar viđ Donald Trump í síma

Ţetta var ţaulhugsađ símtal. Forseti Taívan tók stóra ákvörđun er hún og Donald Trump eftir mikinn undirbúning ákváđu ađ samtaliđ ćtti og skyldi eiga sér opinberlega stađ. Flestir sem skilja stöđu Taívan sjá ađ ţetta var ekki auđveld ákvörđun fyrir Taipei ađ taka, međ allt meginland Kína andandi sig í hnakkann. Taívan tók ţarna vandalega yfirvegađa og stórpólitíska ákvörđun og áratugir eru síđan ađ síđasta slíkt símtal fór fram

Símtaliđ er táknrćnt, en umfram alt er ţađ stefnumarkandi. Lítill vafi er á ţví. Ţađ sýnir Kína svart á hvítu hversu lítils virđi Kína er fyrir hagsmuni Bandaríkjanna í heild - og hversu litlu ţađ mun skipta Bandaríkin samanboriđ viđ ađra hagsmuni ţess og ţeirra landa sem eru bandamenn Bandaríkjanna í Asíu

Viđskiptastríđ viđ Kína, komi til ţess, mun kosta Bandaríkin lítiđ. Bandaríkin eru sem betur fer frekar "lélegur" útflytjandi á evr-asíulegan mćlikvarđa og ţannig illa hentug sem gísl erlendra viđskiptavina sinna. Enginn nćr taki á ţví, eins og ţeir erlendu kúnnar sem eiga Ţýskaland, ţegar ţeir loksins fatta ţađ, sem flytur úr helming landsframleiđslu sinnar. Ţeir hafa örlög ţess ótrúlega vanskapađa lands í vösum sínum, sýnist ţeim svo

Ţó svo ađ Austurhvel jarđar haldi fyrir fullu afli áfram ađ brotna stórpólitískt upp og stefni inn í nýtt ófriđarskeiđ og styrjaldir, ţá geta Bandaríkin samt sem áđur lifađ ágćtis lífi án ţeirra 5 milljarđa manna sem búa ţar í pólitískri púđurtunnu, sem byrjuđ er ađ springa en sem samt er ekki enn orđin kveđjuverkandi. Gamli heimurinn er samur viđ sig, međ sínar slćmu pólitísku hugmyndir sem ekki er viđ bjargandi - og verđur líklega aldrei viđ bjargandi. Hinn pólitíski og efnahagslegi stöđugleiki veraldar síđan 1945 býr á Vesturhveli jarđar. Vestan Eystrasalts og austan Perluhafnar. Ísland er sem betur fer á Vesturhveli jarđar. Austurhvel jarđar, nema ef vera skyldi Indland, er sem sagt aftur á leiđinni til fjandans

Nú ţurfa Íslendingar ađ taka sig taki og taka eina, já bara eina, mikilvćga ákvörđun: ađ gleyma ţví ađ Evrópa sé til. Hún er nefnilega ekki til og hefur aldrei veriđ til. Hún er minnsta landsvćđi veraldar sem kallar sig heimsálfa. Hún er útkjálki meginlands Rússlands međ 52 ríkjum. Og hún er ađ springa í loft upp. Hún er orđin óţekkjanleg á ađeins síđustu átta árum. Og eftir nćstu átta árin verđur hún líklega hvellsprungin og logandi stafnanna á milli. Uppsöfnuđ reiđin og spennan í Evrópu vegna fyrst og fremst Evrópusambandsins, sem svikiđ hefur alla, er orđin óstöđvandi. Ţeirri stöđu er hvorki hćgt ađ bakka úr úr né vinda ofan af. Hún mun tćta hinn núverandi pólitíska veruleika í tćtlur. Eldsneytiđ er orđiđ óţrjótandi

Viđtal viđ James Mattis í mars 2015

Trump hefur valiđ James Mattis hershöfđingja sem nýjan varnarmálaráđherra Bandaríkjanna

Mattis var rekinn af Obama fyrir ađ segja sannleikann um stríđ Íslam viđ Bandaríkin og Vesturlönd. Allir hryđjuverkamenn í dag eru múslímar. En allir múslímar eru ekki hryđjuverkamenn. Ţetta er stađreynd. Menn ţurfa ađ ţekkja óvininn og James Mattis sagđi ţađ. Ţví var illa tekiđ. Sömu sögu er ađ segja um nýja ţjóđaröryggisráđgjafann, Michael T. Flynn hershöfđingja, sem Trump hefur valiđ. Hann var líka rekinn af Obama fyrir ađ segja sannleikann. Hann sagđi ađ menn gerđu sér ekki grein fyrir íslömskum rótum vandans, ţekktu ekki óvininn og hvernig hann hugsar og hvađan hugsanir hans koma. Ef menn ćtla ađ vinna stríđ ţá verđa ţeir fyrst og fremst ađ hugsa. James Mattis hershöfđingi fer enga leiđangra án Hugleiđinga Markúsar Áerlíusar. Múslímar hófu stríđiđ gegn Bandaríkjunum 1983 undir fána pólitísks íslam

Svo vill til ađ hin ítalska Federica Mogherini sem ólst upp í ungliđahreyfingu ítalska kommúnistaflokksins, sem svo seint sem áriđ 1996 dulbjó sig sem ítalski "sósíaldemókrataflokkurinn", svo ađ hún gćti međal annars orđiđ utanríkisráđherra Ítalíu 2014 og sem ţess vegna núna er "ćđsti talsmađur utanríkis- og öryggisstefnu Evrópusambandsins" - e. High Representative of the European Union for Foreign Affairs and Security Policy - já hún bođađi í júní-rćđu sinni 2014 ađ hryđjuverkaskapandi stjórnmál íslamistatrúar yrđu hluti af tilvistargrundvelli Evrópusambandsins. Mogherini er enn eitt heiladauđa ESB-grćnmetiđ á háum launum eins og allt sambandiđ er út í gegn

Fyrri fćrsla

Nixon ađ hluta til bakkađ út úr Kína [u]


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Verđ ađ viđurkenna ađ mađur var nokkuđ kvíđinn ađ heyra um mannaval Trump í stjórnunarstöđur eftir fund hans međ Obama. Og ekki síst eftir ađ hann lýsti ţví yfir ađ hann myndi ráđfćra sig viđ forsetann um valiđ. Ţađ sem hingađ til hefur komiđ fram er ađ Trump ćtlar ađ reka sína eigin stjórnarstefnu, ţ.e. Hann blćs á undanhald Obama eins og berlega kemur í ljós međ skipun "Mad dog" Mattis, Sessions sem domsmálaráđherra og Kelly til heimavarna. Hann er ađ kalla aftur til starfa menn međ ţekkingu og nú biđur mađur spenntur eftir tilnefningu hans á utanríkisráđherra.

Ragnhildur Kolka, 9.12.2016 kl. 12:51

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ţađ er ávallt einhver tilhneiging nýrra valdsmanna ađ mildast,eins og til friđţćgingar vegna harđorđra tjáskipta.

Helga Kristjánsdóttir, 10.12.2016 kl. 03:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband