Leita í fréttum mbl.is

Má bjóða þér írska evru að láni?

Þú getur fengið hana á 10% raunvöxtum á Írlandi í dag. Það er mínus 4 til 5% verðbólga á Írlandi núna. Írski hagfræðingurinn David McWilliams vill alls ekki þessa írsku evru.
 
Má bjóða þér einn írskan banka? Þeir eru allir liðnir og náfölir sem lík. Líkfylgdin er írska þjóðin sem nú er bundin á skuldaklafa um komandi kynslóðir. Hinir fáu græddu á því fjármálasukki sem seðlabanki Evrópusambandsins jós yfir í aska nokkurra feitra írskra evruvíkinga.
 
Nú er tapinu þurrkað yfir á þjóðina. Þetta er kjarninn í grein David McWilliams á bloggsíðu hans. David vann áður hjá seðlabanka Írlands.

Atvinnuleysi ungra karlmanna á Írlandi er yfir 30%, og eykst hratt, segir David. Fólksflótti er að aukast. Hrikalegur samdráttur er í útlánum úr dauða-bönkum Írlands. Mismunurinn á milli innlána og útlána er 100% af landsframleiðslu. Yfir 300.000 manns eru með neikvæða eign í fasteignum sínum. Landið er gersamlega ósamkeppnishæft. Allt er of dýrt. Smásala fellur, atvinna minnkar, skattatekjur ríkisins falla, vinnuafl flýr landið og þrýstir fasteignaverði ennþá lengra niður.

Þetta var á árunum 1980 kallað "misheppnuð tilraun til jafnvægis í ríkisfjármálum". Reynt er að stoppa í tekjugöt ríkissjóðs með niðurskurði, svo er farið út í skattahækkanir. Þegar þær mistakast og skattatekjurnar halda áfram að falla, þá hvolfist þjóðarskútan og ríkisstjórnirnar gefast upp og falla. Þá hættir fjármálamarkaðurinn að sinna liðnu líkinu. Nýjar ríkisstjórnir koma og fara. Fjármagnið flýr svo sköttun og ríkisgjaldþrotaáhættu í senn. 

Næst flýr svo fjármagnið það óhjákvæmilega. Allir vita að á endanum verður hið læsta gengisfyrirkomulag landsins að bresta. Fjötrar evru munu þá falla eins gullfóturinn féll. Fyrst var það bara Keynes sem talaði einn í eyðimörkinni gegn frosnu gengisfyrirkomulagi frosinna manna. En í tak með að armæða ríkjanna jókst, vissu þau öll innra með sér að Keynes hafði rétt fyrr sér. Gengisfelling kom. Írland yfirgefur myntbandalagið og rífur af sér evruhandjárnin. Það er ósk Davids McWilliams;

Innlánsvextir í ERM landinu Danmörku

Daninn Kurt Nøhr Pedersen er viðskiptavinur í Lån & Spar Bank í Danmörku. Hann er þar með "hávaxta bankareikning". Innlánsvextirnir á þessum hávaxtareikningi eru núll komma núll prósent á ári. Í Danmörku hafa sjö bankar skrúfað innlánsvexti niður í núll. Þetta þýðir að þú borgar bankanum peninga fyrir að geyma peningana þína. Ódýrara væri að grafa þá niður úti í garði.

Já en menn verða að muna, segir John Christiansen bankastjóri Lån & Spar bankans, að við bjóðum 0,25% ársvexti ef þú setur 100 þúsund danskar krónur inn og lætur þær standa þar kyrrar. Svona virkar Dansave; Børsen

Það er eins gott að hinn svo kallaði "innri þjónustumarkaður" Evrópusambandsins virki ekki. Þá væri fjármagnið flúið yfir í verðtryggða íslenska krónu. Gengi íslensku krónunnar væri þá komið þangað sem íslenskir ESB-menn vilja hafa það; ein á móti öllum 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott og vel, rök þín gegn EMU-aðild eru góð og gild. En mér hefur fundist svolítið skorta á það í mótrökum þínum gegn ESB-aðild og EMU-aðild, hvað er annað í stöðunni fyrir Ísland.

Ég persónulega myndi vilja að Ísland gengi í NAFTA og tengdist Kanada enn nánar.

Hvaða skoðun hefur þú á því og hvað er í stöðunni fyrir Ísland að þínu mati?

P/S Ertu búinn að kynna þér fjárlagahallann í DK og afleiðingar fastgengisstefnunnar þar? Óhugnalegt.

Mbk.

Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 16:30

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Fyrir Ísland eru margir valkostir...já í alvörunni...sá sem hljómar gáfulegastur er að snúa baki við AGS og byggja landið upp á útflutningstekjum. "Hvernig á að borga erlendar skuldir okkar sem falla á okkur á næsta ári?"...jú eins í hverjum öðrum viðskipum...við borgum að sem við getum og semjum um hitt.
Hvað ætlar erlendur banki að gera sem fær ekki greitt og fær ekkert upp í veð sín ?
Hann kýs að semja að nýju...AGS hefur eina dagskrá og aðeins eina...breyta einkaskuldum í ríkisskuldir og giski svo hver á hver næsta skrefið á að verða....

Haraldur Baldursson, 28.2.2010 kl. 17:08

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir innlit og athugasemdir.  

Hermundur: Ég vissi ekki að framtíð Íslands ylti á því að ganga í hitt eða þetta. Víðsýnar þjóðir sem eru svo heppnar að njóta þeirrar landfræðilegu legu og landfræðilegu kosta sem Ísland er aðnjótandi, þurfa ekki að ganga með ESB-hækjur eins og kjarnaþjóðir gömlu og styrjaldarhrjáðu Evrópu: þær semja sig fram til árangurs í heiminum og halda áfram að vinna sig út úr ógöngum með eigin vélarafli. Ekkert utanaðkomandi getur læknað Ísland af því sári sem það olli á sjálfu sér.

Ef þú átt við hinn alþjóðlega hluta banka- og fjármálakerfis Íslands, þá þarf að hugsa þann hluta upp á nýtt. Fyrst geigvænlegar, hrikalega verðmætar og þjóðhagslega mikilvægar fjárfestingar í áliðnaði á Íslandi geta keyrt í dollara-nominated mynt, þá ætti hinn alþjóðelgi hluti banka- og fjármálageira Íslands að geta gert það líka. Svona eins og í Sviss.

Ef vel er haldið á spöðunum þá ætti það að standa utan við ESB að geta orðið ein stærsta og verðmætasta eign Íslands og allra Íslendinga.

En númer eitt er að gefast ekki upp. Svo þarf að hætta að skríða um gólfið með snuð og bleyju eins og ríkisstjórn Íslands gerir. Ekkert gott mun koma út úr því að vera gólftuska. Svo þarf að muna það að lækning bankahruns tekur tíma. 

Haraldur kemur hér með góða byrjun á nýju upphafi.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2010 kl. 18:27

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Gunnar

Góð sagan um Kurt Nöhr Pedersen. Hefurðu hugmynd um hvað hann þarf að borga Lån&pare fyrir tímabundinn yfirdrátt ? Eða ef hann fengi lán til segjum fimm ára, kúlu í evrum eða Dkr sem er væntanlega sama ?Þurfa okkar evruspekingar ekki að skoða þá hlið líka þegar þeir fimbulfamba um íslenskt vaxtastig sem hindrun framfara ?

Bestu kveðjur

Halldór Jónsson, 4.3.2010 kl. 11:41

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Halldór og takk fyrir innlit 

Vextir á yfirdrætti hjá þessum banka og flestum öðrum bönkum í Danmörku eru á bilinu 9-21%.

Ef þú notar t.d. að staðaldri 50% af yfirdráttarheimildinni þá borgarðu 10-17% vexti. Ef þú ert alltaf í botni með kreditina þá borgar þú 9-16%.

Því lélegri pappír sem þú ert því hærri vexti þarftu að borga.

Innlánsvextir á þessum reikningi eru: 0,000% 

Verðbólga í Danmörku er næstum engin og stýrivextir seðlabanka Danmerkur eru 0,75% eða 0,25% lægri en hjá Brusselbankanum.  

Þetta  gildir fyrir venjulega launþega með bankareikning þar sem launin koma reglulega inn. 

Svo er líka fullt af smáu letri, gjöldum og smásnýkjum ofaní þetta allt saman. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.3.2010 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband