Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Stál- og Kolabandalagið árið 2010

Evrópusambandsleysið. 

Hér höfum við fyrirbæri sem í byrjun átti að heita efnahagsbandalag. Þetta fyrirbæri byrjaði sem símalína á milli Frakklands og Þýskalands með Stál- og Kolabandalaginu stuttu eftir hina evrópsku heimsstyrjöld númer tvö. Stórmenni Evrópu hafa áður skaffað okkur, a) nýlenduvæðingu heimsins, b) tvær heimsstyrjaldir, c) hátæknivæddar útrýmingarbúðir fyrir Gyðinga í hjarta Evrópusambandsins, d) eina rússneska byltingu með 50-70 milljón fórnarlömbum - og nú síðast e) efnahagslega rjúkandi rúst hálf gjaldþrota evrulanda árið 2010. Velkomin í evrópska apótekið. Tilraunalækningar Evrópu standa ennþá yfir. 

Það sem embættismenn og stjórnmálamenn Evrópu gátu ekki skaffað Evrópubúum er hin eina bylting í Evrópu sem kom frá fólkinu sjálfu, þ.e. fall kommúnismans og Berlínarmúrsins. Allt hitt hefur komið að ofan og verið dregið yfir hausa Evrópubúa eins og svört lambhúshetta. Þar með er talið allt Evrópusambandið sjálft og nú síðast hin ónýta mynt þrotabús sambandsins í suðri.  

Þessi símalína Stál- og Kolabandalagsins hefur þróast í það að vera lokuð símstöð með 27 löndum innan ný-sovésks skiptiborðs af Kremlartegund. Skiptiborðið sem málleysinginn Jóhanna af Íslandi er núna að heiðra með þögulli heimsókn heyrnarleysingjans. Kyssa mun hún vöndinn og sleikja skó formannsins frá fyrrverandi einræðisherraríki og nú hálfgjaldþrota rjúkandi rúst Portúgalsins. 

Þetta svo kallaða efnahagsbandalag er núna mannað með eigin forseta sem enginn kaus, eigin utanríkisráðherra sem er umboðslaus fáráðlingur, dómstólum, 45.000-100.000 embættismönnum, Kremlarbyggingum, eigin ónýtri mynt, eigin ónýtum seðlabanka, stjórnarskrá sem enginn kaus, þjóðsöng sem enginn valdi og fána sem enginn vill sjá. Þetta er Stál- og Kolabandalagið árið 2010. Getulaus Tröllkarl B. Afdalamannsson með vatttyppi og tóman pung á milli brauðfóta. Það eina sem vantar upp á núna er fullvopnaður her undir stjórn afdalamanna Evrópusambandsins.  

Það sem átti að vera eins konar fyrirbyggjandi flogaveikislyf fyrir Frakka og Þjóðverja er nú orðið að drykkjarvatni fyrir fíkla, fífl og dópista niðri í Kreml-Brussel-B.

Gríski P.I.I.G.S. rétturinn selst afar illa á lokuðu uppboði hinnar innvortis garnaflækju í skiptiborði Evrópusambandsins núna.

Frjálsir kjarasamningar í ESB í húfi segja Danir

Verkalýðsfélög opinberra starfsmanna í Danmörku eru lítt hrifin af þróun mála í ESB. Þau segja að Evrópusambandið sé á leið til að útrýma frjálsum kjarasamningum og að yfirtaka launamyndun í ESB með aðferðum sambandsins í Grikklandi núna. Meira um það hér í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri færsla

Myntbandalag ESB: Læknirinn segir núna að sjúklingurinn verði fyrst að verða heilbrigður til að geta þolað lyfin sem áttu að lækna sjúkdóminn 


Myntbandalag ESB: Læknirinn segir núna að sjúklingurinn verði fyrst að verða heilbrigður til að geta þolað lyfin sem áttu að lækna sjúkdóminn

Að þola lyfin 

Smyglarar, slökkvilið og brunalið myntbandalags Evrópusambandsins

Einn eftirsóttasti smyglvarningur á evrusvæðinu, smá 12 árum eftir að sjálfstætt gengi allt að 16 landa myntbandalagsins var lagt niður, er hagstætt og sjálfstætt gengi eigin gjaldmiðils sem passar við ástand efnahagsmála heima í einmitt hverju landi fyrir sig. Gengi sem passar við ástandið heima hjá okkur. Þessi lönd fengu það sem Bandamenn og Frakkar sömdu um þegar Þýskaland var sameinað á ný. Fast gengi við fasta nágranna sína í gegnum sameiginlega mynt. Þetta, sögðu sérfræðingarnir, átti að jafna út mismun og ójafnvægi í samkeppnisaðstöðu og samkeppnishæfni á milli hagkerfanna. Þetta átti líka að stórauka - 300% sögðu sumir - verslun og viðskipti milli þeirra landa sem voru svo heppin að fá að koma með í þennan klúbb útvaldra ríkja með "fyrirmyndar" efnahag, eins og t.d. Portúgal , Írland, Ítalía, Grikkland og Spánn.

12 árum seinna, 23. janúar 2010: Growing imbalances between countries within the common currency are a "matter of serious concern for the eurozone as a whole", and these imbalances "can weaken confidence in the euro and endanger the cohesion of the monetary union"

 

En nú er kviknað í húsum nokkurra fastra nágranna. Þau standa í ljósum logum. Það slökkvilið sem löndin áttu alltaf heima hjá sér er nú læst inni í skáp sem er staðsettur í Brussel. Enginn veit hvort það megi nota vatn á eldinn eða ekki. Hann brennur því áfram, hægt en örugglega, öllum til mikils ama. Mestur er aminn og gremjan hjá þeim sem sögðu að þetta fyrirkomulag væri óbrennandi. Sögðu að slökkvilið elda væri úrelt. Sumir muna kannski ennþá eftir ákafanum og gleðinni þegar níunda rúgbrauðssymfónía Beethovens ýtti evrunni úr vör - án slökkviliðs.

Í Brussel er þessu alveg þveröfugt farið. Þar er það fullveldi og sjálfstæði nokkura þjóða með brennandi efnahag sem er hinn eftirsóttasti smyglvarningur af öllum. Menn geta varla stillt sig um að taka á varningnum. Brjóta upp kassana og éta sig fallþungaða af innihaldinu. Sérstaklega ekki eftir að það tókst svona afburða vel að smygla áhættutöku þorpara einkageirans, sem bankarnir tilheyra, yfir og inn í Maastricht-ríkisfjármála-sóttvarnargirðingu þeirra sérfræðingana sem lögðu niður slökkviliðið og settu í stað þess á stofn brunaliðið í Brussel. Núna nærir eldurinn sig á þessum bakteríum þorpara einkageirans sem skógur embættismanna í brunaliðinu átti að hafa eftirlit með. Eldurinn nærir sig á ávöxtum skattgreiðenda sem eru þar með komnir í gíslingu. Þetta átti ekki að geta gerst því það var búið að skrifa í skjöl sóttvarna að þetta væri bannað. Þess vegna er myntin sameiginlega nú orðin meira til ógagns en jafnvel spádómar flestra efasemdarmanna buðu upp á frá byrjun.

12 árum seinna, 23. janúar 2010: With surveillance reach growing and the debate moving into the area of political sanctions being applied by over-arching Brussels bureaucrats, «Europe» is making a power-grab for the purse-strings of the member states that fund it.It's not new but Greece easily represents «a turning point in the history of monetary union,» which was the 1999 creation of the shared euro currency, says Royal Bank of Scotland economist Jacques Cailloux.

 

Nú er ástandið svo slæmt að jafnvel brunaliðið í Brussel er komið á hvolf. Núna segir Brussel að það sé einmitt mismunurinn á samkeppnisaðstöðu og samkeppnishæfni á milli hagkerfanna sem sé að eyðileggja myntina. Hafið þið heyrt það betra? Það sem myntin átti að lækna er nú að eyðileggja sjálfa myntina. Þetta svarar til þess að læknir skammar sjúkling sinn fyrir að vera veikur því veiki hans eyðileggi virkni lyfsins sem hann gaf sjúklingunum við sjúkdómnum. Læknirinn segir núna að sjúklingurinn verði fyrst að verða heilbrigður til að geta þolað lyfin sem áttu að lækna sjúkdóminn sem lyfin voru framleidd til að lækna. Halló!

12 árum seinna, 23. janúar 2010: «Let us be clear: in the past, some national politicians have resisted stronger mechanisms of governance» in Brussels, Jose Manuel Barroso, who heads the European Commission, the body that drafts and enforces EU laws, said last week.«I hope that... all EU governments will now recognize the need for full ownership of Europe 2020 and for a truly coordinated and coherent action in economic policy,» he said, referring to a new strategic framework.

 

Því segir formaður brunaliðsins í Brussel nú að brunaliðið þurfi bráðnauðsynlega að slá eignarhaldi sínu á alla Evrópu. Ekkert minna dugar til. Þeir sem skilja þetta ekki valda formanninum vonbrigðum. Já sjúklingurinn veldur vonbrigðum. Hann passar ekki við lyfin. Þó hafa engar stökkbreytingar átt sér stað á Evrópu, a.m.k ekki hin síðustu nokkur hundruð ár. Svo mun einnig verða áfram. Evrópska apótekið er ekki orðið neitt smá batterí núna, ekki frekar en fyrri daginn. Engum virðist lengur detta í hug að láta sjúklinginn bara í friði. Tilraunalækningar Evrópu halda áfram.

DerSpiegel | EuObserver | Eurointelligence | Kathimerini

Meira 

Fleiri svona og oft daglegar fréttir hér í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri færsla

Aðalvandamálið er evran - að segja sig úr myntbandalaginu og ESB á einni nóttu 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband