Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Hinir vísu menn Danmerkur: enginn ávinningur, sem tekur sig að nefna, við að taka upp evru í Danmörku

Skýrsla hinna "vísu manna" efnahagsmála í Danmörku kom út í gær

dors

Hið virta og óháða ráð efnahagsmála í Danmörku (De Økonomiske Råd) kom út með skýrslu sína í gær. Margir hafa beðið eftir þessari skýrslu með óþreyju því spursmálið um hugsanlega evruupptöku í Danmörku var tekið gaumgæfilega fyrir að þessu sinni. Allir hér vita að það er mikið mark tekið á því sem ráðið segir, því það er ekki háð samtökum eða stjórnmálum. Formennska í ráðinu samanstendur af hinum svokölluðu fjórum "vísu mönnum" efnahagsmála Danmerkur (de fire økonomiske vismænd). Í þessari skýrslu var sem sagt sérstaklega tekið fyrir efnið "evra eða króna" (euro eller krone). Spurningin um hvort Danmörk ætti að taka upp evru eða ekki

Økonomiske konsekvenser ved euro

Niðurstaða ráðsins er sú að það sé enginn sérstakur efnahagslegur ávinningur, sem tekur sig að nefna, við það að taka upp evru í Danmörku. Ráðið telur upp ýmsa smábita af efnahagslegum kostum sem sameiginleg mynt gæti fært landinu. Þessir brauðmolar eru þó ekki nægilega stórir til að sannfæra ráðið um afgerandi kosti þess að gefa eigin mynt upp á bátinn og taka upp mynt Evrópusambandsins, evru

Ráðið bendir á að það hafi skapast ákveðnir kostir fyrir verslun og viðskipti við það að hafa "fast gengi" á milli Danmerkur og evrusvæðis. En viðskiptalegir kostir þess, metnir í peningum, eru þó ekki stærri en sem nemur 0,5% af þjóðarframleiðslu Danmerkur, segir ráðið. Hvað varðar fastgengisstefnuna er þó kannski meira athyglisvert og einnig mikilvægt að nefna að Danmörk hefur alls ekki hefð fyrir því að hafa mynt sína frjálst fljótandi. Danska krónan hefur nefnilega á flestum tímum verið negld föst við eitthvað, segir ráðið. 

350 blaðsíður 

Ég hef blaðað lauslega yfir skýrsluna, hún er yfir 350 síður. Ég vil segja þetta um það sem mér finnst merkilegast og áberandi nýtt í skýrslunni - og sem ég hef ekki séð þar áður. Það má nefnilega, að mínu mati, lesa út úr skýrslunni talsverðann og raunverulegan ótta, eða áhyggjur, um að öldrun þegna evrusvæðis muni geta skapað vandamál um háls ríkissjóða evrusvæðis í formi mikillar ríkisskuldabyrði, þegar litið er lengra framávið. Þessi byrði gæti grafið undan peningastefnu evrusvæðis og þvingað myntsvæðið út í ógöngur. Þetta nefnir ráðið sérstaklega. Einnig gætu aðstæður hugsanlega þvingað Danmörku til að leita sér nýrra markaða á öðrum heimssvæðum en á sjálfu evrusvæðinu í framtíðinni. Og þá er ekki gott að hafa kastað krónunni fyrir borð því ráðið segir að það sé sáttmálalega bannað að segja sig úr myntbandalaginu, svo ekki sé talað um hina praktísku hlið málsins.

Samlet konklusion

Lokaniðurstaða ráðsins 

Lokaniðurstaða ráðsins er þessi: ákvörðunin um hvort taka eigi upp myntina evru í Danmörku er pólitísk spurning. Þetta er ekki efnahagsleg spurning

Viðbrögðin: brauðmolarnir eða gleðin 

Viðbrögðin við skýrslunni hér í Danmörku eru bæði edrú og sprenghlægileg á sama tíma. Það er alveg greinilegt að þetta er fyrst og fremst pólitískt efni eins og ráðið svo kristal tært segir að það sé. Danmarks Radio (ríkisútvarpið) hefur greinilega lesið skýrsluna og kom með fréttina matreidda svona: Vismænd: Ingen gevinst ved at skifte til euro (enginn ávinningur við evru). En svo eru það stjórnmálamennirnir, sumir fjölmiðlar og ýmis hagsmunasamtök. Þeir aðilar baða sig ýmist uppúr brauðmolunum og gleyma þessu um pólitíkina, eða þá að þeir eru sigri hrósandi og segja, "hvað sagði ég!"

Sjálfur segi ég: hvað sagði ég!

Þýska skipafélag Evrópusambandsins

Það verður einmitt fróðlegt að sjá hvernig seðlabanki Evrópusambandsins ætlar að reyna tryggja hinn fræga "stöðugleika" í mörgum löndum evrusvæðis á næstu árum. Það kallast nefnilega ekki stöðugleiki þegar verðbólgan er neikvæð, þ.e. þegar það ríkir verðhjöðnun eins og gerir í sumum ríkjum evrusvæðis núna. Eða þegar skuldir evruríkja eru að blómstra út eins og nýjar frostrósir. Mínus 2% verðbólga er 100 sinnum verra en +6% verðbólga. Verðbólgumarkmið ECB er 2% jákvæð verðbólga á ári. Því takmarki verður erfitt að viðhalda á elliheimilinu Evrusvæði á næstunni. Ef Þýskaland mun springa í loft upp á næstu árum, eins og ég spái, þá verður ekki gaman að heita evra, eða gera mikið og stórt út á þann markað. Þýski bílaiðnaðurinn er búinn að vera, þýski iðnaðurinn er búinn að vera, þjóðin sjálf er búin að lifa, því hún er orðin svo öldruð. Þetta mun ekki enda vel, því þetta þýðir nefnilega að þýska hagkerfið er búið að vera. Vélin í evrunni er því miður að verða handónýt og því sem næst úrbrædd.

Lausar fregnir úr evru-bið-löndum 

Patacon_Argentina_Bono_1Peso

Það berast þær fréttir að Lettland sé á leiðinni til þess að fara að gefa út miða. Það er nefnilega komin mikil peningaleg þurrð í myntráði Lettlands og það þarf að borga opinberum starfsmönnum laun og greiða út bætur. Myntráð getur ekki prentað peninga. Þessu glopruðu frammámenn í Lettlandi út úr sér í fyrradag, - að þeir myndu bara prenta "miða" ef alger peningaleg þurrð kemur í ríkissjóð Lettlands, skyldi IMF ekki veita lánin til Lettlands á réttum tíma. Í stað peninga getur myntráðið prentað svona "I owe you" miða eins og gert var undir myntráði Argentínu, þar til vitið kom aftur í kollinn á IMF, ríkisstjórn Argentínu og gengið var fellt. Danske Bank gaf út sterka opinbera aðvörun í gær um að massíf gengisfelling gæti verið í vændum fyrir botni Eystrasalts. Sænski seðlabankinn hefur verið að undirbúa sig gaumgæfilega og Finnar eru á nálum. Danske Bank segir að sænski seðlabankinn og króna hans muni þola gengisfellinguna með ágætum þegar hún kemur. En fyrir þá sem vita það ekki þá er næstum allt bankaerfi Lettlands og Eystrasaltsríkjanna í eigu sænskra banka. Reyndar er stærsti hluti bankakerfis Austur Evrópu einnig í eigu Vestur Evrópskra banka og sem flestir eiga heima - hmm já hvar? - á evrusvæðinu!   

RIGBOR viðmiðunarvextir á millibankamarkaði innanlands í Lettlandi voru 13,7% þann 14. maí. Þetta eru lánskjörin á millibankamarkaði í hagkerfi sem sökk um heil 18% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Já, myntráðið er búið að taka ráðin af hagkerfi Lettlands. Það er beðið mjög hart og fast eftir evrunni. Skyldi nokkur verða eftir í landinu þegar hún kemur, eða kemur ekki?      

Skýrslan

frá "De økonomiske råds formandskab" sem ber nafnið "Dansk Økonomi, forår 2009" er viðhengd hér neðst við þessa færslu á PDF sniði ásamt glærum sem stytta þetta stóra, langa og leiðinlega mál töluvert. Slóð á heimasíðu: De Økonomiske Råd

Fyrri færsla

Forsíða þessarar bloggsíðu

Forsíða 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Prófessor: það er búið að þjóðnýta stjórnmál á ný í Evrópusambandinu

Stefan Collignon: "farsi kosninga og lýðræðis í Evrópusambandinu"

Úrdráttur (á ensku) úr grein Stefan Collignon sem birtist í FT Deutschland í gær. Einnig ný síða með tölum yfir kosningaþátttöku í hinum svo kölluðu "kosningum" til "þings" Evrópusambandsins frá upphafi, hér á tilveraniesb.net :: Um lýðræði í ESB: Þátttaka í kosningum til Evrópusambandsþingsins frá 1979

 

Fyrri færsla 

Forsíða þessarar bloggsíðu


Upplagt að nota kreppuna til að sameina skatta, skuldir og fjárlög í Evrópusambandinu

Kreppan er gott tækifæri til að 'samhæfa' skatta og útgjöld ríkissjóða Evrópusambandsins

Jean Quatremer skrifar í Coulisses de Bruxelles að fjármálakreppan, sem er að breytast í verstu efnahagskreppu frá lokum seinni heimsstyrjaldar, sé upplagt tækifæri til að þrýsta á um sameiningu fjárlaga, skatta og skulda í ríkjum Evrópusambandsins

Öll fréttin hér á tilveraniesb.net => Upplagt að nota kreppuna til að sameina skatta, skuldir og fjárlög í ESB 

 

Fyrri færsla

Forsíða


Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB eða evru. Að læsa sig inni í mynt og tollabandalagi Evrópusambandsins

úr greininni: Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB eða evru  

 

Yfirskriftir greinarinnar 

Finnar eiga ekki afturkvæmt 

Innganga Finnlands í myntbandalag Evrópusambandsins er óafturkallanleg og endanleg, sagði viðskiptaráðherra Finnlands. Það er engin leið fyrir Finnland út úr hvorki ESB né myntbandalaginu aftur. Engin leið. Þessu varaði viðskiptaráðherra Paavo Väyrynen við þegar gengið var inn í myntbandalagið.

Fyrir stuttu lýsti viðskiptaráðherra Finnlands því yfir að sænski skógar- og tréiðnaðurinn hafi varðveitt samkeppnishæfni sína vegna þess að Svíar hafi sænsku krónuna. Hún stillir af samkeppnishæfni iðnaðarins. "Við erum í hinu dýra myntbandalagi og Svíar hlaupa með viðskiptin" . . .  

Tímar breytast og burðarstoðir viðskiptahugmynda geta brostið

Markaðurinn fyrir farsíma og handtölvur er að breytast . . . 

En hvað með þennan 230.000 ferkílómetra skóg Finnlands?

En þessu er ekki svona farið með vörur úr skógum Finnlands  . . . 

Finnland 1983-2008  

  • Finnland og utanríkisviðskipti . . . 
  • Hlutfallsleg skipting útflutningsgreina . . . 
  • Viðskiptajöfnuður í tækniiðnaði . . . 
  • Útflutningur helstu útflutninggreina innan og utan markaða ESB . . . 
  • Endurútflutningur eftir vörutegundum . . . 
  • Þróun viðskipta á milli Sovétríkjanna og hins nýja Rússlands . . . 

 Svíþjóð 1999-2008

  • Þróun útflutnings á afurðum úr skógum Svíþjóðar . . . 
  • Gengi SEK og USD m Gengi SEK og USD miðað við EUR . . . 

 Skógar- og tréiðnaður Finnlands og Svíþjóðar

  • PappírsframleiðslaFramleiðsla á massa til m.a. pappírsiðnaðar . . . 
  • Framleiðsla á plötum úr tré . . . 
  • Framleiðsla á tré til iðnaðar . . . 
  • Skógar Norðurlanda . . . 
  • Viðskiptajöfnuður skógar og trjáiðnaðar . . . 
  • Þjóðarframleiðsla og atvinnuleysi. Finnland og Ísland borið saman . . . 
  • Greiðslur Finnlands til ESB . . . 
  • Þjóðarframleiðsla Finnlands og Íslands, 30 ár . . . 
  • Atvinnuleysi í Finnlandi og á Íslandi. 30 ár . . . 
  • Greiðslur Finnlands til ESB frá upphafi . . . 

 Evrópufræðingar, hagfræðingar, fræðingar og titlamenn

Þeir sem hafa prófað að stunda viðskipti í Evrópusambandinu - og það hafa hinir svo kölluðu Evrópufræðingar ekki . . . 

Tveir ólíkir hlutir

  • Velmegun og velferð 
  • Hvað er velmegun? . . . 
  • Hvað er velferð? . . . 

Forsenda velmegunar er frelsið

Frelsið er vöðvabúnt heilans og þegar það dafnar með ágætum þá eykst velmegun okkar allra . . . 

Niðurstaða  . . . 

Lesist hér 

Þetta er allt hægt að skoða og lesa meira um hér á www.tilveraniesb.net í þessari grein => Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB eða evru 

 

Fyrri bloggfærsla

Ísland fær að prófa atvinnuleysi evrulanda í einn mánuð á 30 árum


Ísland fær að prófa atvinnuleysi evrulanda í einn mánuð á 30 árum

Hvernig finnst ykkur þetta?

 

atvinnuleysi_1980-2010 

Til hamingju Ísland

Kæru Íslendingar. Nú fáið þið loksins tækiæri á að prófa hvernig það er að vera evruland í ca einn til þrjá mánuði á svona ca síðustu 30 árum. Myndin hér að ofan sýnir okkur atvinnuleysi á Íslandi og í evrulöndum frá 1980 til 2010. Þetta er svona samkvæmt tölum og gögnum frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum (IMF). Nú vitið þið bráðum hvernig þetta er. Það góða við stöðuna er þó það, að þið eruð sem betur fer ekki með sjálfa evruna. Þetta ástand mun því læknast aftur eftir nokkra mánuði. Ísland er nefnilega með sinn eigin gjaldmiðil sem hefur megnað að gera Íslendinga að einni ríkustu þjóð í Evrópu á mjög skömmum tíma. Þátt fyrir stór mistök við hagstjórn landsins

Þau lönd sem hafa ekki svona tryllitæki sjálf, eru háð náð og miskunn hinna peningalegu máttarvalda í Mið & Suður Evrópu. Þessi yfirvöld hafa alltaf reynt að koma á því sem Mið Evrópumenn kalla "stöðugleika". En þetta orð, stöðugleiki, er notað yfir þennan samfellda múr af massífu atvinnuleysi sem sést þarna á myndinni. Engin ríki þola svona atvinnuleysi og sóun. Þau verða alltaf fátækari og fátækari. Ofan í þessar tölur frá IMF kemur svo allt hið falda og leynda atvinnuleysi sem inniheldur allt það fólk sem hýst er í hinum mörgu og stóru kassageymslum ríkja ríkjanna. Þetta fólk verður litið sem ekkert vart við kreppuna núna. Hún er nefnilega alltaf hjá þeim. It just plain works!

Evran virkar

Nýja kreppan, sem hægt og rólega er að bíta sig fasta á evrusvæði núna, mun hafa þau áhrif að íbúar evrusvæðis munu fá sinn týnda japanska áratug (og sennilega tvo) af ALGERRI stöðnun. Nýjustu tölur um ekki-hagvöxt segja okkur nefnilega að meðalhagvöxtur á evrusvæðinu hafi verið um 0,6% á ári frá árinu 2000. Sem sagt 9 ár af engu. It just plain works! 

Meira hér að neðan um stöðugleika (litinn sem engan hagvöxt) og mikið massíft atvinnuleysi

Ein til tvær fyrri bloggfærslur


Í vikulokin 16. maí 2009 - á tilveran í esb net

  

Í vikulokin 16. maí 2009 á www.tilveraniesb.net

 

seinustu_hagvaxtart%C3%B6lur_fr%C3%A1_hagstofu_esb_15_ma%C3%AD_2009

Nánar um nýjar og eldri hagvaxtartölur hér 

 

  • Írski hagfræðingurinn David McWilliams: Förum íslensku leiðina. Hendum evrunni

 

  • Kranarnir á Spáni benda mest í átt að gjánni

 

  • Virkar peningastefna evrópska seðlabankans á Spáni núna?

 

  • Deutsche Bank: notið ykkar eigin mynt og fellið gegnið, núna!

 

  • Andstaðan gegn evru eykst í Danmörku. Stuðningur við hernaðar og réttarfarsmál ESB hrynur

 

  • Stefna ríkisstjórnarinnar í ESB er stjórnskipulegur óskapnaður

 

Smella hér til að lesa

 

 

Megi helgin og næsta vika verða ykkur góð

 

 

Nytt/eldingarfréttEvrópusambandið tapaði Eurovision keppninni fyrir EFTA sökum þess að það sér hag sínum best borgið í farvegi einangrunar frá umheiminum. Synd 


Andstaðan gegn evru eykst í Danmörku. Stuðningur við hernaðar- og réttarfarsmálefni ESB hrynur

úr verkefninu 

Evrustuðningur fellur í Danmörku

Stuðningur við hernaðar- og réttarfarsmálefni ESB hrynur í Danmörku.

Skattatekjur Þýskalands hrynja

Þjóðarframleiðsla Þýskalands hrynur 

Meira um lýðræði ESB, góðsemi ESB, réttlæti ESB og ónýta þýska skipafélagið í Evrópusambandinu -  á tilveraniesb.net: Andstaðan á móti evru eykst í Danmörku

 

Fyrri færsla


RANT: Sovésk ESB neyslustýring innleidd á Íslandi

Til hamingju Ísland!

Þetta er forsjárhyggjuveiki Sósíal Demó Krata og Sósíal Komma sem nú er að breiða sig yfir sálir Íslendinga eins og úldin táfýla. Ég þekki þessa lykt mjög vel því ég bý í henni

Auðvitað vita yfirvöld alltaf allt betur en þú sjálfur. Hvernig dettur þér annað í hug? Það voru jú krata- og komma yfirvöld sem fundu upp tölvuna, bílinn, flugvélar, tennur, sjúkrahús og þar fram efir götum. Þau eru nefnilega alvitur og algóð. Vita alltaf betur en þú

Fjármálaeftirlitið

Spákaupmenn jarðar sameinist 

Auðvitað mun ég bara eyða minna í tómata og gúrkur. Hvað haldið þið. Þið vitið, þetta græna stuff sem varð þess valdandi að Íslendingar urðu svona langlífir. Þeir borðuðu nefnilega svo mikið grænmeti á veturna í gamla daga. Hvað með fitu? Á ekki að banna hana strax? Banna flotið?

Ríkisstjórnin ætti einnig setja fram þingsályktunartillögu sem kemur í veg fyrir að það rigni uppí rollurnar. Rollurigningarbindi á allar rollur strax. Ekki mera súrt regn, öfugan CO2 viðrekstur ísaldar a'la 1970 og brunafýlu jarðar ofaní rollur Íslands. Stoppa þetta!  

Ríkið mun svo þéna peningana á sykrinum til að greiða niður beinar agúrkur sem enginn vill því þær eru náttúrlega eitraðar. Garðyrkjumenn munu fara á hausinn í massavís því auraráð neytenda (átvagla) minnka því kókið er orðið svo dýrt. Því fáið þið glæsilegar innfluttar eitraðar - en beinar - agúrkur beint frá Bussel. Frá bændum sem hafa gefist upp á pappírsflóðs búskap í ESB. Þeir senda því bara vörurnar sínar beint frá Austur Evrópu með miða þar sem á stendur letrað, "Designed in the EU" - "produced in Langtíburtuztan".

USSE

Viðbrögðin við sósíal-ísöld og ofhitnun jarðar af völdum kókleysis

Já bændur flosna upp í ESB og flytja til ódýrari svæða þar sem þeir meiga drekka kók og rækta bognar sykuragúrkur. Hugsið ykkur ef ESB næði yfir allan heiminn. Þá væri ekki hægt að flýja neitt og allir dræpust því úr hungri eins og í gamla góða Sovét  

Af hverju haldið þið að Sovétríkjunum hafi vegnað svona vel? Jú, þau vissu allt betur en þegnarnir. Þau voru alvitur. Alveg eins og eurokratar og sósíal kommar. Næsta skref er að setja öndunargjald á þegnana. Setja mælir á alla útöndun fólks. Þetta mun minnka CO2 útstreymi mikið. Þið hljótið að sjá þetta. Það gengur ekki að fólk sé að kaupa sér kók með sykri til að reka við og ropa svo á eftir

30 árum síðar

Það versta sem nokkurntíma hefur komið fyrir heilsufar þjóða er að fá yfir sig eurokrata og komma. Þá þorna nefnilega auðæfin upp. Fátæktin mun sverfa að og heilbrigðiskerfið rotna burt 

Það eina sem eftir er af ríkisstjórninni eru nokkrar heilar tennur sem fundust í kistunni. Allt hitt rotnaði strax. Lyfið virkaði svona vel. Það var nefnilega sykurinn

Er einhver að græða á þessu! Stoppa það, . . núna!

Fyrri færsla

 


mbl.is Sykrað gos skattlagt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eystrasalt. Deutsche Bank: notið ykkar eigin mynt og fellið gegnið, núna!

Bjargið samfélögum ykkar með því að nota sveigjanleika eigin myntar. Notið styrkleika þess að hafa eigin mynt

Stærsti banki Þýskalands, Deutsche Bank ráðleggur Eystrasaltslöndunum að flytja erlendar skuldir sínar yfir í eigin myntir og fella síðan gengið með því að leggja niður fastgegnisstefnu myntráða sinna þannig að gengi gjaldmiðla landanna geti endurspeglað samkeppnishæfni og hagvaxtarhorfur þeirra 

Tilkynnt var um hrikalegan 18% samdrátt í hagkerfi Lettlands í gær. Þetta er næstum einn fimmti af hagkerfinu sem er að hverfa í Lettlandi. Lesið meira hér á www.tilveraniesb.net => Deutsche Bank: notið ykkar eigin mynt og fellið gegnið, núna!

 

Fyrri færsla

Forsíða þessarar bloggsíðu


Kranarnir á Spáni benda mest í átt að gjánni. Virkar peningastefna evrópska seðlabankans á Spáni núna?

The Cranes in Spain Point Mainly to a Strain

Juan Sancho Toro þénaði vel á því að leigja út byggingakrana á meðan byggingabóla Spánar var að blása út hin síðastliðin 10 ár. En núna á hann 800 byggingakrana og veit ekki hvað hann á að gera við þá . . . 

Virkar peningastefna evrópska seðlabankans á Spáni núna?

Á meðan EURIBOR viðmiðunarvextir á evrusvæði hafa farið hratt lækkandi frá því í byrjun október 2008, þá hafa vextir á húsnæðislánum á Spáni haldið áfram að hækka . . . 

Lesið meira um byggingakrana og peninga(vanda)mál Spánar hér á www.tilveraniesb.net

 

Ný ríkisstjórn á Íslandi, ef svo skyldi kalla

Ekkert minna en fullt gjaldþrot allra Íslendinga virðist duga nýrri ríkisstjórn Íslands. Hún ætlar nefilega endanlega að ganga frá landinu með því að fara með það á hausinn og á hausnum inni í ESB. Það er nefnilega "svo gott" að vera á hausnum þar

Í stað þess að standa vörð um framtíð og auðæfi allra Íslendinga, leggur ný ríkisstjórn Íslands til að allt landið verði gert gjaldþrota sem fyrst. Gert gjaldþrota til þess að sú elíta landsins sem sigldi og klappaði efnahag Íslands í kaf í Zeppelin loftförum fjármálageirans, fái áfram að hafa allt að segja um framtíð allra Íslendinga og óborinna afkomenda þeirra. Þetta virðist vera orðið The New Academic Industrial Military Complex of Iceland - óstöðvandi. Við höfum séð svona fyrirbæri áður. Eitt táknrænt dæmi um svona óstöðvanleika má sjá hér, þegar táningastúlkan bendir honum Richard Nixon sáluga á að hann sé jafn valdalaus og þau 71% kjósenda á Íslandi sem kusu ekki Samfíklingana ( "þetta er ófreskja og þú ert valdalaus" ). Eina stjórnmálaflokkinn sem hafi ESB sem eina aðalmálið á stefnuskrá sinni

Rangt er rangt 

Þetta er rangt, alveg kolrangt. Lausnin er því eins og Jim Rogers segir hér á myndbandinu; látið óhæfa fólkið fara á hausinn. Og ekki glopra raunverulegum auðæfum landsins úr höndum ykkar. Auðæfi Íslands eru auðæfi Íslands en ekki auðæfi framtíðarfátæklinga Evrópusambandsins - hins komandi efnahagslega öryrkjabandalags Evrópu. Látið óhæfa fólkið og klapplið þess fara á hausinn - bæði í veraldlegum og andlegum skilningi

Let the Incompetent People Go Bankrupt - látið óhæfa fólkið fara á hausinn

Pappírsmenn missa völdin. Það hefur gerst áður. Tímarnir breytast 

Landbúnaður og hráefni eru stór hluti af framtíðarsýn Jim Rogers: fyrri hluti Jim Rogers 21. janúar 2009 seinni hluti Jim Rogers 21. janúar 2009 

Látið ekki auðæfi lögsögu Íslands verða elítunni að bráð. Nóg er komið. Þetta þarf að standa vörð um

Efirmáli lýðræðis á Íslandi?

Það er alltaf mjög stór spurning hvor leyfa eigi að lýðræðið sé kosið undan þjóðinni. Það verður nefnilega mjög erfitt að fá það til baka - ef ekki ógerningur. Þetta er ekki neitt venjulegt málefni þetta Evrópusambandsmál. Þetta yrði stærsta mál í sögu íslenska lýðveldisins

Þetta mál snýst um hvort íslenska þjóðin afsali sér fullveldinu og leggi niður lýðræðið eins og við þekkjum það. Lýðræðið er á undanhaldi í Evrópusambandinu. Þjóðir Evrópusambandsins eru hvað eftir annað látnar éta úrslit kosninga ofaní sig aftur. Kjósa aftur og aftur ef Samfylkingunni í ESB finnst ekki koma rétt út úr kosningunum. Ef eitthvað er, þá hefur ófriðarhættan aukist verulega í Evrópu með tilkomu Evrópusambandsins. Lýðræðisþjóðir fara nefnilega ekki í stríð við aðrar lýðræðisþjóðir. En það gera hinsvegar lönd og svæði þar sem lýðræði er á undanhaldi. Lýðræðið er einmitt á undanhaldi í Evrópusambandinu. Því hefur ófriðarhættan aukist í takt við aukin völd Evrópusambandsins. Þetta er staðreynd

Að vera smáþjóð í Evrópusambandinu krefst algerrar samvinnu. Ekki bara samvinnu, heldur ALGERRAR samvinnu. Þess vegna eru Írar þvingaðir aftur inn í kosningabúrið. Og þeim er eins gott að kjósa "rétt" í þetta skiptið því annars mun hin "algera samvinna" rúlla yfir þá

Við erum ekki að tala um venjuleg kosningamál hér. Hinum efnahagslega samruna Evrópusambandsins er lokið. Það sem er í gangi núna er hinn pólitíski samruni Evrópu. Þetta benti Uffe Ellemann Jensen ykkur meðal annarra svo réttilega á. Ekki einu sinni sambandsríki Kanada eru komið svona langt í sínu sameiningarferli eins og Evrópusambandið er náð núna

Því miður eru fjölmiðlar Íslands algerlega clueless. Það hættulega við þá er að þeir vita ekki að þeir vita ekki neitt. Og þið haldið ennþá að ESB snúist um efnahagsmál. Þetta er bæði sprenghlægilegt og grátlegt í senn

 

URGENT URGENT

SÍMSKEYTI HEFUR ÞEGAR BORIST AÐ HANDAN  

<><><><> 

A matter of urgency - niður með brækur (eru niðri) og upp með hendur. Mamma ég er búinn! Styrkleikur í innlimunarferli

Jóhanna Sigðurardóttir í Coulisse de Bruxelles

Iceland’s new leftish government has formally decided to start a process leading to full EU accession, a decision to be backed up a parliamentary vote next Friday, Coulisse de Bruxelles reports. This will be the second day of session of the new parliament – and a sign of the urgency the Icelandic government attaches to this issue. The government wants to make a formal request for EU accession by July. The latest polls suggest that over 60% of the population is in favour of accession negotiations, with 27% against (Iceland’s new government pushes EU accession)

<><><><> 

Fyrri færsla

Forsíða þessarar blogggsíðu


Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband