Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Gagnrýni á seðlabanka færist í aukana
Það er einungis gott að greiningadeildir banka hafi frelsi til að bera skoðanir sínar til markaðar því þær eiga rétt á sér a.m.k. til jafns við skoðanir annarra aðila. Varðveita þarf þennan möguleika greiningardeilda og ýta ætti undir sjálfsæða og gagnrýna hugsun þeirra því hún ætti að koma flestum til góða. Skoðanir greiningardeilda eiga að vera sjálfstæðar og því sem oftast óháðar stefnumörkun þeirra banka sem þær starfa í. En það má þó ekki láta hjá líða að koma með skoðanir á stefnumörkun þeirra banka sem þær starfa hjá. Í gær viðraði greiningardeild Glitnis vangaveltur sínar um stefnumörkun og starfsemi íslenskra fjölþjóðabanka (sem ég túlka svona: Alþjóðleg vaxtarstefna íslenskra stórbanka reyndist blindgata)
Þessi gagnrýni á stefnu Seðlabanka Íslands er sennilega að sumu leyti réttmæt og það er alveg öruggt að það verður hlustað á hana því einungis hin samfélagslega, hagsmunalega og landfræðilega nálægð við Seðlabanka Íslands mun tryggja það. Boðskapurinn þarf ekki að ferðast 4.000 kílómetra leið til Babelsturna í Frankfurt. Það verður því hlustað, þetta verður rætt og jafnvel tekið til greina
Gagnrýni á hina og þessa seðlabanka heimsins tekur nú til. Í fyrradag ásakaði Financial Times seðlabanka Danmerkur um að hafa komið af stað stórdansleik lánahátíðar hjá dönskum heimilum með því að hafa notað fasta bindingu dönsku krónunnar við evru sem svæfil mörg undanfarin ár og sem átyllu fyrir því að hafa ekki aðhafst neitt dönskum efnahag til framdráttar. Það er ekkert sem hindrar seðlabanka Danmerkur í að hafa stýrivexti hærri en á evrusvæði, nema ef vera skyldi sjálfur sáttmáli myntsvæðis Evrópusambandsins (EMU). Þessu smáatriði virðist Financial Times hafa gleymt. Ef danski seðlabankinn hefði hækkað stýrivexti dönsku krónunnar umfram stýrivexti evru að einverju verulegu ráði, þá hefði gengi dönsku krónunnar að öllum líkindum hækkað og þar með brotið ERM II fastgengis samkomulagið við EMU. Þá hefði seðlabanki Evrópu kanski þurft að grípa til aðgerða til að fella dönsku krónuna með handafli beinna aðgerða í markaði, þ.e. selja birgðir af krónum og þar með fjarstýra gengi dönsku krónunnar úr turninum í Frankfurt. Þetta hefði getað orðið athyglisverð aflraun tveggja seðlabanka
En afleiðingar stórdansleiks lánahátíðar seðlabanka Danmerkur hefur núna haft þau áhrif að dönsk heimili eru orðin ein skuldsettustu heimili allra landa. Þessi skuldsetning í húsnæðislánum er núna að skila sér í hruni fasteignaverðs og sem er búið að kosta okkur skattgreiðendur hér í Danmörku allt að 37 miljarða danskra króna með því að ríkið ákvað að yfirtaka hinn gjaldþrota Roskilde Bank í fyrradag. Ég er samt ekki viss um að þessir atburðir hafi borist mönnum til eyrna í Babelsturninum í Farnkfurt. Hvað heldur þú?
Tengt efni:
Mun ESB hefja herför gegn fjármálageiranum ?
Greiningardeild Kaupþings gagnrýnir Seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Alþjóðleg vaxtarstefna íslenskra stórbanka reyndist blindgata
Ég les þessa frétt svona: (sjá tengingu við frétt MBL neðst í þessum pistli)
Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis segir hér í raun að alþjóðleg vaxtarstefna (international expansion strategy) íslenskra stór-banka hafi verið vanhugsuð frá upphafi því hún hafi leitt bankana út í aðstöðu sem þeir núna eru ósáttir við, því núna sjái þeir ekki lengur framhald á þessari alþjóðlegu vaxtarstefnu nema að Íslenska Lýðveldið afsali sér sjálfstæði sínu og sem svo á að gera þeim kleift að halda fast í einmitt þessa upphaflegu vanhugsuðu vaxtarstefnu. Þeir óska samt eftir að geta áfram notið lágra skatta í Íslenska Lýðveldinu, vel menntaðs og atorkusams íslensks starfsfólks, og svo einnig áhugasamra fjármuna íslenskra hluthafa og fjárfestinga þeirra í íslenskum bönkum. Gangi þessi vanhugsaða vaxtarstefna ekki upp þá kjósa þeir að flytja aðalstöðvar sínar til efnahagssvæðis með hærri sköttum og stærri seðlabönkum
Mín skoðun
Sell sell sell - strax! Þetta er svo átakanlega vanhugsað að það ætti að birta þetta í einhverju tímariti um alþjóðlega stjórnun og stefnumörkun. Hlutafé var aflað til vaxtarstefnu alþjóðlegrar bankastarfsemi sem gat ekki gengið upp nema að heil þjóð fari úr fötunum og labbi allsnakin í duftið fyrir þessa nú svo erfiðu starfsemi. Er það eitthvað fleira sem bankarinr óska eftir að íslenska þjóðin geri?
Sé þetta ný og opinber stefnumörkun bankanna þá myndi ég sem hluthafi selja öll hlutabréf mín í þessum bönkum strax, því ég veit vel hvað það var sem gerði þá að því sem þeir eru í dag. En það var einmitt sá kostur að vera á Íslandi, nota íslenskt viðskiptaumhverfi, íslenska starfsmenn og íslenskt fjármagn. Þeir hefðu aldrei getað gert þetta frá grunni erlendis. Aldrei. Ég myndi aldrei kaupa hlut í þessum bönkum erlendis því samkeppnin verður blóðbað á einmitt næstu árum
Staðreyndin er sú að núna eru bankapappírar að verða lélegustu pappírar sem eru til sölu á flestum hlutabréfamörkuðum í hinum vestræna heimi. Fyrir aðeins 3 árum voru þetta taldir bestu pappírar þessara sömu hlutabréfamarkaða. En staðan núna er hinsvegar sú að arðsemi bankareksturs er horfin fyrir ALLA banka í þessum sama vestræna heimi því vaxtakostnaður á fjármögnunarfé til reksturs bankastarfsemi er orðinn of hár og afskriftir lána munu hrannast upp næstu mörg mörg ár. Það verður ekkert uppúr bankastarfsemi að hafa á næstu mögum árum, nema á Íslandi. Svo hví í ósköpunum ætti að kosta einum fimmeyring í þessa stefnu áfram? Alþjóðleg Retail Banking er skítastarfsemi á næstu árum - nema einmitt á Íslandi
Sell sell sell - því allt er ennþá við sama heygarðshornið - heimavinnan fór ekki fram því harðinn var svo mikill. Nema þetta sé premature 1st of April next year
Eftirmáli - save haven strategy
Það eru 400 sjálfstæðir bankar í Sviss. Margir þeirra eru mjög litlir, en þó mjög arðsamir. Aðeins örlítið brot af þeim vinnur utan landamæra landsins. Hér er viðskiptahugmyndin nefnilega: sendu peningana til okkar, við pössum fjármuni þína og þér er óhætt að treysta okkur. Við höfum engan áhuga á að þenja okkur utan veggja traustrar bankahvelfingar okkar. Þú veist hvað við stöndum fyrir og þú veist hvað þú færð 1) öryggi 2) meira öryggi 3) enn meira öryggi. Í alþjóðavæddum heimi þá verður sífellt stærri þörf á að til séu alþjóðlegar fjármálamiðstöðvar sem hægt er að treysta. Margir vinna og starfa í fleiru en einu landi og við verkefni í fleiru en einu landi. Þeir fá greidd laun frá mörgum löndum því þeir vinna verkefni í mörgum löndum og eru því oft búsettir í mörgum löndum. Dæmi: erfingjar, ráðgjafar, hugbúnaðarsmiðir og tölvufólk sem vinnur verkefni út um allan heim frá hinum ýmsu stöðum í heiminum. Það er því mikil þörf fyrir traust alþjóðleg bankasambönd í traustu umhverfi frelsis, lýðræðis, friðar og hófsams skattaumhverfis og þar sem einnig er hægt að skrásetja fyrirtæki sín og fá heimilisfestu fyrir þau. Þessi viðskiptahugmynd gengur sem sagt út á andstæðu útrásar, nefnilega að peningar geri innrás í lönd þar sem þeir geta verið óhultir fyrir áföllum einræðisherra, styrjalda, gengisfellinga og rányrkju OPEC-skatta-auðhringa-myndunar margra ríkja sem vilja fá allt fyrir ekki neitt og sem þverbrjóta allar reglur sómasamlegrar sanngirni. Innistæður þessara banka eru í flestum tilfellum EKKI í svissneskum frönkum, heldur í alþjóðamyntum og í verðmætum pappírum. Afleiðurnar fyrir bankana eru: vaxtamismunur, gjaldeyrisviðskipti, mikil hlutbréfaviðskipti og umsjá verð- og hlutabréfaviðskipta í stórum stíl á vegum önnumkafins fólks sem stafar út um allan heim.
Íslandsálagið staðreynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.8.2008 kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Þokulúðrasveit ESB aðildar
Í tilefni þeirrar umræðu sem spannst af fréttatilkynningu hagstofu ESB í gærdag á blogg Hjartar J. Guðmundssonar hér, vegna fréttar Morgunblaðsins um hina stórauknu öldrun þegna ESB og fækkunar ungs fólks á efnahagssvæði Evrópusambandsins, þá langar mig að undirstrika eftirfarandi:
Raunveruleikaflóttinn . . .
Það sem andmælendur þessara staðreynda oftast segja og skrifa er yfirleitt raunveruleikaflótti. ESB-sinnar gleyma að núverandi velmegun og velferð þeirra stendur á herðum forfeðra okkar sem bjuggu til þann stökkpall sem þeir standa sjálfir á núna og sem þeir einnig nota núna til að blása svartri þoku út um þokulúðra sína í þokulúðrasveit ESB-aðildar. Hér er meðtalin umræða þeirra um alla lífeyrissjóði, sem allir voru fylltir af forfeðrum okkar og sem munu ávaxtast á herðum barna okkar og sem lúðrasveitarmenn mun þiggja lífeyri sinn úr. Þokulúðrasveitarmenn ESB-inngöngu ætla kanski að selja skuldabréf lífeyrissjóða sinna til látinna kaupenda eða gamalmenna með kaupgetu lífeyrisþega og þá með veði í herbergi með einni hurð (líkkistunum sem bíða okkar allra) ? - eða - það á kanski að leita að komandi kaupendum og seljendum góðra skuldabréfa á mörkuðum annarra efnahagssvæða sem hafa marga unga þegna með mikla og sterka kaupgetu sem skapast hefur vegna góðs hagvaxtar? Þess hagvaxtar sem hefur ekki verið til staðar á efnahagssvæði ESB síðustu marga áratugi. En það sýnir sig einmitt að hagvöxtur ESB hefur minnkað og minnkað í takt með að völd ESB verða meiri og víðtækari í höndum Brussel-manna. Þróunin í átt að miðstýringu í ESB er svo mikil að hún er jafnvel farin að ofbjóða þegnum fyrrverandi kommúnistaríkja í Austur-Evrópu (júní 2004: ræða Petr Mach ráðgjafa Vaclav Klaus forseta Tékklands á European Voice conference).
. . og stjórnarskráin
Nýja stjórnarskrá ESB mun þýða að samhæfing skatta VERÐUR framkvæmd. Það verður byrjað á óbeinum sköttum í fyrstu, svo verða beinir skattar teknir fyrir og skattasamkeppni eytt (júlí 2008: Petr Mach - How to read the Lisabon Treaty). Einungs svona er hægt að fá drauminn um hinn innri fjármála- og þjónustumarkað til að verða að starfhæfum möguleika. Nema að ESB vilji afnema fjármagnstekjuskatta og fyrirtækjaskatta alveg, en það er víst engin hætta á því vegna þess að ESB er jú afar illa statt þegar framtíðarhorfur þess eru skoðaðar undir smásjánni. Ef engir skattar væru á þessum tekjum þá gætu peningarnir og fyrirtækin staðsett sig að vild og eftir aðstæðum. En þetta er alls ekki á dagskrá hjá ESB því skattar í ESB eru komnir upp í 40% af þjóðarframleiðslu svæðisins og stærð hins opinbera í ESB er víða yfir 50% af landsframleiðslu. Þess vegna vill ESB eyða skattasamkeppni á milli ríkja svo að hinir risastóru velferðarkassar embættismanna geti haldið áfram að mjólka skattgreiðendur. En embættismennirnir vilja þó helst ekki greiða þessa skatta sjálfir og eru því á skattfrjálsum launum hjá skattgreiðendum í ESB. Það eru núna 170.000 embættismenn sem vinna fyrir báknið í Brussel. En aðalsmerki þessara embættismanna er massíft langtímaatvinnuleysi og getuleysi í ESB áratugum saman.
Nýja stjórnarskráin mun einnig bjóða uppá að einfaldar og jafnvel nafnlausar meirihlutaákvarðanir VERÐA innleiddar (júlí 2008: Petr Mach). Reynslan sýnir að allsstaðar þar sem kjósendum er gefinn kostur á að kjósa sig til auðæfa annarra þá munu þeir einmitt gera það við hvert einasta tækifæri sem býðst. Svo þokulúðrasveitarmenn ESB-aðildar ættu ekki ganga um með fullvissuna í farartösku sinni sem sjálfsagðan hlut. Eins og Hjörtur J. Guðmundsson bendir á þá er ESB allt annað í dag en það var í gær. Það er ekkert sem getur stoppað ESB nema þegnarnir, en þeir hafa einmitt hér afskaplega lítið um öll málefni ESB að segja.
Eurosclerosis
Eina leiðin er að halda sig í sóttkví frá hinu óumflýjanlega samgjaldþroti velferðar sem munu veðra örlög ESB í framtíðinni. Þetta er best gert með því að beina athygli, orku og athafnasemi sinni að mörkuðum og efnahagssvæðum sem eru EKKI haldin þessari sjálfseyðingarhvöt sem núna ræður ríkjum í stærsta hluta ESB. Þetta er sjúkdómur sem nefnist: Eurosclerosis (júní 2004: Petr Mach)
Við uppskerum eins og við sáum
Þetta er ofureinfalt. Velferð, velmegun og lífsgæði allra munu alltaf að stórum hluta hvíla á börnum okkar. Kynslóð eftir kynslóð. Við höfum það gott í dag vegna þess að forfeður okkar nenntu að eignast börn. Börnin okkar eru velmegun og velferð framtíðarinnar. Velferð og velmegun okkar er ekki neitt sem kemur sjálfkrafa einungis vegna þess að við borgum skatta eða greiðum í lífeyrissjóði. Hún mun alltaf hvíla á vilja okkar til að gefa samfélaginu til baka það sem við þáðum af því, þ.e. nýja velmegunarskapandi einstaklinga. Öll framtíð okkar hvílir á þeirri verðmætasköpun sem mun eiga sér stað í framtíðinni. Það er alveg sama hvort velferðin er skömmtuð af ríkinu eða af þér sjálfum. Hún mun alltaf hvíla á börnunum. Ef við eignumst engin börn þá verður engin framtíð. Og ef við búum ekki í haginn fyrir barnafjölskyldur með því að sjá til þess að það sé ALLTAF full atvinna fyrir alla þá munum við stoppa framtíðarmöguleika allra. Þetta eru 2 plús 2 samfélagsins. Við uppskerum eins og við sáum.
Hvað halda menn að verði á kosningastefnu allra flokka í ríkjum þar sem 50% kjósenda eru sextugir og eldri ?? Fleiri ný atvinnutækifæri ? Betri lífskjör fyrir barnafjölskyldur ? Reyndu að geta þér til um hvað kosið verður um! Ekki stinga hausnum í sandinn. Gamlar staðreyndir gilda einnig í dag.
Eurostat: Ageing characterises the demographic perspectives of the European societies - Issue number 72/2008
Cesifo-group.de Population Aging
Cesifo-group.de Europes Demographic Deficit
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Ný-dönsk skattahækkun RoskildeBankFestival á Óla og Píu stöðugleikum ESB 2008
Jæja. Þá kom þriðja hendin og fór ofaní vasa okkar hér í himnaríki fjármála í Evrópusambandinu. Venjulega tala ég um þriðju höndina með mikilli virðingu því hún tilheyrði þessu stórmenni sem bæði var flóttamaður og snillingur
En þriðja höndin - í þessu samhengi dagsins - er þó nátengd þriðja auganu sem við höfum fjallað um áður, hér. Þetta er sem sagt peningamálefni hins dauða Roskilde Bank sem fór á hausinn beint ofaní vasa okkar danskra skattgreiðenda í dag. Alveg á bólakaf ofaní þessa hálftómu vasa skattgreiðenda hér í þessu hálfsjálfstæða "héraði" Evrópusambandsins, Danmörku
En af hverju var Roskilde Bank sendur beint ofaní vasa okkar skattgreiðenda? Þetta er einungis smábanki og sem hefði átt að fá að fara á hausinn. Viðskiptaráðherra Danmerkur hefur nú beðið fjármálanefnd danska þingsins um að samþykkja ríkisábyrgð sem nemur 200 miljörðum íslenskra króna til þess að standa undir skuldbindungum bankans. En í versta falli er gert ráð fyrir að tapið fyrir ríkið geti orðið samtals 600 miljarðar íslenskra króna. 33.000 hluthafar í Roskilde Bank hafa hér tapað öllu hlutafé sínu sem svararði til andvirðis 60 miljarða íslenskra króna. Samtals er gert ráð fyrir að gjaldþrotið geti kostað hvert lifandi mannsbarn í Danmörku allt að andvirði 115.000 íslenskra króna. Menn geta sér svo til um hvaða bankar muni rúlla næst hér í Danmörku. Svona til gamans og í tilefni dagsins, eigum við ekki að reyna að geta okkur til um ástæðunnar fyrir því að skattgreiðendur fá að borga þennan brúsa?
- Jú, við búum við beintengingu gömlu dönsku krónunnar við evru. Danska krónan hefur því ekkert gengi lengur gagnvart 50% af útflutningsmörkuðum Danmerkur
- Það er ekki auðvelt að viðhalda þessari beintengingu við evru því hún krefst mikils aðhalds í efnahagsmálum. Það er ekki hægt að gera neitt sem hugsanlega mun hafa neikvæð áhrif á gengi dönsku krónunnar því þá þarf útibú seðlabanka evru, sem er seðlabanki Danmerkur, Nationalbanken, að stíga á stýrivaxta-bensíngjöfina um leið og ríkisstjórn Danmerkur þarf að stíga bremsurnar í botn og setja upp gaddavíra í hagkerfinu
- Það er því ekki ráðlegt að auka hættu á vantrausti á gengi dönsku krónunnar gagnvart evru því þá fer gjaldeyrismarkaðurinn í ofnæmiskast og kallar strax á stærri skammt af ofnæmislyfjum í formi hærri áhættuþóknunar. En bíddu nú hægur, áhættuþóknun fyrir hvað? Jú, áhættuþóknun á skuldabréfum húsnæðislánastofnana sem eru seld til fjárfesta, og sem margir hverjir eru útlenskir. Þeir munu krefjast hærri áhættuþóknunar í formi hærri vaxta eða stærri affalla og jafnvel í formi hærri stýrivaxta
- En bíddu nú aftur hægur Gunnar! Þú ert jú búinn að segja að þessi beintenging við evru tryggi rosalegan stöðugleika. Nein Gunther, það sagði ég ekki, alls ekki! Það voru aðrir sem sögðu það. En ef Roskilde Bank hefði veið látinn fara á hausinn, hvað hefði svo sem skeð við það? Þetta er einungis smábakarí. Jú, fjárfestar skuldabréfa hefðu farið að bora ofaní danskan efnahag og orðið smá-hræddir, og beðið um meri og betri tryggingar, eða hærri áhættuþóknun, þ.e. betri ofnæmislyf
- Sem sagt, vextir á húsnæðislánum allra hefðu hækkað því annars hefði gengi skuldabréfa lækkað of mikið því "traust" fjárfesta væri orðið minna því þeir myndu álíta að fjármálastofnunum yrði ekki bjargað í erfiðleikum og þar með að fjárfestingar þeirra í dönskum múrsteinum væru orðnar einni tönninni lélegri. Stór hluti af þeim kröfum sem hvíla á Roskilde Bank eru lán frá öðrum dönskum bönkum og fjármálastofnunum (lán á millibanka-markaði) svo það hefði komið töluverð keðjuverkun út í allt bankakerfið. Þetta var því eina leiðin, því varla fæst áhættuþóknunin heim í formi hærri stýrivaxta. Svo þetta er stöðugleikinn. Stöðugur stöðugleiki. Verðtrygging skatta. Verðtrygging ríkisútgjalda og verðtrygging stöðnunar. Efnahagslíkan sem engin áföll þolir
Takk fyrir kaffið kæru lesendur. Að lokum: ég þori ekki að spá í hvað mun ske þegar stórir og voldugir bankar munu fara á hausinn á Spáni, í Þýskalandi eða á Ítalíu á næstunni. Mun þá seðlabanki evru (ECB) senda peningana í pósti eða þarf evrusvæðið af biðja Alþjóðabankann um þróunaraðstoð - eða á kanski að stækka skattaeinokunarsvæði Evrópusambandsins og innheimta peningana hér og þar hjá Petr og Pronto?
Tengt efni:
Um skattaeinokunar-auðhringa - OPEC-draumur embættis- og stjórnmálamanna í Evrópusambandinu.
Verkið eftir Pólverjann Frédéric Chopin sem Vladimir Horowitz flutti fyrir okkur þarna fyrir ofan heitir Polonaise og var það síðasta sem pólska ríkisútvarpið í Varsjá náði að senda út á öldur ljósvakans áður slökkt var á senditækjum þess er sameining Evrópu með vopnavaldi hófst árið 1939. Þar með hófst stóra þögnin. Það var gott að Horowitz hafði einhvern stað til að flýja til. Það var gott að heimurinn var ekki orðinn eitt sameinað svæði eins brjálæðings þar sem hvergi er hægt að flýja. Annars hefði Horowitz kanski þurft að eyða þess sem eftir var æfinnar sem kamarhreinsari í Síberíu. Hér er yndislegt að sjá Horowitz gera heiminn ríkann og bjóta niður múra endimarka möguleikanna
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Er aðalhvati alþjóðaviðskipta hinn lægri flutningskostnaður og tækniframfarir? Nei, aldeilis ekki!
Sælir kæru lesendur. Það er búið að berja því inn í hausinn á flestum að aukin alþjóðaviðskipti séu háð fallandi flutningskostnaði og tilkomu nýrrar tækni. Við eigum að halda að aðalhvati alþjóðaviðskipta sé háður þróun eins og:
- frá seglskipum til gufuskipa => sigla hraðar
- frá gufuskipum til gámaskipa => sigla hraðar og meiri hagkvæmni
- lækkandi orkuverð => lækkandi flutningskostnaður
- stöðugra gegni t.d. myntbandalög => svokallaður stöðugleiki myntar
En nei, þessu vísar ný rannsókn að miklu leyti á bug hér: Globalisation and trade costs: 1870 to the present
Fyrsta stóra uppsveifla alþjóðlegra viðskipta átti sér stað á milli 1870 og 1913. Þá stórjukust alþjóðleg viðskipti. Svo stoppaði þróunin með tilkomu fyrri heimsstyrjaldarinnar og stóru hrun-kreppunnar sem kom í kjölfarið þ.e. 1929 kreppan. Það er ekki fyrr en um miðjan áratug 1990 að við sjáum sambærilega aukningu í alþjóðaviðskiptum.
En hvað er það sem knýr aukin alþjóðaviðskipti? Þessi rannsókn segir að það séu ekki tækniframfarir, ekki lækkandi olíuverð og ekki fast gegni, nema að takmörkuðu leyti. Hvað er það þá ? Jú, það er aukið ríkidæmi þegnana og meira frelsi. Meira frelsi þýðir alltaf aukið ríkidæmi, og meira frelsi þýðir einnig minni verndun í formi færri tolla, færri innflutningshafta og minni skriffinnsku. Þetta knýr semsagt aukningu í alþjóðaviðskiptum. Viljir þú minnka alþjóðaviðskipti þá skaltu byrja á því að minnka frelsi, fátæktin mun svo koma alveg sjálfkrafa í kjölfarið. Þetta er auðvelt. Maður stækkar bara hluta ríksins af þjóðarkökunni
En hvernig verður maður ríkur? Með því að eiga hlutabréf í ríkisreknum Landsbanka? eða hlutabréf í bæjarútgerðinni? í grænmetisverslun ríkisins ? í útvarpsviðtækjaverslun ríksins sementsverksmiðju ríksins ? Á ég að halda áfram ? Nei Gunnar, ekki gera það!
Verður Ísland ríkt á því að ganga í Evrópusambandið ? Nei það verður Ísland ekki. Evrópusambandið er nefnilega ekki á leiðinni að verða ríkt. Það er á leiðinni að veðra fátækara vegna þess að það er rekið af áætlunargerðarmönnum sem lama frelsi og sjálfsábyrgð. Stærð hins opibera geira í Evrópusambandinu er orðinn allt allt of stór og skattar í ESB eru því komnir í 40% hlutfall af þjóðarframleiðslu ESB. Það var enginn sem hafði planlagt iðnbyltinguna og heldur enginn sem hafði planlagt dot.com byltinguna. Hvorugt var verk áætlunargerðarmanna og hvorugt átti sér stað í Brussel.
Ríkið ætti að senda ljósgeisla vonar og væntinga til þegnana, núna!
Hvað er þá til ráða í þessu alþjóðlega hræðslukasti sem ríkir núna? Jú það fyrsta sem menn þurfa að gleyma er hræðslan. Ekki leggjast á kné og biðja ríkið um að redda málunum því það mun einungis gera flest enn verra og einungis þýða fleiri áætlanir og þær eru oftast slæmar og senda peningana á viltausa staði þar sem þeir vinna illa. Það sem þarf að gera núna er að senda ljós vonar og væntinga til vöðva þegnana. Von um að ríkið fari í felur og að það láti fara ennþá minna fyrir sér en það gerir í dag. Ríkið sendi þannig út tilkynningu til þegnana um að vegna þess hve þegnarnir séu svo miklu duglegri að vinna úr þeim auðæfum sem eru til umráða að þá hafi ríkið ákveðið að draga sig enn frekar í hlé og láta virka vöðva þegnana um að annast enn stærri hluta þjóðarkökunnar en áður. Að ríkið ætli því að stórlækka skatta því þeir peningar séu alltaf miklu betur komnir í höndum þegnana heldur en á nafnlausum höndum ríkisins. Ríki og sveitarfélög ættu að senda þessa fréttatilkynningu út núna, og láta skattalækkunina koma til framkvæmda á miðju næsta ári. Svona er hægt að minnka hræðslu með því að senda út hvetjandi taugaskilaboð vonar og væntinga til vöðva þegnana. Þetta setur í gang undirbúningsþjálfun vöðvaafls þegnana og minkar offitulömun ríkisins sem því miður er orðin allt of mikil
Tengt efni:
Rit Seðlabanka Íslands: Saga gjaldmiðils á Íslandi
Viðskiptaráð Íslands: Útþensla hins opinbera: orsakir, afleiðingar og úrbætur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Raunverð húsnæðis í Þýskalandi frá aldamótum
Sælir kæru lesendur. Ég sat í sófanum og var að "hugga mig" við að glugga í seinustu útgáfu rits Seðlabanka Íslands Peningamál nr. 10 (e. Monetary Bulletin Vol. 10 no. 2 July 2008). Þetta rit er vel unnið og maður laðast sjálfkrafa að því vegna þess hve vel það er uppsett og útlit fallegt. Í þessu riti rakst ég á þessa mynd.
Myndin sýnir raunverðbreytingar á húsnæði í nokkrum löndum heimsins frá aldamótum. Margir þættir þessarar myndar eru mönnum vel kunnir. En ég efast þó um að margir hafi veitt því eftirtekt að þau pensladrög sem lýsa hinum þýska og japanska þætti myndarinnar eru öll strokin niður á við í myndinni. Niðuráviðisminn virðist hafa náð tökum á þeim sem máluðu bæði þýska og japanska hluta myndarinnar. Hvernig getur þetta verið? Hvernig getur verið að tvö af stærstu hagkerfum heimsins hafa skorið 20% og 25% ofan af raunvirði húsbygginga sinna? Þýskir húseigendur hafa hér tapað 20% á því að hafa keypt sér húsnæði í heimalandi sínu Þýskalandi, á aðeins 8 árum. Mér finnst þetta merkilegt. Hafið þið skýringu á þessu kæru lesendur? Sjálfur hef ég drög að útskýringu. Hún er sú að Þjóðverjar eru svo að segja hættir að eignast börn og meðalaldur Þjóðverja er orðinn það hár að við kosningarar á næsta ári þá mun helmingur allra kjósenda í Þýskalandi vera orðnir sextugir, eða um sextugt. Ég geri ráð fyrir að myndin sé svipuð í Japan.
Er þá einhver von um að eitthvað annað í Þýskalandi muni ganga betur en mínus tuttugu prósent á næstu átta árum? Eða jafnvel á næstu tuttugu árum? Allir sem eru orðnir fimmtugir vita að draumarnir breytast með aldrinum. Draumurinn um fína stóra húsið, stóra Jagúarinn og þar fram eftir götum er þá byrjaður að fölna að minnsta kosti um eina eða tvær tennur. Munu Þjóðverjar draga gluggatjöldin alveg fyrir á næstu 8 eða 20 árum? Hvað heldur þú? Þeir drógust allavega saman um 0,5% í hagvaxtarlagi í dag, og ekki var það vegna skyndilegs samdráttar á húsnæðismarkaði þeirra, hann er jú steindauður fyrir.
Tengt efni:
» Gleðifréttir úr gamla heiminum í ESB
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.8.2008 kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Hagvöxtur evrusvæðis 140% lélegri en í Bandaríkjunum
Hagvöxtur annars ársfjórðungs þessa árs á evrusvæði Evrópusambandsins reyndist vera 140% verri en í bandaríska hagkerfinu. Í heild var hagvöxtur Evrópusambandsins 120% lélegri en í hagkerfi Bandaríkjanna. Samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu Evrópusambandsins þá dróst hagvöxtur saman um 0,2% á evrusvæði á meðan hagvöxtur jókst um 0,5% í Bandaríkjunum
Aðeins Japan með lélegri hagvöxt
Þrátt fyrir að hagkerfi Bandaríkjanna hafi orðið fyrir miklu meiri hækkunum olíuverðs en hagkerfi Evrópusambandsins, mörgum sinnum meiri áföllum á húsnæðismörkuðum og mörgum sinnum meiri afskriftum í fjármálageiranum, að já, þá sýna nýjustu tölur frá hagstofu Evrópusambandsins að efnahagur evrusvæðis og heildarefnahagur Evrópusambandsins er núna sá nærst versti í heimi þegar talað er um hin stærri hagkerfi í heild. Aðeins Japan hefur lélegri hagvöxt. Augljóst er að hagkerfi Evrópusambandsins stefnir fyrir harðbyr inn í kreppu. Flestum ber saman um að húsnæðisverð margra landa Evrópusambandsins eigi eftir að falla mikið, og að fallið sé í raun varla hafið. Einnig benda greinendur á að afskriftir fjármálageirans í Evrópusambandinu muni reynast meiri en í bandaríska fjármálageiranum, þegar upp verði staðið.
Evran fellur
Gjaldmiðill Evrópusambandsins, evra, hefur fallið um það bil 7% gagnvart dollar á innan við mánuði. Búist er við áframhaldandi falli evru gagnvart dollar.
Hagvöxtur miðað við síðasta ársfj. | 1. ársfj. 2008 | 2. ársfj. 2008 |
Hin 15 evru-lönd | 0,7 | -0,2 |
Evrópusambandið í heild | 0,7 | -0,1 |
Þýskaland | 1,3 | -0,5 |
Frakkland | 0,4 | -0,3 |
Svíþjóð | 0,1 | 0,0 |
Ítalía | 0,5 | -0,3 |
Bretland | 0,3 | 0,2 |
Spánn | 0,3 | 0,1 |
Grikkland | 1,1 | 0,6 |
Holland | 0,4 | 0,0 |
Danmörk (tölur fyrir 4. fj. 2007 og 1. fj. 2008) | -0,2 | -0,6 |
Bandaríkin | 0,2 | 0,5 |
Japan | 0,8 | -0,6 |
Fréttatilkynning frá Eurostat:
Euro area GDP down by 0.2% and EU27 down by 0.1%
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 12. ágúst 2008
Endurkoma Sovétríkjanna
Rússland stendur núna í stórræðum í bakgarði okkar hér Evrópusambandinu. Þeir hafa sent 350 brynvarin herfarartæki, flugherinn og stórskotalið ásamt 9000 fallhlífarhermönnum inn í hið litla sjálfstæða ríki Georgíu. Eftir að hafa deilt út gratís rússneskum ríkisborgararétti til flestra borgara í georgíska héraðinu Suður-Ossetíu og innleitt rússneskar rúblur sem mynt þeirra, þá krefjast handlangarar aðalritara Rússlands, Vlamdimir Putins, að þeir fái að setja lýðræðislega kjörinn forseta Georgíu, Mikheil Saakashvili, á dyrnar sem forseta landsins.
Evrópusambandið hefur ekkert minnst á að handlangarar Pútins virðast hafa gleymt að hringja í Sameinuðu Þjóðirnar fyrst. En þess hafa fyrirsætur Evrópusambandsins áður krafist af stórveldum. Franskir ostar hafa þó haldið til Moskvu, og munu fá að mygla og þroskast þar undir góðu yfirlæri.
Evrópusambandið sendir peninga
Evrópusambandið hefur ákveðið að senda eina-og-hálfa milljón evrur til nauðlíðandi fornarlamba Rússnesku innrásarinnar í Georgíu (já 1,5 milljón evrur sem er stór upphæð)
Lettar, Litháar Moldavíubúar og íbúar Úkraínu eiga ekki von á góðu þegar áframhaldandi endurreisn stærstu hrollvekju heimsins mun halda áfram með endurkomu morðræðis Sovétríkjanna. En talið er að Sovétríkin hafi myrt 40-70 milljónir af sínum eigin þegnum á aðeins 65 árum.
Rússar þakka Evrópusambandinu fyrir stuðninginn
Næst þegar handlangarar Pútins ráðast inní ríki þar sem afkomendur fólksflutningastefnu Stalíns búa, þá munu handlangarar Pútins alltaf muna, og það með þakklæti, að Evrópusambandið mun aldrei gera neitt. Enda geta þeir ekki gert neitt og hafa aldrei getað gert neitt annað en bryddað blýanta sína á ný og haldið áfram að horfa í gaupnir sér. En það er svosem nóg, því þeir njóta stuðnings 80-90% af pressu Vestur-Evrópu sem er stýrt af kommum og hálfkommum og hefur alltaf verið stýrt af þeim síðan roðinn í austri brá ljóma og sýnum yfir hrjáð hjörtu þeirra
Sagan endurtekur sig
Núna er sjötíuára afmæli innlimunar Adolf Hitlers á Sudeter-Þjóðverjum í Tékkóslóvakíu inn í Nazi-Þýskland árið 1939. En Adolf Hilter var litli sósíalista-bróðir hans Jósef Stalíns. Af hagkvæmnisástæðum lét Hitler sér nægja að þjóðnýta aðeins þegnana, á meðan stóri sósíalista-bróðir hans, Stalín, þjóðnýtti bæði þegnana og atvinnutækin. Þetta voru tvö stórmenni sósíalisma Evrópu. Núna eru hinsvegar fræin hans Stalín ennþá að bera ávöxt á meðan ávöxtur fræja Hitlers sitja aðeins sem jarðvergur fyrir eitt allsherjar samviskubit í aðalráði Evrópusambandsins, og sem skaffar Þjóverjum vissa fjarvistarsönnun fyrir fortíð sinni. En framtíðin er öll Pútins - með hjálp fræja Stalíns
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Föstudagur, 8. ágúst 2008
Evra og ESB-lönd sækja um inngöngu í kreppu. Evra fellur
- Alþjóðlegi fjárfestingabankinn Morgan Stanely sendir út alvarlega aðvörun um heilsufar Spánskra banka. Aðvörunin segir að hættan sem steðji að Spænskum bönkum sé jafn alvarleg og sú kreppa sem kom upp í gjaldeyrissamstarfi ESB á árunum 1991-1993 þegar breska pundið, ítalska líran, finnska markið, norska og sænska krónan voru þvinguð til að gefa upp á bátinn bindingu við hina svokölluðu ERM-mynt-slöngu Evrópusambandins. En ERM þýðir í stuttu máli fastgengi gagnvart einum gjaldmiðli og sem þá hét ECU og sem var fyrirrennari EURO. Það er fyrst og fremst húsnæðismarkaður Spánar sem er að búa til nýja evrópska yfirmálslána-kreppu (prime loans)
- Evra fellur núna eins og stór steinn gangvart bandaríska dalnum, eða sem svarar mesta falli á einum degi síðustu fimm ár (uppfært: 7 ár núna kl 16:09 DK tíma) (Uppfært aftur kl 16:34: nú 8 ár). Spá Jyske Bank um 15% fall evru gagnvart dollar fram að áramótum virðist vera byrjuð að ganga upp. Menn eru ósammála um hvort fallið haldi áfram án afláts, eða hvort það muni hægja á sér og koma í rykkjum.
- Greiningafyrirtækið Standard & Poor's sendir út aðvörun um að húsnæðisverð í mörgum löndum ESB muni falla mikið á næstunni. Standard & Poor's segir að fasteignamarkaðirnir í Danmörku, Svíþjóð, Írlandi, Bretlandi, Spáni, og Frakklandi muni fara inn í frjálst fall sem muni líkjast fallinu á árunum frá 1988 til 2000, og að það gæti jafnvel orðið enn verra. En þá lækkaði húsnæði um allt að 40% í sumum löndum. Fleiri greinendur halda einnig fram að hin svokölluðu nýmarkaðslönd (emerging markets) muni ekki sleppa við svipuð vandræði á húsnæðismörkuðum sínum
- Evru-land stefnir nú harðbyri inn í kreppu segja hagfræðingar. Stóra spurningin sem beðið er eftir svörum við eru hagvaxtartölurnar frá Þýskalandi, en Þýskaland er um einn þriðji af heildarstærð evru-hagkerfis. Lönd eins og Danmörk, Portúgal eru nú þegar í kreppu, og í dag bættist Ítalía í hóp þeirra evru-landa sem eru að falla inn í kreppu.
Almennt þá er stemmingin á gjaldeyrismörkuðum lífleg. Ástralski dalurinn hefur fallið meira en 7% gagnvart stórabróður sínum á síðustu þrem vikum. Helstu hreyfingar dagsins eru þessar:
*AUD/USD .8884 -2.17 %
*NZD/USD .7007 -2.04 %
*EUR/JPY 165.33 -1.79 %
*AUD/JPY 97.75 -1.60 %
*GBP/USD 1.9168 -1.49 %
*CHF/JPY 101.78 -1.45 %
*CAD/JPY 102.99 -1.22 %
*GBP/JPY 210.89 -.930 %
Þýskaland er þekkt fyrir að þola enga verðbólgu. Svo það er með angist að seðlabankastjóri ECB fylgist með verðbólgutölum frá Þýskalandi. En þar er innbyggt í launasamninga að það verði að bæta upp laun til starfsmanna hækki verðlag. Svoleiðis fengu starfsmenn Lufthansa 5% kauphækkun í þessari viku og um daginn hækkaði Angela Merkel bætur til bótaþega í Þýsklandi. Á Spáni gerist þetta alveg sjálfkrafa. Þar er nefnilega sjálfvirkni í greiðslum úr kassa ríkisins, miðað við verðlag. Nánast verðtryggðar skattahækkanir.
Morgan Stanley issues alert on Spanish banks
Eurolandene på vej mod recession
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Mesti fjöldi gjaldþrota í Danmörku síðustu 14 árin
Gjaldþrot fyrirtækja í Danmörku hafa aukist um 80% á aðeins einu ári. Núna í byrjunarferli þeirrar kreppu sem er að hefjast í mörgum löndum ESB, og sem mun ráða ríkjum í mörgum hagkerfum ESB næstu 7-10 árin, að þá er það byggingabransinn sem því miður ríður á vaðið með stórauknum fjölda gjaldþrota hér í Danmörku, og þá miðað við tölur frá sama tíma á síðasta ári. Þar er hækkunin mest. Þar á eftir koma svo þjónustugreinar eins og menning, skemmtanir og íþróttir. En allir vita að gjaldþrotin munu grípa um sig og ná til flestra tegunda fyrirtækja með tímanum, nema náttúrlega til hins skattafjármagnaða ríkisreksturs. En stærð hins opinbera geira nemur nú tæplega 60% af öllum þeim þjóðartekjum sem Danir afla. Skattafjármögnuð ríkisfyrirtæki þurfa því ekki að hafa áhyggjur af gjaldþrotum og geta haldið áfram að eyða peningum Dana í vitleysu, innheimta skatta, og krefjast að einkafyrirtæki verði gerð gjaldþrota og þá meðal annars vegna þeirra vanskila sem yfirvöld komu fyrirtækjunum í. Á síðustu 12 mánuðum hafa 2795 fyrirtæki orðið gjaldþrota í Danmörku. Menn áætla að það verði 2978 fyrirtæki gjaldþrota á árinu 2008
Nauðungaruppboð hefjast
Þessar tegundir harmleiks hafa því miður einnig tekið við sér. Um helmingur Dana býr í eigin húsnæði og helmingur býr í leiguhúnsæði. Nauðungaruppboðum fjölgaði um 74% á milli síðustu tveggja mánaða. Fjöldi fasteigna sem fóru á nauðungaruppboð í júlí var 271 eignir.
Þegar ég keypti fyrsta húsnæði mitt hérna árið 1992 þá var fjöldi nauðungaruppboða um það bil 1500 á hverjum mánuði ársins. En það var einmitt um þær mundir sem þýski seðlabankinn þvingaði Danmörku til að halda stýrivöxtum sínum allt of háum, 7 til 10 prósent, þó svo að verðbólga væri ekki vandamál í Danmörku. Þá var verðbólga í Danmörku næstum 0,0% en yfir 4% í Þýskalandi.
Højeste antal konkurser i 14 år
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 102
- Sl. sólarhring: 182
- Sl. viku: 321
- Frá upphafi: 1390951
Annað
- Innlit í dag: 79
- Innlit sl. viku: 205
- Gestir í dag: 76
- IP-tölur í dag: 74
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008