Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Taprekstur lýðræðis í æðstu stofnun ESB

Síðustu kosningar til Evrópuþingsins voru haldnar í júní árið 2004. Taflan hérna fyrir neðan sýnir hvernig þær kosningar gengu fyrir sig. Eins og sjá má þá heyrir það til nokkurra undantekninga að kosningaþátttaka sé mikil. Aðeins 17% kjósenda í þessum kosningum í Slóvakíu urðu fyrir áhuga á þessum kosningum. En hér kalla ég það mikinn kosningaáhuga ef meira en 60% kjósenda taka þátt í kosningunum. Ekki var hægt að fá allar tölur um þessar kosningar á heimsíðu kosninga hjá Evrópuþinginu því ákafinn var sennilega svo mikill hjá forráðamönnum vefsíðunnar að hún var ekki uppfærð með tölum frá fjórum af aðildarlöndunum þegar þeim varð ljóst að það var stór lýðræðislegur taprekstur á kosningunum. Svo ég varð að grafa þær tölur upp eftir öðrum leiðum t.d. frá BBC.

Kosningar til Evrópuþingsins í ESB 2004  

Land
Dags.
Fj. kjósenda
Kosninga-
þátttaka %
Atkvæði
Sæti á þingi
Belgía13.06.20047.552.24090,86.857.98624
Lúxemburg13.06.2004343.80090,0309.4206
Malta12.06.2004304.28382,4250.6915
Ítalía13.06.200449.309.06473,136.044.92678
Kýpur13.06.2004483.31171,2350.3876
Grikkland13.06.20049.909.95563,46.283.52524
Írland11.06.20042.836.59659,71.693.44813
Litháen13.06.20042.654.31148,41.284.05013
Danmörk13.06.20044.012.66347,91.921.54114
Spánn13.06.200434.706.04445,115.666.50754
Þýskaland13.06.200461.682.39443,026.523.10499
Frakkland13.06.200441.518.58242,817.752.58278
Austurríki13.06.20046.049.12942,42.566.63918
Lettland12.06.20041.397.73641,3577.8799
Finnland13.06.20044.227.98739,41.666.93214
Holland10.06.200412.168.87839,34.777.12127
Bretland10.06.200444.118.45338,917.162.07878
Portúgal13.06.20048.821.45638,63.404.78224
Ungverjaland13.06.20048.046.24738,53.097.65724
Svíþjóð13.06.20046.827.87037,82.584.46419
Tékkland12.06.20048.283.48528,32.346.01024
Slóvenía13.06.20041.628.91828,3461.8797
Eistland13.06.2004873.80926,8234.4856
Pólland13.06.200429.986.10920,96.258.55054
Slóvakía13.06.20044.210.46317,0714.50814
      
Samtals 351.953.78345,7%160.791.151732

 

Árangur kosninganna var því þátttaka 45,7% kjósenda. Það voru því tæplega 161 milljón af 351 milljónum kjósenda sem tóku þátt í kosningunum. Eins og þið getið séð þá er mestur áhugi fyrir kosningunum í Belgíu og Lúxemburg. Í síðustu þjóðarþingkosningum til þings stór-furstadæmisins Lúxemburg voru það 217 þúsund manns sem áttu rétt á að kjósa og það kusu einnig 199 þúsund af þessum 217 þúsund manns. En svo þegar þeir kjósa í þingkosningum Evrópuþingsins þá getur Lúxemburg allt í einu hóstað upp 344 þúsundir af skráðum kjósendum og þeir kjósa næstum allir, eða 309 þúsund manns. Í töflunni má einnig lesa að Slóvakar gleymdu að þeir væru með í ESB. Þessvegna kusu aðeins 17% Slóvaka. En þeir fá samt öll 14 þingsætin sem nánast enginn kaus þingmennina í. Hvað munu þessir 14 þingmenn Slóvaka ná að gera af sér í þinginu? Svo er hin spurningin - af hveru hafa Belgar, Lúxemborgarar, Ítalir og Grikkir svona miklu meiri áhuga á þingkosningum til Evrópuþingsins en öll hin löndin hafa? Við vitum jú að Luxemburg og Belgía færu bæði á hausinn ef það væri ekkert ESB til. En Ítalir og Grikkir ? Hmm, ég segi ekkert meira hér. 

Hvernig get ég þröngvað vilja mínum uppá alla ESB-þegna með sem minnstum tilkostnaði ? 

Nú þegar kosningaþátttakan er svona léleg, hvernig get ég þá notfært mér það? Hvað þarf ég að gera til þess að geta þröngvað vilja mínum uppá alla 491 milljón þegna Evrópusambandsins, þ.e. uppá alla 352 milljón kjósenda ESB? Hvað kemst ég af með fá atkvæði þingmanna og þeirra sem kusu þá til þess að geta t.d. bannað eitthvað í öllu ESB - eða - heimilað eitthvað sem mun þá verða heimilað í öllum löndum Evrópusambandsins samtímis? Hvað þarf ég að ná til margra þingmanna (lobbýast) til að geta fengið vilja mínum framgengt og hvað þurfa margir kjósendur að standa á bak við þá þingmenn? Jú ég þarf einungis að ná til þingmanna þessara landa - Frakkland - Austurríki -Lettland - Finnland - Holland -Bretland - Potrúgal- Ungverjaland - Svíþjóð - Tékkland - Slóvenía - Eistland - Pólland- Slóvakía - til að fá 54% atkvæða allra þingsæta. Og ekki nóg með það að þá voru þingmenn þessara landa kosnir á þingið með einungis 60,6 milljón atkvæðum. En þessir 60,6 milljónir kjósenda eru 18,1% af öllum kjósendum til þingsins. Semsagt: þingmenn sem eru kosnir af 18,1% af öllum kjósendum í Evrópusambandinu geta ráðið þar ríkjum með 54% meirihluta þingsæta.   

Hafa þegnarnir einhvern raunverulegan áhuga á ESB? 

Hafa þegnarnir einhvern raunverulegan áhuga á ESB í þessum 25 löndum sem tóku þátt í kosningunum þarna á árinu 2004? Eða er ESB-þingið einungis óskabarn embættismanna og útbrunninna stjórnmálamanna sem vilja komast á góð og skattfrjáls eftirlaun? 

Ef við röðum löndunum eftir kosningaþáttöku og flokkum svo löndin, eftir áhuga, niður í fjóra flokka þá gæti sú flokkun litið svona út.

Viltu vera með í ESB - já eða nei - 50/50 spurning 

Land
Áhugi
Áhugasemi
Fj. kjósenda
Samantekt eftir áhuga
Já eða nei (50/50)
Belgía90,8mikil7.552.240
Lúxemburg90,0mikil343.800
Malta82,4mikil304.283
Ítalía73,1mikil49.309.064
Kýpur71,2mikil483.311
Grikkland63,4mikil9.909.95519,3%
Írland59,7tja, svona2.836.59620,1%
Litháen48,4tja, svona2.654.311
Danmörk47,9tja, svona4.012.663
Spánn45,1tja, svona34.706.044
Þýskaland43,0tja, svona61.682.394
Frakkland42,8tja, svona41.518.582
Austurríki42,4tja, svona6.049.129
Lettland41,3tja, svona1.397.73644,0%
Finnland39,4meira kaffi?4.227.987
Holland39,3meira kaffi?12.168.878
Bretland38,9meira kaffi?44.118.453
Portúgal38,6meira kaffi?8.821.456
Ungverjaland38,5meira kaffi?8.046.247
Svíþjóð37,8meira kaffi?6.827.87023,9%
Tékkland28,3ESB hvað ?8.283.485
Slóvenía28,3ESB hvað ?1.628.918
Eistland26,8ESB hvað ?873.809
Pólland20,9ESB hvað ?29.986.10911,6%
Slóvakía17,0þögn4.210.4631,2%79,9%
Samtals 351.953.783

 

Ef við að lokum framkvæmum 50/50 flokkun, þ.e.a.s. við gefum okkur að þau lönd sem náðu að minnsta kosti 50% kosningaþáttöku eða meira, segi já við spurningunni um hvort þau yfir höfuð vilji vera með í ESB! - og svo gefum við okkur að þau lönd sem ekki náðu 50% kosningaþáttöku segi nei, og þar með að þau hafi ekki áhuga á að vera með í ESB. Sem sagt við gerum gróft summa summarum - eða já/nei flokkun eins og þarna í dálkinum lengst til hægri. Og kæru lesendur hérna er svo niðurstaðan: 

- ég vil vera með í ESB:  20,1%  -> afleiðing -> ég er með í ESB 

Nei - ég vil ekki vera með í ESB:  79,9%  -> afleiðing -> ég er með í ESB  

Eigum við því ekki að kjósa aftur um þessi 79,9% kjósenda sem eru með í ESB þvert á móti augljósum vilja þegnana? Og svo, kæru börn, er hægt að kjósa aftur og aftur og aftur og aftur og aftur ef embættismönnum og útbrunnum pólitíkusum líkar ekki útkoman. 

Þróun kosningaþáttöku til afurðar ESB-embættismanna: Evrópuþingið

Lesendur athugið: þegar súlurnar fara lækkandi og nálgast botninn í myndinni þá er það túlkað sem aukinn leyndur áhugi á ESB. Hógværð kjósenda í ESB færist því í aukana með hverju ári sem líður, enda eiga menn ekki að vera að trana sér fram og blanda sér í málefni sem þeim koma akkúrat ekki neitt við. Skalinn á myndinni er einungis látinn ganga uppí 80% því þá sýnist himininn fyrir ofan fjörutíu og fimm komma sex prósenta umboðsleysis þingsins ekki vera svona galtómur. Fjörutíu og fimm komma sex prósenta umboðsmenn ESB sem voru ekki kosnir af fólkinu. Hve lengi á þessi skrípaleikur að halda áfram?    

ep_turnoutS 

Heimildir:

• Þingið þitt (Your Parliament) • BBC • IDEA

Greinar sem ég mæli með:

Breytt mynd af ESB höfuðstefna • Ónýtir gjaldmiðlar • Koss mömmu • Pillan

Spurt og svarað: Fyrst allt er svona gott á Íslandi, af hverju eru þá allir að kvarta?  



« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband