Leita í fréttum mbl.is

Þokulúðrasveit ESB aðildar

Í tilefni þeirrar umræðu sem spannst af fréttatilkynningu hagstofu ESB í gærdag á blogg Hjartar J. Guðmundssonar hér, vegna fréttar Morgunblaðsins um hina stórauknu öldrun þegna ESB og fækkunar ungs fólks á efnahagssvæði Evrópusambandsins, þá langar mig að undirstrika eftirfarandi: 

Raunveruleikaflóttinn . . . 

Það sem andmælendur þessara staðreynda oftast segja og skrifa er yfirleitt raunveruleikaflótti. ESB-sinnar gleyma að núverandi velmegun og velferð þeirra stendur á herðum forfeðra okkar sem bjuggu til þann stökkpall sem þeir standa sjálfir á núna og sem þeir einnig nota núna til að blása svartri þoku út um þokulúðra sína í þokulúðrasveit ESB-aðildar. Hér er meðtalin umræða þeirra um alla lífeyrissjóði, sem allir voru fylltir af forfeðrum okkar og sem munu ávaxtast á herðum barna okkar og sem lúðrasveitarmenn mun þiggja lífeyri sinn úr. Þokulúðrasveitarmenn ESB-inngöngu ætla kanski að selja skuldabréf lífeyrissjóða sinna til látinna kaupenda eða gamalmenna með kaupgetu lífeyrisþega og þá með veði í herbergi með einni hurð (líkkistunum sem bíða okkar allra) ? - eða - það á kanski að leita að komandi kaupendum og seljendum góðra skuldabréfa á mörkuðum annarra efnahagssvæða sem hafa marga unga þegna með mikla og sterka kaupgetu sem skapast hefur vegna góðs hagvaxtar? Þess hagvaxtar sem hefur ekki verið til staðar á efnahagssvæði ESB síðustu marga áratugi. En það sýnir sig einmitt að hagvöxtur ESB hefur minnkað og minnkað í takt með að völd ESB verða meiri og víðtækari í höndum Brussel-manna. Þróunin í átt að miðstýringu í ESB er svo mikil að hún er jafnvel farin að ofbjóða þegnum fyrrverandi kommúnistaríkja í Austur-Evrópu (júní 2004: ræða Petr Mach ráðgjafa Vaclav Klaus forseta Tékklands á European Voice conference).    

. . og stjórnarskráin

Skatta-OPEC Evrópusambandsins

Nýja stjórnarskrá ESB mun þýða að samhæfing skatta VERÐUR framkvæmd. Það verður byrjað á óbeinum sköttum í fyrstu, svo verða beinir skattar teknir fyrir og skattasamkeppni eytt (júlí 2008: Petr Mach - How to read the Lisabon Treaty). Einungs svona er hægt að fá drauminn um hinn innri fjármála- og þjónustumarkað til að verða að starfhæfum möguleika. Nema að ESB vilji afnema fjármagnstekjuskatta og fyrirtækjaskatta alveg, en það er víst engin hætta á því vegna þess að ESB er jú afar illa statt þegar framtíðarhorfur þess eru skoðaðar undir smásjánni. Ef engir skattar væru á þessum tekjum þá gætu peningarnir og fyrirtækin staðsett sig að vild og eftir aðstæðum. En þetta er alls ekki á dagskrá hjá ESB því skattar í ESB eru komnir upp í 40% af þjóðarframleiðslu svæðisins og stærð hins opinbera í ESB er víða yfir 50% af landsframleiðslu. Þess vegna vill ESB eyða skattasamkeppni á milli ríkja svo að hinir risastóru velferðarkassar embættismanna geti haldið áfram að mjólka skattgreiðendur. En embættismennirnir vilja þó helst ekki greiða þessa skatta sjálfir og eru því á skattfrjálsum launum hjá skattgreiðendum í ESB. Það eru núna 170.000 embættismenn sem vinna fyrir báknið í Brussel. En aðalsmerki þessara embættismanna er massíft langtímaatvinnuleysi og getuleysi í ESB áratugum saman.  

Nýja stjórnarskráin mun einnig bjóða uppá að einfaldar og jafnvel nafnlausar meirihlutaákvarðanir VERÐA innleiddar (júlí 2008: Petr Mach). Reynslan sýnir að allsstaðar þar sem kjósendum er gefinn kostur á að kjósa sig til auðæfa annarra þá munu þeir einmitt gera það við hvert einasta tækifæri sem býðst. Svo þokulúðrasveitarmenn ESB-aðildar ættu ekki ganga um með fullvissuna í farartösku sinni sem sjálfsagðan hlut. Eins og Hjörtur J. Guðmundsson bendir á þá er ESB allt annað í dag en það var í gær. Það er ekkert sem getur stoppað ESB nema þegnarnir, en þeir hafa einmitt hér afskaplega lítið um öll málefni ESB að segja.

Eurosclerosis

Eina leiðin er að halda sig í sóttkví frá hinu óumflýjanlega samgjaldþroti velferðar sem munu veðra örlög ESB í framtíðinni. Þetta er best gert með því að beina athygli, orku og athafnasemi sinni að mörkuðum og efnahagssvæðum sem eru EKKI haldin þessari sjálfseyðingarhvöt sem núna ræður ríkjum í stærsta hluta ESB. Þetta er sjúkdómur sem nefnist: Eurosclerosis (júní 2004: Petr Mach)

Við uppskerum eins og við sáum

Þetta er ofureinfalt. Velferð, velmegun og lífsgæði allra munu alltaf að stórum hluta hvíla á börnum okkar. Kynslóð eftir kynslóð. Við höfum það gott í dag vegna þess að forfeður okkar nenntu að eignast börn. Börnin okkar eru velmegun og velferð framtíðarinnar. Velferð og velmegun okkar er ekki neitt sem kemur sjálfkrafa einungis vegna þess að við borgum skatta eða greiðum í lífeyrissjóði. Hún mun alltaf hvíla á vilja okkar til að gefa samfélaginu til baka það sem við þáðum af því, þ.e. nýja velmegunarskapandi einstaklinga. Öll framtíð okkar hvílir á þeirri verðmætasköpun sem mun eiga sér stað í framtíðinni. Það er alveg sama hvort velferðin er skömmtuð af ríkinu eða af þér sjálfum. Hún mun alltaf hvíla á börnunum. Ef við eignumst engin börn þá verður engin framtíð. Og ef við búum ekki í haginn fyrir barnafjölskyldur með því að sjá til þess að það sé ALLTAF full atvinna fyrir alla þá munum við stoppa framtíðarmöguleika allra.  Þetta eru 2 plús 2 samfélagsins. Við uppskerum eins og við sáum.

Hvað halda menn að verði á kosningastefnu allra flokka í ríkjum þar sem 50% kjósenda eru sextugir og eldri ??  Fleiri ný atvinnutækifæri ? Betri lífskjör fyrir barnafjölskyldur ? Reyndu að geta þér til um hvað kosið verður um! Ekki stinga hausnum í sandinn. Gamlar staðreyndir gilda einnig í dag.

Eurostat: Ageing characterises the demographic perspectives of the European societies - Issue number 72/2008

Cesifo-group.de Population Aging  

Cesifo-group.de Europe’s Demographic Deficit 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband