Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
KGB opnar í Evrópusambandinu
Ágætu lesendur. Í tilefni af komandi 1. desember, sem er fullveldisdagur Íslands, þá hef ég breytt fyrirsögninni á þessum pistli. Hún var "Bananalaust lýðveldi í Evrópusambandinu. Gengisfelling nauðsynlegt frelsi?" en þessi iReport frá Juris Kaža fékk mig til að breyta henni. Núna virðist Lettland einmitt vera komið með banana, svipað þeim sem El Salvador hafði og hefur enn. Núna er árið 2008. Það er eins gott að hagfræðingar og greiningadeildir banka á Íslandi þurfi ekki að vinna í "fyrirbyggjandi" KGB umhverfi eins og þeir þurfa í Evrópusambandsríkinu Lettlandi, samkvæmt þessari skýrslu frá Juris, því þá myndi gengi krónunnar vera svo ofmetið að það þyrfti að borga peninga fyrir að fá að geyma krónur í bönkum
Myndband Juris Kaža: My CNN iReport on the repression of free speech
Skoðana- og málfrelsi í Lettlandi í vandræðum. Hagfræðingar í fangelsi
Lettnesk-bandaríski blaðamaðurinn Juris Kaža skrifar á blogg sínum að hagfræðingurinn Dmitrijs Smirnovs við háskólann í Ventspils í Lettlandi hafi verið handtekinn og haldið í fangelsi í einhverja sólarhringa fyrir það eitt að hafa opinberlega lýst skoðun sinni á efnahagsmálum Lettlands, hérundir líkum á gengisfalli lats (LVL) og ástandi bankakerfis Lettlands. Dmitrijs á að hafa verið fangelsaður fyrir að hafa meðal annars sagt að kreppan í Bandaríkjunum sé smávægileg miðað við það sem bíði Lettlands. - "Vandamálin í Evrópusambandinu eru einungis að hefjast og sem mun þýða að við getum orðið fyrir barðinu kreppu sem verður kanski 10 til 20 sinnum verri en Bandaríkjamenn hafa fengið að kenna á. Þetta mun bitna á okkur. Sænsku bankarnir geta ekki lengur lánað okkur ódýra peninga í gegnum útibú sín hér í landi. Þeir munu hinsvegar fara fram á að við borgum þessi lán til baka. En hvernig eigum við að fara að því, - kanski með fasteignum? Við eigum engar eignir til að borga með. Þessi pýramídi hefur verið byggður og nú er bara að bíða þess að hann hrynji. Það eina sem ég get ráðlagt fólki núna er: ekki geyma peningana ykkar í bönkum og ekki spara upp í lats, það er mjög hættulegt núna"
Ummæli Dmitrijs Smirnovs um "eignir og fasteignir" er til dæmis hægt að skoða í ljósi verðhruns á fasteignum í Lettlandi. Í höfuðborg Lettlands, Riga, hefur íbúðaverð til dæmis hrunið um 25% síðustu 12 mánuði (mælt frá júní 2007 til júní 2008). Verðbólga í Lettlandi hefur verið afskaplega há, eða svipuð og á Íslandi og stundum enn hærri. Flest fasteignalán í Lettlandi eru veitt í evrum. Vextir á lánum til skemmri tíma í Lettlandi eru um 25% á ári. Um 850 þúsund manns búa á Riga höfuðborgarsvæðinu
Talsmaður öryggislögreglunnar, Kristine Apse-Krumina, segir að - "hinn handtekni sé ekki fjölmiðlafulltrúi og að handtakan hafi verið gerð í tengslum við birtingar efnis í dagblöðum". En hvernig var það: var það ekki embættismaður ESB í Lettlandi sem á að hafa lagt til að bloggarar og bloggsíður þeirra ætti að ritskoða í öllu Evrópusambandinu? Var þetta ekki tillaga frá embættismönnum eða þingmönnum Evrópusambandsins í Lettlandi? Vinsamlegast leiðréttið mig ef þetta er rangt hjá mér. Ert þú fjölmiðlafulltrúi? Juris Kaža segir að aðgerðir öryggislögreglunnar af þessu tagi hafi byrjað fyrir ári síðan
En semsagt. Fer maður í fanglesi á Íslandi fyrir að segja að gjaldmiðill Íslands sé "ónýtur"? Nei, það gerir maður EKKI. Maður fær hinsvegar launaða atvinnu hjá hinu opinbera RÚV, hjá hagsmunasamtökum, hjá dagblöðum, hjá allskonar fjölmiðlum, jafnvel hjá þjóðinni sem Alþingismaður, einnig sem háskólaður "sérfræðingur" og "fræðimaður" til þess eins að geta sagt þjóðinni að gjaldmiðill hennar sé "ónýtur". Ef þessir aðilar segja þetta nógu oft við alla þjóðina og nógu lengi þá eru líkur á að "allir" fari að trúa þeim. Það er mér hulin ráðgáta hvernig menn á launum geti tekið sér orðið "ónýtur" í munn þegar um virði og gengi gjaldsmiðils á markaði er að ræða. Þessi ummæli réttlæta í mínum huga ekki launagreiðslur til svona, tja mér fallast alveg hendur hér,- og því nota ég orðið fábjánar yfir þessa menn. Ég finn því miður ekkert betra orð og ég biðst afsökunar á því. Ég vona að ég verði ekki hand-tekinn fyrr að kalla þessa menn fábjána. En já: fábjánar, og ofaníkaupið á launum fyrir að segja það sem fábjánar einir segja!
Jarðsamband
Dow Jones fréttaveitan heldur því fram að sú hjálp sem Lettland mun fá hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum (IMF) muni verða skilyrt því að Lettland felli gengið og leggi niður bindingu lats við evru. IMF var gagnrýndur harðlega fyrir að hafa fjármagnað bindingu argentínska peso við bandaríska dalinn á árunum 1991 til 2002, með slæmum afleiðingum. Þetta kæmi mér ekki á óvart því það að binda gengi sitt við aðra gjaldmiðla er hreint og beint brjálæði. Þetta gildir einnig um það að taka upp mynt annarra landa. Þetta er brjálæði og mun einungis gera allt illt miklu verra því þetta mun gera alla efnahagsstjórn, kjör allra og efnahagskilyrði allra miklu verri. Lengi getur vont versnað. Þetta eru Frankenstein hugmyndir í efnahagsmálum og ættu ekki að sjást á prenti á 21. öldinni
Lögin við vinnuna verða nú leikin aftur
Skattahækkanir verða nú leiknar af hljómplötum í boði jöfnunarmannanna Alistair Darling og Gordon Brown í Bretlandi á næstunni - þ.e.a.s. skattahækkanir á þá ríku sem ennþá eru eftir í Bretlandi. Þetta verða lögin við vinnuna þar. En sem kunnugt er þá er þetta alltaf lausnin sem gripið er til í kreppum. Kreppt hugsun. Svælum þá ríku út! Þetta mun gagnast Bandaríkjunum ákaflega vel því þangað flytja þeir sem eru of ríkir til að geta búið í Evrópusambandinu. Þetta gildir einnig sérstaklega um hámenntað fólk með Phd gráður. Silicon Valley, hér komum við hinir ríku frá Evrópu! Við sem sitjum eftir í Evrópu getum huggað okkur við að allt er þar núna mun jafnara en áður. Beinn, breiður og sléttur vegur, en þó alltaf smávegis og smávegis meira upp í móti allan tímann. Þökk sé vegheflinum. Nema að sumir vegaspottar séu kanski jafnari en aðrir. Langar þig í jafning, væni minn
Fyrri færsla: Evrusvæðið í kreppu - skuldabréfaútgáfa Þýskalands floppar
Forsíða þessa bloggs
Tengt efni: Ónýtir gjaldmiðlar
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.11.2008 kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Evrusvæðið í kreppu - skuldabréfaútgáfa Þýskalands floppar: uppfært
Evruland fer í kreppu og þýskar konur vilja fá D-mark aftur
Evrusvæðið féll inn í formlega kreppu í síðustu viku. Hagvöxtur á evrusvæði reyndist enn verri en í Bandaríkjunum. Hagvöxtur evrulands, sem er sá fjórði lélegasti í OECD síðastliðin 14 ár, dróst saman um 0,2% á fyrsta ársfjórðungi og aftur um 0,2% á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Á sama tíma var hagvöxtur í Bandaríkjunum mörgum sinnum betri eða 0,7%, þrátt fyrir öll vandræðin þar, og jafnvel ennþá skárri á öðrum ársfjórðungi eða mínus 0,1%, sem þrátt fyrir allt er 100% betra en mínus 0,2%. Þetta rímar kanski ágætlega við skoðanakönnun sem framkvæmd var í Þýskalandi í maí mánuði þessa árs, en þar kom í ljós að 65% þýskra kvenna óska sér að fá aftur þýska markið (D-mark) sem gjaldmiðil lands síns.
Uppboð þýska ríkisins á 10 ára skuldabréfum mistókst. Kemur vítahringur verðhjöðnunar?
Þetta er í fyrsta skipti í sögunni að slíkt gerist, samkvæmt fréttum Financial Times. En það voru svo margar neikvæðar fréttir úr Evrópusambandinu þessa vikuna að lítið fór fyrir þessari frétt. Núna eru víða uppi þær raddir að stóra áhyggjuefnið fyrir evrusvæðið á næstunni verður það að heimilishagur þessa aldraða og þreytta efnahagssvæðis mun hafna í neikvæðum spíral verðhjöðnunarvítahrings. En í verðhjöðnun verður allt að engu. Verðhjöðnun er hrollvekja þeirra sem eiga peninga og festa peningum, þ.e. fjárfestar. Kanski var það þessi hugsun sem bjó í brjósti þeirra sem eiga peninga en sem vildu ekki kaupa 10 ára skuldabréf af þýska ríkinu. En þetta er í fyrsta skiptið í sögunni að skuldabréfaútgáfa þýska ríkisins mistekst - floppar. Svo ríkisstjórnir hinna öldruðu þjóðfélaga ESB ættu kanski ekki að vera of vongóðar um að geta fyllt aftur á tóma kassa þeirra banka í ESB sem þær nú hafa gengist í ábyrgð fyrir. Einnig gæti farið svo að hugsanlegir hjálparpakkar ESB ríkisstjórna til að örva hagvöxt og atvinnulíf gætu reynst erfiðir í fjármögnun. Þýsku Opel bílaverksmiðjurnar hrópa þessutan einnig á hjálp frá ríkinu.
Germanys 10 year bond auction flopped
Now this would be the main headline news on most days. A German government bond auction flopped something that has been unheard of. The FT writes that this is merely extraordinary in its own right, it is also a setback for hopes that government can quickly raise large sums for economic stimulus packages. This is particular important for countries such as Italy and Greece, where bonds have come under pressure recently. The report also talks about the conundrum that as supply of bonds increases, which one would expect to lower their price, the opposite is happening, as yields are falling amid expectations of a long drawn out recession, and even deflation. Rétt slóð á FT fréttina: Bonds caught between supply surge and deflation
Aðild að Evrópusambandinu virðist ekki hjálpa neinum nema kanski . . . einum?
Lettland viðrist vera að farnast illa innan vébanda Evrópusambandinu því þar reyndist hagvöxtur vera neikvæður um heil -4,2% á milli ára og Eistland fékk einnig -3,3% neikvæðan hagvöxt. Ríkisstjórn Lettlands hefur þurft að taka yfir stærsta banka landsins og er núna í viðræðum við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn (IMF) um hjálp. Ungverjaland er einnig í komið á samning hjá IMF. Eistland er bundið fast við evru og er því í svo alvarlegum vandræðum að margir veðja á að Eistland verði þvingað til að fella gengið á næsta ári og þar með brjóta bindinguna við evru. Því sama er spáð fyrir gjaldmiðla Lettlands og Litháen.
David Hauner, a Bank of America strategist based in London: "They will keep the pegs at the current exchange rates well into 2009, but reset the rates to devalue against the euro later, when markets have calmed,'' Hauner said"
============= UPPFÆRT ================
Hugsanlega er nú þegar farið að hitna all verulega í kolunum í Lettlandi. Blaðið Baltic Course greinir frá því að menntamaðurinn Dmitri Smirnovs við Ventspils háskólann í Lettlandi hafi verið handtekinn fyrir að dreifa orðrómi um yfirvofandi gengisfellingu í Lettlandi. Það fer ekki hjá því að viss ótta en jafnframt raunsæðis gæti í neðangreindum orðum Dmitri Smirnovs um ástandið í Lettlandi
According to the Baltic Course online newspaper Ventspils University College lecturer Dmitrijs Smirnovs was detained for two days recently on suspicion of spreading rumors about the devaluation of the Latvian currency. He was detained in connection with an opinion that he had expressed during a debate about the development of the Latvian economy and the future of the Latvian banking and credit system. His arrest followed the publication of his opinion in Ventspils' local newspaper Ventas Balss. According to the newspaper report he said the following:"The U.S. problems are trifling, compared to what awaits us. They have now reached the bottom and will start to recover. Problems in the European Union have only just begun and we may be hit by a crisis that is ten or maybe twenty times worse than that in the United States. The Swedish banks will no longer be able to offer inexpensive loans through their subsidiary banks in Latvia. They will tell us to pay back the debts! How will we pay them with the real estate? We have no assets to pay back the debts! [..] The pyramid has been built and now we have to wait until it collapses. [..] The only thing I can suggest now: first of all, do not keep your money in banks, second: do not save money in lats, as it is very dangerous at the moment."
====================================
Evruveikir menn boða trú sína í Danmörku
Gagnrýnir menn í Danmörku og sem eru ekki fæddir í gær, spyrja eftirfarandi spurningar. "Ef vaxta- og verslunarferða-rök sem evrumenn halda fram í Danmörku eiga að gilda, hvað á Danmörk þá að gera næst þegar vextir á evrusvæði verða hærri en þeir hefðu orðið í Danmörku án evru. Á Danmörk þá að taka upp":
- sænskar krónur?
- norskar krónur?
- breskt pund?
- bandarískan dollar?
- annað?
Bankar í Danmörku í megrunarkúr
Megrunarkúr danskra banka er hafinn. Hann hófst þó í kyrrþei í febrúar á síðasta ári þegar stjórnendur bankanna byrjuðu að selja hlutabréf sín í eigin bönkum. Sérfræðingar á hlutabréfamarkaði segja að þetta marki til um snilld stjórnenda bankanna. Forstjórar Danske Bank eru taldir bestir en þeir seldu hlutabréf sín í bankanum á meðan þau voru 270 króna virði hvert stykkið. Í dag eru þau 62 krónu virði. Seinni hluti megrunarkúrs bankakerfisins hófst fyrir nokkurri skelfingu síðan en hann felst í því að skera niður efnahagsreikninga bankanna því þeir eiga erfitt með að fjármagna sig og kvíða þeim tíma þegar mörg lán bankana renna út seint á næsta ári.
Þetta hefur þau áhrif að dönsk fyrirtæki geta varla fengið þá lánafyrirgreiðslu sem þau þurfa á að halda og því biðja þau nú hið opinbera um hjálp. Þennan betlitón lærðu þau af bönkunum. Þetta er gamla sagan. Bankarnir þenja sig út í góðærinu, þenslan verður of mikil, bólan brestur og til að bjarga sér þá loka bankarnir peningakassanum, fyrirtækin svelta og hætta að geta fengið lánsfé og það sama gildir um almenning. En bankar lifa á að lána út peninga en því þora þeir ekki núna og því kemur frost. Ríkið er ákallað, það kemur og hellir hellingi í kassa bankana, en við það lokast peningakassi bankanna enn meira því núna gildir það eitt að halda fast í það sem ríkið kom með og bíða eftir því að nágrannabankinn fari fyrst á hausinn, ásamt fyrirtækjunum. Svo opnar maður aftur, seint árið 2011. Erhvervslivet råber på finansiel støtte og Danske Bank-chefer solgte aktier i tide
Kínversk stjórnvöld óttast hugsanlega uppreisn
Hér í Danmörku skrifar dagblaðið Børsen að núna séu um 65.000 kínverskar verksmiðjur orðnar gjaldþrota það sem af er þessa árs. Þetta sé óbein afleiðing fjármálakreppunnar því hún hafi fengið Bandaríkjamenn til að draga úr einkaneyslu þar í landi, en stór hluti kínverska hagkerfisins lifir á að flytja út vörur til neytenda í Bandaríkjunum. Kínversku starfsfólki er sagt upp störfum með svo miklum hraða að stjórnvöld eru jafnvel uggandi um yfirvofandi uppreisn meðal verkamanna víða um landið, skrifar Børsen: Kina frygter alvorlig jobkrise
Frá heimamiðum
Hinn ágæti frjálsi fréttamiðill T24 skrifar: Ráðherrar víki. Vefþjóðviljinn skrifaði um hvernig Ísland verður orðið ríksata land í heimi innan skamms: Slóð. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar góða grein sem heitir: Ísland grátt leikið
Vinir okkar Færeyingar afhenda Íslendingum vinarlán á vildarskilmálum. Hvernig studdi Ísland við bakið á Færeyingum í þeirra djúpu kreppu á síðasta tíunda áratug? Færeyjar veita Íslandi gjaldeyrislán og Kungerð um fund á Grand Hotel, Reykjavík. Á þessum fundi var fjallað um mjög erfiða 20 ára kreppu Færeyinga. En hún var mjög svo alvarleg fyrir Færeyinga og Hermann Oskarsson hagstofustjóri Færeyja veit því vel hvað hann er að tala um þegar hann segir Krónan er ykkar styrkur
Forsíða þessa bloggs
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Varðandi bindiskyldu og Davíð seðla- og bindibana, hinn vonda
Bankarekstur upp á von og ótta - en þó mest uppá ótta
Vonarrekstur banka á Íslandi hefur endað með stórgjaldþroti sem virðist eiga að lenda á herðum almennings. Sagt er að einhver einn aðili (varla kona eða ríki) hafi - jafnvel uppá von og óvon, en þó sennilega mest uppá ótta - fengið sem svarar andvirði 4-5 (jafnvel 8) Kárahnjúkavirkjana að láni úr þessum vonar- og óttabönkum á Íslandi. Þeir sem halda og vona kanski að Evrópusambandið sé best til að stýra öllum mögulegum og ómögulegum hlutum fyrir þá, þeir halda greinilega ennþá, og vona jafnvel ennþá, að sú von rætist. En þeir sem vona þetta eru annaðhvort vitskertir eða blindir.
Davíð seðla- og bindibani, hinn vondi
Núna er það bindiskyldan. Já töfraorðið er bindi-skyldan og Seðlabankinn hinn vondi. En þessir vonarmenn ættu einnig að spyrja samfylkingarbankana af hverju bindiskyldan var lækkuð. Af hverju haldið þið að það hafi verið gert? Sjálfgefið svar (default) er náttúrlega: af því að Davíð Oddsson er vondur! Það vita jú allir því það er búið að segja það svo oft. Ef eitthvað er sagt nógu oft þá hlýtur það að vera rétt, er það ekki?
En þeir sem geta hugsað aðeins lengra, geta valið um heila þrjá nýja möguleika
a) vegna þess að Seðlabanki Íslands er svona góður?
b) vegna þess að Seðlabanki Ísland er svona vondur?
c) af því að samfylkingarbankarnir kröfðust þess?
Þeir sem geta svarað rétt fá að koma fram og sýna sig í evruþáttum íslenska ríkisútvarpsins (RÚV). Aukaverðlaun verða einnig veitt. Sigurvegarinn fær að velja sér gratís eitt lag af plötunni Evra Lererinnen Euroklang und Wünderland, en öll lögin eru eins á þeirri plötu svo valið verður mjög auðvelt. Það þarf bara að ýta á takkann og út munu streyma fagrir hljómar
|_________________EURO KLANG______________|. í físmoll
| ___________así___ruv______sam_fylkz____._a,__| Und einen evra
| _______a_._______a_______aj#0s_____aWY!400._ | EU faðmi við öll
| __ad#7!!*P____a.d#0a____#!-_#0i___.#!__W#0#___ | und Heidi Boroso
| _j#'_.00#,___4#dP_"#,__j#,__0#Wi___*00P!_"#L,___ | in Euro himmel
| _"#ga#9!01___"#01__40,_"4Lj#!_4#g_________"01_ | Brussel wunderland
| ________"#,___*@`__-N#____`___-!^___________ | kommen sie morgen
91356 | _________#1____sviða kjammar?__nein____| und bifröst voila
tralla tralla la la:
: : Viðlagið er úr Wiðlagazjóð ESB. Textahöfundur er vel þekktur fræðimaður
En eftir að laginu Euro Klang lýkur þá mun stigagjöf og verðlaun birtast á ljósatöflu Fjármálaeftirlitsins. En ljósataflan er staðsett í geymslunni innaf kjallarahurðinni, rétt norðan, neðan og vestan við skýrslurnar um álagsprófin á Íslenska fjármálakerfinu, stundum nefnd Íslandsálagið. En sem kunnugt er þá stóðst íslenska fjármálakerfið með glans þetta álagspróf, þ.e. kerfið stóðst sig sjálft. Það stóðst Íslandsálagið.
Á árinu 2003 lækkaði Seðlabanki Íslands bindiskyldu sína frá 4% niður í 2%. Þessi breyting var gerð að kröfu íslenska fjármálakerfisins sem æskir þess að fá samskonar starfsskilyrði og þekkist á meginlandi Evrópu þar sem bindiskyldan er einnig 2%. Áhrif breytinga á þessum reglum má sjá af neðangreindri mynd
Ofangreint er frá bankanum Kaupþing (núna á hausnum í EEA h/f)
Þessi fjármálakreppa sem er í gangi er að hluta til hægt að skrifa á reikning Evrópusambandsins því þeir hafa markvisst unnið að því að veikja magrar þrær sterku undirstöður sem þjóðirnar hafa byggt undir bankastarfsemi landa sinna í árhundruðir.
Evrópusambandið þvingaði svoleiðis Danmörku (2005) til að afnema það sem Danir kölluðu hensættelser til tab í fjármálastofnunum. Þetta var gamalt fyrirkomulag sem komið var á í Danmörku í kjölfarið á bankakreppum fyrri tíma og sem tryggði það að bankar settu til hliðar fjármagn til að mæta tapi sem KANSKI gæti komið fyrir í rekstrinum. Þetta tryggði einnig að bankar voru passasamir í lánveitingum til viðskiptavina og áttu alltaf stórar fúlgur á kistubotninum.
En þetta var dæmt sem "ólöglegur ríkisstuðningur" af Evrópusambandinu því bankarnir fengu skattafrádrátt út á það fjármagn sem þeir voru skyldaðir til að leggja fyrir til að mæta tapi. En þetta tryggði einnig varkárni í útlánum og hindraði þar með bólumyndun í fjármálageiranum. Þetta hefði til dæmis komið í veg fyrir gjaldþrot Roskilde Bank.
Evrópusambandið heldur eins og Sovétríkin héldu að þau vissu allt best og gætu allt best. Alveg eins og Sósíal-Demó-Kratar halda alltaf að allt fólk sé fífl.
Alveg eins og Ingibjörg Sólrún sagði: Skilaboðin frá Evrópusambandinu voru skýr. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er hér fyrirsæta, lufsa og dyramotta Evrópusambandsins á Íslandi. Auðvitað fara menn eftir skilaboðum að hand. . afsakið . . skilaboðum frá Brussel. Það er jú þar sem allt í heiminum "er bara að gera sig"
Kæru Íslendingar. Langar ykkur í fleiri skýr skilaboð frá Evrópusambandinu?
Þeir sem svara aftur rétt fá stór verðlaun sem eru shoppingtúr á gjaldmiðlamarkaði í boði Samfylkingarinnar! Gratís!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.11.2008 kl. 04:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Ræða Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands
Í tilefni ræðu Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, á morgunfundi Viðskiptaráðs Íslands, núna þriðjudaginn 18. nóvember 2008 - þá hef ég viðlagt ræðuna í heild sem PDF skrá hér að neðan, og einnig sem slóð beint inná vef Seðlabanka Íslands
Kæru Íslendingar
Ég ráðlegg eindregið sem flestum ykkar að lesa þessa ræðu vel og vandlega.Takið vinsamlegast eftir því kæru Íslendingar að það er ennþá til nægur og stór gjaldeyrisforði í landinu ykkar vegna þess að Seðlabanki Íslands stóðst þann ofur þrýsting og kröfur að eyða gjaldeyrisforðanum í að halda uppi of háu gengi í vonlausum aðstæðum, þeim vonlausu einum til handa. Ég ætla ekki að segja meira því allt sem þarf að segja stendur í ræðu Davíðs Oddssonar. En mig langar eiginlega mest til að gráta svolítið núna
- nema eitt -
Hvar var Morgunblaðið öll þessi ár?
Ég spyr ekki til annarra fjölmiðla því varla er hægt að hafa neinar væntingar til þeirra
Tengt efni:
Ingibjörg Sólrún: Bankakerfi Evrópusambandsins þoldi ekki Íslandsálagið
Forsíða þessa bloggs
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Ingibjörg Sólrún: Bankakerfi Evrópusambandsins þoldi ekki Íslandsálagið
Hryðju verkamenn fjár mála
Sökum ótta sem skapast hefur er þrír íslenskir bankar sem eru núna á hausnum inni í miðju Evrópusambandinu, hefur utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttur, tekið þá ákvörðun að bjarga fjármálakerfi þessara 500 milljón þegna. Þessir 500 milljón þegnar eru sagðir búa í einhverju sambandi við eitthvað sem kallast Evrópusambandið
Að sögn Ingibjargar er fjármálakerfi þessa sambands svo lélegt að það muni ekki þola það að þeir samingar sem þetta samband hefur gert við eitt land sem heitir Ísland, og sem er ekki í sambandi við þetta samband, muni standa. Samningar þessir hafa verið grafnir í pappírsdyngjum 170.000 embættismanna í mörg ár. Þessir embættismenn hafa þó verið í stöðugu sambandi við Ingibjörgu og bankamálaráðherra hennar í þessi mörg ár. Þessir samingar segja svo fyrir um að það sé til tryggingasjóður einn á Íslandi sem eigi og muni standa undir greiðslum til þeirra sparifjáreigenda sem voru svo vitlausir að ganga út frá að 170.000 manna embættismannaher þessa sambands sem er í sambandi við Ingibjörgu á Íslandi, muni sjá til þess að þeir fái greidda út peninga sína samkæmt þessum samingum. Athugið að þessi 170.000 manna herafli sambandsins er eini herafli sambandsins. Að sögn sumra er þessi her ávalt í viðbragðsstöðu (high alert) tilbúnir til átaka með blýanta og önnur skrifstofuáhöld að vopni og sem aðeins Sósíal-Demó-Kratar fæðast með af Guðs náð
Evrópusambandið hefur eyðilagt grundvöll heilbrigðrar bankastarfsemi
Það má með sanni segja að 170.000 manna herafli þessa sambands sem kallar sig Evrópusambandið sé mjög áhrifamikill. Á innan við 10 árum hefur þessum her embættismanna tekist að eyðileggja grundvöllinn fyrir heilbrigðum og íhaldssömum bankarekstri í heilum 27 löndum og einnig á Íslandi. En eins og allir vita þarf bankarekstur að vera íhaldssamur ef hann á að geta gengið upp til lengri tíma en hægt er að mæla með reglustrikum Evrópusambandsins. Þannig að núna er þessi rekstur næstum gjaldþrota út um allt í þessu sambandi í Evrópu. Þessum rekstri er núna einungis haldið á lífi með því að láta launþega, börn og gamlamenni gangast í ábyrgð fyrir öllum skuldbindingum þessara banka. Stjórnendur bankanna ganga núna um með bleyjur fullar að peningum skattgreiðenda og míga í þá
En eftir að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og bankamálaráðherra hennar tókst að koma bankakerfi Evrópusambandsins á heljarþröm, þá hefur hún gerst talsmaður fyrir því að Ísland gangi enn lengra og drepi hreinlega sambandið með því að hóta að ganga í það. En þetta eru 27 þjóðir sambandsins og 3 Norðurlönd af 6 mjög hrædd við. Þessi lönd og hafa því leitað til sér sterkari aðila í Bandaríkjunum og beðið þá um að innheimta innistæður samkvæmt engum-samningum við Ísland. Innheimta peningana með vopnavaldi frá Íslenskum launþegum, börnum og gamalmennum. Við þetta urðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og bankamálaráðherra hennar svo glöð að þau ákváðu að hætta við að gera áhlaup á fjármálakerfi Evrópusambandsins og í staðinn að vinna að því að veðsetja Ísland upp í topp og vinna saman með innheimtustofnuninni alþjóðlegu, stundum skammstafað IMF, við að leggja niður Ísland, enda hefur það verið á stefnuskrá Samfylkingarinnar frá upphafi. Greiningadeildir samfylkingarbankanna (núna á hausnum) hafa nefnilega greint að Samfylkingin gangi með ólæknandi sjúkdóm er nefnist Eurosclerosis
Hvað hefði verið til ráða?
Ef Seðlabanki Íslands og Davíð Oddsson hefðu lagt til að bankarnir hefðu verið reknir úr landi árið 2003 eða að öðrum kosti yrði sett á þá stór bindiskylda og viðeigandi höft, og krafist að sett yrðu á þá lögbundin sjóðamyndun til að mæta stór-töpum, þá hefði hann verið krossfestur opinberlega - bæði Seðlabankinn og Davíð Oddsson, og það alveg persónulega af Ingibjörgu Sólrúnu og bankamálaráðherra hennar. En þessi krossfesting hefði ekki bara farið fram á Íslandi hjá Samfylkingunni heldur einnig í ESB - musteri Samfylkingarinnar erlendis. Þessi sjóðamyndun til að mæta stór-tapi í bankarekstri var til dæmis felld úr dönskum lögum því hún var dæmd sem samkeppnishindrun af Evrópusambandinu (já hvað annað). Núna þarf danska ríkið því að hósta upp ríkisábyrgð þessum vesalingarekstri til hjálpar. Og núna þurfa íslenskir skattgreiðendur að borga stóran hluta af því sem Seðlabanki Íslands var búinn að vara við árum saman. En bankamálaráðherra Samfylkingarinnar er heyrnalaus enda með gular stjörnur í bláum skónum. Seðlabanki Íslands hafði rétt fyrir sér, en ekki var hlustað á hann, enda menn heyrnalausir af peningaglamri samfylkingarbankanna og massífri fjölmiðlun þeirra. Davíð Oddsson varaði við þessu marg marg oft. En bankamálaráðherrann hlustaði ekki. Í staðinn fékk hann eyrnatappa að láni hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur - og gular stjörnur í skóinn.
Hvað með alla hina?
Geta bygginameistarar ekki fengið ríkisábyrgð á Íslandi líka, og tískuverslanir einnig? Hvað með pylsusala? Þeir eiga stundum við erfiðleika að glíma í rekstri og hafa kanski selt fleiri pylsur en þeir eiga. Svo gufaði sinnepið einnig upp þegar sólin skein og gasið varð að engu í kútnum. Gosið í flöskunum reyndist vera loft af verri tegund en greint hafði verið í greiningadeildum. En þegar ég hef selt pylsuvagninn minn þá mun ég eiga fyrir öllum þeim pylsum sem ég seldi en sem ég átti ekki. Svo það er góð "von" til þess að allir fái sínar pylsur aftur með rúsínum í endanum á sér. Ykkur er því alveg óhætt að skrifa uppá fyrir MIG. Ég vona nefnilega því ég kann svo vel bankastarfsemi upp á von og ótta, en þó mest ótta - eða var það vonin, ég man það ekki lengur
En núna stakk Evrópusambandið sér á kaf ofaní seðlaveski Íslendinga, um mörg ókomin ár - launþegar, börn og gamlamenni. Rörið sem er haldið hinum óslökkvandi þorsta - það kom sá og sigraði. Til hamingju Íslendingar, núna eruð þið með í sambandinu. Loksins!
Gerum eitthvað annað © Samfylkingin
Skilaboðin voru skýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.11.2008 kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Laugardagur, 15. nóvember 2008
Verðhrun eigna
Staksteinar skrifa um: Óraunhæfa eignastöðu og Gunnar Smári kom með ákaflega rétta sýn á bólur og tómarúmið eftir bólur. Þeir sem halda að hlutirnir rétti sig hratt við aftur búa að mínu mati í undralandi. Það getur tekið áratugi og ef til vill munu hlutirnir aldrei rétta sig við aftur. Ef neikvæður spírall verðhjöðninar fer af stað í þeim löndum ESB þar sem meðalaldur þegnana er orðinn mjög hár, eins og til dæmis í Þýskalandi og í allri Austur- og Suður-Evrópu, þá munu hlutirnir aldrei rétta sig við aftur. Það er veruleg hætta á þessu.
Hér er smá áminning úr raunveruleikanum
Nútíma verðhrun eigna
Einn af hornsteinum þýska skuldabréfa-markaðarins, fjármálastofnunin Hypo Real Estate. Áður á 39 evrur fyrir ári síðan - núna á 3 evrur. Verðfall á 12 mánuðum: -92% Sama sagan allsstaðar í ESB. Eignir hrynja í verði. Einnig fasteignir og einnig skuldir og skuldunautar - þeir verða gjaldþrota og geta ekki greitt
Gamaldags verðhrun eigna
Fyrirtæki.....................................verð 1929..............verð 1932
Chrysler (bifreiðar).......................$135........................$5
General Motors (bifr.).....................$92........................$4,5
General Electric (heimilistæki)........$220........................$20
Montgomery Ward (stórversl.)..........$70........................$3
New York Central (járnbrautir).........£256.......................$5
Þetta heitir - VERÐHRUN EIGNA
General Motors í gær: 3 dollarar. Fallið úr 32 dollurum fyrir 12 mánuðum síðan
Í blindri bitru afturljósa hagkerfisins má segja þetta um bólur
Dot.com bólan var merkileg að því leyti að hún var fyrsta stóra bólan frá því að bílar og rafmagnstæki komu til markaðar í byrjun 20. aldar. Þetta var eiginlega fyrsta skeið brautryðjandi framfara síðan 1929 þar sem allir voru ósammála um hvað væri hægt að gera úr þessu. Enginn vissi hvað þetta myndi hafa í för með sér. En hugaðir fjárfestar stukku samt í kaldann sjóinn, oft án björgunarvestis, og fjármögnuðu uppfinningar og tiltök brautryðjenda og frumkvöðla. Margir fjárfestar urðu illa úti. En það er einmitt kosturinn við að hafa virka vöðva frelsisins - að þora að taka áhættu og þora að tapa peningum. Allir fjárfestar vita að það er aldrei hægt að græða á öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Það var vegna þessara virku vöðva frelsisins í Dot.Com bólunni að Bandaríkjamenn fengu fyrirtækin, atvinnutækifærin, afleiðurnar og hagvöxtinn sem við fengum ekki hérna í ESB. Þessi tækifæri sigldu að mestu fram hjá Evrópu og við drógumst enn frekar aftur úr Bandaríkjunum. Frumkvöðlarnir fóru til Bandaríkjanna því þar gátu þeir fengið hugmyndir sínar fjármagnaðar.
Þegar stóra hrunið kom á Wall Street árið 1929. Þá skeði svipað og er að ske í dag. Menn misstu trú sína á framtíðina og hlupu heim til mömmu. Fjárfestingar flæddu úr framtíðartækifærum og yfir í vörur gamla tímans. Núna voru það hráefni, matvæli, málmar og olía sem voru "öruggu fjárfestingarnar". Þarna í fátinu árið 1929 þá veltu sumir fyrir sér hvort þeir ætti ekki að halda áfram fjárfestingum í hestvagna- og hestasvipuverksmiðjum, því bílar voru allt í einu orðnir eitthvað svo áhættusamir sem fjárfesting. Menn urðu hræddir. Mamma kom svo fram á sviðið í formi hins opinbera, og þá fyrst fór kreppan fyrir alvöru af stað. Keynes tókst að selja stjórnmálamönnum þá hugmynd að markaðsöflin gætu ekki ráðið við ástandið. En þeir höfðu rangt fyrir sér. Þeir höfðu gleymt að fylgjast með peningamagni í umferð. Fjárþurrðin kom. Arfleið hins opinbera kassa Keynes boraði svo stór göt í vöðva frelsisins í Bandaríkjunum allt fram að tímum Reagans. Núna mun þetta endurtaka sig í ESB. Kenyes mun koma aftur og bora göt. Mamma mun fara á kreik í ESB.
Athyglisverð grein um bólur: Bólutilraunastofa Ben Bernanke
Forsíða þessa bloggs
Tengt efni:
Gleðifréttir úr gamla heiminum í ESB
Raunverð húsnæðis í Þýskalandi frá aldamótum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Segir Danmörku gjaldþrota
Hinn þekkti danski fjárfestir, löggilti endurskoðandi og stór-fasteignaeigandi Steen Bryde segir að Danmörk sé gjaldþrota. Hann er æfur út í danska ríkið.
Danmörk er í raun gjaldþrota því ríkið er búið að skuldbinda okkur skattgreiðendur fyrir 4.000 miljörðum danska króna. Ríkið getur ekki einusinni gefið út ríkisskuldabréf því enginn vill kaupa þau, svo aumt er danska ríkið. Þið getið bara horft upp til norðurs á Ísland, við erum í sömu stöðu!
- segir reiður Steen Bryde. En hann er reiður yfir því að Roskilde Bank (núna í eigu ríkisins) hafi sagt upp lánum hans. Þetta eru lán í fasteignum sem eru allar í fullri útleigu og þar sem leigutekjur duga vel fyrir vöxtum og afborgunum til Roskilde Bank.
Roskilde Bank sendir mig út í vandræði, og hann sendir þá 26.000 viðskiptavini sem eru eftir í þessu þrotabúi í eigu ríkisins út í gjaldþrot. Þetta mun breiða sig út eins og hringar í vatni. Lögfræðingarnir sem eiga að annast þetta þrotabú hafa engann áhuga á innheimta peninga því þeir hafa 100 sinnum meiri áhuga á að skora þær þóknanir sem þeir fá því þær verða 100 sinnum hærri en þeir peningar sem þeir innheimta. Þetta er þóknunarráðgjöf. Steen hefur enga trú á danska ríkinu og Steen er reiður
En kæru Íslendingar
Það sem okkar ágæti Steen Bryde veit ekki er sú staðreynd að íslenska ríkið ætlar einmitt ekki að gangast í ábyrgð fyrir þrjá íslenska stórbanka sem fóru á hausinn eins og beljur á svelli innan í ESB. Við ætlum ekki að borga skuldir bankanna! Þess vegna get ég einungis tekið heilshugar undir það sem Robert Z. Aliber segir í Morgunblaðinu í dag og á morgun, þ.e. ef þetta er mögulega fært (Gætum hæglega sleppt IMF-láni).
Við afþökkum blóðpeningana frá IMF, en tökum í staðinn við sumu af því sem þeir geta ráðið okkur í sambandi við efnahagsmál næstu ára. Það verður hvort sem er ekkert nema gjaldþrot ofaná gjaldþrot að hafa úti í hinum stóra heimi á næstunni. Ekkert nema sviðin jörð allstaðar. Við sleikjum sárin saman heima hjá okkur og komum svo fílhraust út aftur, en þá skuldlaus, og með góðann grunn. Ég er asni hræddur um að Aliber hafi rétt fyrir sér þegar hann segir: "Áhættan er mikil að IMF peningunum verði sóað". Að peningunum verði sóað og skuldirnar einar sitji eftir hjá okkur. Getum við ekki bitið á jaxlinn saman í eitt til tvö ár, og sleikt sárin á meðan Róm brennur þarna úti hvort sem er ? Frelsið er til þess að nota það. Það virkar alltaf besta að iðka frelsið af fullum krafti og að vera sjálfstæð þjóð. Notum því frelsið til að segja nei
Heimild:
Steen Bryde: Danmark er som Island
Forsíða þessa bloggs
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Stuttar ESB: enn hrynur evran - ESB getulaust og karlmenn í konufötum standa á gati
Enn hrynur evran
Enn hrynur mynt Evrópusambandsins. Núna er evran hrunin um 21% gagnvart dollar síðan í júlí. Ef mig minnir rétt var íslenska krónan fallin um 45% gagnvart evru áður en íslenskir bankar fóru á hausinn eins og beljur á svelli innan í Evrópusam-bandinu. Kanski nær evran íslensku krónunni bráðlega. En ef 80% af bönkum evru-lands lægu á hausnum þá er ég hræddur um að eva . . . afsakið . . . að evran lægi á hliðinni í rúminu hjá honum Berrasso . . . afsakið . . . hjá honum Barroso, heitir hann víst. Sumir stjórnmálamenn hér í Danmörku krefja efnahagsmálaráðherra Danmerkur svara við því hvað menn ætli að láta dönsku krónuna fara langt niður með henni evru í þetta skiptið. Þeir benda á að bæði Noregur og Svíþjóð njóti þess að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil sem þarf ekki að hanga aftaní fyrrverandi eitthvað-mönnum í ESB, og standi því mun betur í stakk til þess að kljást við þá langvarandi kreppu sem óhjákvæmilega mun verða í Evrópu. Að Svíar og Norðmenn þurfi ekki að ganga í þýsk-frönskum skóstærðum í heimahögum sínum.
Barroso óhæfur?
Joschka Fischer fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands (já, það eru margir fyrrverandi menn í ESB) segir í Le Figaro að José Manuel Barroso sé óhæfur í starfi og að allt ESB sé til athlægis í fjármálakreppunni.
Spánn á bjargbrún?
El Pais segir að það séu 650.000 óseldar fasteignir til sölu á Spáni. Sumir sérfræðingar segja þessa tölu vera að nálgast 900.000. Á Írlandi er talað um að það standi um 300.000 fastiegnir og bíði eftir kaupendum sem koma aldrei. Í Danmörku stóðu um 40-50.000 einbýlis og raðhús til sölu í gær. Menn nenna ekki lengur að telja óseldar íbúðir með því þær falla bara og falla í verði. Menn telja að um 25-35% Dana séu núna orðnir eignalausir (insolvent) þ.e. að þeir skuldi meira en þeir eiga.
Tímasprengja í gangi í ESB?
Það hefur komið í ljós í pappírum hjá matsfyrirtækinu Standard & Poor's (ís. staðall fyrir fátæka) að það virðist vera einhver tímasprengja í gangi í ESB núna. Hún tifar og tifar víst undir fyrirtækjum í ESB sem virðast svo skuldsett að þau þurfi endurfjármögnun uppá hvorki meira né minna en 2.1 trilljón dollara fram til ársins 2011, og ekki nóg með það en strax á næsta ári þurfi að endurfjármagna 800 milljarða dollara skuldir þessara fyrirtækja. Aldrei fyrr í sögunni hefur þurft að endurfjármagna svona stórar skuldir í svo erfiðum aðstæðum. En væntanlega mun þá vera búið að þjóðnýta alla banka í ESB og því hægt að þjóðnýta öll fyrirtæki líka og aka á milli þeirra i ríkisreknum Mrecedes Benzum framleiddum af ríkisreknum bílaverksmiðjum. Hverjir voru það sem stóðu fyrir þessu öllu? Bankar? Fjármálastofnanir? Eða ultu bara peningarnir inn í þessi fyrirtæki af sjálfu sér?
Karlmenn í konufötum
Danski stjórnmálaflokkurinn Vinstri (sem er hægri) segist ekki tilbúinn til að standa fyrir upplýsingaherferð fyrir karlmenn í konufötum í Danmörku (what?). Þeir verði sjálfir að sækja um atvinnu . . í . . í karlmannalegum fötum eða ekki. Ææi. En geta þeir ekki bara sagst heita Barosso og að þeir séu fyrrverandi?
Jafnrétti meira á Íslandi en í Danmörku og El Salvador
Viðskiptablaðið segir að jafnrétti sé betra á Íslandi en í El Salvador. Af 130 lausum sætum í alþjóðasamfélaginu þá sitji jafnrétti kynja á Íslandi í fjórða sæti alþjóðasamfélagsins á meðan konur (já hvað annað) í El Salavdor sitji á bekk númer 58 en þó með gott gengi. Nema að þetta séu El Salvadorískir karlmenn í konufötum sem sitji þarna saman á bekk númer 58 í salnum ?
Venstre siger nej til oplysningskampagne for mænd i dametøj
Tengt efni: Það þarf að bjarga evrusvæðinu fyrst
Forsíða þessa bloggs
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Það þarf að bjarga evrusvæðinu fyrst
Simon Johnson, Peter Boone og James Kwak rituðu fyrr nokkrum dögum grein í Rgemonitor.com og dagblaðið The Guardian um framtíðarhorfur evrusvæðis sem myndbandalag í útrýmingarhættu. Greinin er hér: Start by Saving the Eurozone
Peter Boone er stjórnarformaður í Effective Intervention og vinnur einnig á Centre for Economic Performance, London School of Economics. Simon Johnson er prófessor við MIT Sloan School of Management og "senior fellow" við Peterson Institute for International Economics. James Kwak er nemandi við Yale Law School. Saman standa þessir aðilar að vefsetrinu: The Baseline Scenario
Greinin segir meðal annars . .
Hin núverandi fjármálakreppa hefur greinilega sannað að það er þörf á nýjum og sameiginlegum grunni fyrir alþjóðlega samvinnu á sviði alþjóðlegra peninga- og fjármála. Árangurslausar tilraunir ríkustu landa heimsins, hinna svokölluðu G7-landa, geta haft þau áhrif að þær muni aðeins framlengja kreppunni.
Verstu örvæntingunni hefur linnt aðeins í sumum af hinum ríkustu löndum heimsins, en á meðan breiðist kreppan út i nýmarkaðslöndum með hræðilegum afleiðingum. En það eru samt sem áður engin tiltök í gangi til að koma þessum löndum til aðstoðar.
Bandaríski hagfræðingurinn Jeffrey David Sachs segir að þörf sé á Bretton Woods II ráðstefnu þar sem fjármálakerfi heimsins séu endurhæfð og endurbyggð.
Það þarf að byrja á því að bjarga evrusvæði
En efst á verkefnalista svona ráðstefnu þurfa að vera lausnir á því hvernig sé hægt að bjarga evrusvæði frá hruni.
Í síðustu viku þá hjálpuðu samhæfðar, en ekki sameiginlegar, aðgerðir nokkurra ríkisstjórna á evrusvæði við að deyfa mesta ótta og sársauka ríkustu landa Evrópu. En núna eru þess greinileg merki að á meðan eldurinn er stappaður niður á einum stað að þá breiðist hann aðeins út á nýjum stöðum í fjármálakerfinu. Mest ógnvænlegar eru þær vísbendingar og væntingar sem sýna að sumar ríkisstjórnir evrusvæðis muni hætta að geta staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar innan skamms. Á síðustu þrem mánuðum hefur hættan á að Írland, Ítalía og Grikkland muni bregðast sú bogalist að geta staðið við skuldbindingar ríkissjóða sinna vaxið í takt við skuldbindingar og björgunaraðgerðir þessara ríkisstjórna til handa hálf gjaldþrota viðskiptabönkum sínum. Svoleiðis hafa vanskila- og skuldatryggingaálög á ríkistryggðum skuldbindingum þessara ríkja fjórfaldast frá 3 og upp í 12 prósent. Hingað til hafa þessi álög sagt fyrir um hættuna á að fasteignatryggð veðlán í eigu fjármálastofnana um allan heim lendi í vanskilum innan ákveðins tíma. En núna er þessi hætta einnig að færast yfir á hendur ríkissjóða.
Þetta er einungis rökrétt þróun því bankar í mörgum ríkjum Evrópu hafa tekið á sig lán og svo stóra áhættu að skattgreiðendur munu ekki hafa efni á að borga þær. Þessar skuldbindingar þurfa fjármálastofnanir ennfremur að endurfjármagna með reglulegu millibili. Þessi endurfjármögnun mun reynast mjög erfið vegna fjármálakreppunnar og afleiðingum hennar. Þar að auki þá var stofnað til þessara skuldbindinga til þess að fjárfesta í fasteignum sem núna eru að falla mikið í verði og sem munu einnig halda áfram að falla í verði á næstu árum. Í þeirri efnahagskreppu sem fylgir í kjölfarið á hörmungum fjármálageira Evrópusambandsins og víðar þá mun verðhrun fasteigna þýða það að veðtryggingar bankanna munu gera stóran hluta fjármálageira Evrópu gjaldþrota eða ógjaldfæra (insolvent).
En eiginlega þá eru þetta gamlar fréttir. Það sem er nýtt og breytt í stöðu undanfarinna mánuða er það að nú sitja ríkissjóðir uppi með áhættu sem áður sat einangruð í bönkunum. Með því að gangast í ábyrgð fyrir kerfislega mikilvægar fjármálastofnanir hafa ríkisstjórnir og ríkissjóðir flestra landa evrusvæðis tekið á sig þessar geigvænlegu skuldbindingar sem áður voru á höndum bankanna. Stjórnmálamönnum hefur því tekist að breyta lánaáhættu bankanna í gjaldþrotaáhættu ríkissjóða út um alla Evrópu. Það tók ekki nema nokkra daga að hræða stjórnmálamenn uppúr skónum og fá þá til að setja hausa skattgreiðenda í gapastokk fyrir gjaldþrota ríkissjóði í illa stöddum evrulöndum. Og ofaní kaupið þá kepptust ríkisstjórnir evrusvæðis við að yfirbjóða hverja aðra í tilraunum sínum til að hindra fjármagnsflótta. Sem dæmi er hægt að nefna að Írar tilkynntu að þeir muni ábyrgjast allar skuldbindingar stærstu banka sinna, en þær skuldbindingar nema þrefaldri þjóðarframleiðslu Írlands og 12 sinnum tekjum írska ríkisins. Eins benda greinarhöfundar á að efnahagsreikningar hollenska fjármálastofnunarinnar ING nemi tæplega þrisvar sinnum stærð þjóðarframleiðslu Hollands. Munu lönd evrusvæðis hafa efni á að halda áfram að styðja við bakið á kerfislega mikilvægum fjármálastofnunum sínum - og hvernig ætla ríkin að fara að þessu? Það eru þessar spurningar sem fjármálamarkaðirnir eru núna farnir að einblína á.
Hin venjulega aðferð til að kljást við vanda af þess tagi er sá að ríkisstjórnir herða ríkisfjármálin, og fella gengið. Þetta styður við bakið á atvinnuvegunum og útflutningi og eykur almennan sparnað þ.e. það koma aftur peningar inn í bankana og einkaneysla fellur (eyðslusemi og bruðl minnkar). En stóra vandamálið er að evrulönd geta ekki fellt gengið því þau hafa ekkert gengi gagnvart hvort öðru lengur og þau hafa ennfremur enga eða litla stjórn á peningamálum og peningastjórn landa sinna. En það gerir hinsvegar evrópski seðlabankinn (ECB). En þessi seðlabanki hefur aðeins eitt hlutverk - að halda verðlagi stöðugu á myntsvæðinu. Þau lönd sem eru í vandræðum - Írland, Grikkland, Spánn, Ítalía og Portúgal - munu kjósa frjálsari peningastjórnun á meðan Þýskaland og Frakkland munu berjast fyrir strangri og þröngri peningastjórnun og að áfram verði einblínt á fast 2% verðbólgumarkmiðið, sama á hverju gengur. Lönd sem verða í vandræðum munu því þurfa að herða og viðhafa enn strangari rekstur ríkissjóðs og skera enn meira niður útgjöld ríkssjóða sinna og búa sig undir mjög alvarlega kreppu. En pólitískt mun þetta reynast þessum ríkisstjórnum mjög erfitt.
Ef sú kreppa sem er að skella á heiminum mun verða mjög djúp og löng þá er ekki víst að evrusvæði muni lifa af. Þau evrulönd sem eiga á hættu að geta ekki staðið í skilum með þjóðarskuldir sínar munu setja spurningarmerki við evruþáttökuna því þau munu þjást undir of háum vöxtum og of háum skuldatryggingum á meðan þau munu horfa á önnur evrulönd njóta ávaxtanna á þeirra kostnað. Heimastjórnmálamenn þessara landa munu legga til að farin verði sama leið og Ísland valdi - að láta bankana fara á hausinn - og sækjast eftir lágum vöxtum og veiku og lægra gengi gjaldmiðils síns. Að hvert land sjái um sig sjálft (en það var þó einmitt það sem evrulönd gerðu sjálf því það komu engar sameiginlegar björgunararaðgerðir á evrusvæði, samtímis sem það myndaðist gífurlegur pólitískur þrýstingur á öll löndin að skera sig nú ekki úr heildinni með því að fara aðrar leiðir en en þær sem "hinir stóru" völdu fyrir hina smærri (sjá: Var Finnland kanski ekki nógu stórt?). Þetta getur leitt til þess að sum lönd muni velja að segja sig úr myntbandalaginu þó svo það muni kosta þau miklar fórnir. Verði hin pólitíska staða innanlands nægilega erfið munu löndin velja að taka á sig þennan kostnað. Ef eitt land segir sig úr evru þá munu markaðirnir spyrja sig hvaða lönd muni yfirgefa myntsvæðið næst, loka á fjármögnun til þeirra allra og það mun svo þurfa að semja um margar fjárskuldbindingar uppá nýtt.
Það var nefnilega það.
Höfundar greinarinnar segja síðan: ef evrulöndin viðurkenna að það sé raunveruleg hætta á þetta muni gerast að þá sé hægt að bjarga evrusvæði. En til þess að bjarga evrusvæði þá þarf meðal annars að setja upp geigvænlega stóran sameiginlegan fjármagnssjóð sem öll evrulönd geti gengið í óhindrað. Takið vinsamlegast eftir orðinu: óhindrað
Hvaðan peningarnir í þennan sjóð eiga að koma er svo stóra spurningin að mínu mati. En efst á lista þar er væntanlega Þýskaland. En ein af ástæðunum fyrir því að það komu engar sameiginlegar björgunaraðgerðir til handa fjarmálastofnunum á evrusvæði var einmitt andstaða Þjóðverja við slíkar aðgerðir. Þjóðverjar hafa alltaf greitt mest til ESB. Þeir hafa nánast haldið ESB gangandi með fjárframlögum sínum.
Sagan er þarna ennþá
Þjóðverjar hafa aldrei verið hrifnir af myntbandalaginu. Þeir gengu fyrst og fremst í myntbandalagið til þess að geta sameinað Austur- og Vestur-Þýskalönd í nýtt Þýskaland. En eitt af skilyrðum Bandamanna fyrir því að Þýskaland mætti yfir höfuð sameinast í eitt nýtt ríki voru skilmálar Bandamanna um sameiginlega mynt. Samþykki Frakka fyrir sameiningu Þýskalands var skilyrt því að löndin myndu vinna að því að koma sér saman í eitt myntsvæði, og Frakkar voru jú einir af bandamönnunum. En aðal-martröð Þjóðverja við þetta nýja myntbandalag var sú, og er ennþá alltaf sú hryllingstilhugsun, að fjármagn og auðæfi aðhaldssamra og skynsamra Þjóðverja myndu á einn eða annan hátt enda á kistubotni illa rekinna ríkissjóða annarra landa í myntbandalaginu - og þá sérstaklega í Suður Evrópu. Að haugsugan yðri set ofaní þýska peningakassann og hann tæmdur einu sinni enn. Það er mjög líklegt að forstöðumenn Deutsche Bundesbank sitji núna og froðufelli af bræði yfir því hvernig komið er fyrir fjármálum Þýsklands eftir að landið var svo að segja þvingað inn í myntbandalagið. Þeir munu kenna myntbandalaginu um stöðu mála, því það gerðu þeir einnig árið 2002 þegar upp komst um leynifund frammámanna í þýskum iðnaði og þýskum fjármálum eftir að evran hafði fallið um 30% gagnvart dollar skömmu áður. Á þessum leynifundi var úrsögn úr evru eina dagskrárefnið.
Þess er einnig hægt að geta að aðilar á fjármálamarkaði eru farnir að veðja á að evruland brotni upp. Líkindin eru komin í 30-35% að þetta muni gerast fyrir desember 2010. Þetta má skoða hér: Will the Euro Survive?
Bloggvinur minn Guðmundur Jónas Kristjánsson bendir einnig á að minnsta kosti einn þekktur íslenskur hagfræðingur álíti einnig að evrusvæðið sé að verða gjaldþrota: Guðm.Ólafsson missir ESB-trúna
Síðast þegar Ísland var að gæla við aðgang að myntbandalagi þá fór sú tilraun svona: Gengið á gullfótum yfir silfur Egils
Fjármálaeftirlit Danmerkur varar við fjármagnsþurrð í dönskum bönkum
Það berast í dag þær fréttir hér í Danmörku að bankar séu það illa staddir að það sé hætta á að þeir muni fara út í það að segja upp lánum hjá fjársterkum einstaklingum og fyrirtækjum til þess að fá fleiri peninga inn í tóma kassa sína. Segja upp lánum sem eru ekki gjaldfallin. En í smáaletri flestra lánapappíra er yfirleitt sú klásúla að bankinn geti fyrirvaralaust sagt upp öllum lánum, án ástæðu. Bankarnir lifa nefnilega ekki upp til lögbundinnar gjaldfærnisstöðu (solvency) eða eiginfjárstöðu ef sú þróun sem er í gangi mun halda áfram. Þeir eru á mörkum hins gráa svæðis nú þegar og munu auðvitað gera allt sem í þeirra valdi stendur til að forða sér frá þjóðnýtingu. Hluthafar dansa væntanlega af gleði yfir þessari nýju áhættu sem fjárfestingar þeirra í gjaldþrota fjármálageirum nú eru komnar í. Þetta mun að sjálfsögðu fá fjárfesta til að halda enn fastar utanum hlutabréf sín í þessum de facto gjaldþrota fjár-mála-fyrirtækjum, eða hvað?
Hægt er að ímynda sér hvaða áhrif þetta mun hafa á allan fyrirtækjarekstur og svo einnig á heimilisrekstur einstaklinga. Einnig má ætla að fjármögnun rekstarlána heilbrigðra fyrirtækja muni verða erfið og einnig mjög dýr því bankar og fjármálastofnanir hafa jú frelsi til að verðleggja peninga eins og þeim sýnist. Minnkandi samkeppni mun heldur ekki hjálpa hér. Heimild: Kapitalkrise truer banker
Matvælafrétt úr ESB
Danskar rannsóknarstofur hafa nú fundið út að 17 af hverjum 20 pakkningum af innfluttu fiðurfé til Danmerkur - svo sem kjúklingar og slíkt - sé smitað með campylo-bakteríum. En á meðan eru aðeins 4 af 20 dönskum kjúklingum smitaðir með þessum bakteríum. Áætlað er að 50.000 Danir veriði vekir á hverju ári sökum campylo-bakteríu.
Heimild: Campylobacter i næsten alt importeret fjerkræ
Forsíða þessa bloggs
Tengt efni: Ónýtir gjaldmiðlar
Nytsamt efni: Leiðari Morgunblaðsins: Bjartsýni í svartnættinu
Góðar fréttir: Viðskiptablaðið: Gjaldeyrisforðinn jókst um 33,3 milljarða í október
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 5. nóvember 2008
Dagurinn í dag: versti "post election" dagur EVER
Þá er þetta opinbert. Dagurinn_eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum
C L O S E
Þetta ER versti "post election" dagur EVER !
Versti dagur_eftir_kosningar í hagsögu Bandaríkjanna, hvorki meira né minna!
Næstum allt sem gat hrunið í dag hrundi, meira að segja olía og USD á sama degi. Evrópa var einnig blóðrauð, og morgundagurinn verður varla til að hrópa húrra fyrir því þá mun Evrópa að venju herma eftir því sem fram fór í Bandaríkjunum í gær
Change is here - now!
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 166
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 91
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008