Leita í fréttum mbl.is

Verðhrun eigna

Staksteinar skrifa um: Óraunhæfa eignastöðu og Gunnar Smári kom með ákaflega rétta sýn á bólur og tómarúmið eftir bólur. Þeir sem halda að hlutirnir rétti sig hratt við aftur búa að mínu mati í undralandi. Það getur tekið áratugi og ef til vill munu hlutirnir aldrei rétta sig við aftur. Ef neikvæður spírall verðhjöðninar fer af stað í þeim löndum ESB þar sem meðalaldur þegnana er orðinn mjög hár, eins og til dæmis í Þýskalandi og í allri Austur- og Suður-Evrópu, þá munu hlutirnir aldrei rétta sig við aftur. Það er veruleg hætta á þessu. 

Hér er smá áminning úr raunveruleikanum 

Nútíma verðhrun eigna

Einn af hornsteinum þýska skuldabréfa-markaðarins, fjármálastofnunin Hypo Real Estate. Áður á 39 evrur fyrir ári síðan - núna á 3 evrur. Verðfall á 12 mánuðum: -92% Sama sagan allsstaðar í ESB. Eignir hrynja í verði. Einnig fasteignir og einnig skuldir og skuldunautar - þeir verða gjaldþrota og geta ekki greitt

HYPO REAL ESTATE THYSKALAND 

Gamaldags verðhrun eigna

Fyrirtæki.....................................verð 1929..............verð 1932

Chrysler (bifreiðar).......................$135........................$5

General Motors (bifr.).....................$92........................$4,5

General Electric (heimilistæki)........$220........................$20

Montgomery Ward (stórversl.)..........$70........................$3

New York Central (járnbrautir).........£256.......................$5

Þetta heitir - VERÐHRUN EIGNA 

General Motors í gær: 3 dollarar. Fallið úr 32 dollurum fyrir 12 mánuðum síðan

Í blindri bitru afturljósa hagkerfisins má segja þetta um bólur

Dot.com bólan var merkileg að því leyti að hún var fyrsta stóra bólan frá því að bílar og rafmagnstæki komu til markaðar í byrjun 20. aldar. Þetta var eiginlega fyrsta skeið brautryðjandi framfara síðan 1929 þar sem allir voru ósammála um hvað væri hægt að gera úr þessu. Enginn vissi hvað þetta myndi hafa í för með sér. En hugaðir fjárfestar stukku samt í kaldann sjóinn, oft án björgunarvestis, og fjármögnuðu uppfinningar og tiltök brautryðjenda og frumkvöðla. Margir fjárfestar urðu illa úti. En það er einmitt kosturinn við að hafa virka vöðva frelsisins - að þora að taka áhættu og þora að tapa peningum. Allir fjárfestar vita að það er aldrei hægt að græða á öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Það var vegna þessara virku vöðva frelsisins í Dot.Com bólunni að Bandaríkjamenn fengu fyrirtækin, atvinnutækifærin, afleiðurnar og hagvöxtinn sem við fengum ekki hérna í ESB. Þessi tækifæri sigldu að mestu fram hjá Evrópu og við drógumst enn frekar aftur úr Bandaríkjunum. Frumkvöðlarnir fóru til Bandaríkjanna því þar gátu þeir fengið hugmyndir sínar fjármagnaðar.

Þegar stóra hrunið kom á Wall Street árið 1929. Þá skeði svipað og er að ske í dag. Menn misstu trú sína á framtíðina og hlupu heim til mömmu. Fjárfestingar flæddu úr framtíðartækifærum og yfir í vörur gamla tímans. Núna voru það hráefni, matvæli, málmar og olía sem voru "öruggu fjárfestingarnar". Þarna í fátinu árið 1929 þá veltu sumir fyrir sér hvort þeir ætti ekki að halda áfram fjárfestingum í hestvagna- og hestasvipuverksmiðjum, því bílar voru allt í einu orðnir eitthvað svo áhættusamir sem fjárfesting. Menn urðu hræddir. Mamma kom svo fram á sviðið í formi hins opinbera, og þá fyrst fór kreppan fyrir alvöru af stað. Keynes tókst að selja stjórnmálamönnum þá hugmynd að markaðsöflin gætu ekki ráðið við ástandið. En þeir höfðu rangt fyrir sér. Þeir höfðu gleymt að fylgjast með peningamagni í umferð. Fjárþurrðin kom. Arfleið hins opinbera kassa Keynes boraði svo stór göt í vöðva frelsisins í Bandaríkjunum allt fram að tímum Reagans. Núna mun þetta endurtaka sig í ESB. Kenyes mun koma aftur og bora göt. Mamma mun fara á kreik í ESB.

Athyglisverð grein um bólur: Bólutilraunastofa Ben Bernanke

Forsíða þessa bloggs

Tengt efni:

Gleðifréttir úr gamla heiminum í ESB

Raunverð húsnæðis í Þýskalandi frá aldamótum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2008 kl. 14:01

2 Smámynd: Johnny Bravo

Sæll,

Er að fíla þig í Evrópu umræðunni gott bloggið:

Gengið á gullfótum yfir silfur Egils

þakka þér fyrir að gleðja mig svona rétt eftir að Sjálfstæðismenn og framsókn eru farnir að hallast að sameiningu við persaveldi, okkur fækkar stöðugt sem stöndum 300 eftir og ætlum ekki að láta taka okkur þrátt fyrir kúganir og hótanir um viðskiptastríð, viðskiptabanns, neita að lána okkur og önnur bellibrögð og yfirgang. Ef við vildum ekki láta traðka á okkur þá hefðum við ekki átt að vera stofna minnsta lýðveldi í Evrópu. Íslenska krónan er ekki dýr hún kom okkur þar sem við erum í dag á gott og slæmt. Íslensk tunga er líka dýr eigum við að sameina hana einhverjum.

Virkilega málefnalegt og svo komu spurningar og svona. En það er alltaf verið að tala um hagvöxt. Vöxt umfram verðbólgu, er þá ekki raunhæft að land sem opnar sig fyrir vinnuafli og vörum hafi ekki mikinn hagvöxt á hvern íbúa.

Tækni framfarir hafa líka mikið að segja. Evrópusambandið er líka frekar umhverfissinnað allavega þau lönd sem voru með frá byrjun og EU15. Hagvöxtur er ekki allt. En atvinnuleysi er skelfilegur hlutur.

En aðalatriðið við EU er að það sé friður og vörur fari milli landa. Ekki gjaldmiðillinn.

Svo var Sigurður Sig. þar að tala um áföll og að stundum næðu laun ekki fyrir nauðþurftum og stundum öfugt vegna gengissveiflna. Þá varð mér nú hugsað til allra þeirra innflutningshafta sem eru á íslandi, kjöt, korn (kexverksmiðjan fær þær álögur endurgreidda), ostur og ofurskattlagning á eldsneyti og bíla, eins og svo margt annað þá getur Alþingi sett lög sem senda tollastjórann heim og lækka vöruverð um helling. Sami 20% vaskurinn á allt segi ég.  Er þá ekki verðbólgan horfinn er það ekki?

Bensín, Bjór, Matur, Bílar myndu lækka um 50% á einu bretti. Þessir þættir eru samtals 30% af vísitölunni, auðvelt að búa til 15% verðhjöðnun. Þessi hlutir eiga að vera ódýrir svo að það sé hægt að vera hér í fríum og annað fólk vilji koma hingað sem ferðamenn. Það gleymist oft að íslendingur sem velur ísland fram fyrir Spán er betri túristi en Spánverji sem velur ísland.

Til að vera ekki vændur um að gera þetta gegn náttúruverndarsjónamiðum gæti maður haft innflutningsgjöld á bílum eftir því hvað þeir eða miklu ekkert á 5L/100km og 2,5mil á 15L/100km. Hlýtur að vera náttúruverndað sinnað að skipta út bílaflotanum og fá eyðslugrennri bíla. Verð bílana á ekki að hafa áhrif á skattlagningu því þeir sem eyða miklu er ódýrari í byrjun.

Alstaðar sem menn hafa það gott eru vörur ódýrar, Ástralía, USA. Skökk verðmyndun er líka dæmd til að falla á endanum hvort eð er.

Það er þannig sem ég vill hafa hlutina með töluverðum hluta af Skandinavíska módelinu.

Johnny Bravo, 17.11.2008 kl. 00:31

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka ykkur fyrir innlitið Jón Steinar og Johnny

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.11.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband