Leita í fréttum mbl.is

Uffe Ellemann-Jensen talar máli Íslands í Danmörku

Uffe Elleman Jensen

Að venju, og alls ekki að sjálfgefnu, þá talar einn hæfasti og reyndasti stjórnmálamaður Danmerkur máli Íslands í Danmörku. Þetta er Íslandsvinurinn Uffe Ellemann Jensen fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur. Hann fer góðum orðum um Ísland og Íslendinga á blogg sínum á Berlingske Tidende

Sjálfur kvittaði ég fyrir þetta með nokkrum þakkarorðum á blogg Uffe Ellemann hér:

Island i finanskrisens epicenter 

Kærar þakkir Uffe Ellemann Jensen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Gunnar

Já, það er gott að einhver tekur upp hanskann fyrir okkur.

Við höfum nú oft deilt um ESB og ég sé ekki betur en að Ellemann-Jensen sé einnig þeirrar skoðunar að værum við í þeim ágæta klúbbi, þá hefðu mál farið á annan veg?

Ég vil einnig þakka þér fyrir að verja okkur á erlendri grundu, en líklega verðum við seint sammála varðandi aðildina að ESB.

Ég kem víða við og þekki marga og segi þér í einlægni, að íslenska þjóðin - og meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins - er á þeirri skoðun að við ættum að ganga til aðildar sem fyrst, helst 1. júní 2009.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.10.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Guðbjörn

Af hverju ekki þann 17. júní 2009 Guðbjörn? Af hverju ekki?

Það hefði auðvitað verið svakalega gott að hafa verið í ESB og EMU núna Guðbjörn. Þá væri annaðhvort allt fjármagn flúið úr landi til þeirra ríkja sem bjóða betri ríkisábyrgð en íslenska ríkið gerði - eða - ESB hefði beitt Ísland þrýstingi til að ábyrgjast of skuldsettan fjármálageira og þjóðin gæti þá eytt næstu 400 árunum í að greiða þessa skuld. Þá værir þú ánægður núna.

Kanntu ekki eitthvað annað lag en þennan eina söng Samfylkingarinnar sem á að lækna allt og alla af öllu

Þú heldur væntalega að fjármálakreppunni sé lokið í ESB? En nei hún er einungis að hefjast. Þetta eiga eftir að verða skelfilegur tímar hér í ESB á næstu mörgum árum.

Sjálfstæðið er ekki til sölu

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2008 kl. 20:36

3 Smámynd: kop

Já, gott hjá Uffe, en hvað á að gera með þessi góðu orð, borga skuldir kannski?

Hvað í ósköpunum er eiginlega "Íslandsvinur"?

kop, 14.10.2008 kl. 22:07

4 Smámynd: Pétur Hlíðar Magnússon

Islandsvinur er rússi held ég :)

ég veit bara eitt verra en ESB og tad er IMF skodid http://video.google.com/videoplay?docid=7065205277695921912&hl=en og sjáid ad rússinn er nú dáldid saetur bangsi

 kvedja

Pétur Hlíðar Magnússon, 14.10.2008 kl. 22:14

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Vörður

.

Samband Íslands við Danmörku eru sterk. Samband Danmerkur við Ísland er einnig mjög sterkt. Það starfa margir Íslendingar í Danmörku. Það eru margir Íslendingar sem reka fyrirtæki í Danmörku, þó svo að þau komist ekki uppí útstillingarglugga fjölmiðla á Íslandi eða í svokallaðar útrásarfréttir. Þessi litlu fyrirtæki skipta tugum ef ekki hundruðum. Mjög mörg fyrirtæki á Íslandi eiga viðskipti við fyrirtæki í Danmörku. Það er því BRÁÐNAUÐSYNLEGT að það sé einhver áhrifamikill maður sem talar máli Íslands og sem hægir á ótta Dana um að það gæti verið áhættusamt að eiga viðskipti við Íslensk fyrirtæki einmitt um þessar mundir.

Þess vegna ættir þú að þakka fyrir þessa velvild hans Uffe Ellemann Jensens. Ótímabært væl þitt um skuldir hér og skuldir þar er einmitt og akkúrat gersamlega ótímabært. Þar fyrir utan verður Ísland ekki eina landið í heiminum sem þarf að sleikja sárin eftir þessa ALÞJÓÐLEGU fjármálakreppu. Hún er rétt núna að hefjast fyrir alvöru hér í ESB

Við eigum að meta vini okkar mikils

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2008 kl. 22:47

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jú, því ekki á 17. júní 2009.

Miðað við styrk fullveldisins í dag og næstu 20-30 ár - meðan við greiðum niður skuldir óreiðumannanna - mun fullveldi og sjálfstæði það, sem Jón Sigurðsson lagði grunninn að einungis styrkjast við inngöngu í ESB.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.10.2008 kl. 07:03

7 Smámynd: Eyþór Eðvarðsson í Vilnius

hver er kominn til með að segja að það taki allan þennan tíma að greiða niður? - er ekki rétt að sjá hvað kemur út úr bönkunum þegar farið verður að gera upp? nú er gríðarlega áríðandi að rétt sé haldið á spöðunum og við gerum okur sem mest úr þeim eignum sem við höfum úr að spila og til að selja.

Eyþór Eðvarðsson í Vilnius, 15.10.2008 kl. 12:33

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Alveg rétt Eyþór. Það þarf að bíða aðeins og bíta á jaxlinn.

Sem betur fer höfum við góðan forsætisráðherra.

Gunnar Rögnvaldsson, 15.10.2008 kl. 12:55

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það gott að eiga hauk í horni í Uffe Ellemann-Jensen

Marinó G. Njálsson, 15.10.2008 kl. 13:25

10 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sammála ykkur varðandi forsætisráðherrann - hann stendur fyrir sína þessa dagana og svo til það eina, sem maður getur verið virkilega stoltur af eins sakir standa!

ÁFRAM GEIR!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.10.2008 kl. 16:28

11 Smámynd: kop

Nú ertu alveg að tapa þér í kreppunni Gunnar.

Ég þarf ekkert að væla um skuldir.

Ég veit allt um velvild Dana og kann vel að meta hana, enda vinir mínir upp til hópa, þar með talinn Uffe.

kop, 16.10.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband