Leita í fréttum mbl.is

Tímabundin íslagning Nord-Stream-2

Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur. Óbeint segir hann: SÞ er ónýtt. AGS er ónýtt. WHO er ónýtt. WTO er ónýtt. Evrópusambandið er ónýtt. Næstum allar hinar "alþjóðlegu" eftirstríðstofnanir Síðari heimsstyrjaldarinnar eru ónýtar. "Post WWII World Order" er búið að vera. Glóbalisminn er dauður. Heimirinn lætur ekki að stjórn og mun aldrei gera það

****

Hinn nýi þýski kanslari Olaf Scholz tilkynnti í gær að hin nýja og ónotaða Nord-Stream-2 gasleiðsla frá Rússlandi beint til Þýskalands sé hér með lögð á ís vegna innrásar einræðisherra Rússlands inn í Úkraínu. En er það virkilega svo. Verður gasleiðslan lögð á ís?

Svarið við þeirri spurningu er að finna í valdabaráttu innan þýska sósíaldemókrataflokksins og í Varsjá

I) Í SPD-flokki þýskra sósíaldemókrata og í flokkssamsteypu svo kallaðra "kristilegra demókrata" eða CDU/CSU (eru þó mest akademískir heiðingjar) eru miklir og stórir armar af Rússlandsfíklum. Armin Laschet hið glataða kanslaraefni CDU/CSU er jafnvel enn meiri Rússasleikja en Angela Merkel. Í hans haus, og hennar, komst ekkert annað að en Þýskaland-fyrst-stefna Merkels fyrir kosningar. Öll lönd Evrópusambandsins voru og eru nefnilega á móti NS2 leiðslunni. En þar sem Þýskaland er með Evrópusambandið í rassvasanum þá ræður það og notar ESB og evrusvæðið sem prívat stuðpúðasvæði í kringum sig, þjónandi sér og eingöngu sér, eins og sést. Þess vegna er þessi NS2 leiðsla yfir höfuð til

Með því að leggja NS2 á ís vegna innrásar Rússa, þá nær hinn nýi þýski SPD-kanslari til hins stóra arms Schröder-manna í SPD flokki sínum og tryggir sig betur í sessi. En Gerhard Schröder fyrrum kanslari situr sem útibú beggja þessara arma í gasríkisstjórn Pútíns

En takið eftir: í smáa letri þýska kanslarans stendur óskráð að NS2 verði opnuð ef bensínstöðvarstjórnin í Kreml lætur sér nægja að taka aðeins þann hluta Úkraínu sem búið er að taka - og taki hana ekki alla

II) Austurvíglínan í þessu nýja kalda stríði sem óhjákvæmilega er að skella á af því að Rússland óskar sér þess –það fyrirlítur friðsamlega sambúð við umheiminn því ófriður og átök er það eina sem heldur hvaða Rússakeisara sem er föstum á valdastóli sínum, en ekki borgarar landsins– mun liggja við austurlandamæri Póllands. Það þýðir að Bandaríkin munu smám saman flytja herlið sitt og aðstöðu burt frá hinu sökkvandi Þýskalandi og yfir til Póllands. Það eitt og sér er nægilegt til að gera Pólland að nýju stórveldi í Evrópu. Til Póllands munu góðir hlutir fljóta frá Bandaríkjunum, eins gerðist í Vestur-Þýskalandi í Fyrra kalda stríðinu. Þá tilhugsun þolir Þýskaland ekki því það lítur á þær 120 milljónir manna sem búa á milli þess og Rússlands sem rusl. Þess vegna kom þessi melding frá Berlín um NS2 í gær

En á sama tíma heldur Þýskaland, með ESB í rassvasanum, áfram að pota spjótum sínum í Pólland til þess að því blæði út sem fyrst og veikist gegn Rússum. Þess vegna skellir ESB-Þýskaland dagsektum á Pólland því þá hefur það minna fé til varnarmála. Pólland var nefnilega að kaupa skriðdreka frá Bandaríkjunum fyrir sex milljarða dala. Slíkt er þyrnir í augum Þýskalands, sem þiggur vanþróunaraðstoð frá NATO í varnarmálum en leggur sjálft lítið sem ekkert að mörkum í staðinn, nema þá helst kústsköft og eitraðan þríhyrndan merkantílisma

Á Íslandi eru það eingöngu smásjárfíklar, vesalingar og dellumakarar sem halda nytsemi EES-aðilar lands okkar á lofti. Evrópusambandið er ónýtt og það vita allir. Gangslaust til alls. Ræður hvorki við fjármálakreppur, sjúkdómsfaraldur né að halda tappanum í austri á sinum stað, þ.e. það getur hvorki varið sig sjálft né skapað velmegun. Er algjörlega varnarlaus krypplingur

Það þarf smásjá sem nær niður á nanómetraskala til að koma auga á að það sé betra að standa innan EES eða ESB en að vera ekki í þessum mafíuklúbbi Brusselveldisins, sem nú er útibú og stuðari Þýskalands gegn komandi þjóðargjaldþroti þess

****

Upptaka: Bútur úr ræðu Donalds J. Trump forseta Bandaríkjanna í stofnun Sameinuðu þjóðanna í Nýju Jórvík: Þá hló og flissaði skömmustuleg smábarnasendinefnd Þýskalands til Sameinuðu þjóðanna. En þau pelabörn hlægja ekki lengur. Þau gráta

Fyrri færsla

Kína læsir Litháen inni í fangaklefa ESB - og hendir lyklinum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband