Leita í fréttum mbl.is

Kína læsir Litháen inni í fangaklefa ESB - og hendir lyklinum

Fullveldi, peningastefna og vaxtavopn þeirra evrulanda sem heita ekki Þýskaland né Frakkland

Mynd: Fullveldi, peningastefna, viðskipta- og vaxtavopn þeirra evrulanda sem heita hvorki Þýskaland né Frakkland

****

Kína hefur læst Litháen inni í fangabúðum Evrópusambandsins - þ.e. inni í hinum innri fangabúðamarkaði Evrópusambandsins, með því að loka af fyrir viðskipti við landið og hótar það nú að neita að eiga viðskipti við þau ESB-lönd sem eiga viðskipti við ESB-Litháen. Sérstök tilskipun hefur frá Peking verið send til Þýskalands um að þýski iðnaðurinn eigi ekki viðskipti við Litháen. "Brot" Litháens er sama eðlis og "brot" Ástralíu, sem er í svipuðu banni. Litháen ákvað að bæta samskipti þess við Taívan með því að uppfæra sendiskrifstofu þess gagnvart Taípei. Og Ástralía gerðist "brotleg" við ókjörna kommúnistaveldið í Peking, sem rændi völdum í Kína, með því að krefjast rannsóknar á uppruna Kínaveirunnar

En Ástralía er sem betur fer ekki með evru og er heldur ekki í ESB. Hún lemur því frá sér - og á alvöru og vöðvastælta vini í Stóra-Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada

Og hvað ætlar Evrópusambandið að gera í þessum árásum Kína á hinn innri fangabúðamarkað þess, Litháen? Jú það ætlar að skrifa bréf til lögfræðinga. Já þú heyrðir rétt. Skrifa bréf til lögfræðinga WTO. Eða eins og leiðari Wall Street Journal sem fjallar um málið segir, efnislega: "sambandið ætlar að mæta með blekpenna í byssuslag. Slíkt mun taka mörg ár og á meðan verður lífið murkað úr Litháen"

"If the EU can not stand up for its single market to defend its weakest members, then what good is it?" - WSJ

Þetta sýnir gagnsleysi ESB í hnotskurn. Og það sem verra er: Evrópusambandið er stórhættulegt fyrir löndin sem í því eru. Fyrst afvopnar sambandið ESB-löndin og tekur frá þeim þeirra eigin völd og vopn í viðskiptamálum (ásamt í óteljandi öðrum málum) - og síðan sleppir það hundi eins og Kína lausum á þau, og gerir síðan ekkert. Það myndi koma annað hljóð í strokkinn ef Litháen héti Þýskaland eða Frakkland. Þarna má sem sagt Litháen deyja drottni sínum, fast í handjárnum ESB. Lamað um alla og ónýta ESB-framtíð vegna aðildar þess að Evrópusambandinu og upptöku evru, og bíður nú árum saman eftir því að abstrakt og ókjörinn Evrópukeisari út við ysta sæ taki eftir tilvist þess í fangabúðakerfi sambandsins

Lögfræðingar! Ha ha ha ha!

Með ofureflishugsun, en sennilega til einskis, má reyna að vona að það fólk hér heima á Íslandi sem aðhyllist Evrópusambandið, og hinn ömurlega og þjóðfélagslega tortímandi EES-samning, fari að ranka við sér úr rotinu. En eins og ég segi, þar er lítil von, því þannig virka hjátrúarbrögðin. Þetta er trúarlegs eðlis hjá því fólki - trúin á hið mjúka Sovétríki. Allir EES-sinnar eru orðnir meira eða minna kommar og hálfkommar, þó oft án þess að taka eftir því. ESB-sinnar eru hins vegar hreinkommar - þ.e. þeir eru allir sem einn orðnir hreinir kommar og sjá ESB fyrir sér sem NSU: New Soviet Union

****

Í leiðinni er hægt að dæla því hér að; að hinn svo kallaði "fjártæknigeiri", sem aldrei varð, er nú að hálfu leyti í kistuna kominn. Spái ég því banka- og fjármálagreinaum bjartri framtíð og farsælli endurkomu. Hið sama er að gerast með rafbílaþvæluna, sem betur fer. Hún er á leiðinni í kistuna líka: KOMMAKISTUNA!

Fyrri færsla

Boris mun líklega standa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Takk fyrir þessa færslu Gunnar. Án þinnar aðstoðar fengi maður lítið að vita um þessi mál, þvi grafarþögn ríkir hér um allt sem túlka má sem neikvæða umræðu um ESB. Og ekki allir með áskrift a WSJ.En að kreista. Líftóruna úr smáríki er ekkert smá mál. Og það svo Þýskaland geti haldið áfram að selja Kínverjum luxusbila. Grikkland fláð inn að skinni og nú Litháen.  Þvílíkt glæoasamband sem ESB er.

En þetta verður eflaust látið viðgangast eins og annað því skattfrelsið og kokteilboðin vega þyngra. 

Ragnhildur Kolka, 2.2.2022 kl. 13:12

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Ragnhildur.

Já, "glæponasamband" er rétta orðið. Hvernig örðuvísi gat þetta misfóstur endað? Og það er að enda, svo mikið er víst. Það styttist í að ESB opni restarnar af sjálfu sér í litlu húsi við Genfarvatn, sem óvirk stofnun og gólfmottusafn.

Taktu eftir að sendiskrifstofur þess í Úkraínu hafa ekki fengið fyrirmæli um að koma sínu fólki í skjól, eins og þær bresku og bandarísku. Þess vegna á ESB heima við götu í "hlutlausu" Sviss, sem gólfmottusafn.

Og nú eru öll helstu viðskiptalönd Þýskalands einræðisherraríki. Það segir sína sögu. Dulargerfi og fjarvistarsönnun Þýskalands og Frakklands var ávallt og er ESB.

Heimurinn 1945-2008 er að enda. Ég bíð spenntur eftir þeirri nýju uppsetningu sem er að byrja myndast. Einkum er ég ánægður með að alþjóðavæðingin er á hröðu undanhaldi og heimhýsing er það sem á allra manna borðum er. Að vísu stóð hún fyrir lægri verðbólgu á Vesturlöndum í 20 ár, en það hafði ekki neitt gott í för með sér. Verðbólga er visst merki um lífsmark og hlægilegt er að gera sér rellu útaf 5-10 prósentum af henni á hverju ári.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.2.2022 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband