Leita í fréttum mbl.is

Telegraph: "Emmanuel Macron ásakar Holland um breska brexit-hegðun"

WSJ - Ríkisfjárlagaeyðsla í Bandaríkjunum vegna Wuhan-veirunnar

Mynd WSJ: Ríkissjóðsútgjöld eða "efnahagsleg örvun" Bandaríkjanna, annarra ríkja og efnahagssvæða vegna kínversku Wuhan-veirunnar. Hlutfall af landsframleiðslu. Til viðbótar þessu koma síðan aðgerðir Bandaríska seðlabankans

***

LOL: ÞETTA ER SPRENGHLÆGILEGT

"Emmanuel Macron accuses Dutch of acting like Brexit Britain at EU coronavirus summit" – segir í fyrirsögn Telegraph í dag – og sjá frétt Mbl um málið

Þetta er fyndið vegna þess að Holland er útibú Angelu Merkels og eins konar bremsumiðstöð Þýskalands í Evrópusambandinu. Þannig að þegar Macron skammar Holland þá skammar hann Þýskaland. Á Sovéttímanum var þetta kallað að "taka Albaníu á málin", því þegar umboðslausum Kommúnistaflokkunum í Kreml líkaði ekki það sem eitthvert stærra ríki í USSR-allsherjarverkóinu gerði, þá skammaði Kremlið Albaníu, því hún var svo lítil. Síðan urðu Kremlológar að rýna í bollana og afkóða skammirnar

Sem sagt: "leiðtogar" 27-ríkja hafa verið lokaðir ofan í suðukatli í bráðum fjóra daga til þess að rífast um hámark 0,8 prósentu af samanlagðri landaframleiðslu Evrópusambandsríkja, dreift yfir þrjú ár, eða 350 miljarða evra skv. Eurointelligence í dag

Sovétmenn voru þó aldrei svo heimskir að krefjast sameiginlegrar myntar í öllum ríkjum kommúnismans

Þannig að Þýskaland er sennilega á leið út úr Evrópusambandinu (reyndar sjálfgefið úr þessu), því nú er komið að nýju rassakasti þar: Gertrúd eða Gertút þ.e.a.s nýtt Versalasamnings-rassakast. Við viljum ekki borga (en Grikkland á hins vegar að borga okkur, í okkar mynt). Og við höfum þénað þrefalt inn fyrir kostnaðinum við endursameinungu Þýskalans á myntinni evru og veru okkar í ESB

Samkvæmt þessari mynd hér fyrir ofan þá þokast evrusvæðið núll komma einn millímetra upp súluna eftir þessa fjögurra daga reykfylltu suðu í suðukatli taparanna á meginlandinu. Untergang Evrópusambandsins er fyrir löngu orðinn notbremsenresistent

Massíf tiltök

WSJ - Fjárlagahalli í Bandaríkjunum vegna Wuhan-veirunnar í sögulegu ljósi

Mynd WSJ: Fjárlagahalli ríkissjóðs Bandaríkjanna vegna kínversku Wuhan-veirunnar, settur í sögulegt samhengi. Hlutfall af landsframleiðslu. Já ríkissjóðir fullvalda og sjálfstæðra ríkja hafa eyðsluskyldur

Fyrri færsla

Anna Bretaprinsessa gefur lítið fyrir loftslagsþvætting nútímakjána


mbl.is Ekkert samkomulag í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

þriðjudagur, 21. júlí 2020 kl. 10:42:18

Lokaniðurstaða fimm-daga niðursuðufundar "27 leiðtoga" Evrópusambandslanda, sem hver um sig togar í hvorn annan, varð ekki í samræmi við það sem ég hafði skrifað.

Um verður að ræða 0,7 prósentu af landaframleiðslu ríkjanna í þrjú ár og þau þurfa öll að borga í endurreisnar-sjóðinn til að fá úr honum einnar-veiru-kreppu-styrk, til endurreisnar eftir óverk kínversku Wuhan-veirunnar. Tveir þriðju verða greiddir út á næstum tveimur árum og restin á þriðja árinu (2021-2023).

Ekki verður hægt að nota sjóðinn í næsta evru- né veirufaraldur frá Kína. Þetta er sem sagt tímabundið "one off" fyrirbæri, segir bremsuklossi Merksls, herra Marks Rutte forsætisráðherra Hollands. Og hvert land fyrir sig getur sett fram skilmála á hendur hvort öðru sem uppfylla þarf áður en peningar fást greiddir úr sjóðnum. Um næstum-neitunarvald er því að ræða varðandi greiðslur úr sjóðnum.

Og nú er strax sagt að "samkomulagið" sé svo ómögulegt að gúmmíþing Evrópusambandsins muni ekki geta samþykkt það, en það verður það að gera því að um hluta af fjárlögum sambandsins til næstu sjö ára er hér að ræða.

Þrennt þykir þykkja pappírinn sem kyngja þarf:

1) Afslátturinn sem frú Margrét Thatcher kom í kring og var næstum móralskt skotin niður fyrir að fá fyrir hönd Bretlands, og sem David Cameron var kýldur út úr sambandinu fyrir að vilja ekki gefa eftir, já hann hefur Holland fengið hækkaðan fyrir sig úr 1,57 milljarði evra 1,92 og Austurríki tvöfaldaði sinn í 565 milljónir.

Þetta er gert til þess að þau geti komið út úr þessu misfóstri næstum því á sléttu, því annars falla ríkisstjórnir beggja þessara landa og úrsögn úr ESB er hent á borðið í þeim báðum. Þetta er sem sagt afsláttur þeirra á greiðslum til fjárlaga Evrópusambandsins næstu sjö árin (Margrét Thatcher lifir því enn, en er nú orðin tvöföld innan "kjarnalandanna"). 

2) Ungverjaland kom því svo í gegn að hætt var við að "réttarríki" yrði í ESB (samkvæmt þeim sem horn hafa í síðu þess lands og þykjast meira samkvæmir réttarríki Sovétríkjanna sálugu) og Orban lét Merkel lofa því að 7.-greinar-málsókn á hendur Ungverjalandi yrði felld niður.

Segið svo að vílað sé ekki og dílað án þess að kjósendur komi þarna nokkurs staðar nærri í ESB. Þægilegt er að vera stjórnmálamaður í umhverfi þar sem kjósendur eru ekki til. Enginn þessara manna hafði neitt umboð frá kjósendum til neins þessa.

3) Engir fleiri né ferskir peningar fyrir utan lán voru lagðir á borðið. Verður því peningum sem ætlaðir voru í rannsóknir, þróun, umhverfismál, fjárfestingar og VARNARMÁL, fórnað.

Og Ítalía og Spánn þurfa að borga peninga í sjóðinn til að fá þá til baka sem styrk. Herra Ponzy leiddi fundinn.

Ekkert ríki gekk í Evrópusambandið til að borga til þess. Þau gengu öll í það til að geta rænt peningum frá hvort öðru, með pennastrikum, fallþunga og vélabrögðum.

Restin af pakka-gasinu eru lán sem ríkin taka, þ.e. ef þeim skyldi verða heimilað að bera hönd fyrir höfuð sér.

Gunnar Rögnvaldsson, 21.7.2020 kl. 10:41

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

þriðjudagur, 21. júlí 2020 kl. 11:48:28

Danski Jótlands-Pósturinn segir að aðildarreikningur dönsku þjóðarinnar hækki hér með um 4,5 milljarða DKK á ári. Venstre og Radikale segja að nú hefjist leitin að þessum peningum í Danmörku (þ.e. með niðurskurði innanlands). Sem kunnugt er fann ESB-kommissar Vestager úr danska radikale-flokknum enga Apple-peninga á Írlandi.

Í Svíþjóð segist Vinstriflokkurinn ætla að kæra sænsku ríkisstjórnina til eftirlitsnefndar sænska þjóðþingsins fyrir að ætla að taka lán til þess að geta sent þá peninga til Suður-Evrópu, og þannig skuldsett framtíðarkynslóðir landsins upp að eyrum, með því að hækka aðildarreikning Svíþjóðar að ESB um sex milljarða SEK á ári.

Þess utan segir talsmaður Vinstriflokksins að hann hafi áhyggjur af að "umhverfismálunum" hafi verið fórnað og að Pólland og Ungverjaland séu ekki barin til hlýðni.

(Til ná samkomulagi var hætt var við að berja á Póllandi með þeim körfum um að það fengi enga peninga úr fjárlagakistu-ESB, nema að því tilskyldu að það myndi gera sig "kola-hlutlaust" fyrir árið 2050.)

Jonas Sjöstedt, þ.e. umhverfistalibanformaður sænska Vinstriflokksins (3 til 8 prósent flokkur), vill "þvinga ríkin í ESB" til umhverfismálahlýðni (USSR) með því að neita þeim um þá peninga sem þau hafa samið um, segir hann og froðufellir. "Ég kæri ríkisstjórnina", segir hann. "Enginn fékk að sjá neitt af því sem hún samþykkti þarna".

Þetta voru örfréttir úr friðarbandalagi ESB.

Gunnar Rögnvaldsson, 21.7.2020 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband