Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk stunt Angelu Merkel og áhugaleysi á evrunni

Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur: Mannkynssagan í fréttunum: Langa stríðið frá 1870 til 2012, hvers vegna Þýskaland sigraði Evrópu að lokum. Næstu áratugirnir í Evrópu verða "athyglisverðir tímar"

****

Sagt er að kanslari og ríkisstjórn Þýskalands hafi engan áhuga á evrunni né sjálfu evrusvæðinu. Varðandi hönnunarkrypplaða evruna hefur Angela Merkel á valdaferli sínum ekkert aðhafst umfram það að sjá til þess að evran og evrusvæðið hryndi ekki til grunna, og síðan séð til þess að evran virki sem lággengisgjaldmiðill fyrir Þýskaland á meðan eitthvað er enn hægt að sjúga út úr þeim löndum sem eru í handjárnuðu gengisfyrirkomulagi við Þýskaland og skulda því nú tvær billjónir evra. En meira að segja þarna, þótti þýskum stjórnvöldum að of miklu væri eytt í evruna sem sameiginlegan þýskan gjaldmiðil yfir Evrópu

Einu afrek Merkels á 15 ára valdaferli hennar eru þau að afskaffa kjarnorkuver landsins og síðan að hleypa fossi fólks frá sólkerfum Sýrlands inn í Þýskaland. Bæði eru fyrirbærin það sem Bifrastarstjörnuspámenn kalla "popúlismi" eða "pólitískt stunt". Orkuframleiðsla Þýskalands er því í molum og innflytjendamálin eru að springa framan í andlit þýsku ríkisstjórnarinnar

Enginn býst við því að þýska ríkisstjórnin standi við fögur fyrirheit um voldugan "björgunarpakka" vegna Wuhan-veirunnar [esb þolir ekki áföll og er því viðvarandi sökkvandi og Schengen er nú duft í glasi sem esb/ees-menn drekka við timburmönnum á reglusamkomum sínum]. Þeir Þjóðverjar sem einna mest vit hafa á úrverki þýskra stjórnmála í ESB, telja að slíkt sé með öllu útilokað. Um verður að ræða pakka sem kynntur verður með lúðraþyt já, en hann verður samt ekki nema brot af einu prósenti landsframleiðslunnar næstu tvö til fjögur árin - og kemur, kannski, til útborgunar með alls kyns skilyrðum. Ríkisskuldir Grikklands eru til dæmis komnar í tvöfalda landsframleiðslu og 7 prósent fjárlagahalli er að renna þar upp, og forsætisráðherra Ítalíu er á barmi taugaáfalls vegna skulda, massífs langtíma evruskapaðs atvinnuleysis og barnleysis. Þar er framtíðin vægast sagt kolsvört

En jafnvel þetta litla finnst þýskum stjórnvöldum að sé orðið of mikið, og mun meira en það sem þótti jafnvel of mikið á hangandi-hárs-árum evrunnar 2012-2015, þar sem Seðlabanki Bandaríkjanna átti stærsta þáttinn í að evran og myntsvæðið félli ekki algerlega saman

Og nú sussar sósíaldemókratinn Heiko Maas og utanríkisráðuneyti hans í Þýskalandi á þýska ríkisborgara í Hong Kong, og skipar þeim að gagnrýna ekki ókjörnu vondu mafíuna sem án umboðs stjórnar þar frá Peking. Hryggleysið er algert og sendiherra Kína í Berlín stynur af ánægju

Fyrri færsla

Reagan 1988: Dukakis er öryrki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

VDH er alltaf upplýsandi og ég bíð spennt eftir næsta innleggi. Merkel tókst það sem Hitle stefndi að, þ.e. að leggja Evrópu undir Þýskaland enda virðist hún hafa 9 líf. Hafi heimurinn verið hættulegur 2015 þá er hann margfalt hættulegri nú með Kína á þröskuldinum og BNA í upplausn.

Ragnhildur Kolka, 9.7.2020 kl. 21:07

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir innlitið, góða athugasemd og kveðju Ragnhildur.

Já, það sem þú nefnir m.t.t. Þýskalands er rétt. Hitt virðist vera rétt, þetta með Bandaríkin og Kína, en þegar nánar er að gáð, þá er það nú ekki svo.

Öll ríki eru alltaf á þröskuldi sínum. Þröskuldur Kína er við sjávarsíðuna í Kína (í flæðarmálinu). Yfir hann kemst Kína ekki, því þá stígur það um leið á þröskuld Bandaríkjanna, sem er norðan megin við Taívan.

Já Bandaríkin virðast vera í upplausn, en eru það hins vegar ekki. Þau eru bara í venjulegu uppnámi unglingsins sem rétt er að ná því að verða fullorðinn. Þetta eru síðustu ár Bandaríkjanna sem heimsveldið sem það aldrei vildi verða. Þau eru loksins að samþykkja og kyngja þeirri staðreynd að þau eru eina heimsveldi jarðar sem beint getur völdum um alla jörð. Unglingabólurnar eru að hverfa.

Mitt í öllum þessum innanlandslátum, þá virka Bandaríkin á alla kanta. Löggjafar-, dóms-, og framkvæmdavaldið virkar eins og vera ber. Herinn virkar á öllum sviðum og í öllum heimsálfum og hagkerfið er að þjóta upp sem ein ósundrandi heild. Og þannig hefur þetta verið í Bandaríkjunum öll árin frá því að endir-Fukuyama-sögunnar sem-aldrei-varð endaði 2008. Þetta tók sinn tíma. Það sama er ekki hæg að segja um neinn annan hluta Vesturlanda, nema Bretland og Fimm augu, sem nú er eina varanlega bandalagið á Vesturlöndum, með varanlega sameiginlega hagsmuni.

Útlit er því fyrir að bandarískur almenningur fái fulla valútu fyrir peninga sína núna, með því eiga miða á forsetakosningar sem loksins verða eins nálægt alvöru hnefaleikum eða leðjuglímu og hægt er að komast. Hvaða annað ríki heimsins býður upp á slíkt? Ég spyr.

Þessi spenningur fékk mig til að horfa á fjórða-júlí-ávarp Trumps til þjóðarinnar við Rushmorefjall í gærkvöldi, og þar tók ég líka eftir hinni efnilegu Kristi Noem bóndakonu, sem er ríkisstjóri Suður Dakóta núna. Fékk mér meira að segja popp og kók með þessu. Þetta borgaði sig heldur betur því þara sá maður að ekkert var að marka það sem flestir svo kallaðir "fjölmiðlar" sögðu um ávarpið, nema leiðari WSJ.

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.7.2020 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband