Leita í fréttum mbl.is

Pólitískar ofsóknir góða fólksins og drepsóttir kommúnismans

Á sama tíma og pólitísku ofsóknirnar á hendur Donald J. Trump fyrir að vera Trump og tala eins og Trump náðu hámarki, eru af sama "góða fólki" engar spurningar settar við það, að erfiðara er að fá réttar og gagnlegar upplýsingar um krónískar útflutningsdrepsóttir Kína, en það var að fá réttar upplýsingar um bráðdrepandi hungursneyðar hins sama alblóðuga kommúnisma í Sovétríkjunum og hjálendum þeirra á sínum tíma

Enginn þorði að setja fingur á Kína, nema Donald J. Trump. En nú eru allir menn með heila sammála honum þar - og í Miðausturlöndum líka þar sem Vesturbakkinn og sendiráð í Jerúsalem reyndust á engan hátt mikilvæg atriði fyrir friðsamlegri sambúð þjóðanna þar. Sleggja í óhlutfallslegri stærð bíður Írans haldi það sér ekki á mottunni, og það veit Íran núna. Hið sama gildir um Evrópu sem –áður en Trump kom, sá og sagði– heimtaði að Bandaríkin hefðu meiri og dýpri frumskyldum að gegna þar, en Evrópa hefði gagnvart sjálfri sér. Þar reif hann í eyru manna, öskraði þetta er bullshit í þau, og allir eru sammála um að þess var fyllilega þörf

Það kostar mikið að vera hugrakkur eins og Trump. Þess vegna eru svo fáir sem eru það. Borgaralegt hugleysi er því næstum allsráðandi. Huglaust fólk ofsækir þá hugrökku fyrir það eitt að vera hugrakkir

Lögmálið um hugleysi er þannig að fólk sem er huglaust þolir ekki fólk sem er hugrakkt, því að hugrakkir menn fá hugleysi þess sjálfs til að skera sig úr í augum þess sjálfs, og annarra. Þannig fólk virðist enn fremur hafa tilhneigingu til að verða auðveldara háð andúð og jafnvel hatri á hugrökkum mönnum en það verður háð eiturlyfjum

Það mun aldrei renna af þannig fólki varðandi Donald J. Trump, ekki frekar en það rann aldrei af mönnum hér heima varðandi Davíð Oddsson. Þeir menn eru fullir og tapaðir enn

Fyrri færsla

Á meðan ESB leysist upp, styrkist stjórnarfar Engilsaxa [u]


mbl.is Læknirinn sem varaði við kórónuveirunni er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Gunnar,þú vekur fólk aldeilis upp af sinnuleysi í mati þeirra á forsetum,ráðamönnum og sérfræðingum,sem vara við hverskonar vá með haldbærum rökum sem auðvelt er að sannreyna. Þrenn alvarleg tilfelli sem öllum hefði mátt afstýra ef skynsemin hefði borið stærilætið ofurliði.-        

Helga Kristjánsdóttir, 9.2.2020 kl. 03:33

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér kærlega fyrir Helga.

Það er ansi merkilegt (og verðugt rannsóknarefni) að umræðustjórar og gáfumenni lýðræðisþjóðfélaga, sem oftast eru í öruggum stöðum, skuli ætlast til þess að maður í kjólfötum með fiðluboga að vopni komi og lagi erfiðustu stíflur í pípulögn stórþjóðar, en sem sú þjóð pantaði kraftakarl með kemóterapíu að vopni til að laga, því hún hafði algerlega gefist upp á herra og frú Fiðluboga.

Umræðustjórarnir og gáfumennin fara af límingunni þegar handverksmaðurinn sem þjóðin pantaði sýnir sig að vera handverksmaður og jafnvel jarðýta í framkvæmdum.

Ég var að lesa leiðara Morgunblaðsins frá því daginn eftir kjör Ronalds Reagans 1980, þar sem meira að segja þáverandi Matthías ritstjóri þarf endilega að gefa sósíalistum Íslands og hægfara vinstrimönnum (gott orð hjá honum) undir fótinn, með því að lúffa og taka undir kjólfötin með vinstri-fiðlubogann, með því að segja að:

"Ástæða er til að taka undir það sjónarmið, sem víða hefur komið fram, að í forsetakosningunum hafi Bandaríkjamenn átt skilið að geta valið á milli aðsópsmeiri manna, en raun bar vitni."

Þetta var í praxís vinstra fiðlubogasnobb hins sökkvandi meginlands Evrópu upp á við => þvæla. Það var engin ástæða til að taka undir það fjas. Bara alls engin! En að öðru leyti virðist ritstjórinn hafa verið ánægður með kjör Reagans. En það var alger óþarfi að taka undir vinstrasnobb sjónarmiðið, því það var bara sjónvarpsmiðin og tryggingafélag fjarvistarsannana.

Það skemmtilega er hins vegar að Davíð á Mogganum í dag er eini ritstjórinn sem er handverksmaður og mannþekkjari á menn eins og Trump. Eini meiriháttar maðurinn á Íslandi sem skilur fyrirbærið Trump. Það er mikill blessun að hafa þannig  gáfur. Enda blómstraði Sjálfstæðisflokkurinn undir honum. Sem er eitthvað annað en brennandi fiðlubogarústin sem við sjáum í dag.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.2.2020 kl. 04:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband