Leita í fréttum mbl.is

Hátíð: Breskir þingmenn yfirgáfu gúmmíþingið í Brussel og Stóra-Bretland Evrópusambandið. Skál!

Í dag er stóri dagurinn. Breskir þingmenn yfirgáfu gúmmístimpilsþing Evrópusambandsins í síðasta sinn í dag. Frelsið og sjálfstæðið blasir við. Klukkan 23:00 í kvöld verður Bretland frjálst land á ný, því þá yfirgefur það Evrópusambandið fyrir fullt og allt. Þá yfirgefur það eina verstu hugmynd eftirstríðsáranna og samtímans - og versta efnahagssvæði hins þróaða hluta heimsins

Fjórfalt húrra fyrir Bretum!

Beina útsendingu Daily Telegraph, í för með Nigel Farage og Jacob Rees-Mogg, frá Lundúnum, má horfa á hér (nýr gluggi)

Og beina útsendingu Daily Telegraph, þar sem myndavélinni er beint að Downingstræti 10

Föstudagur, 31. janúar 2020 kl. 23:01:12

Stóra-Bretland hefur yfirgefið Evrópusambandið og er á ný fullvalda og sjálfstætt ríki

Boris Johnson forsætisráðherra ávarpaði þjóðina

Hversu stórt er það Stóra-Bretland sem var að yfirgefa Evrópusambandið?

Jú það er svona stórt

1. Nú þegar Bretland fór, þá svaraði það til þess að allur mannfjöldi rúmlega þessara 15 landa Evrópusambandsins yfirgæfu sambandið á einu bretti:

Malta
Lúxemborg
Kýpur
Eistland
Lettland
Slóvenía
Litháen
Króatía
Írland
Slóvakía
Finnland
Danmörk
Búlgaría
Austurríki
Ungverjaland
Plús einn þriðji hluti Svía

2. Þegar Bretland fór, þá svaraði það til þess að öll hagkerfi þessara 19 landa Evrópusambandsins yfirgæfu sambandið á einu bretti:

Malta
Kýpur
Eistland
Lettland
Litháen
Slóvenía
Króatía
Búlgaría
Lúxemborg
Slóvakía
Ungverjaland
Grikkland
Rúmenía
Tékkland
Portúgal
Finnland
Danmörk
Írland
Austurríki 

Fyrri færsla

Götubardagar á evrusvæðinu halda áfram


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Kristinsson

Blessaður Gunnar!

Og tilhamingju England.Takk fyrir linkana Gunnar.

Og núna er ekkert annað í boði en að vinna að ÚTGÖNGU úr EES.Erum búin að vera nógu lengi með opinn bossann fyrir saurþjöppum ESB.

Óskar Kristinsson, 1.2.2020 kl. 10:57

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Óskar.

Ég segi stórt AMEN við því sem þú segir. Til fjandans með ESB-sharíalagabálkinn af herðum þjóðarinnar. Engin þörf er á honum til þess að selja svo mikið sem einn sporð af fiski, né til neins annars.

Það furðulega hefur nú þegar gerst við það að Bretland varð fullvalda og sjálfstætt ríki á ný, er að þau lönd sem eftir sitja sem eins konar flugnaskítur í skítadreifara Evrópusambandsins, hafa orðið enn minni við brottför Breta en þau áður töldu sig vera. Það sér maður og heyrir þegar stjórnmálamennirnir sem í dreifaranum "sitja eftir", eru inntir eftir því í fréttum hvort að þeirra eigið land geti ekki gert eins og Bretland, þ.e. bara yfirgefið skítadreifara Evrópusambandsins.

En nei! Nú svara þeir því til að landið þeirra sé svo lítið að það geti ekki neitt slíkt. Lönd þeirra hafa með öðrum orðum orðið enn minni við brottför Breta. Enn minni! Þetta er alveg öfugt við það sem búast mætti við, sé vestrænni rökhyggju beitt: að þegar einn fer að þá eykst vægi þeirra sem eftir sitja í klúbbnum.

En kannski er málið það -eins og reyndar flestir vita sem í skítadreifarar hafa legið- að fastnegling þeirra við "borðið" fræga, þar sem til dæmis Grikkland var tekið af lífi, verður eins og þeirra sem í mannkynssögunni bíða eftir að röðin komi að þeim fyrir framan aftökusveit. Þannig er það að sitja fastnegldur við borðið stóra, þar sem aftökuröðin í sjálfstortímingar-klúbbi Evrópusambandsins er ákveðin. Þitt land gæti orðið næst í röðinni.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 1.2.2020 kl. 11:53

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það munar um £10miljarðana sem Bretar sendu árlega til ESB fyrir að láta lítilsvirða sig við veisluborðið í Brussel. Og ekki bara í velferðarkerfinu sem heldur uppi menntunarsnauðum innflytjendaskara. Þjóðverjar þurftu nýlega að draga sig til baka úr Evrópuhersæfingu vegna þess að hertólin sem hermennirnir áttu að nota við æfingarnar veru ógangfær og hermennirnir neituðu að nota eigin bíla til að koma sér á staðinn.
Það var ekki mikil inneignin hjá Merkel og Macron þegar þau sendu Trump fingurinn fyrir NATO fundinn í fyrra.

Ragnhildur Kolka, 1.2.2020 kl. 21:07

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ragnhildur.

Já einmitt.

Ný skýrsla um gjaldþrot Þýskalands gagnvart NATO-skyldum þess kom út í síðustu viku. Hún er enn verri en lýsing þín hér að ofan: Unterrichtung durch den Wehrbeauftragten; Jahresbericht 2019.

Já. Það verður munur fyrir Bretland að geta sest sem fullvalda ríki við WTO-borðið og talað þar fyrir sínum málum sjálft.

Já engin inneign þar: enda varð Macron að setja nýju glóbal stafrænu skattaáform sín á hilluna í bili (í frost). Hann þorði ekki annað eftir samtalið við Trump. Fingur hans var ekki lengri en það.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 2.2.2020 kl. 00:28

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Engir eru betri striðsfréttaritarar en þið.-Það er stríð! Og setið um okkur.Af sem áður var er ég kornung hlustaði á stríðsfréttir í ríkisútvarpinu;"öxulveldin/Möndulveldi náðu mikilvægri hæð"?..."bandamenn/vesturveldin náðu að stöðva sókn möndulveldanna inn í Egyptaland" - Ríkisútvarpið flutti sannar fréttir úr stríðinu og hver einasti Íslendingur óskaði bandamönnum okkar sigurs,því rétt eins og nú vitum vitum vér hvað til okkar friðar heyrir    

Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2020 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband