Leita í fréttum mbl.is

Fá Rússadindlar Íslands aldrei nóg?

Krím var tyrkneskt frá 1441 til 1783, þegar það –eins og árið 2014– var bara sí svona tekið og innlimað í Rússneska heimsveldið. Rússar réðu svo yfir Krím næstu 171 árin. Síðan var því skellt inn í Sovétsambandið (Soviet Union þ.e. European Union þeirra daga). Þaðan fór Krím svo inn í Úkraínu þar sem handhafar fullveldis þess ríkis samþykktu það sem hluta af sínu ríki

Þetta er dálitið merkilegt, því sagt er að einhverskonar íbúar á Krím hafði árið 2014 samþykkt að verða hluti af Rússlandi, sem það aldrei áður hafði verið, því árið 1954 varð það ekki hluti af Rússlandi heldur hluti af Soviet Union, eins og Úkraína. Hefur einhver fengið að skoða kjörseðlana? Og hafa Rússadindlar Íslands skoðað andlit sín í spegli?

Ef þetta gengur upp, þá hlýtur það sama að gilda um Lettland, Litháen og Eistland, því öll þrjú voru hluti af Soviet Union

Og nú fyrst við erum að þessu, þá er dindla-orðið á sovétgötunni núna það, að íbúarnir í Donbasshéraði Úkraínu –sem dregur nafn sitt af Donetsfljóti– ættu jafnvel að fá að kjósa um að tilheyra Rússlandi. Bara sí svona, eins og að Akureyri dytti í hug að tilheyra Færeyjum –og þar með Danmörku– og notuðu sovétlýðræði sem röksemd fyrir því. Sú ákvörðun tilheyrir að sjálfsögðu öllum Íslendingum, og bara þeim, en ekki skrílslýðræði á borð við það rússneska. Það sama gilti auðvitað um gervikosningarnar á Krím. Sú ákvörðun átti heima í Kænugarði

Og fyrst að við erum enn að þessu, þá erum við einmitt hér að tala um fall Tyrkjaveldis, sem endalausir og gapandi röflarar Vesturlanda kenna Bretum og Frökkum um að hafa þurft að glíma við og ekki farnast það vel

Og þar erum við komin að því landsvæði sem upprunalega heitir Júdea og Ísrael. Þar hefur aldrei verið til neitt landsvæði sem heitir palestína. Það nafn var fundið upp til að fegra brottrekstur Gyðinga af landi sínu. Það nafn var málað yfir gamla nafnið. Það fólk sem kallar sig "palestínumenn" í dag tilheyrði Sýrlandsveldinu. Og þarna erum við aftur komin að Tyrkjaveldinu sem skalkaði og valkaði með allt fyrir botni Miðjarðarhafs og gott betur, eins og því sýndist þar til það veldi Tyrkja hrundi og var formlega leyst upp árið 1923

Þá, eða 1917, ákváðu þeirra daga sameinuðu þjóðir, þ.e. Frakkland, Ítalía, Benedikt XV í Páfagarði, Bretland og Bandaríkin –með samþykki Japans og Kína– að gefa út yfirlýsingu sem kennd er við breska Íhaldsmanninn Arthur Balfour forsætisráðherra, en sem þá var utanríkisráðherra breska Konungsdæmisins. Sú yfirlýsing var þess efnis að Gyðingaþjóðin sem gerð var heimilislaus og síðan hundelt og ofsótt í meira en tvö þúsund ár, fengi land sitt aftur. Eða að minnsta kosti hluta þess. Þjóðarbandalagið var svo sett í málið eftir að það var stofnað og Sameinuðu þjóðirnar staðfestu þjóðaréttrétt Gyðinga yfir heimili sínu. En þjóðríki Davíðs og Salómons, var hins vegar tvöfalt stærra en þjóðríkið Ísrael er í dag

Þó svo að það tækist að þurrka Ísraelsríki út í dag, þá myndi það ekki leysa neinn vanda þegar að þessum svokölluðu "palestínumönnum" kemur, því að Arabaríkjunum allt þar um kring, er enn meira illa við palestínumenn en þeim er illa við Ísraelsmenn. Þeir sem vita þetta ekki, þekkja ekki söguna. Og þeir (röflararnir) hafa þar af leiðandi enga samúð með því hlutverki sem Bandalagsþjóðirnar (e. The Allied powers) sem voru sigurvegararnir í Fyrri heimsstyrjöldinni, þurftu að glíma við í rústum Tyrkjaveldis. Þeirra hlutskipti átti ekki nándar nærri eins mikið skylt við nýlenduhugarfar eins og það hugtak á skylt við rússadindla og þýskalandsfetista Íslands. Af hverju talar þetta fólk ekki frekar um nýlendukúgun Tyrkjaveldis frá 1299 til 1923?

Georgía (komið!)
Krím (komið!)
Donbass og Transnistría (eru að koma!)
Vislubass, næst
Oderbass, kemur líka

Nei nei, við skulum horfa fram hjá þessu öllu, loka augunum, kreista þau saman og helst plokka þau úr okkur, og einbeita okkur að vesturbakka Jórdanfljóts. Þar býr nefnilega fólk sem þolir enn verr þá sem búa á hólmlendunni Gaza sem Egyptar þola ekki heldur, því þeir álíta það sína eign, en sem var og er eins og Hong-kong er í dag; hólmlenda eða nýlenda erlends veldis, í þessu tilfelli sennilega síðast Sýrlands, sem var hérað eða provins í Tyrkjaveldi, og sem það fyrir langa löngu hefur slegið hönd sinni af og meira að segja ráðist inn í Líbanon til að reyna að reka PLO þaðan út, til að kveða það í kútinn. Það gerðist á áttunda áratug síðustu aldar. Á vesturbakkanum er allt annað fólk. Sá Golíat sem Davíð konungur barðist við og lagði að velli þar sem er Gaza núna, var líka annað fólk. Það eina sem þeir sem kalla sig palestínumenn standa fyrir, er viðstöðulaus ófriður. Án hans eru þeir búnir að vera. Þeir hafa aldrei verið þjóð - aðeins vopnabræður

Hafa Rússadindlar Íslands, þegar hingað er komið, nokkuð fengið nóg? Eða þarf meira til. Hvað með Oderbass, Saxlandsbass eða Vislubass. Er allt í lagi með ykkur? Já já, leyfum þeim að kjósa og kjósa og kjósa. Mamma ég hef kosið hjá sjáfum mér um að ég fái meira nammi frá mömmu Sigga Jóns. Af stað með þig! Það útskýrir sig líka sjálft af hverju Hollywood, eins og rússadindlar Íslands, hefur aldrei þorað að gera sovéttímann upp eins og hann sannarlega á skilið

Fyrri færsla

Þjóðverjar eru að missa trúna á ríki sitt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband