Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Ben: raforkumál Íslands eru ekki innri-markaðsmál ESB

Það sagði Bjarni Benediktsson á þingi fyrir rúmu ári síðan. Sjáið og heyrið Bjarna segja þetta hér

STEYPA ER EKKI HOLLUR MATUR

Okkur er sagt að borða hana. Og ef spurt er. Af hverju ætti ég að borða steypu, þá er svarað: bara af því. Þetta er þriðji orkupakkinn. Í honum er einnig þvinguð og tortímandi einkavæðing

Eina ástæðan fyrir því að við höfum sæmilega ódýrt rafmagn er vegna þess að við erum ekki í ESB

Eina ástæðan fyrir því að við flytjum út milljón tonn af áli á ári er vegna þess að við erum ekki í ESB

Eina ástæðan fyrir risavöxnum erlendum og innlendum orkukrefjandi fjárfestingum einkageirans er sú, að við erum ekki í ESB. Íslenska ríkið, þjóðin, bjó til jarðveginn handa þeim þar sem fé þeirra var gróðursett og blómstrar núna og um ókominn langan tíma

Eina ástæðan fyrir því að við höfum arðbæran sjávarútveg er vegna þess að við erum ekki í ESB. Við flytjum úr meira en milljón tonn af sjávarafurðum á ári. Komið var í veg fyrir að 1000 skip eltu sama fiskinn í sjónum og komið var í veg fyrir að landhelgi Íslands kæmist undir erlend yfirráð

Orkupakkar ESB (1+2) hafa hins vegar gengið út á það að 1000 "orkudreifingarfyrirtæki" (þvæla) elti sama kílóvattið í orkulandhelgi Íslands. Þeim óþurftarpökkum ESB þarf að rúlla til baka, áður en þeir skaða íslenska neytendur og þjóðarhag enn meira en þeir þegar hafa gert

Eina ástæðan fyrir því að við höfum íslenskar landbúnaðarvörur er vegna þess að við erum ekki í ESB

Eina ástæðan fyrir því að við höfum ferðamannabransa er vegna þess að við erum ekki í ESB

Orkupakki-3 er það sama og að ganga frá sjálfum sér hálfdauðum. Hann er steypa. Algjör steypa sem hættuleg er fullveldi, sjálfstæði og velmegun íslensku þjóðarinnar

Þess vegna sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi að orkupakki-3 væri steypa og ekki innri-markaðsmál ESB, né neinna annarra, en einmitt okkar Íslendinga sjálfra

Er það ekki Bjarni?

Fyrri færsla

xD opnast í báða enda: Moskvu-játningar þingmanna hafnar [u]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein og ekki dugar annað en að halda áfram baráttunni. Ég tók eftir því í morgun að greinin þín þessi eða síðasta var komin inn á Face book svo hefir líklega deilst mörgum sinnum. Veit að þú heldur ekkert upp á FB en þú ert þar samt og margar aðrar greinar frá þér. :-) enda kröftugar greinar.

Valdimar Samúelsson, 22.4.2019 kl. 21:17

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Valdimar.

Hér er allt opinbert og frjálst. Allir geta deilt öllu héðan með öðrum eins og þeim sýnist. Endilega!

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 22.4.2019 kl. 21:49

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er allt rétt hjá þér Gunnar Rögnvaldsson svo sem vant er og þakka þér fyrir góða vakt.  Ég geri ekki ráð fyrir því að Bjarni svari þér frekar en öðrum, eða reyni að bera blak af sér, enda er maðurinn bæði rola og vingull.  Rola vegna þess að hann gerir ekki neitt nema að hann sé pressaður til þess og þá gerir hann það vitlaust og vingull vegna þess að hann hefur enga stefnufestu og getur ekki einu sinni haldið grundvallar stefnu flokksins sem hann er formaður fyrir.

Hrólfur Þ Hraundal, 23.4.2019 kl. 06:31

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Hrólfur.

Það er náttúrlega leiðinlegt að þurfa að taka undir þetta hjá þér. Flokksforystan er staðráðin í því að brjóta fyrsta lögmál Buffets gamla um að enginn, nema þá helst nóbelsverðlaunahafar á borð við þá sem ráku Long-Term Capital Management inn í svínslegt og grjótskallað aulahrollslegt gjaldþrot, leggjast í þá helför að fórna því sem hann getur ekki verið án, fyrir það sem skiptir hann litlu sem engu máli.

Fólk setti sig til dæmis á hausinn með því að veðsetja það sem það gat ekki verið án, fyrir því sem það gat alveg gersamlega veri án og lifað góðu lífi án.

Fílabeinsturn þessa fólks í forystu flokksins og áhangenda þeirra eru svo stórar fangabúðir andans, að hann er að kalla forsmán yfir flokkinn allan. Þeim fækkar sem vilja láta kenna sig við Sjálfstæðisflokkinn, því í þessu tilfelli er hann fyrst og fremst Ósjálfstæðisflokkurinn eins og hann var í Icesave.

Þetta fólk þyrfti að taka og rassskella og setja í gapastokk, og sparka því svo út úr flokknum. Það er orðið læst inni í sjálfu sér og þarf að komast út í frelsið. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 23.4.2019 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband