Leita í fréttum mbl.is

Skyndilegt sölustopp Apple í Kína

Fyrirlestur Michael Pettis um Kína á gamla vinnustað Alberts Einstein. Takið vel eftir. Pettis rak um skeið punk-bar í Kína en honum lokuðu yfirvöld

****

Er Apple kanarífuglinn í kolanámunni?

Í fyrrakvöld kom afkomuviðvörun frá Apple. Salan verður minni en áætlað var í byrjun nóvember og sem þýðir 4-5 prósentu fall í veltu á milli ára, skrifaði Tim Cook forstjóri Apple. Öll aðvörunin tengist Kína, sem hæglega gæti verið að leggjast inn á bráðamóttöku. Annars kemur Apple-árið út með hæsta EPS nokkru sinni (hagnaður á hvern hlut)

Sem sagt: Apple sat með eigendum fyrirtækisins (almennings-hluthöfum þess) og greinendum þann 1. nóvember 2018 og gerði grein fyrir síðasta fjórðungsuppgjöri á símaráðstefnu með eigendum, öllum heiminum í vefvarpi og helsti greinendum. Tim Cook kom þar með íhaldssamar leiðbeiningar um lykiltölur fyrir næsta fjórðung, sem kemur til uppgjörs í byrjun febrúar n.k. En í fyrrakvöld kom svo skyndilega afkomuaðvörun frá Tim, sem meðal annars segir þetta:

[..While we anticipated some challenges in key emerging markets, we did not foresee the magnitude of the economic deceleration, particularly in Greater China. In fact, most of our revenue shortfall to our guidance, and over 100 percent of our year-over-year worldwide revenue decline, occurred in Greater China across iPhone, Mac and iPad.]

Sem sagt: Frá 1. nóvember til og með næstu nokkrar vikur, þá rekst Apple á skyndilegt stopp? í Kína (e. sudden stop). Í byrjun desember vita þeir hjá Apple sennilega þá þegar hvað er að gerast, en bíða í nokkrar vikur til að fá það staðfest. Og þá eru tvær vikurnar fyrir jól komnar, og þá er ekki hægt að koma með aðvörun, því þá er allur markaðurinn eins og hann lagði sig kominn á klósettið í svartsýniskasti um allan heim, en sem enginn þekkir í raun og veru skýringarnar á, séu þeir heiðarlegir og viðurkenni staðreyndir. Tim bíður því þar til 2. janúar með afkomuaðvörunina. Hún mun svo taka mesta gasið úr málinu og fá eigendur (fjárfesta) Apple til að líta raunsætt á málin þegar uppgjörið kemur í febrúar. Það sem gerðist hjá Apple í Kína gerðist fyrirvaralaust. Um er að ræða einn ákveðinn viðburð, sem breytti öllu

En það er eitt sem er dálitið merkilegt. Og hvað er það Gunnar? Jú, Þann 14. nóvember skrifaði Michael Pettis eftirfarandi (Pettis veit manna mest Vesturlendinga um kínverska hagkerfið, enda kennir hann Finance (fjármál) við Pekingháskólann og er búinn að reyna að vara Vesturlönd við því sem er að gerast í Kína árum saman. Hann skrifaði þetta:

[.. As long as the countrys bubble economy can be prolonged, Singles Day will continue to grow and break sales records. But as nervousness deepens in China and as economic worries spread, Singles Day itself will be threatened. In fact, while this years 22 percent increase in sales may seem impressive, at least part of this increase may simply reflect the fact that many new vendors joined the program; if so, the sales these newcomers would have made anyway will have been added to the Singles Day total as if they represent new economic activity.

One year on November 11, maybe next year or maybe in a few years, the dizzying sales growth of Singles Day will suddenly reverse. At that point, the exuberance of Chinas bubble economy will almost certainly have ended and, as that happens, young Chinese people will probably increasingly reject the extraordinary commercialization of Singles Day as the very symbol of what went wrong in China”..]

Þetta er það sem er að gerast. Eins og Tim benti óbeint á, þá hefur 11-nóvember bóla einhleypra ungmenna sprungið einmitt þann 11. síðasta nóvember. Eða - aðeins 10 dögum eftir að Tim Cook gerði grein fyrir síðasta fjórðungsuppgjöri á símaráðstefnu með eigendum, öllum heiminum og greinendum - og leiðbeindi þeim líka um nánustu framtíð í meðal annars Kína. Tíu dögum síðar klessir Kína á vegg einhleypra ungmenna

Það er engan veginn hægt að kenna viðskiptastríði um klessukeyrslu kínverska hagkerfisins undanfarin mörg ár. Mjög mörg erlend stórfyrirtæki á borð við Pegatron, Samsung, Suzuki, Nikon og Panasonic sem eru að yfirgefa Kína, voru þegar með það á átætlun sinni löngu áður en Trump var kjörinn forseti. Kína er að úldna að innan og rotnuninni er stýrt innan frá. Fyrir utan 11. nóvember klikkunina í Kína, þá er allt annað hagkerfislegt fyrir langa löngu sprungið innvortis í því landi. Og nú sprakk 11. nóvember bólan líka og neytandinn með

Samsetningarfyrirtækið Foxconn sem Apple notar í Kína, er á leið út úr Kína, til Víetnam, sem Bandaríkin eru að byrja að vernda gegn einmitt Kína, því að Víetnam óttast Kína

Michael Pettis á skilið Nóbelsverðlaunin í hagfræði fyrir kenningar sínar um hvað gerist í alþjóðavæddum heimi undir offramboði sparifjár. Slíkt ástand er algerlega nýtt í sögunni

Heimurinn er dauður. Það er að segja: eftirstríðsheimurinn er dauður. Hann er farinn. Enginn veit enn hvaða og hvernig uppsetning hans tekur við. En það sjást samt vissar útlínur í þokunni

Fyrri færsla

10. stærsti banki Ítalíu settur í handjárn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Er ekki nærtækara að benda á vaxandi markaðshlutdeild kínverskra snjallsíma, svona í ljósi þess að vestverjar finna upp, en Kínverjum er látið eftir að framleiða.  Og mikið mega þeir vera heimskir ef þeir kópera ekki framleiðsluleyndarmálin.

Allavega þá eru kínverskir farsímaframleiðendur með viðunandi gæði, en langtum ódýrari vöru.

Væri ekki nær að stöðva þá ónáttúru vestrænna stórfyrirtækja að nýta þrælavinnuafl til að lágmarka framleiðslukostnað??

Að ekki sé minnst á vitlekann frá vestrænum skólum og hátæknifyrirtækjum í gegnum kínverska námsmenn.

Það er eins og fólk haldi að samkeppni þjóða hafi horfið við glóbalbvæðingu stórfyrirtækja, og eftir sé einhver samsuða þar sem hagsmunir fjármagns og auðs hafi þurrkað út öll landamæri.

En Kínverjarnir vita allavega betur.

Og það er ákaflega mikill misskilningur að halda að þeir séu á fallandi fæti, með vísan þá í einhver kapítalísk viðmið eins og offjárfestingar eða fasteignabólu. 

Því slík viðmið hafa nákvæmlega ekkert með þeirra miðstýrða ríkishagkerfi að gera. 

Því samkeppni þjóðanna snýst um tækni, þekkingu og styrk, það síðasta hafa Kínverjar í krafti stærðar, það fyrra er þeim sent í meili í nafni græðgivæðingar vestrænna stórfyrirtækja sem telja sig æðri þjóðum og ríkjum, en eru nákvæmlega ekkert þegar þjóðir takast á.

Og það hafa menn vitað í árþúsundir.

Þeim mun fjölga eplunum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.1.2019 kl. 13:35

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ómar.

Æi hættu nú þessu venjulega Vinstri-græna anti-vestræna kommarugli og reyndu að hugsa skýrt eða taktu afleiðingum skoðana þinna og fluttu þig til útópíu.

Markaðshlutdeild breytist ekki á 15 dögum. Hún er hægfara skepna. Og þess utan er Apple ekki verðmætasta fyrirtæki veraldar vegna markaðshlutdeildar, heldur vegna hugarhlutdeildar um allan heim. Kína framleiðir enga lófatölvu sem keppt getur í efri lögum markaðarins og mun aldrei geta það, svo lengi sem það er knúið áfram með kommúnisma. Allir geta framleitt GSM síma með grunnþjónustu og tapað fé á því, eins og þeir gera flestir. Meira að segja Sovétríkin gátu stolið tækni Vesturlanda og látið Robotron í Dresden framleiða eftirhermur eftir henni undir umsjá Valdímírs Pútín, sem var þar árum saman á vegum KGB. En þeir duttu hins vegar bara alveg af vagninum um leið og tækniframfarir urðu það harðar að ljósritunarvél þeirra hafði ekki við.

Finnst þér ekki sanngjarnt að Apple láti framleiða iPhone í þrælaríkinu Kína fyrir þrælaríki kínverska kommúnistaflokksins í Kína. Hvað heldur þú að myndi heyrast frá kommum eins og þér ef allt fyrir þrælaríkið Kína væri framleitt í Bandaríkjunum? Varst þú kannski efst á barriköðunum þegar Ísland framleiddi síld fyrir þrælaríki kommúnismans í Rússlandi og Varsjárbandalagslöndum?

Það er greinilegt að þú ert með háskólamenntun, hafandi þessar skoðanir. Hvað með smá jafnvægi? Til dæmis það að við Íslendingar framleiðum sjálfir að minnsta kosti það sem við étum sjálfir. Það getum við!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.1.2019 kl. 14:43

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ,æi Gunnar minn.

Látum það vera að þér hafi tekist að móðga ekki minni íhaldsmenn en Bishmarck og Churchil, báðir ekki verandi VinstriGrænir, en þekktu vel til samkeppnislögmála þjóðanna, og látum vera að þú hafir farið rangt með ákveðnar staðreyndir, eins og samkeppnishæfni snjallsíma Kínverja, en það er illt, að þú sem telur þig vera national, ekki global, að þú gangir svona erinda þeirra sem hámarka skammtímagróða með því að senda öll sín framleiðsluleyndarmál til vaxandi stórveldis, sem Kína sannarlega er.

Hefur þú til dæmis einhverja græna glóru um hve mörg bandarísk framleiðslufyrirtæki hafa horfið vegna þessa skammtímagróðasjónarmiða.  Það er að birginn í Kína hóf sambærilega framleiðslu undir eigin vörumerki, enginn merkjanlegur munur á vörunni, en gekk frá vestrænni samkeppni í skjóli hins kínverska þrælavinnuafls??

Appel er aðeins nýjasta dæmið þar um og stóryrði annað fá þar engu breytt, jafnvel þó háskólamenntaður VinstriGrænn sé skotspónn þeirra stóru orða, sem reyndar nótabene ég er ekki.

Og vitlekinn sem er fjármagnaður með viðskiptahalla frjálshyggjunnar, það er að leggja niður innlenda framleiðslu, en borga mismuninn með pappírspeningum, hann kostar skólavist þúsunda ungra Kínverja, og þeir eru ekki að læra til að finna sér farveg innan glóbal fyrirtækjanna sem þú af einhverjum ástæðum telur þig knúinn til að verja.

Ólíkt Trump félaga þínum.

Hann er ólærður, en veit betur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.1.2019 kl. 16:33

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ómar

Mér tókst greinilega að pota aðeins í þig.

Hvað varðar Apple þá voru þeir síðastir Bandarískra tölvufyrirtækja til að flytja samsetningar til útlanda. Fyrst fóru þeir til Írlands og eru þar enn að vissu marki.

En svo var öllum sagt að þökk sé vestrænum fjárfestingum myndi Kína verða eins og Japan og Þýskaland urðu eftir síðari heimsstyrjöldina undir handleiðslu, tækniyfirfærslum og fjárfestingum Bandaríkjamanna. Og enginn vildi að sjálfsögðu missa af þeirri lest og verða undir í samkeppninni.

Þetta reyndist bara ekki vera rétt. Þrátt fyrir að 60 þusund bandarískar verksmiðjur hafi verið rifnar upp með rótum og fluttar til Kína, og fólkið sem í þeim vann skilið eitt eftir á fjóshaug alþjóðavæðingar, þá varð Kína bara enn harðara kommúnistaríki og enn verri þjófur, eins og Þýskaland er líka, á kostnað viðskiptahallalandanna. Þetta var látið viðgangast þar til viss maður að nafni Donald J. Trump var kosinn til valda til að reyna að breyta þessu og taka á Kína eins og taka ber á því, (og vonandi Þýskalandi líka).

En samt sem áður, þá er auðvitað ekki sanngjarnt að allt sem Kínverjar neyta sé framleitt í Bandaríkjunum eða erlendis. Vörur Apple í Kína eru því að hluta til unnar þar. En nú er því að ljúka vegna þess að það sem allir sögðu við upphaf þeirrar ferðar, reyndist ekki rétt. Hvorki fyrir Vesturlönd né Kína. Bandaríska og evrópska hagkerfið við sjávarsíðuna í Kína er því að loka.

Nýjar framleiðsluaðferðir munu að sjálfsögðu verða til og ef til vill gera mannshöndina minna mikilvæga. En einnig það, mun bitna á þeim sem frekar hefðu kosið að frá þrælalaun en að fá ekkert og enga þróun. Einu sinni vorum við svona og Bandaríkin líka. Við vorum í saltfiski og þeir í baðmull og tóbaki. En við vorum sem betur fer ekki kommúnistaríki.

Útaf þessu, finnst mér að við Íslendingar eigum ekki að feta í þessi fótspor og að við étum það sem íslenskt er og við hlúum að okkar landbúnaði, sjávarútvegi og Marel og bönkunum auðvitað líka.  

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.1.2019 kl. 19:21

5 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Gunnar

Gott að fá Ómar til að vinda ofurlítið ofan af Svartholi Trumps. Kenningar forsetans eru alla vega ekki að virka. Bandaríkin verða ekki áfram stór nema að treysta á alþjóðlega samvinnu í viðskiptum. Minni höft. Mexíkóar eru ekki að fara að greiða fyrir múrinn eins og hann boðaði. Hann er hvað eftir annað að steyta á skerjum og draga í land hótanir um tolla verði ekki brugðist við hans óskum. Sextíu þúsund bandarísk fyrirtæki fara ekki til Kína með framleiðsluna nema ávinningurinn sé mikill.

Kína með alla tækniþekkinguna frá háþróuðust tæknifyrirtækjum heims eru ekki á flæðiskeri. Eplið er eins og með önnur hátæknifyrirtæki á markaði, ná hæstu hæðum og síðan dofnar stjarnan þegar áhrifavaldarnir, tískan og nýsköpun minnkar. Margt bendir til þess að að sterkustu kaupendurnir af Eplavörum hafi misst trúna á forystu tæknirisans í Ameríku. Óvissan sem forsetinn skapar með óvönduð yfirlýsingum sem hann hefur ekki stjórn á er að skapa ringulreið út um allan heim. Varla ábætandi á óróa íhaldsmanna, Brexit og ESB sem er í umbreytingaferli.

Að tala um þrælakistuna Kína er ekki raunhæft. Stærsta ríki heims getur eflaust orðið á í messunni, mengun og innanlandsórói vegna breytinga, en að halda því fram að allt sé í aumasta þrælahaldi er ekki að ganga upp. Við sjáum að hingað koma tugþúsundir Kínverskir ferðamenn á ári. Athuglir, kurteisir og þeir sem fara með gát. Að ferðast hálfan hnöttinn til að sjá eyríkið í Norðri er afleiðing af því að þeir eru að gera eitthvað rétt, hafa fjárhagslega burði? Kynning sem Ísland hefur fengið í kínverska sjónvarpinu er undraverð. Stór hluti Kínverja á sér draum um að sjá Evrópulönd og vita meira um sína helstu viðskiptamenn.

Þegar heimsverslunin minnkar með höftum eru menn að fara inn í eigin svarthol. Geimfarinn veit varla hvað verður næst, þyngdarsviðið breytist ört. Eins og Stephen Hawking sagði: Togið í fætur geimfarans verður sterkara en togið í höfuð hans. ... slítur hann að lokum í sundur." Í höfði Trumps snýst allt um að ná næstu kosningum, ná hylli kjósenda sem eru með skammtíma markmið. Forysturíkið í Ameríku mun þá dragast inn í skel sína. Fiska aðeins á heimamiðum?

Sigurður Antonsson, 5.1.2019 kl. 10:23

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gunnar Rögnvaldsson, 5.1.2019 kl. 12:56

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Það er eiginlega það eina sem hægt er að móðga okkur Hriflunga með er að bendla okkur við VG, þann arma svika flokk. Ekki að ég hafi ekki kosið Steingrím, gamla blakfélaga minn, nokkrum sinnum áður en hann gekk fyrir björg.  En kommatittur er gamalt og gott skammaryrði, enda alltaf upp með mér þegar Halldór verkfræðingur sér ástæðu til að sæma mig þeirri nafnbót.

En það er gott að byrja nýtt ár á að vera sammála, tek því undir þessi orð þín.  "Útaf þessu, finnst mér að við Íslendingar eigum ekki að feta í þessi fótspor og að við étum það sem íslenskt er og við hlúum að okkar landbúnaði, sjávarútvegi og Marel og bönkunum auðvitað líka.". 

Vel mælt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2019 kl. 14:16

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Höfðinglegur ertu Ómar, þrátt fyrir pot mitt, og þakkir fyrir það.

Ekki amalegt að vera Hriflungur.

Er að lesa bók Jakobs F. Ásgeirssonar um Jón Gunnarsson, sem Jóans kenndi.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.1.2019 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband