Leita í fréttum mbl.is

Öskrandi þögn á undan stormi?

Það ellefta afhent um daginn og sjópróf hafin. Verð: þrettán milljarðar dalir, stykkið. Plús rannsóknir og þróun, fimm milljarðar dalir

****

Það sem einkennir fyrirbæri eins og Evrópusamband og Sovétríki er að þar haggast ekkert. Þar er ekki allt í uppnámi eins og í Bandaríkjunum og í Viðreisn og Bjartri framtíð. Hvað ertu að tala um Gunnar, hvaða rugl er þetta

Jú væni minn, þegar enginn þarf að hugsa um neina kjósendur, aldrei að hitta þá, aldrei að hlusta á þá, aldrei að láta þá kjósa sig og aldrei að standa sig að neinu leyti, nema í því að geta setið áfram, já þá haggast maður ekki. Ekkert haggast. Löndin brenna, ramba á barmi þjóðargjaldþrots, en samt haggast enginn í setunum í stólaveldi eins og Evrópusambandi og Sovétríki. Ekkert gerist. Allt er bara gott. Já gott. Milljónir af flögrandi friðardúfum Angelu Merksls sjá þar sjálfvirkt um friðinn sem hún setti í gang

Nýjasta óhagganlega röksemd ESB-manna er sú að Katalónía geti ekki lýst yfir sjálfstæði vegna þess að hún er á evrusvæðinu. Spánn er evruland og þar með er Katalónía það líka. Þetta þykir ESB-mönnum mikill kostur. Ekkert getur raskað ró þeirra, því evran sér um vinnuna fyrir þá. Í Sovétríkjunum var það hins vegar herinn sem sinnti þessu hlutverki. Hann hélt hlutunum saman. Er þetta ekki frábært. En svo hrundi bara allt það veldi eins og hendi væri veifað. Enginn einkenni, engin hvellsprengd ríkisstjórn og engar næturkosningar í pati og nýjar kosningar. Bara eitt allsherjar fyrirvaralaust púff; endir!

Aumingja Bandaríkin. Stöðugleikinn er ekki svona stöðugur þar. Trompet Trumps blæs daglega yfir þingið, þingið blæs á móti, dómstólar skella töppum í, hæstiréttur tekur þá úr eða staðfestir og fjölmiðlar ráðast til uppgöngu hvar sem smuga myndast uppi á múrnum. Og þetta er endurtekið mál fyrir mál. Kjósendur fylgjast með, klappa eða púa. Bandaríkin eru svo sannarlega ekkert Evrópusamband. Hjá þeim er bara allt í trompandi steik

Austurríkismenn kjósa á morgun. Þar munu þeir sennilega kjósa Frelsisflokkinn (FPÖ) í ríkisstjórn og sú ríkisstjórn verður hægri. Tékkar kjósa svo á fimmtudag og eru á sömu leið, til hægri. Þetta verður áfall fyrir Kola og stálevru-sambandið, því það gæti vel hugsast að Pólland, Tékkland, Ungverjaland og Rúmenía geti stutt Austurríki út úr kola- og stálevrunni og myndað Intermarium eða hreinlega nýtt Austurrísk-ungverskt veldi beint fyrir framan nefið á ESB

Ljóst er að ef Evrópusambandið á að ganga upp, þá hlýtur að þurfa að banna kosningar. Evrópusambandið er friðarbandalag og það þarf því að fá frið fyrir kosningum. Sambandið getur varla gengið upp lengur ef leyfa á svona kosningar. Það þarf frið

Sem betur fer hefur Frakkland ekki enn gert kjarnorkuvopn sín að sameiginlegum sprengjum. Þær eru enn franskar og hafa ekki sprengt þýska Evrópusambandið saman enn. Og ef það fer að þrengjast svona að Frakklandi í búrinu sem það hannaði handa Þýskalandi, til að geta fylgst með því, ef hinir fara, þá er eins líklegt að landið þurfi á þeim að halda, ef það ætlar að brjótast úr úr evru

En málið er sem sagt þetta: Katalónía reyndi að kjósa, en var barin. Og hún er á evrum. Hvað gerist næst. Fær Brusselveldið frið fyrir þessu, eða ekki. Mun friðurinn halda. Dugar evran

Fyrri færslur

Einn dagur í heimsstyrjöld Samfylkingarflokka

Benedikt vísað af evrusvæði Viðreisnar, ígildi tekin upp

Fundur með Bjarna Benediktssyni á Hvanneyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er rétt hjá þér Gunnar. Þessar bansettans kosningar eru að fara með "lýðræðið" í ESB til fjandans. Austurríkismenn gætu stutt Frelsisflokkinn til valda og gamla sóvétblokkin gæti sameinast þeim. Sóvetfylgihnettirnir þekkja kúgunarhegðun frá gamalli tíð. Ef ESB bregst ekki við með afnámi lýðræðislegra kosninga gæti sambandið horft framá erfiða daga. Svíarnir sem eru undirgefnir þegnar sambandsins fundu uppá því að halda "lýðræðinu" í orði en afnema það á borði. Svíþjóðardemókrötunum verður haldið utan stjórnar "No matter what." "Lýðræðið" í Catalóniu er nú á þessu stigi.

Ragnhildur Kolka, 14.10.2017 kl. 08:47

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ragnhildur

Já nú er talað um þau lönd sem þola Evrópusambandið illa, sem "uppreisnarlönd". Og Austurríki er eitt þeirra. Þar segjast aðeins 35 prósent þjóðarinnar líta jákvætt á Evrópusambandið.

Landið gekk ekki í ESB fyrr en 1995 eða um svipað leyti og Svíþjóð og það er ekki meðlimur í NATO. Leiðin til aukinna áhrifa á sín eigin mál og á sitt nánasta umhverfi liggur ekki í gegnum Brussel, segir Vín. Hún liggur meira í gegnum Mið,- Austur-Evrópu og Balkanskaga => þ.e. Intermarium.

Norður-Katalónía sem liggur inni í Frakklandi og sem prentaði kjörseðlana fyrir Katalóníu, er aftur komin á forsíður sem hluti af því sem er að gerast meðal Katalóníubúa.

Svíþjóð er varla til lengur. Að minnsta kosti ekki sú Svíþjóð sem ég þekkti.

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2017 kl. 18:09

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað ætli við segðum ef Vestmannaeyjar vildu verða sjálfstæðar?

Í den var þar eins og að koma til útlanda þangað, danskur bjór og Ham í hverju húsi

Halldór Jónsson, 14.10.2017 kl. 19:27

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Halldór minn góði.

Hér þarf engu að gleyma. Við erum eins og Bandaríkin. Ferðataska okkar er ekki full af fortíð sem aldrei mun hverfa. Við Íslendingar segjum því: "þitt fólk er mitt fólk og þinn guð er minn guð". Við segjum þetta saman.

Enginn ófullur Íslendingur segir við annan Íslending, "þitt fólk er ekki mitt fólk og þinn guð er ekki minn guð".

Guðlaus Samfylkingin í borgarstjórn RVK reyndi að segja "þitt fólk er ekki mitt fólk" og stakk upp á borgríki í bananastjórn Reykjavíkurborgar. Það var hlegið hátt og fífl voru sögð verandi þau fífl sem þau eru og hafa alltaf verið. Þjóðin sagði "þessi fífl eru líka mín fífl" og við hlógum saman.

Katalónía var sjálfstætt fullvalda ríki lengi vel og það virðist vera svo að hún vilji verða það aftur. Ekki harma ég það. Það skil ég mjög vel. Þjóð innan í annarri þjóð gengur ekki upp. Helförin sannar það. Varnarlaus þjóð innan í annarri þjóð sem leiddi hana til slátrunar. Þjóð er þjóð og margar þjóðir eru margar þjóðir.

Spænska stjórnarskráin segir í fyrstu línu annarrar greinar "að Spánn sé ein sameinuð þjóð". Í næstu línu segir hún hins vegar "að það sé þeirrar þjóðar að tryggja sjálfsákvörðunarrétt þeirra þjóða sem sem mynda þjóðina".

Auðvitað hefur Spáni hér mistekist að taka margar þjóðir og reyna að búa til úr þeim eina þjóð. Það er ekki hægt, vegna þess að þjóð er þjóð og margar þjóðir eru margar þjóðir.

Hefðu menn flett upp í Gamla testamenti Biblíunnar þá hefðu þeir svart á hvítu séð að þetta gengur ekki upp, því þar stendur:

"þitt fólk er mitt fólk og þinn Guð er minn Guð"

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2017 kl. 20:36

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Minni á að Lumbarðaland (Lombardy) og Venetó halda þjóðaratkvæðagreiðslu um meira sjálfstæði frá Róm þar-næsta sunnudag. Þeim var af Róm bannað að setja sjálfstæði sem valkost á kjörseðilinn og hafa bæði virt það. En þau vilja ekki lengur borga svona mikið til Rómar. Lombardy er 20 prósent af ítalska hagkerfinu. Þessi kosning er ekki bindandi eins og sú sem fram fór í Katalóníu.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2017 kl. 21:39

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Halldór þýskalandsfari man ef til vill eftir hinum fræga "Lombardsatz" þýska seðlabankans. Hún, sú stýrivaxtaprósenta, er arfleið frá bankafrumkvöðlum Lombardy, snemma á miðöldum. Maður beið með öndina í hálsinum í 10 ár eftir að Buba birti niðurstöðu sína um hver Lombardsatz rentan skyldi vera og gilda.

Nú vill Lombardy ekki legnur una því að Róm rukki þá svona mikið fyrir lítið. Transfer-union er það.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2017 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband