Leita í fréttum mbl.is

Guam-hótun Norđur-Kóreu stendur óhögguđ enn

Lockheed EC-121T Warning Star ţann 4. október 1978 í Keflavík - Ljósmynd Baldur Sveinsson

Mynd: Lockheed EC-121T í Keflavík 4. október 1978. Ljósmynd: Baldur Sveinsson. Norđur-Kórea skaut svona vél Bandaríkjahers niđur áriđ 1969. Nixon gerđi ekkert

Fjölmiđlar hafa gengiđ niđaröldum fréttaóssins á hönd og varpađ önd sinni laufléttri fyrir fólkiđ. Hótun Norđur-Kóreu um ađ senda eldflaugar áleiđis til Guam og til niđurkomu ţar, stendur óbreytt enn

Ţađ eina sem gerst hefur er ađ leiđtogi Norđursins hefur hvatt Bandaríkin til ađ stöđva "hótanir" sínar í garđ Norđursins, ţví annars mun sú áćtlun sem herstjórn Norđursins sem leiđtoginn talađi um ţann 10. ágúst, koma til framkvćmda. Leiđtoginn sagđi ađ ţađ tćki herinn um ţađ bil tvćr vikur ađ hamra áćtlunina um Guam-eldflaugasendingu saman

Áćtlunin um árás á Guam-hluta Bandaríkjanna hljómađi svona: Hrinu af fjórum Hwasong-12 miđlungsdrćgum eldflaugum, ţ.e. međ 3500-5500 km. drćgni (e. Intermediate-range ballistic missile) verđur skotiđ á loft og ţćr látnar fljúga yfir Japan og lenda 17 mínútum síđar í um ţađ bil 30-40 kílómetra fjarlćgđ frá Guam (til dćmis viđ hvalstöđina í Hvalfriđi, ef um Reykjavík vćri ađ rćđa). Ţegar ţessi áćtlun er tilbúin til framkvćmda verđur hún af hernum kynnt fyrir leiđtoganum um miđjan ágúst. Í dag er 16. ágúst

Ţessi áćtlun er skilyrt hótun um árás á Guam ef Bandaríkin láta ekki af ţeirri hegđun sem neyđa myndi Norđriđ til ađ framkvćma hana. Sem sagt: gefin er út hótun sem skilyrt er ţví, ađ ţeim sem hótađ er, geri ekki ţađ, sem sá sem hótar, vill ekki ađ hann geri

Ulchi-Freedom Guardian herćfingar Bandaríkjanna og Suđur-Kóreu hefjast 21. ágúst og lýkur 31. ágúst. Ţađ eru ţví fimm enn-dagar sem Norđur-Kórea hefur til ađ reyna ađ stöđva ţćr međ ţessum hótunum sínum

Ţann 14. ágúst varađi James Mattis varnarmálaráđherra Bandaríkjanna Norđur-Kóreu viđ ţví ađ framkvćma áćtlun sína um eldflaugaskot ađ Guam. Hann sagđi ađ neistar frá ţeim gćtu tendrađ ţráđ styrjaldar og ađ Bandaríkin myndu skjóta niđur alla hluti sem litiđ gćtu úr fyrir ađ vera miđađ á Guam. Ţau ríki sem átćtlun Norđur-Kóreu beinist ađ, ţ.e. Japan og Bandaríkin, hafa ađ líkindum, fyrir löngu síđan, komiđ sér saman um ađ fljúgandi skotfćri á borđ viđ ţessi, séu umsvifalaust skotin niđur. Og viđ ţađ stendur

Klukkan tifar og Norđriđ reynir međ ţessu ađ koma viđleitni Bandaríkjanna, Suđur-Kóreu og Kína til samhćfđra viđbragđa gegn Norđur-Kóreu í uppnám og ađ koma í veg fyrir ađ Ulchi-Freedom Guardian herćfingarnar geti fariđ fram. Norđrinu hefur ţegar tekist ađ koma í veg fyrir samhćfđ viđbrögđ ţessara ţriggja ríkja. Ţađ hefur mikla ţýđingu fyrir Norđriđ, ţví hver vika sem líđur án handjárnunar, ţrýstir landinu í átt ađ lokatakmarki ţess: ađ verđa kjarnorkuveldi sem enginn ţorir ađ snerta á

- Áriđ 1968 rćndi Norđur-Kórea USS Pueblo og fangelsađi áhöfnina. Johnson gerđi ekkert. Bakhjarl: Sovétríkin

- Áriđ 1969 skaut Norđur-Kórea Lockheed EC-121 Warning Star flugvél Bandaríkjanna niđur 160 kílómetrum undan strönd landsins og drap alla áhöfnina. Nixon gerđi ekkert. Bakhjarl: Sovétríkin

- Undir Jimmy Carter myrti Norđur-Kórea bandaríska hermenn í Panmunjom međ öxi. Carter gerđi ekkert. Bakhjarl: Sovétríkin

- Norđur-Kórea reyndi ađ myrđa Park forseta Suđur-Kóreu á sjöunda og áttunda áratug síđustu aldar. Bakhjarl: Sovétríkin

- Norđur-Kórea sprengdi stóran hluta Chun Doo-hwan ríkisstjórnar Suđur-Kóreu í tćtlur 1983. Bakhjarl: Sovétríkin

- Norđur-Kórea skaut Korean Air farţegaflug númer 858 niđur og drap alla um borđ 1987. Bakhjarl: Sovétríkin

- Áratugum saman hafa sérsveitir Norđur-Kóreu gengiđ á land í Japan í skjóli myrkurs og rćnt borgurum landsins til Norđur-Kóreu. Bakhjarl: Sovétríkin og Kína

- Fyrir tveim vikum sprakk eldflaug Norđur-Kóreu í ađeins 7 kílómetra fjarlćgđ frá ţotu Air France á alţjóđlegri flugleiđ um heimshlutann. Enginn gerđi neitt. Bakhjarl: Kína

Allt tal um ađ stríđ geti hafist er ţví frekar furđulegt. Ţađ er búiđ ađ vera í gangi í 65 ár og Bandaríkin, Suđur-Kórea og Japan hafa boriđ ţungar byrđar vegna ţess

Mín skođun er sú ađ kenningin um ađ stórskotaliđ Norđur-Kóreu viđ suđur-landamćrin geti lagt stóran hluta Seoul í rúst međ 350 tonna afkastagetu sprengiefna í einni umferđ, sé ađ miklu leyti byggđ á áróđri. Hefji Bandaríkin árás getur stórskotaliđiđ ekki bara einbeitt sér ađ ţví ađ drekkja óbreyttum borgurum Seoul međ skotum út í loftiđ. Ţađ verđur ađ einbeita sér ađ ţeim sem gera árás á ţađ sjálft. Bandaríkjaher myndi ţví verđa skotmark númer eitt. Ekki er hćgt ađ skjóta á tvö skotmörk í einu. Um leiđ og hvert vopn blottar stađsetningu sína međ hita, verđur ţađ umsvifalaust lagt í rúst. Ţađ er einnig ólíklegt ađ herstjórn Norđur-Kóreu geti starfađ án miđstjórnunar eftir ađ samskiptakerfi landsins hefur veriđ ţurrkađ út. Liđsforingjar í ţessu veldi taka ekki sjálfstćđar ákvarđanir. Ţeim er miđstýrt eins og öllu öđru í landinu

En hvađ veit ég, sveitamađurinn sjálfur. Ég bý nefnilega ekki í alţjóđasamfélaginu sem virkar svona vel, ţ.e. bara alls ekki

Fyrri fćrsla

Framleitt í Norđur-Kóreu


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ţórhallsson

Hvar er hann 007 raunveruleikans?

Er ţađ ekki hans hlutverk ađ koma brjáluđum einrćđisherrum fyrir kattarnef međ öllum ráđum?

Sá sem ađ hefur "Licence to kill".

Ţađ er spurning hver myndi taka viđ embćtti starfandi forseta NK ef  ađ hann félli frá á morgun?

Gćtu ţađ veriđ einhver friđsamari öfl?

Jón Ţórhallsson, 16.8.2017 kl. 10:38

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ţakka ţér Jón.

Öll valdastétt Norđur-Kóreu stendur ađ baki leiđtoganum. Ef hann svo mikiđ sem blikkar einu auga myndi öll sú stétt plokka úr honum augun og rífa hann á hol. Öll sú stétt vinnur ađ sama markmiđi sem ađeins hefur slćmar útkomur fyrir alla í för međ sér, nema hana sjálfa. Eina markmiđ hennar er ađ lifa af og ađ halda borgurunum sem einkaţrćlum valdastéttarinnar.

Mýkri útgáfan af svona valdastétt er til dćmis sú sem situr viđ völd í Evrópusambandinu. En hún stendur sameinuđ vörđ um sína hagsmuni. Í 20 ár hefur hún ekkert gert nema vont fyrir 500 milljón manns. Engin mál hefur hún leyst úr, heldur ađeins stađiđ sameinuđ um ađ hylma yfir áratuga vangetu sína sem ađeins hefur skapađ slćmar útgáfur fyrir borgarana. Ţetta er kallađ samsćri gegn fólkinu.

Í Sovétríkjunum sálugu var til dćmis Leonid Brezhnev haldiđ heilabiluđum viđ völd međ ţví ađ valdastéttin hélt honum lifandi en deyjandi á skafti sem skilti fyrir fólkiđ. Hann hafđi margsinnis beđiđ um ađ fá ađ hćtta. En fékk ţađ ekki. Ţađ kom valdastéttinnu betur ađ halda honum uppi sem skilti sem ţjóđin ţekkti.

Svona spila samsćrin sig út gagnvart fólkinu. Í öllum regnbogans litum. Á eftir leiđtoga NK núna kemur endalaus röđ af valdamönnum sem engan annan kost hafa annan en ađ halda fast um völdin gegn fólkinu, til ţess bara ađ halda lífi. Ţetta er fullkomiđ terrorríki. 

Kveđjur

Gunnar Rögnvaldsson, 16.8.2017 kl. 11:20

3 identicon

Ţarna ertu á réttu róli, Gunnar ... ţađ er ekki Kim Jong Ding Dong, heldur valdaliđiđ á bak viđ hann sem hefur völdin.  Hann er meira fangi, en valdhafi.

Síđan kemst hann ekki upp međ eitt eđa neitt ... hvorki Rússar né Kínverjar leifa honum ţađ, og gera út af viđ hann áđur en Trump nćr til hans ef út í ţađ fer. Enda karlinn búinn ađ taka sönsum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráđ) 16.8.2017 kl. 18:57

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Bjarne.

Auđvitađ fer leiđtoginn fremst í terror sínum á ţjóđinni. Ţađ ţarf enginn ađ efast um.

Samspiliđ í svona terror-stjórn er ţannig ađ ef ţú vilt ná lengra í tröppuganginum niđur til hásćtis heljar, ţá verđur ţú ađ sanna ţig sem verandi enn forhertari en sá sem heldur á rýtingnum nćst á bak viđ ţiđ, ţví ef ţú blikkar einu auga, ţá eru dagar ţinir taldir. Ţú fćrđ hann á kaf í ţitt eigiđ bak. 

Ţannig spilar ţetta sig í reynd. Ţeir verstu stíga hćst.

Gunnar Rögnvaldsson, 16.8.2017 kl. 19:30

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Úff! Ein homo sapiens típan sem fórnar öllu fyrir heljardóminn.

Helga Kristjánsdóttir, 17.8.2017 kl. 05:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband