Leita í fréttum mbl.is

Bretland er farið og mun aldrei snúa aftur í þennan félagsskap

Sú staðreynd að eitt helsta og traustasta lýðræðisríki veraldar hefur yfirgefið Evrópusambandið, sannar svart á hvítu að Evrópusambandið var aldrei í þennan heim sett til að koma í kring neinu sem bara líkist sameiginlegum lausnum á neinu

Bretland er fimmta stærsta hagkerfi veraldar. Það er einnig fimmta sterkasta herveldi heimsins og eina ríkið í Evrópu sem beint getur herstyrk sínum á veraldarvísu, í þágu málstaðar og þvingað fram lausnir í hans þágu fyrir því sem Vesturlönd standa fyrir

Stutt er síðan að Bretland bjargaði meginlandi Evrópu frá sjálfu sér. Nú hefur hinum þremur til sex sem byrjuðu að vinda upp á sig í brunarústum síðustu sameiningar Evrópu, tekist að eyðileggja Evrópu það mikið aftur, að varla mun verða úr bætt. Meginland Evrópu er að sparka sér aftur út úr Vesturlöndum, og það gengur bara ansi vel

Bretland er farið úr þessum félagsskap og mun aldrei snúa aftur. Vonandi mun þetta þýða það fyrir okkur Íslendinga að hinn ömurlegi EES-samningur verður tekinn upp til gagngerrar endurskoðunar og jafnvel sagt upp af okkar hálfu. EES samningurinn er fyrir lögnu orðinn svæsin, þungt lamandi og kæfandi tímaskekkja

****

Í dag lýsti Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn því yfir að Deutsche Bank væri áhættusamasta og jafnframt hættulegasta fjármálastofnun veraldar og að bankinn væri ógn við fjármálamarkaði heimsins. Þessu greinir Wall Street Journal frá í dag. Og þetta veit kanslari Þýskalands auðvitað mjög vel. Og hún hefur vitað þetta, ásamt fyrirrennara hennar, í 20 ár. Þau hafa bæði stýrt þessum banka, innan sem utan þings, allan þennan tíma. Þannig er og hefur Þýskalandi ávallt verið stjórnað: fyrst og fremst utan-þings

Fyrri færsla

Sérfræðingarnir reiðir vegna Brexit

Krækja

WSJ: Deutsche Bank Poses Greatest Risk to Global Financial System, IMF Says


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband