Leita í fréttum mbl.is

Peningastefna evrusvæðis til heljar

Engin peningastefna er nú í reynd við lýði á myntsvæði Evrópusambandsins. Það tók 28 ríki Evrópusambandsins 7 ár að njörva evru niður sem hina einu löglegu mynt í öllum löndum sambandsins. Aðeins tvö ríki —Danmörk og Bretland— komust hjá því að undirkasta sig evru sambandsins með þeim fyrirvörum sem þessi tvö ríki settu og gáfu sérstaklega út á undan sjálfri stofnun Evrópusambandsins. Innan sambandsins sem svo (bara) varð hefðu þessi tvö ríki ekki getað sett og gefið út slíka fyrirvara, hvorki upp né niður neitt.

Í kjölfar Maastrichtsáttmálans sem í gildi gekk þann 1. nóvember 1993 og sem markaði stofnun Evrópusambandsins sem sjálfstæðs ríkis yfir öllum ríkjum sambandsins, var síðan sjálfri yfirstjórnarskrá allra landa Evrópusambandsins —Lissabonsáttmálanum— samfellt í sjö ár nauðgað í gegnum þjóðþing þeirra landa sem í sambandinu eru. Enginn kjósandi var í því ferli spurður álits á neinu, nema á Írlandi. En þar var álitli írsku þjóðarinnar einróma hafnað í aðalstöðvum Evrópusambandsins. Írum var því af sambandinu skipað að skipta um skoðun á staðnum þar til hún fullnægði ókjörnu klíkuveldi Evrópusambandsins í Brussel. Ekkert eitt land skyldi stöðva ferlið. Þá hafði frú Margaret Thatcher því miður látið af embætti. Martröðin gamla varð því sambandinu orðin greiðfær. 

Michael Novak; "One of the most outstanding characteristics of our age is that ideas, even false and unworkable ideas, even ideas which are no longer believed in by their official guardians, rule the affairs of men and ride roughshod over stubborn facts. Ideas of enormous destructiveness, cruelty, and impracticality retain the allegiance of elites that benefit from them. The empirical record seems not to jut through into consciousness to break their spell. The class of persons who earn their livelihood from the making of ideas and symbols seems both unusually bewitched by falsehoods and absurdities and uniquely empowered to impose them on hapless individuals." 

Nú eru fimmtán ár næstum jafn margra landa liðin í faðmi hins eina lögeyris sambandsins. Einu ríki hefur myntvopnuðum yfirvöldum sambandsins þegar og algerlega tekist að rústa með hinum eina en geðklofna Delors-lögeyri ESB; það er Grikkland. Þrjú önnur ríki Suður-Evrópu eru fast rekin sömu leið. Þau færast nær og nær bjargbrún fastgengisglötunar með hverjum degi sem líður í dauðadansi evru. Á Írlandi hefur sambandinu á aðeins 15 árum tekist kálverk sitt betur upp en það tók áðurgengnar hörmungar landsins 600 ár að vinna. Húsnæðismarkaður landsins er fallinn um 60 prósent og ríkir svipað ömurlegt ástand í fleiri löndum myntsvæðis Evrópusambandsins.

Meira er nú að marka til-53-ára veðurspá kalkaðra kalkofnskústa í steyptri fötu en það er að marka peningastefnu ECB-seðlabanka Evrópusambandsins yfir einn dag. Í einu landi myntsvæðisins ríkja vextir X á meðan vextir Y vambast út yfir herragarða lands Þ og þar fram eftir glötuðum götum meginlands Evrópu. Fullt tungl nýs sovéts nálgast.

Smásala á Ítalíu hrundi um 35 prósent á þar síðasta ári og við það bætist síðan 10-prósentustiga fallin samdráttaröxi síðasta árs. Kýpur og 800-þúsund landsmenn þess ríkis tóku allir upp evru árið 2008 og þurfa því nú þegar stærsta björgunarhring sem um getur í sögu mannkyns. Hann þarf að nema 25 prósentustigum meira en öll landsframleiðsla landsins var á ári á meðan var. Á Spáni misstu 850 þúsund manns fulla vinnu sína á síðasta ári og er atvinnuleysi landsins meira og verra en það nokkurs staðar hefur áður verið í mannkynssögunni. Þýskalandsmegin við Frakkland benda uppglenntir fingur hinum fáu Frökkum á það, að tala atvinnulausra þar megin í hálfvíti sé nú miklu hærri en hún í þeirra heilvíti er, þó svo að Þjóðverjar séu nú loks og því miður 80 milljónir samankomnir í einu og sama ríki hinnar eilífu bölvunar Evrópu. Engu af þessu er bjargandi. Mekkanó transmission mekanisminn til drukknunar í Mónutjörn virkar, ja 

Fyrri færsla

Auðvald þjóðarinnar kostaði mikið. Því á ekki að forkasta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband