Leita í fréttum mbl.is

1960: Sovétríkin brátt stærsta hagkerfi heimsins

Kauphöllin í New York
N.Y.S.E.
 
Þessu spáðu hagfræðingar á sjöunda áratugnum. En hvað kom fyrir? Jú þjóðnýtt hagkerfið fjárfesti samkvæmt ákvörðun og 5-ára áætlunum ráðamanna í fávitum. Brunnu þar fávitar. Frelsið vantaði algerlega. Og um leið eyðilagði þjóðnýting auðlinda landsins sjálfsábyrgð og áhættutöku allra og þar með umhverfið allt. Þetta varð eitt stórslys, mannlegt, efnahagslegt sem umhverfislegt blóðbað í boði stjórnvalda. Fátæktin sigraði. Þjóðin dó í taprekstri auðlinda sinna upp í háls.

Í dag er það Kína sem á að vippa Bandaríkjunum af pinnanum sem stærsta hagkerfi heimsins. But, it ain't gonna happen. Líklega aldrei. Hvað gerðist og hvað er að gerast? Jú í fyrsta lagi er frelsið í Kína enn í handjárnum. Þjóðnýttar barnsfæðingar samkvæmt ákvörðunum "ofur viturra" stjórnvalda áratugum saman, eru nú sprungnar út í eyðilagðri demógrafíu. Þjóðnýtt og ríkisvætt hagkerfi Kína fjárfestir mest í fávitum. Brenna þar nú margir fávitar. Öngvum til gagns en flestum til ógagns. Sökkul frelsisins vantar þar algerlega enn. Um leið eyðilagði þjóðnýting auðlinda Kína sjálfsábyrgð allra og umhverfið allt. Kína er eitt gangandi stórslys, mannlegt sem umhverfislegt stórslys í líkfylgd Sovétríkjanna. Þar er einkaneysla í öllu hagkerfinu ekki stærri en eitt franskt brauð.
 
Pettis has long argued that Chinese GDP is overstated because it’s failed to account for misallocated investments and environmental degradation 

Á meðan eru sjálf stjórnmálin í löndum Evrópusambandsins þjóðnýtt á ný af einmitt yfirstjórn ókjörinnar elítu Evrópusambandsins. Hver verður næsti leikur Evrópusambandsins: A repaly? Kemur Adolf Annar í nýjum búningi? Hve langan tíma höfum við? Í gangi er nú hin önnur 10-ára áætlun Evrópusambandsins. En þar gengur allt aftur á bak. Eins og við mátti búast.
 
Fyrri fræsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er EITT af mörgum atriðum sem verða þess valdandi að Kína GETUR EKKI orðið leiðandi hagkerfi í heiminum en það er að Kína er EKKI með alþjóðlegan gjaldmiðil.

Jóhann Elíasson, 28.3.2012 kl. 22:06

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

@Jóhann: ???????

Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2012 kl. 22:26

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir

Er einhver hér sem man eftir orðinu: "subsidiarity"

ha ha ha ha

Danska: "nærhedsprincip" 

Það er nú fundið. Það fannst í gúlagsorðabók Evrópusambandsins númer 235815367, undir Losseplads-sáttmálanum

Hægt væri að kalla þetta orðskrípi fyrir "neyðarbremsur þjóðþinga" þeirra landa sem landað hefur verið um borð í ESB-Titanic.

Afsakið, ég er víst ekki Evrópustofuhreinn (stueren)

En hversu oft skyldu menn hafa togað í þessa neyðarbremsu þjóðþinga ESB-landa með þeim árangri að ESB-lestin stöðvaðist?

Hægt er að hugleiða þetta í nokkra daga

Gunnar Rögnvaldsson, 29.3.2012 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband