Leita í fréttum mbl.is

Dynkur, marr, hvarf

Þar sem ég er ekki meðlimur í hinu lokaða intraneti dottið kom af intraneti Facebooks - og verð það aldrei - þá leyfi ég mér að gera athugasemd við pistil Frosta Sigurjónssonar hérna á því er nefnist Internetið.

Frosti skrifar;

Árið 2012 er staðan sú að seðlabanki landsmanna skapar aðeins 5% af peningamagninu en eftirlætur einkabönkum að skapa þau 95% sem á vantar. Bönkum sem eru að mestu í erlendri eigu sem þýðir að allur arður af peningaútgáfu* rennur þjóðinni úr greipum.

Æi; dynkur, marr, hvarf;

Altså minn kæri Frosti. Þjóðin getur ekki misst af neinu er varðar rekstur Seðlabanka Íslands og peningakerfisins, því hann ER þjóðin. Þannig eru ekta seðlabankar ekta ríkja með ekta mynt.

Fjármálakerfið er ekki Seðlabankinn því Seðlabankinn er þjóðin. Það er eins gott að það sé þannig áfram því þjóðin! ætlar EKKI að verða gírkassi fjármálakerfisins - þar sem 5 prósentin óku út um heiminn allan gíruð upp í áttugasta gír, eins og til dæmis Deutsche Bank gerði á sig í bókum sínum er kreppan skall á árið 2008 - og hangir því nú sem útrúlluð drepsótt um alla hálsa Evrópu. Fjármálakerfið er EKKI peningakerfið.

Síðan er þetta hér, fyrst við erum á annað borð að þessu: Stjórnmálamenn sem loka sig af inni á Facebook —sem krefst aðildar— ættu að skoða Internetið. Það er opið öllum. Fyrir allar kosningar í Lýðveldi okkar Íslendinga ætla ég ekki að skrá mig þar, því ég kem með vegabréfið mitt á kjörstað. Ég er nefnilega í Þjóðinni. Í stóra félaginu. ÞAR er ég skráður, en ekki á Facebook.

Svo ef formaður Sjálfstæðisflokksins kann á tölvu þá ætti hann fyrst og fremst að getað birst kjósendum sínum á Internetinu —og þar með öllum þeim sem í stóra félaginu eru— þar sem ALLIR geta lesið hann; án aðildar-skráningar. Nema að þetta sé lokað home-party hjá honum.

Það er hallærislegt að þurfa að segja þetta. En nú er það sagt. 

Takk

 

Var klárt í farsímum þegar árið 2007 f.h. - þ.e.a.s áður en gírkassi fjármálakerfisins bræddi úr sér

Svona

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband