Leita í fréttum mbl.is

Frakklandsforseti bjóst við upplausn evru sem gjaldmiðils

Mynd Variant Perception Efnahagsreikningar G3 seðlabanka á öðrum helmingi 20122
 
Í viðtali við frönsku dagblöðin Le Monde og Les Echos segir Nicolas Sarkozy forseti Frakklands að hann hafi trúað því á tímabili að evran myndi hrynja og leysast upp á undanförnum misserum. Hann segist ekki hafa verið einn um að hafa þessa skoðun, því að kanslari Þýskalands, Angela Merkel, hafi einnig á tímabili haldið það sama um gjaldmiðilinn evru. Hann segist sannfærður um að myntbandalag Evrópusambandsins þoli ekki nýja krísu því það sé hvorki fjárhagslega, efnahagslega, samfélagslega né stjórnmálalega í stakk búið til þess.
 
Variant Perception Að brjótast út úr evru FT:Alphaville 1 feb 2012
Neyðarlög myntbandalagslanda Evrópusambandsins, seðlabanka þeirra og Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins hafa skiljanlega ekki enn verið kynnt mörkuðum. En Variant Perception hefur þó gefið út 13 punkta aðgerðaáætlun sem hefst á því fyrsta skrefi að kalla þjóðþing saman á laugardagskvöldi til að setja neyðarlög. 
 
FT/Alphaville fjallaði um 13 punkta aðgerðaáætlun V.P. þann 1. febrúar. Fyrirtækið var fyrir nokkrum árum hið fyrsta til að benda umheiminum á tæplega milljón óseldar íbúðir í evru-byggingarbólu Spánar á meðan peningayfirvöld og ríkisstjórnir sváfu. Þar ríkir nú hrun, 23 prósent atvinnuleysi, örvænting og ótti. 
 
Nýlegt "trilljón" evru upplausnar-neyðarlán ECB-seðlabankans til vissra bankakerfa evrulanda mun á móti upphaflegum væntingum aðeins hjálpa bönkunum og hvetja þá til að grafa sig enn dýpra niður í byrgi sín. Aðstoða þá við að einangra sig enn pottþéttar frá öðrum bankakerfum á millibankamarkaði evrusvæðis (loka landamærum) og undirbúa þá undir það sem koma skal. Þ.e.a.s lánin munu frekar leysa peningasvæði evrunnar upp en hitt. Ekkert af peningunum fer í útlán til fyrirtækja né heimila.
 
Bankakerfi nokkurra evrulanda eru þegar lokuð af frá umheiminum og hafa verið það í meira en tvö ár. Sumir kalla þessi lönd jaðarríki. En enginn "jaðar" átti þó að vera á þessu myntsvæði fá upphafi. Það var selt sem einn peningur einn markaður. Þetta bendir til þess að á evrusvæðinu séu einhver ríki sem kallast geta "central powers", miðríki eða öxulveldi.

Eins og mynd Variant Perception hér efst sýnir, er efnahagsreikningur ECB-seðlabanka evru á leið með að verða tvöfalt uppblásnari miðað við landsframleiðslu en efnahagsreikningur seðlabanka Bandaríkjanna. Kannski hefur hann þegar náð þeirri stærð nú. Þýskir seðlabankamenn hafa gefið út aðvaranir og eru fullir ótta vegna bæði TARGET2 greiðlukerfisins og peningastefnu ECB-seðlabankans. Rit CEPS gefur Jóhönnu innsýn í málið. Hér sem PDF. Mæli þó með athugasemdum SL
 
Fyrri færsla
 
 
Tengt
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband