Leita í fréttum mbl.is

Frá Grikklandi til Bangladesh: kaumáttarleysi evruupptöku

Evran er Skjaldborg gegn kreppunni, Barroso í ræðu febrúar 2009
Mynd; fæðingarvottorð skjaldborgar Jóhönnu & Steingríms.
 
Versta kreppa í einu landi í sögu eftirstríðsára Vesturlanda, er nú í framkvæmd undir yfirstjórn og tilskipunum Evrópusambandsins og ECB-seðlabanka þess.
 
Evrukreppa Grikklands FTD 13 mars 2012
Þýska útgáfa Financial Times (FTD) bað virta efnahagsrannsóknarstofnun landsins — sem staðsett er í München og heitir Ces Ifo — um að reikna út hver staða Grikklands á evrusvæðinu sé orðin meðal þjóða heimsins. Niðurstöður Ces Ifo birtust í FTD í gær. Þær segja að lítið sem ekkert megi út af bera í Grikkland til að kaupmáttur landsframleiðslu Grikkja fari ekki niður á par við Bangladess. Grikkland fellur með ógnarhraða neðar á listanum yfir kaupmátt ríkja heimsins. Þar ríkir versta kreppa í einu landi í sögu eftirstríðsára Vesturlanda. Atvinnuleysi meðal ungs fólks í Grikklandi hefur náð 51,1 prósentum af þeim öllum.

Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Íslands undir krónu er nú 245 punktar. Það er 3500 punktar á Grikkland, 1263 punktar á Portúgal, 662 punktar á Írland, 413 punktar á Spán og 384 punktar á ríkissjóð Ítalíu. Öll eru þetta evrulönd, nema Ísland. 
 
Atvinnuleysi í feb 2010 til feb 2012
Athugið: súlurnar eru hafðar grænar á litinn til láta líta úr fyrir að þær séu "góðar"
 
Árangur ríkisstjórnar Jóhönnu & Steingríms í atvinnumálefnum Íslendinga er varla sjáanlegur og mælist næstum enginn á 24 mánuðum. Atvinnuleysi er að festa sig í sessi sem vinstrivætt þjóðarböl og blóðsuga á ríkissjóði lýðveldisins. Lítið sem ekkert gerist. Það eru mest leiktjöld og launaseðlar ríkisstjórnarinnar sem bifast. Fólk dettur út af skrá, flýr með Norrænu úr vinnuaflinu eða fer í hundana. Tölur Vinnumálastofnunar tala sínu máli. Mig hryllir við þeim lélegu störfum sem svo allt of oft skapast undir vinstristjórnum. Hestöfl hakerfisins veikjast og samfélagsvélin mun eiga sífellt erifðara með að draga rútuhlass vinstrimennskunnar. Lykketoft mistökin.

Á skjaldborgar skurðstofum ríkisstjórnarinnar heima í Þýskalandi mistakast flestar aðgerðir þarlendra stjórnmálamanna í eigin ríkisfjármálum, á sama tíma og þeir eru önnum kafnir við að skipa öðrum evruríkjum fyrir verkum í innanríkismálum. Þýskaland þykist orðið eiga flest hin evrulöndin í krafti peningastærðar hagkerfisins. Þýskalandi hefur þó að mestu mistekist að ná stjórn á eigin ríkisfjármálum. Skuldir þýska ríkisin eru nú mun hærra hlutfall af landsframleiðslu en ríkis Spánar, og hafa verið svo frá árinu 2000. Það var upptaka framandi myntar og peningastefna ECB-seðlabanka evrunnar sem lögðu Spán að velli. Þar ríkir nú 23,3 prósent atvinnuleysi.
 
Spain Faces Deeper Cuts as Juncker Says Rajoy Plan Dead
 
Forráðamenn evrumyntar eru farnir að tala eins og þeir eigi önnur lönd. Þeir hika ekki við að koma opinberlega fram og lýsa fjárlög og fyrirætlanir þjóðkjörinna ríkisstjórna annarra evruríkja sem "andvana fæddar" eða "vonlausar". Og hér er ekki um neinar smáþjóðir að ræða sem eiga að hlýða. Forráðamenn evrumyntar tala nú eins og bankamenn á Íslandi töluðu á meðan þeir höfðu völd í krafti peninga sem þeir áttu ekki sjálfir. Annarra landa féhirðar haga sér nákvæmlega eins. Bjóða ríkjum ekki góðan daginn fyrir minna en hálft niðursneytt heilbrigðiskerfi lýðsins. 

Anja sem skúrar gólf og gerir hreint fyrir tvær evrur á tímann (332 krónur) í Stralsund í Þýskalandi, sortnar fyrir augunum af bræði þegar hún les í dagblöðum um "þýska kraftaverkið í atvinnumálum", sem nú er notað sem tálbeitu-fyrirmynd handa öðrum evruríkjum á leið í þrot. "Ef ég gæti farið, þá væri ég fyrir löngu hætt og farin. Fyrirtækið hefur nauðgað mér í sex ár", segir Anja.
 
En Peter Huefken, sem er Þýskalands kollegi Gylfa Arinbjarnarsonar forseta ASÍ, segir að þetta sé langt frá því versta sem hann þurfi að eiga við í þýska evruríkinu. "Sumt fólk sem ég hef með að gera er með 55 cent á tímann (91 krónu)." Verkalýðsfélag Huefken er að reyna að stefna atvinnurekendum fyrir misnotkun á launþegum og hvetur önnur félög til að gera hið sama. Kauphækkun hefur ekki fengist í 15 ár. Og engin lágmakrslaun eru víðast hvar í landinu. Hægt en örugglega mjakar öldrunarhagkerfi Þýskalands Evrópu aftur á járnöld.
 
Fyrri færsla
 
 
Tengt
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hún var talandi dæmi um þessa nauðung, fréttin í gær af gríska bóndanum sem er að verða kartöflumógúll fyrir það eitt að bjóða framleiðslu sína á kosnaðarverði. Fær nú 35 evrur í stað þeirra 15 sem honum voru skammtaðar úr hnefa.

Fréttin upplýsti að verðmyndun í evruríkjum er kolröng og í engu samræmi við það sem hér hefur verið kynnt sem mjólk og hunang.

Ragnhildur Kolka, 14.3.2012 kl. 09:22

2 identicon

Bóndinn var að selja á 15 krónur kílóið í stað 35 með milliliðum.

GB (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 09:56

3 identicon

Síðasta málsgreinin úr tilvitnaðri grein um þýska "efnahagsundrið" lýsir í fullkominni hnotskurn ástandinu í ESB:

"ILO's Ernst says Germany can only hope that other European countries do not emulate its own wage deflationary policies too closely, as demand will dry up: «If everyone is doing same thing, there won't be anyone left to export to.""

Þetta getur ekki endað vel; ef restin af ESB reynir það sama og Þýskaland, þá getur Þýskaland ekki flutt út til "restarinnar" og þá fer þessi "aflvél ESB" í djúpa kreppu. Ef "restin" gerir þetta ekki en heldur áfram að safna skuldum þá fer hún á endanum á hausinn og hættir þá hvort eð er að kaupa af Þýskalandi. Það er augljóst á hvaða leið þetta er.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 10:38

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér urðu á mistök í athugasemd hér að ofan, að tala um evrur en ekki krónur. Glöggur lesandi gómaði þessi mistök en bætti um betur og snéri leiðréttingu sinni á hvolf.

http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/13032012/odyrar-kartoflur-i-grikklandi

Hvert verðið er út úr búð kom ekki fram, en ásóknin í kartöflurnar sýnir að þær eru á kostakjörum. Greinilegt er á fréttinni að framleiðendur eru neyddir til að selja afurðir sínar langt undir kostnaðarverði. Og nú vilja menn líka ræða við aðra bændur um sölu á kostnaðarverði.

það skyldi þó ekki vera nauðungarvinnustefna í landbúnaði sem keyrir ESB og allt bakklappið í kaf. Hvað verður þá um alla hvítflibbana?

Ragnhildur Kolka, 14.3.2012 kl. 12:05

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir

Merkilegt að DDRÚV skuli birta fétt um baráttu gríska ESB-bóndans við verð á innfluttum ESB-mafíu kartöflum á meðan DDRÚV hefur ekki getað getið þess að Moody's hafi lýst því yfir að Grikkir séu orðnir þjóðargjaldþrota í evrum í ESB.

Þetta er eins og Kúbufréttir Tazz á gullöld.

Tek undir með þér Þorgeir. Það er svona sem úrið virkar. Einmitt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.3.2012 kl. 16:44

6 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Ég skil.   Þarna kom skýringin á "skjaldborgarnafni"    spunadrengja Jóhönnu.

P.Valdimar Guðjónsson, 14.3.2012 kl. 20:52

7 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þess er væntalega ekki langs að bíða þar til oðrræða ráðamanna verður farinn að sigla í áttina að því að klippa þurfi á milli norður og suður. Ég vænti þess að við fáum litríkar réttlætingar á því að löndin við Miðjarðahafið þurfi/óski/eigi/... að fá að taka up sínar gömlu myntir.
Athyglisvert um daginn að SWIFT, neitaði að svara spurningunni um greiðslumiðlun gömlu myntanna, hvort þær væru enn gildar. Raunin er samt sú að þar er nánast örugglega ekki búið að loka, kerfislega, á þann möguleika. En sjáum hvað gerist.

Haraldur Baldursson, 15.3.2012 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband