Leita í fréttum mbl.is

200 sinnum allir Íslendingar atvinnulausir í ESB

Atvinnuleysi á evrusvæði frá 1991
 
Nú eru 24,3 milljónir manna atvinnulausir í Evrópusambandinu. Þetta eru 10,7 prósent allra á vinnualdri í evrum og 10,1 prósent vinnufærra íbúa allra 27 ríkja Evrópusambandsins. Fimm hundruð milljón íbúar þrauka í ESB. Þar af eru áttatíu milljón fátæklingar. Fjörutíu og þrjár milljónir manns eru matvælafátæklingar. Þrettán milljónir manns fá úthlutað matarpökkum frá hjálparstofnunum og hinu opinbera. Og milljónir fjölskyldna í fullri vinnu í Þýskalandi þurfa fátæktarhjálp. Launin eru svo lág í evrum.

Samkvæmt nýjustu fréttatilkynningu frá hagstofu ESB — hún birtist í dag — er atvinnuleysið í ESB orðið svo skuggalegt að halda mætti að öll bankakerfi allra Evrópusambandslanda hefðu hrunið í tvígang, fjórum sinnum á Spáni og Grikklandi, þrisvar sinnum í Portúgal, Írlandi, Lettlandi, Litháen, Eistlandi og Slóvakíu og tæplega tvisvar sinnum í því sem eftir er.
 
Atvinnuleysi evru og esblanda janúar 2012
Og nú er 791 dagur liðinn síðan Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsins áttu að vera orðin að veruleika. En þá átti Evrópusambandið —samkvæmt 10-ára áætlun sovétmiðstjórar ESB— að vera orðið ríkasta hagkerfi í heiminum. Nú er stór hluti þess hins vegar á leið í gjaldþrot, restin fallin í hor eða komin með kryppu. Evrusvæðið er þvert á endalaus loforð orðið versta efnahagssvæði heimsins. Atvinnuleysi ungs fólks í evrum á Spáni er komið upp í fimmtíu prósent. Helming af hundraði. Allt landið er komið með 23,3 prósent atvinnuleysi.

Greinilegt er að framtíðarskipan gjaldmiðils- og gjaldeyrismála evrulanda hefur verið afnumin með upptöku evru og kostnaðurinn við hana að nálgast miðstýrt efnahagslegt sjálfsmorð.

Mexican peso pr US dollar
Fyrirtækið Össur H/F lærði af þessu og hefur því flutt framleiðslu fyrirtækisins í land sem býður starfsemi þess upp á að planleggja viðskiptin í sjálfstæðum mexíkönskum pesó í stað þess að þurfa að planleggja sjálfsmorð í evrum. En þetta sjá ekki allir. Ég heiti ekki Allir og veit að Mexíkó upplifði afar erfiða gjaldmiðilskreppu árið 1994 og aftur á ný svo seint sem árið 2008. Þetta er ástæðan fyrir því að Mexíkó er í uppáhaldi hjá forstjórn fyrirtækisins. Gengi pesó féll svo mikið. Landið er samkeppnishæft. 
 
Fréttatilkynningin frá sjálfsvígastofnun ESB er hér:
 
Það fyrsta sem fyrirtæki gera þegar þau ganga í evrusvæðið, er að segja upp fólki og reyna að þéna inn fimmkall á spákaupmennsku í erlendum gjaldmiðlum. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja í evurlöndum er nær alltaf það lélegt. Enda sést það á atvinnuleysistölunum og litlum sem engum hagvexti áratugum saman. Það kostar að hafa enga framtíðarskipan í gjaldmiðils- og gjaldeyrismálum. Það kostar að eiga ekki krónu
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Þetta eru skuggalegar tölur Gunnar...og sýnir enn og aftur vitleysuna...af hverju Ísland skuli vera að sækja um þetta bandalag kommúnista??

Ægir Óskar Hallgrímsson, 1.3.2012 kl. 20:40

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Ægir

Hér er hægt að bæta því við hér að þau einu TVÖ lönd sem eru með minna en 5 prósent atvinnuleysi af öllum 27 löndum ESB, eru Austurríki og Holland.

Í Austurríki er þessari tölu náð með því að læsa kvenpening þjóðarinnar inni í skáp uppi í afdölum landsins, þannig að atvinnuþátttaka kvenna þar í landi er undir 50 prósent. Og samt eignast þær minna en 1,4 barn á ævilengd sinni inni í skápnum. En samt er atvinnuleysi í Austurríki næstum það hæsta frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Í Hollandi er tölunum náð með því að 40 prósent þeirra sem eru á vinnumarkaði vinna aðeins hlutastörf. Þetta er heimsmet, samkvæmt tölum OECD. Svo litla vinnu er að hafa í Hollandi. 

Tölfræðilega lygi stórhertogadæmis Luxembúrgar þarf víst ekki að koma nánar inn á hér. 

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 1.3.2012 kl. 20:56

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hmmm 

Ég er hræddur um að það heyrðist hljóð úr kút ef atvinnuleysi á Íslandi ætti að leysa með því að reka konur heim af vinnumarkaði eins og í Austurríki.

Þrír af sex kerfislega mikilvægum bönkum Austurríkis hafa nú verið þjóðnýttir síðan landið tók upp evru.

Gunnar Rögnvaldsson, 1.3.2012 kl. 21:10

4 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Eru ekki skuggalegar tölur einnig frá Spáni....þar sem atvinnuleysi ungs fólks er um 35%??

Ægir Óskar Hallgrímsson, 1.3.2012 kl. 22:00

5 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Annars haltu bara áfram góðum skrifum...ég kíki reglulega hérna inn!

Ægir Óskar Hallgrímsson, 1.3.2012 kl. 22:00

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ægir

Ég verð því miður að hryggja þig með nýjustu tölum; helmingur (50%) ungs fólks á Spáni er atvinnulaust.

Sjá nýja fréttatilkynningu eurostat; Staða efnahagslegra sjálfsmorða ESB-landa janúar 2012 eKf

Gunnar Rögnvaldsson, 1.3.2012 kl. 22:36

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Svo er virkilega vert að minnast þess að í tilefni 20 ára afmælis Nuddstofustricht sáttmála Evrópusambandsins og einnig í tilefni þessa fyrsta dags marsmánaðar tvö þúsund og tólf árum eftir fæðingu Krists, að fjárfestar kröfðust einungis tæplega þúsund prósent ársvaxta ef vildu vera svo vænir að lána ríkissjóði Grikklandi —sem er einmitt evruland— eins og eina evru sjálfs síns í eitt ár.

Til hamingju ESB! Þetta tókst. Eini ríkissjóður mannkynssögunnar sem án óðaverðbólgu þarf að greiða 1000 prósent ársvexti (hátindur dagsins var 978,18%). Þessi ríkisskuldabréf hljóta að verða rædd á næsta miðilsfundi Evrópusovétsins í Brussel

Vextir á 12 mánaða ríkispappír Grikklands 1 mars 2012

Gunnar Rögnvaldsson, 1.3.2012 kl. 23:35

8 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ok...þetta stöðugt versnar...var í kringum 35% fyrir nokkru..þetta er ömurelg staða í alla staði!!

Ægir Óskar Hallgrímsson, 1.3.2012 kl. 23:36

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Veðrið komið í djúpa góða nótt

Veðurathugun Skálafell

kl. 00

-3,5°

Mesti vindur : 93 m/s / 84 m/s 

Logn

Hah!

ESB-mæling

Gunnar Rögnvaldsson, 2.3.2012 kl. 03:06

10 Smámynd: Róbert Björnsson

Fróðlegt þætti mér ef þú tækir saman sambærilegar tölur um fátækt og atvinnuleysi í Bandaríkjunum Gunnar! ;)  Ekki var það evrópski sósíalisminn sem lagði Detroit í eyði, var það?

Róbert Björnsson, 2.3.2012 kl. 23:30

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Róbert 

Samfylkingin hefur víst ekki sótt um inngöngu í Bandaríki Norður-Ameríku, Róbert. Er það?

En kannski 29 prósent einhverra dul-drauma geri það samt í trássi við vilja 71 prósent kjósenda í næstu kosningum. Hver veit hverju menn taka upp á til að tryggja sér völd. Ég býst við öllu úr þessu.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 3.3.2012 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband