Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J. Sigfússon bíður eftir næstu sprautu úr fljótandi pakkanum

Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda.
 
Væri pólitískt vændi bannað með lögum þá væri formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs líklega kominn undir hendur lögreglu landsins.
 
Hér höfum við stjórnmálamann sem ekkert nema svart fingrafar hefði sett á fullveldis- og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, hefði hann verið uppi á þeim tímum er hún stóð sem hæst. Þannig stjórnmálamaður hefði aldrei staðið með þjóð sinni á þeim tímum. Hann hefði alltaf aðeins þjónað sjálfum sér, eins og hann gerir í ríkisstjón í dag.

Steingrímur J. Sigfússon er líklega mesti hugleysingi sem gengt hefur forystuhlutverki í íslenskum stjórnmálum. Þessi síðasta sort stjórnmálamanna getur reynst frelsi og lýðveldi Íslendinga banvæn.
 
Steingrímur J. Sigfússon er umboðslaus stjórnmálamaður

mbl.is Ekki talsmaður skyndiákvarðana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er hægt að fyrirgefa mönnum margt, en lýgi og ómerkilegheit fyrirgefast ekki.

Fólk trúði því að SJS væri, þrátt fyrir ýmsa augljósa galla, heiðarlegur hugsjónamaður. Engan óraði fyrir að hugsjónir hans væru geymdar í lokuðu hólfi í hjarta hans á meðan sýndar hugsjónir voru bornar á borð fyrir þjóðina.

Hann hefur nú opinberað það lítilmenni sem hann er.

Ragnhildur Kolka, 5.12.2011 kl. 20:13

2 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Alls ekki sammála þér né Ragnhildi í þessum dómum. Ég efast um að nokkur hefði staðið sig betur  í tiltektinni eftir hrunið en hann. Enginn stjórnmálamaður hefur alltaf rétt fyrir sér,ef svo væri, væri hann ekki mennskur.

Sigurður Ingólfsson, 5.12.2011 kl. 22:26

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Réttur þinn til að vera mér ósammála Sigurður er stjórarskrárfestur í þeirri sömu stjórnarskrá Íslands sem fyrirskipar þingmönnum æðstu stofnunar íslenska lýðveldsins að sæka umboð sitt til kjósenda í þingkosningum, virða það og fara eftir í hvívetna.

Hreingjörningar Steingríms J. Sigússonar sem afmáð hafa umboð þeirra kjósenda landsins sem komu honum til valda, sjást best sem skítugar rákir tómra stóla þeirra uppleystu flokksmanna hans sem þráðu að virða það umboð sem flokkur þessa manns sótti til kjósenda lýðveldisins í Alþingiskosnignum í apríl 2009. Tiltekt mannsins er mafíustarfsemi líkust.

Gunnar Rögnvaldsson, 5.12.2011 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband