Leita í fréttum mbl.is

Ekki annað hægt en að dást að Silvio í Ríki Ítalíu

393px-Silvio_Berlusconi_(2010)
 
Eitt sinn, fyrir all mörgum árum, stóð ég á hallandi eldhúsgólfinu í ríki Dana og var að elda ég man ekki hvað, sem varla voru makkarónur. Í útvarpinu var verið að fjalla um Ítalíu og Silvio Berlusconi. Maðurinn sem talaði bjó alfarið á Ítalíu og var að útskýra fyrir Dönum hvers vegna Silvio Berlusconi væri "eina von Ítalíu". Þá fór ég að leggja dýpri hlustun á viðtækið. Maður hafði jú heyrt sitt af hverju. "Ef hann stýrir fjölmiðlunum, hvers vegna tala þeir þá svona illa um hann alla daga", sagði maðurinn. Hann sagði líka margt fleira fróðlegt um stjórnmálin á Ítalíu.

Í dag er það að segja að í Ríki Ítalíu gerist ennþá sitt af hverju - og líklega mest vegna Silvio. Kannski hafið þið heyrt um bréfið sem hann fékk frá ríkisstjórn seðlabanka Evrópusambandsins í Frankfurt. Það hefur lítil áhrif haft á manninn Silvio. Ennþá er kurteislega tekið við öllu sem frá seðlum bankans kemur, en ekkert er samt gert sem glatt getur fólin í turni hans, nema þykjustan. Það er ekki hægt annað en að dást að manninum sem Brussel er að reyna að þvinga til að fremja trúarathöfn Evrópusambandsins á Ítalíu, sem kallast Hans & Grétu þensluskapandi niðurskurðaraðgerðir (e. Emu's Expansionary Austerity Fairy Tail Ritual).

Þessi athöfn fer fram svona; þú stingur hníf í hagkerfið og býst við að blæðandi hag þess vaxi kraftur. Þegar árangurinn kemur til þín í formi hrynjandi landsframleiðslu, minnkandi tiltrú markaðarins, versnandi lánskjörum og súgþurrkun skattatekna ríkisins, þá endurtekur þú athöfnina þangað til kenning Einsteins um heimsku mannanna er að fullu sönnuð. Svona fara Hans & Grétu þensluskapandi niðurskurðaraðgerðir Evrópusambandsins fram.

En hér segir Silvio í Ríki Ítalíu að þetta sé rangt: það sé ekkert að í sjálfu Ríki Ítalíu annað en það að landið sé með svo lélega mynt sem heitir evra og það sé hún, já hún, sem sé að eyðileggja forsendur tilvistar Ítalíu á lánsfjármörkuðum. Það sé sjálfri myntinni að kenna að vaxtakjör ríkissjóðs Ítalíu á 10 ára bréfum séu komin yfir sex prósentin. Sem er alveg þráðbeint hárrétt hjá Silvio.

Þess vegna hefur Silvio ekki hugsað sér að gera neitt sem glatt getur fólin í púðurkökuhúsi seðlabanka Hans & Grétu, né þeirra í Brusselgarði. Þetta mál með ömurlegt aðgengi Ítalíu að alþjóðamörkuðum fjármagns, hefur Sivlio hugsað sér að leysa með því að biðja skuldastofu ítalska ríksins um að gangsetja on-line viðskiptakerfi á netinu með ríkisskuldabréf Ítalíu; ætlað heimilum og fyrirtækjum landsins. Sådan! Ekki er enn vitað hvort boðið verður upp á heima-partý kynningu líka. Þau gætu farið þannig fram að flottur maður með skjalatösku kemur og raðar bréfum ríkissjóðs á borðstofuborðið, sem þannig gætu orðið miðpunktur fegurðarsamkvæmis ríkissjóðs á heimilum landsmanna. Athyglisvert. 

Þetta kallar á virðingu. Og svei mér ef þetta tekst ekki bara aldeilis ágætlega hjá Silvio. En það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum Hans & Grétu í Berlín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband