Leita í fréttum mbl.is

36 stunda neyðaráhrif neyðarfundar evruríkja

Hann kom, sá og sökk; neyðarpakkinn sem kynntur var kl 04:00 síðasta fimmtudagsmorgun. Og markaðir eru loksins að skilja það sem Simon Johnson sagði í Kredithörpunni, 101 eitthvað annað. Það eru engir öruggir pappírar til.
 
Ríkispappírar evrulanda eru ekki það sem menn héldu að þeir væru. Skyndilega blasir við að eignasafn banka á borð við stóra franska BNP Paribas bankann, sem samanstendur að miklum hluta til af ríkispappírum evrulanda, er að færast í annan flokk en þann sem við gerðum ráð fyrir að eignasafnið væri í. Þessi nýborna ályktun markaðarins gæti leitt til þess að eigiðfé bankans sé aðeins 2 prósent. Enda féll hann næstum 10 prósent í markaði dagsins. Sömu sögu er að segja um Société Générale. Markaðurinn óttast þjóðnýtingu í kjölfar vel hugsanlegrar lækkunar á lánshæfnismati franska ríkisins á næstu mánuðum

Hér er kínverskur lúxusbátur sjósettur af fjárfestum, sekkur auðvitað samstundis. Þarna eru ervulöndin að leita sér að fé, en munu þó tómhent koma heim. Kína á enga peninga. Bráðum gæti evrusvæðið orðið alveg alelda
 
 
 
Fróðlegar vangaveltur hér; Europe’s Dying Bank Model    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú hefur Papandreo ákveðið í skyndingu að láta Grísku þjóðina ákveða hvort hún þyggur "hjálpina".  Þjóðaratkvæði.

Einhvern vegin finnst manni að menn séu að guggna og að þetta sé engin tilviljun. Ekki frekar en bókhaldskekkjan upp á 55 milljarða Euro sem Þjóðverjar fundu í einum ríkisbankanum.  

Drullumallið er orðið algert.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.10.2011 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband