Leita í fréttum mbl.is

Spurt er; Sumahúsareglan í Danmörku og útlendingar

Varðandi reglurnar um sumarhús í eigu útlendinga í Danmörku, sem Haraldur Baldursson spyr um hér, þá eru þær frá 1973 og einar af fáum varanlegum undanþágum frá regluverki ESB sem Danmörku hefur tekist að klóra til sín í gegnum þá tæplega 40 ára liðnu tíð sem landið hefur verið í stöðugu innlimunarferli inn í Evrópusambandið. Allar undanþágur landsins eru frá tímanum áður en ESB-stjórnarskráin var þvinguð yfir Danmörku. Hún markar endalok varanlegra undanþága. 
 
Þrátt fyrir bann við skortsölu
Danmörk hefur verið tæp 40 ár í tannlækningastól Evrópusambandsins þar sem tennurnar hafa verið dregnar úr fullveldi landsins, ein af annarri. Mjúk fæða frá Brussel í formi efnahagslegs niðurgangs, hnignunar og eyðingu lífsins á landsbyggð Danmerkur, hefur komið í staðinn. Fiskveiðar ónýtar, landbúnaður ónýtur, gjaldþrota og á förum frá landinu. Einn lélegasti hagvöxtur í 30 löndum OECD klúbbsins síðustu 15 árin var í Danmörku og verður einnig svo þau næstu 15. Danmörk er tapað land. Massíft og hrikalega þungt atvinnuleysi öll 33 árin frá 1978 nema fimm bóluárin frá 2004-2007 - og fasteingamarkaður sem drápslega hefur hrunið tvisvar sinnum á síðustu 25 árum. Danmörk gekk í Evrópusambandið árið 1973 og er að verða dautt. Naflastrengurinn frá Brussel virkaði svona vel. Af 5,4 milljón manns í Danmörku gera meira en 800 þúsund manns á vinnualdri ekki neitt annað en að bíða eftir kistunni. 

Danir óttuðust að efnaðir Þjóðverjar myndu kaupa upp land við strendur Danmörku og loka því af. Þjóðverjar hafa ekki sérlega mikinn aðgang að ströndum. Danir óttuðust einnig verðsprenginu á sumarhúsum og að aðgengi Dana til hinnar smátt skömmtuðu náttúru landsins myndi lokast af og að verðin yrðu það há að almennir Danir hefðu takmarkaðan aðgang að markaðnum, og þar með að náttúru landsins. Þetta yrði eins konar "kynslóðaþjófnaður" á landinu frá dönsku þjóðinni og afkomendum. 

Það var ekki erfitt fyrir Dani að reikna út að hættan á að 80 milljón Þjóðverjar keyptu upp alla aðlaðandi staði í landinu, væri meiri en hættan á því að 4,5 milljónir Dana keyptu upp allt aðlaðandi land í Þýskalandi þar sem 80 milljón Þjóðverjar búa. Hjá okkur er þetta hlutfall hins vegar orðið 500 milljón manns á móti 0,3 milljón manns. 

Vissar undanþágur eru gerðar á þessari reglu í Danmörku og frá árinu 2001 hafa 600 af 800 umsækjendum fengið undanþágu frá reglunum. Um er að ræða þá sem hafa mikil ættjarðar- og fjölskylduleg tengsl við landið (Danir búsettir í útlöndum) og slíkt.
Facebook síður stjórnmálamanna

Furðulegt er að stjórnmálamenn skuli leggjast svo lágt að loka sig af frá internetinu og læsa skrif sín inni á vef sem enginn getur séð - nema að vera þátttakandi í skrípaleik sem heitir hér er ég því ég kann ekki neitt annað. Hvað er að?
 
Fyrri færsla
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Góð skrif og orð að sönnu. Það má lika nefna þann aragrúa innflytjenda sem hafa nú þegar ´yfirtekið´ landið, má næstum segja. Nauðsynlegt að gera þeim islendingum sem virkilega trúa því að við innlimun Islands í ESB hefjist hér blámaöld hagsældar og gæfu. Vöruverð muni stórlækka, vextir sömuleiðis. Verðtrygginging afnumin. Og fleira í þeim dúr. Atvinnuleysið muni hverfa. Verðlagið og launin í Þýskalandi eru lægri en í Danmmörku. Danir hafa ekki notið góðs af því, síður en svo. Vöruverð er mun hærra í Danmörk. Loks má nefna að svotil öll fyrirtæki landsins,ss dagblöö, járnbrautir, flugvellir svo eitthvað nefnt eru í eigu útlendinga. Td Kastrup flugvöllur er í eigu Astrala.

Björn Emilsson, 5.9.2011 kl. 16:14

2 identicon

Svo má ekki gleyma sérreglunum um íbúðakaup þar sem kaupandi þarf að hafa verið búsettur í DK um ákveðinn tíma, t.d. 5 ár í Kaupmannahöfn.

Matthías (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 17:26

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hafðu kæra þökk fyrir Gunnar fyrir þessa flottu grein, sem svarar mjög vel fyrirspurn minni :-)

Málið er að mjög víða hafa jarðir á Íslandi færst í erlenda eigu....það vekur upp spurningar, ekki til skamms tíma heldur lengri. Ég held að reglur dana um þetta beri að herma.

Varðandi ESB...vitanlega er þetta enn ein ástæðan til að hafna þeim valkosti. Ég er sannfærður um að þetta er ekki meðal samningsáhersla íslensku samninganefndarinnar. Allt í sambandið við þau myrkrarverk gengur út á að klára samninga fyrir þau Össur, Jóhönnu og ekki síður Steingrím Jóhann.

Þó að í þessu tilfelli núna sé um kínverskan athafnamann að ræða, eða annarslendann skiptir ekki máli. Það er ekki eftirsóknarvert að landið fari á útsölu...

Haraldur Baldursson, 5.9.2011 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband