Leita í fréttum mbl.is

Norræn ESB velferð: Þrjú hundruð þúsund Danir í lausu lofti ef illa fer

Sammenligning af arbejdsløshedsprocenter – registreret ledighed
Mynd, AE; Samanburður á atvinnuleysishlutfalli vinnumarkaðsrannsókna og hins vegar einungis hlutfall þeirra sem eru atvinnulausir og eiga rétt á bótum. "AKU ledihged" eru samhæfðar tölur á borð við vinnumarkaðsrannsóknir Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi í Danmörku hefur aðeins farið niður fyrir 5-6 prósent í samtals 5-6 ár á síðustu 32 árum. Hlutfall þeirra sem eru atvinnulausir og eiga ekki rétt á bótum eykst og eykst; sjá rauðu súlurnar. Eins og er er atvinnuleysishlutfall í Danmörku það sama og á Íslandi, en hefur verið mun verra í Danmörku miðað við Ísland um næstum aldur og ævi. Við erum að glíma við afleiðingar bankahrunsins. Samt er eins og við séum þegar komin inn í ESB. Ástandið í atvinnumálum á Íslandi er þannig.
 
 
Um 300 þúsund vinnandi Danir — hver sjötti vinnandi maður — hafa enga afkomu, skyldu þeir missa vinnuna. Þeir geta hvorki fengið atvinnuleysisbætur né aðstoð hjá félagsmálastofnun. Með öðrum öðrum; þeir hafa ekkert öryggisnet

Til að fá atvinnuleysisbætur þurfa Danir — og allir þeir sem eru á dönskum vinnumarkaði — að hafa keypt sérstaklega atvinnuleysistrygginu sem þeir greiða fyrir af launum sínum, sem þýðir að menn þurfa að hafa haft fulla atvinnu í um það bil eitt ár og greitt skatta.
 
Hver syvende dansker i arbejde står uden indtægt, hvis de skulle blive fyret. Det skriver avisen.dk med henvisning til nye tal fra Arbejderbevægelsens Erhvervsråd, som viser, at 300.000 danskere hverken er berettiget til dagpenge eller kontanthjælp, hvis de skulle miste deres arbejde 
 
Þeir sem eru á lágum launum freistast oft til að láta hjá líða að kaupa sér þessa trygginu sem kostar 10 til 20 þúsund íslenskar krónur á mánuði. Það sama gildir um launþega á háum launum, en oftast er um ungt fólk að ræða því það fær alltaf lægstu launin í ESB, því atvinna hefur verið af svo skornum skammti þar öll hin síðustu 30 ár. 

Þá skyldi maður ætla að þessir 300.000 Danir gætu leitað til félagsmálastofnunar. Nei það geta þeir ekki, því ef þeir eru stóreignafólk sem á meira en 200 þúsund íslenskar krónur í bankanum, þá fá þeir ekki félagsmálaaðstoð nema að eyða þessu stórfé fyrst. Og ef maki þeirra er með góð laun þá fá þeir heldur ekki neitt frá féló. Félagsmálahjálpin er tekjutengd heimilistekjum.
 
Hið svo kallaða norræna velferðarsamfélag sem forsætisráðherra vor talar svo oft um, andaðist árið 1985 þegar Danmörk var að komast í þrot vegna einmitt þessa kerfis. Þegar Jóhanna missir vinnuna þá getur hún ekki farið á bæinn í Danmörku. Fyrst þyrfti hún að hafa búið þar í 5 ár og greitt skatta, því hún er útlendingur, og það þýðir ekkert að veifa þar skjaldarmerki Íslands né annarra Norður- eða ESB landa framan í neinn. Hún fengi í hæsta lagi aðstoð við að kaupa flugmiða til síns ömurlega heima á ný, sem hún m.a. stóð sjálf fyrir að búa til. Og nú er Danmörk verulega illa stödd á ný; vegna einmitt aðildar landsins að ESB. En áfram heldur Jóhanna að lesa í gömlum bæklingum. Um draumalandið. 
 
Historisk langsomt opsving i dansk økonomi. Frem mod 2013 kan vi kun se frem til moderate vækstrater, som på ingen måde kan skabe jobfest i Danmark. Imens risikerer arbejdsløsheden at bide sig fast på et for højt niveau til stor skade for væksten, velstanden og de offentlige finanser 

Svo er það - í íslenskri umræðu - hinn margumtalaði svo kallaði námsstrykur til danskra námsmanna. Af honum borga flestir Danir skatt, því enginn námsmaður getur lifað af þessum styrk, hvorki fyrir né eftir skatt. Hann bætist við þínar heildartekjur sem námsmaður og þú greiðir auðvitað tekjuskatt af þessu öllu saman. Og ef þú ert heimabúandi hjá foreldrum þá lækkar þessi skattskyldi "styrkur" líka og sem pabbi og mamma eru fyrir löngu búin að greiða til ríkisins í gegnum skatta sína, sem í heild eru þeir hæstu í heiminum. 

Svo er það hið fræga regluverk og svo kölluð stjórnsýsla 
 
Kynningarbæklingur ferðaskrifstofu Sovétríkjanna
Þú stofnar eftir námið fyrirtæki sem selur báta. En eitthvað fer úrskeiðis í tölvukerfi yfirvalda og skattayfirvöld gera þér allt í einu skylt að greiða 11,4 miljónir DKK í VASK. Þetta er mörgum sinnum hærra en þú átt í raun að borga. Þú kærir ákvörðunina og það lítur út fyrir að þú vinnir málið fyrir réttinum. En í millitíðinni hafa skattayfirvöld krafist að þú greiðir 4,9 milljónir DKK í tryggingu og þú átt þær ekki til og því fer fyrirtækið þitt í gjaldþrot á meðan þú vinnur málið í réttarsölum regluverksins. Þú vannst málið, áttir ekki að greiða nema brot af þessum 11,4 miljónum DKK, en þú átt því miður ekkert fyrirtæki lengur. Skattayfirvöldin tóku það og skiptu því á milli sín og annarra. Með öðrum orðum; það kostar skattayfirvöld ekkert hefja byssuna á loft, skjóta og eyðileggja einkafyrirtæki. Þau eru bara sett í þrot þó svo að þú á endanum hafir réttinn allann þín megin. Too bad, ups, sorry 
 
Danske virksomheder risikerer at blive tvangslukket af skattemyndighederne, inden deres sager er afgjort. "Det er hårdt at sluge, at retstilstanden er sådan i Danmark"
 
Þetta var Danmörk. Hin danska stjórnsýsla og regluverk þar sem skattalöggjöfin er svo flókin að enginn einn maður getur náð að þekkja hana til hlítar. Úrslit dómsmála eru háð stund, stað, túlkun og veðri. Sífellt er verið að loka holum en við það opnast nýjar holur og himininn hrynur ofan á borgarana. Regluverkið er eins flókið, óskiljanlegt og marg-gagnvirkt eins og tölvuvíravirki voru á lampatímunum. Togað er spotta kerfisins til að loka glugga á neðri hæðinni en við það hringir bjalla vestur í bæ, hurð opnast norður í landi, um leið og skólpi er hellt yfir hálendið og ljósastaurar blikka í sex mánuði á Vestfjörðum. Þetta er einmitt kerfið sem ríkisstjórn Íslands er að keppast við að innleiða hér á landi um þessar mundir.
 
Auðtrúa Íslendingum er hér heima sagt að eitthvað sem kallað er stjórnsýsla og regluverk sé svo gott í Evrópusambandinu. Framan í þessa sakleysingja hér heima veifa háskólamenntaðir íslenskir sérfræðingar ESB-glansmyndabæklingum úr síðustu prentbunu frá prentstofnunum ESB. En eitt er prentað mál og annað er raunveruleikinn. Þeir hefðu alveg eins getað veifað bæklingum frá Intourist, sem var ferðaskrifstofa Sovétríkjanna. Brussel er ekki heiðarlegri en Moskva var. Alls ekki. Og í Brussel er keyrt eftir 10 ára áætlunum. Moskva lét sér þó nægja 5 ára áætlanir.  

Hin danska stjórnsýsla og regluverk virkar illa og er hroðaleg viðureignar fyrir borgarana. Hið opinbera hefur byggt múr í kringum sig til að verja sig gegn borgunum sem hið opinbera mjólkar meira og meira út í gegnum lífið í hratt deyjandi skattagrunni. Óbeint og beint.
 
En hvernig heldur þú að þessi mál séu í Frakklandi? Þúsund sinnum verri en í Danmörku. Og hvernig halda menn að þessi mál séu á Ítalíu? Þúsund sinnum verri en í Frakklandi. Og hvernig halda menn að þessi mál séu í Austur-Evrópu? Eða í Eystrasaltslöndunum? Eða í Grikklandi, einhver? Kýpur, einhver? 
 
Ferskar yfirskriftir ESB-dagsins; Giulio Tremonti compares Merkel to a first-class passenger on the Titanic; og nú er krafist sérstaklega hærri vaxta á lánum á millibankamarkaði til hinna kerfislega mikilvægu ítölsku banka; UniCredit og Intesa Sanpaolo
 
Wall-Street-þingmenn þjóðþinganna og Kremlarliðið í Brussel finnst alltaf að þeir þurfi að vera gera eitthvað. Búa til amstur (e. generate activity, attention). Skýrslur, rannsóknir. Bara eitthvað, til að koma sér nú á framfæri. Lögin og reglurnar sprautast út eins kúlur úr vélbyssum. Liðið þarf að koma sér á framfæri. Reisa sér minnisvarða, og allt á kostnað borgaranna. Svo þarf að semja við mafíur hins opinbera og einkageirans í Evrópusambandinu. Þetta krefst auðvitað mikillar vinnu og mannafla. Það sjá allir.

Ég þori að veðja hatt mínum að í Evrópu finnst varla betri og skilvirkari opinber stjórnsýsla og meira mjúkt og sveigjanlegt regluverk en hér á Íslandi. Allt er ekki betra hér, en lagsamlega flest. Þið eruð bara svo góðu vön, og svo lengi. Eða réttara sagt, þannig var það áður en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar tók til höndunum við að rífa niður Ísland.
 
Krækjur

 
Fyrri færsla
 
  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Já Gunnar: Það væri nú ekki ónýtt að komast inn í ESB Dýrðina!? En fyrst að lífeyrisþegar geta lifað af sínum bótum "að áliti Jóhönnu", þá hlítur hún nú að vera búinn að leggja fyrir mikil auðævi á sínum rosalaunum og þarf því engar bætur sjálf, og þá er allt í lag!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 15.7.2011 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband