Leita í fréttum mbl.is

Paul Krugman; veikur forseti, slæmt samkomulag [u]

 Breaking news

3.8.2011 07:59:41 FTSociété Générale shares suspended after French bank warns it will fail to meet profits target — og — fransk/þýski vaxtamismunurinn 10 ára ríkisbréf, upp fjórða daginn í röð

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -  

Skuldavandmál Bandaríkjanna ber að skoðast í ljósi Vestmannaeyjagosins sem kostaði Ísland um 6 prósent af landsframleiðslu þá. Stóra krísa vorra daga mun kosta enn meira. En Íslendingar fóru létt með að kyngja gosinu í Vestmannaeyjum. Af hverju? Jú vegna þess að atvinnuástand og atvinnuþátttaka Íslendinga var og hefur svo lengi verið sögulega gott og hátt - gersamlega þveröfugt við ESB-þróunina í Evrópu hin síðustu 35 ár.

En þessu er ekki að heilsa í dag þar sem ríkisstjórn Íslands er eins ömurlega veik og hugarfarslega vönkuð og forseti Bandaríkjanna er. Ég tek undir með Paul Krugman. Hér er verið að drepa kartöflugrösin til að bjarga lekum votlendum og víðblautum skóm hinna fávísu. Rétt eins og síðasta framvirka fjárlagahrunfrumvarp ríkis[slita]stjórnar Íslands var og er.

Skattagrunnur Bandaríkjanna er minnst nýttur af öllum löndum OECD. Aðeins Chile og Mexico eru þar fyrir neðan. Skuldavandamál Bandaríkjanna eru því eins og Flórídaferð á fyrsta klassa miðað við Evrópu. Í Evrópu er skattagrunnurinn útpíndur.

Ég tek undir það sem Paul Krugman segir í þessu ágæta viðtali. Stolt siglir ekki fley repúblikana nú. Þó svo að ég sé svo oft sammála þeim. En veikur forsetinn gafst upp.  

Wall Street Journal

The Obama Downgrade, Alphabetically

H is for Hillary, who would have made a better president

hér

"F is for free trade. Bill Clinton signed Nafta in 1994, which facilitates $1.6 trillion in the trade of goods and services between the U.S., Mexico and Canada. George W. Bush midwifed more than a dozen FTAs, from Australia to Singapore to Morocco to Bahrain. Number of FTA's signed by the current president: zero."

 

 

MarketWatch 

How Apple would solve the debt crisis

Spending is good. Borrowing is better. Washington is doing neither. It’s liquidating

hér 

Fyrri færsla

Fjórða (evru)ríkið að falla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband