Leita í fréttum mbl.is

Verstu lánskjör heimsins eru í myntbandalagi Evrópusambandsins

Að taka upp evru hefur haft í för með sér verstu lánskjör í heimi meðal þróaðra ríkja. Engum löndum bjóðast nú eins slæm lánskjör á alþjóðlegum fjármálamörkuðum eins og evruríkjum bjóðast. Nú eru lánskjör evrulanda verri en þau sem Suður-Afríku, Indónesíu og bananalýðveldum bjóðast. Hér eru nokkur dæmi um lánskjör á 10 ára lánum, skyldu þau fást. Snúum okkur að fimm ára lánum til ríkissjóða nokkurra evrulanda og hins vegar Íslands;
 
Grikkland
 
Krafist er 20,86 prósent vaxta af Grikklandi ef fjárfestar ættu að lána gríska ríkinu peninga til fimm ára. Líkleg systir forsætisráðherra Grikklands fengi sennilega betri vaxtakjör á greiðslukortum sínum. Kannski til að kaupa sér skó. En Grikkland fær enga peninga að láni til að kaupa lyf og búnað fyrir fólkið í landinu. Það tók nefnilega upp evru. Grikkland er í myntbandalagi Evrópusambandsins.
  • Skuldatryggingaálag; 2177 punktar (tvö þúsund eitt hundrað sjötíu og sjö).
  • Atvinnuleysi; meira en 15 prósent
Portúgal
 
Af Portúgal er krafist  16,98 prósent vaxta skyldi einhver vilja lána ríkissjóði landsins peninga í fimm ár. Portúgal tók upp evru og er á svipaðri leið og Grikkland; í ríkisgjaldþrot. Portúgal er í myntbandalagi Evrópusambandsins. Fjármálakerfi landsins, allir bankar, hafa verið afskornir frá umheiminum í meira en ár. 
  • Skuldatryggingaálag; 1023 punktar. 
  • Atvinnuleysi; 12,4 prósent
Írland
 
Af Írlandi er krafist 15 prósent í vexti fyrir peninglán til fimm ára. Írland tók upp evru. Landið er því algerlega læst úti frá alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Það er á leiðinni í þrot ef kraftaverk gerist þar ekki fljótlega. Írland er í myntbandalagi Evrópusambandsins.
  • Skuldatryggingaálag; 900 punktar.
  • Atvinnuleysi; 14 prósent
Spánn
 
Frá því í nóvember hefur vaxtakostnaður Spánar hækkað úr 2,8 prósentum á fimm ára lánum og upp í tæplega 5 prósent. Spánn á ekki lengur peninga til að greiða fyrir lyf og búnað til heilbrigðisgeirans. Lyfja- og tækjaframleiðendur fá ekki greitt. Spánn þarf að meðaltali að hrifsa til sín 600 daga greiðslufrest til að skrapa saman peningum fyrir lyfjum og tækjum sem ríkið hefur fengið afhent frá birgjum. Ekkert þýðir að krefjast peninganna, því Spánn á enga peninga. Ríkið er svo illa statt. Spánn tók upp evru og hún sprengdi efnahag landsins í tætlur. Spánn er í myntbandalagi Evrópusambandsins.
  • Skuldatryggingaálag; 314 punktar.
  • Atvinnuleysi; 21 prósent
Ítalía
 
Alþjóðleg lánskjör evruríkisins Ítalíu fara hratt versnandi og hefur vaxtakrafan hækkað úr 2,6 prósentum í nóvember og upp í 4.6 prósent í dag á fimm ára lánum til ríkissjóðs þessa lands. Ítalía er í myntbandalagi Evrópusambandsins.
  • Skuldatryggingaálag Ítalíu hækkar hratt og er komið í 241 punkt.
  • Atvinnuleysi; 8,1 prósent, og hefur varla mjakast þar undir síðustu 28 árin, en er samt örlítið skárra en hefur verið í Frakklandi á sama 28 ára tímabili.   
Ísland
 
Um daginn tók ríkissjóður íslenska lýðveldisins peninga að láni til fimm ára á alþjóðlegum fjármálamarkaði. Lýðveldið okkar þurfti að borga 5 prósent í vexti til að fá lánið. Mynt Íslands er króna. Ísland er ekki í Evrópusambandinu. Ef svo væri, þá væri Ísland á leiðinni í ríkisgjaldþrot, eins og Grikkland.
  • Skuldatryggingaálag á ríkissjóð Íslands; 231 punktar.
  • Atvinnuleysi; 7,8 prósent, sem er nálægt Íslandsmeti.
Á sama tíma var hið opinbera á Spáni að reyna að fá sömu peninga að láni á alþjóðelgum fjármálamörkuðum. Það tókst ekki. Svo lítill var áhugi fjárfesta á að lána þessu evruríki smá peninga til fimm ára. 

Við höfum krónuna sem er mynt fullvalda lýðveldis Ísland. Því mun lánstraust ríkissjóðs okkar ekki þorna upp. Krónan sér fyrir því. Krónan myndar grunn lánstrausts lýðveldis Íslands á alþjóðamörkuðum. Hún sér til þess að tekjur og greiðslugeta ríkissjóðs þorni ekki upp. Þetta vita alþjóðlegir fjárfestar.
 
Þetta er ekki frétt frá DDRÚV
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar.

Upplýsandi og fróðleg grein hjá þér.

Flestir sem opna augu og eyru sjá þetta og vita þetta.

Nema Össur og hinir apakettirnir í Samfylkingunni þeir eru eins og aparnir á frægu grín ljósmyndinni þar sem einn hélt fyrir augun, annar fyrir eyrun og sá þriðji hélt fyrir munninn.

"Sé ekki, heyri ekki og segi ekki"

En þó er ég alveg hissa að Seðklabankawstjórinn Már Guðmundsson virðist nú loksins vera bæði búinn að sjá þetta og hreyra af þessu og það sem enn meira og merkilegra er hann þorir líka að tala um það !

Reyndar enn bara í útlöndum.

Því að samkvæmt því sem hann sagði nú í viðtali við Dow Jones þá nánast afskrifar hann Evruna fyrir Ísland vegna alvarlegra misbresta og hönnunarveikleika.

Sjá ummæli hans hér að neðan:

"The sovereign-debt crisis roiling the monetary union could make the 320,000-people nation even more cautious about adopting the euro, outweighing advantages stemming from a less-volatile currency environment".

"Being a member of the euro-area would result in a more stable economy," Mr. Gudmundsson said. But, on the other hand, "There are design failures in both the EU and the euro zone, and they were revealed by the crisis," he said.

Skyldu þau skötuhjúin Össur og Jóhanna hafa heyrt af þessu ?

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 14:31

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Gunnlaugur

Ekki láta blekkjast af ummælum Más Guðmundssonar.

Evruupptaka hefur ekki stuðlað að auknum stöðugleika. Hvorki í stórum ríkjum og allra síst í smáum ríkjum. Þau ummæli Más - og sem eru sögufölsun - sýna okkur aðeins, svo ekki verður um villst, að hann hefur ekki látið af sinni pólitísku barnatrú um Sovét-Ísland. Fyrir honum er Evrópusambandið eins konar móðurmjólkslíki (modermælkserstatning) sem koma skal, því hann trúir því að hægt sé að fixa myntina sem er ekki hægt að fixa nema með stofnun alríkisráðstjórnar Evrópusambandsins.

Eins og flestir þvottaekta kommúnistar trúir hann því líklega enn að Sovétríkin væru ennþá á lífi - og alveg við það að hringja menn inn í hamingjuna undir bjölluhljóm öreiganna - ef aðeins vissar skrúfur hefðu þar verið stilltar aðeins meira til eða frá öðruvísi.

Gunnar Rögnvaldsson, 9.7.2011 kl. 18:37

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Afar fróðleg færsla

Sigurður Þórðarson, 9.7.2011 kl. 19:53

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Sigurður

Vert finnst mér að minnsta þeirrar hugsunar (þær eru upphaf og endir gjörða okkar) að stöðugleiki er margslungin skepna.

Ef menn missa sinn vitsmunalega stöðugleika (e. intellectual stability) þá þýðir það að við missum einnig hinn pólitíska stöðugleika okkar, sem þýðir svo aftur að við missum efnahagslegan stöðugleika, og sem svo aftur þýðir að við missum hinn fjárhagslegan stöðugleika. Þetta er ein og sama fjölskyldan. 

Allt veltur á hinum vitsmunalega stöðugleika. Í honum er allur annar stöðugleiki uppfóstraður. Að gæla við kommúnisma, Evrópusambandsisma og að stofna þar með þjóðríkinu sem fyrirkomulagi í hættu og sem grunninum fyrir tilveru okkar, þýðir aðeins það að menn hafa misst sinn vitsmunalega stöðugleika. Evrópusambandið er hóruhús hins vitsmunalega óstöðugleika. Völundarhús andlegrar uppgjafar og vitsmunalegrar brenglunar.

Hugtakinu stöðugleika má ekki rugla saman við stöðnun. En stöðnun er það sem einkennir Evrópusambandið og aðild ríkja að því.

Á Íslandi hafa átt sér stað stöðugar framfarir síðan þjóðin innsiglaði fullveldi Íslendinga með næstum 100 prósent samstöðu allra manna hér árið 1944. Síðan eru liðin aðeins 67 ár undir mikilli aukningu velmegunar.

Þeir sem sitja nú við völdin á Íslandi eru orðnir hinn vitsmunalegi óstöðugleiki holdinu klæddir. Þeir hafa misst fæturna og eru farnir að rífa stökkpallinn sem fullveldið skaffaði þeim.  

Á Íslandi er hinn vitsmunalega stöðugleika helst að finna hjá fólki í dreifbýli og upp til sveita - það finnst mér. 

Gunnar Rögnvaldsson, 9.7.2011 kl. 20:38

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þakka þennan pistil hann mjög svo fræðandi um þetta ESB og vel það/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 10.7.2011 kl. 00:10

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Að mínu viti hefur Alþjóða Samfélagið síðan um 1970 haft það að markmiði að jafna neyslu skiptinga yfir alla jörðina. Um svipað leyti og algjör þöggun byrjaði um hluti eins og mannfjöldaþróun, gott að Kína væri ekki neyslusamfélag og það að frumefnsambönd væru að klárast.  Þá lágu líka fyrir upplýsingar um að EU væri ekki sjálbær um nauðsynleg frumefna sambönd lengi þegar enga væru nýlendurnar. Tvær síðustu heimstyrjaldir voru um hráefni og orku. Einn var vitað að 6 kg. af baunum þarf í 1 kg. af kjöti, og ef hægt væri að láta i milljarð kjötæta venja sig á grænt fæði, þá mætti metta 5 milljarða.  Veð Spánverja og Portugal og Grikkja eru öll uppurinn, og sennilega hafa Þjóðverjar og Frakkar fengið bestu veðinn með var verið að éta sjálbærni þessara ríkja að innan.   Ísland fyrir undirbúnig að EES um 1983 hefur sennilega verið með hlutafallslega langmestu og bestu veðin í heimum per capita. Fiskur, mengunarlaus orka, og ferskt 100% er allt talið táknrænt utan Íslands. Þótt margir Íslendinga af talið þetta einskins virði og best væri selja þetta allt á bretti. Ísland hvað varðar atvinnuleysis samburð við EU er vart samburðarhæft því þar er yfirvinna sjaldgjæf síðustu 100 ár og fjöld fólk er komið á eftirlaun eða elliheimili um 50 ára. Krónanr hér flýtur aðal gangvart evrum og pundi og þar verja Englands banki og Seðlabanki EU sínar myntir gagnvart krónu. EU Commision er samsett af sérstökum persónleikum með samþykki hæfs meirihluta Forsætisráðherra Meðlima-Ríkjanna. Þrjú tungumálu eru löghæf í EU: Sorbonn Franska, Há-Þýska og Oxford Enska.  Orginalar allra samninga Meðlima-Ríkjan eru á þessum málum, og eru þeir allir samhljóða geymir á Ítalíu. Commision hefur tvo megin efnahagstól  3. heims Fjarfestingabanka sem aldrei á greiða út hagnað: hljómar eins og þrautavarsjóður. Þessi Banki er 25% í eigu þjóðverja og 25 % í eigu Frakka, UK getur keypt hlut hver sem er það er búið að afgreiða það fyrirfram á EU þinginu: viðauki við Lissabon samninginn.  Innra tólið er svo Evrópski Seðlabanki, Þar eiga jafn hlut Þjóðverjar, Frakkar , Bretar og Ítalir um 65 % og hirða hagnað í samræmi. Undir Evrópska Seðlabanka  kemur svo þjóðSeðlabanka kerfið, sem tryggir staðgreiðslu Meðlima-Skatta, selur evrur, og meðmæli með skuldbréfum sem einkabankar markaðsetja á opnum Markaði, það er Net kauphallarkerfi EU.   EU eins og USA vill hafa 100% stjórn á öllu reiðufjárstreymi innan sinna efnhagslögsagna og helst utan þeirra líka. Netvæðing hlutbréfa var mikið þarf þing til að koma í veg fyrir skyndi framboð á mörkuðum. Commission fer með umboð Meðlima Ríkja hjá alþjóða stofnum og þannig eru hlutur EU í AGS um 33% og USA er í öðru sæti með 18%.   Einnig munu EU ráða óbeint fyrir atkvæðum margra óstöndugra ríkja utan EU. Ísland tók hlutfallslega lítið lán til 5 ára með veð í varsjóði frá AGS. Ísland er ekki ennþá formlega leppríki hæfs meirihluta í EU, og allt sem veikir efnahagslega stöðu Íslands fyrir inngöngu í formlega stjórnmálasamvinnu, kemur öllum tækni og fullvinnslu og smásölurekstri Stórborga EU [ um 2 milljónir íbúa minnst] til góða. EES hefur tryggt okkur lægri þjóðar tekjur per capita en Danir. Þjóðverjum bestu veðin [veðsöfnin sem skila sínu á löngum tíma]  ef marka má Jón Ásgeir. Ég tel að Commission í Brussel telji yfirbyggingar kostnað Íslands á útflutningi til EU hlutans sem fellur undir sameiginlegan grunn innri keppni Meðlima Ríkja við að viðhalda eða auka sinn 5 ára innri raunhagvöxt það er hagvöxtur eftir afskrifir. Raunhagvöxtur er framboðsauking vöru og þjónust á íbúa  yfir síðustu 5 ár að mínu mati. Leiðréttur hagvöxtur=verðbólga hækkun þjóðartekna vegna aukins reiðufjár inn á markað. Hér mun 60% til 80% neytenda ekki skila þessu fé í vsk, heldur vexti, húsaleigu og aðra skatta.   Ísland eftir 1983 er ekki ríki frjáls markaðar eða löglegrar nýfrjálshyggju.   Ísland verður með Fisk, eins og Finnar með Kalkúna og Pólverja með Kjúklinga, Spánverjar með Tómata og annað grænmet. Grikkir borga með hveiti, rúgi og sígarettum, það finnst þjóðverjum ekki góðar greiðslur miða við þær Íslensku.   Eftir Lissabon er EU yfirlýst [installerað] viðskiptalegt hernaðar stórveldi, sem gerir körfu um full yfirráð yfir varðveislu friðar á Atlandshafi.  Það er engin furða að 92% utan EU hafi ekki trú á evru.

Júlíus Björnsson, 10.7.2011 kl. 05:58

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Var ekki búinn að taka eftir því að CDS Ítalíu væri komið upp fyrir CDS Íslands.

Það verður áhugavert að fylgjast með fréttum af neyðarfundinum á morgun og síðan Ecofin fundinum.

Evran virðist nú upp við vegg - annaðhvort taka menn hart á bak eða hart á stjór; en áframhaldandi væflugangur leiðir til hruns og það sennilega innan skamms.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.7.2011 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband