Leita í fréttum mbl.is

Það góða við Keynes er að hann minnkar ríkisafskiptin og styrkir fullveldi þjóða.

Þeir sem aðhyllast myntbandalag Evrópusambandsins eru allir þar með mjög hlynntir miklum ríkisafskiptum. Þeir verða að vera það. Þegar samfélagshagkerfi missa sjálfstæða mynt og peningapólitík þá eru engin stjórntæki þar eftir nema ríkisafskiptin. Þar er aukið atvinnuleysi alltaf efst á listnaum. 

Þið sjáið þetta núna. Eins og hundar í bandi fjármálamarkaða sem pota stanslaust priki sínu í afturendann á ríkisstjórnum evrusvæðisins, eru ríkisafskiptin enn og aftur hið eina sem stendur þar til boða. Allar lausnir á öllum vandamálum evruríkja í gær, í dag eða á morgun - hvort sem um hrun eða þenslu er að ræða - eru allar útskrifaðar á sama lyfseðilinn; að ríkisvaldið skipti sér enn meira af lífi þegnana niður í minnstu smáatriði. Allt í þeim tilgangi að láta ríkisfjármálin stýra hagkerfinu. Hefta hitt eða þetta, berja niður og drepa. Þetta eru einu stjórntækin sem eru þarna eftir. Myntin er farin, vaxtavopnið er farið, peningastefnan læst inni í skáp í Frankfurt, og þingið þar með handjárnaður hundur í bandi fjármálamarkaða. Svona verður einræði til. Svona fæðast blá Sovétríki í Evrópu.

En allar eru þó macro_afleiðingar ríkisstjórna evrulandanna þær sömu og hefði Keynes staðið á lyfseðlinum frá byrjun og gefið þeim inn pillurnar. Afleiðingarnar (macro) eru allar Keynesian en kostirnir og jákvæðu áhrifin eru þeim alltaf alveg bönnuð. Svona klekjast "big government" út í Evrópu. Það var ekki Keynes. Það var mónutjaran.
 
DJ Newswires í gær; 71 pósent Þjóðverja hafa misst traustið á evrunni, eða treysta ekki evrunni sem gjaldmiðli. WSJ. En þeir hafa aldrei verið spurðir að neinu

Keynes er bara hægt að stunda ef maður er fullvalda ríki. Það er hin nýja og nokkuð merka uppgötvun sem við erum að gera í dag. En hitt vitum við líka; Keynes gagnast okkur aðeins ef og á meðan skattakerfið er látið í friði. Lyfin hans í dag eru "deficit spending" í hallæri. Nota fullveldið til að þenja út þá strengi sem þá þola álagið. En þetta krefst þó þess að ríkið sigli ekki á skallanum inn í hrunið.   

Einn af Evrópumeisturunum í ríkisafskiptum var herra Uffe Ellemann-Jensen í Danmörku. Lífið undir Úffa var ein samfelld hörmung og hún telur enn um 800.000 manns sem komið var fyrir kattarnef í nafni heilagra og endalausra ríkisafskipta hins opinbera. Danska leiðin; að henda vélinni fyrir borð til að koma sér af strandstað. 
 
Vöðvabúnt heilans er frelsi. Aðeins frjáls heili getur búið til velmegun.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér er það ráðgáta af hverju ekki er búið að loka Úffa inni. Þegar hann hafði lokið sínu skaðræði í danmörku, þá tók hann til við að ráðleggja mönnum hér hvernig ætti að koma sér í fenið. Hann hafði nánast fast prógramm á Rúv með Boga og er enn að. Skrifar hér pistla og hamrar helspekinni inn hér til að sjá hvort að honum gangi ekki betur. Hann getur nefnilega aldrei viðurkennt að hann hafi haft rangt fyrir sér í öllu. Sú týpan.

Ég vil banna honum að koma hingað og handtaka hann strax og hann stígur fæti sínum á Íslenska grund.  Hann er sama tóbakið og Össur nema að Össur er talsvert einfaldari, svo vægt sé til orða tekið.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.6.2011 kl. 03:33

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Newswires; 71 pósent Þjóðverja hafa misst traust á evrunni, eða treysta ekki evrunni sem gjaldmiðli.

According to the opinion poll conducted by the Allenbach institute, 71% of Germans have "little" or "no trust at all" in the euro, the newspaper reports. Only 19% of respondents said they had a high or very high level of trust in the currency, it adds.

WSJ 26 júní 2011; Germans Lose Trust In Euro

Gunnar Rögnvaldsson, 27.6.2011 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband