Leita í fréttum mbl.is

Þjóðrægjendur og Uffe Ellemann-stundum-Jensen

Skynglöggur Halldór Jónsson skrifar um hugtakið þjóðrægjendur. Einn slíkur skrifaði (næstum því í hel) grein á ritskoðað blogg sitt á Berlingske í Danmörku. Maðurinn heitir Uffe Ellemann-Jensen og er enn með vara skegg. 
 
Þar varpar hann fram þeirri skoðun, sumpart í háði en mest í bræði, að Danmörk ætti að segja sig úr Evrópusambandinu því það sé ekki hæft til að vera í þessu Evrópusambandi - þið vitið, danska þjóðin ónýt þar og íslenska krónan ónýt hér - og að úrsögn landsins gæti aukið líkurnar á að Evrópusambandið muni getað lifað af áfram. Að Danmörk fórni sér svo sambandið megi lifa. Voila!

Ehh, altså; fyrst hét það að Danmörk "yrði að fórna sér" til að komast þarna inn. En nú á hún að "fórna sér" til þess að þessir bloody foot-dragging Danes eyðileggi ekki sýninguna í Brussel, sem frá upphafi er víggirt einkaelliheimili elítunnar í Evrópusambandinu. Uffe er að segja að það gangi ekki upp lengur að Danir gangi ekki í takt (við þá sem setja þeim taktinn).

Í einni athugasemd við grein Uffe Ellemanns stendur skrifað að þetta sé orðið voðalegt með þessa "sirkussýningu elítunnar" sem nefnist Evrópusambandið. Þar hafi ekki verið gert ráð fyrir fólkinu. Það sé að eyðileggja sýninguna. Er ekki hægt að losna við það? Jú leysum upp fólkið!

Flestar athugasemdir lesenda eru fullar reiði og fyrirlitningar á ESB. Og öllu sem því tilheyrir. Flestir lesendur, að minnsta kosti ótrúlega margir, mælast til að Uffe sé tekinn á orðinu þ.e. að Danmörk segi sig úr þessu Evrópusambandi andskotans strax. 

Eins og þið vitið hafa Danir reynslu hér. Þeir eru í miðjum pakkanum og ekki bara gluggagæjarar á borð við fyrrverandi sendiherra sem búa enn hærra uppi og fjær þeirri upphækkuðu kíkja_í_pakkatilveru sem íslenskir námsmenn gera yfirleitt erlendis, og eru oftast allir sem einn persona_non_knowing þegar að lífi og kjörum hins almenna borgara kemur í Danmörku og öðrum lendum hinna nýju Sovétríkja Evrópusambandsins.

Íslenska þjóðin innsiglaði sjálfstæði og fullveldi Íslands á Þingvöllum árið 1944 með 98,5 prósenta meirihluta á móti 1,5 prósenta minnihluta. Alger þjóðarsátt var. En nú ætla nokkrar sósíaldemókratískar hrunkarlkerlingar og einn Joð-Júdas íslenskra tækifærisstjórnmála að rjúfa innsiglið og háma í sig allt innihaldið. Raka því til sín, en síðan að kasta því upp aftur yfir veisluborðin í Brussel. Þar er allt fljótandi í fullveldis átveislunni miklu. 

Reiðin kraumar í þjóðinni. Fyrirlitning hennar er næstum alger og þokast á ný upp í níutíu og átta komma fimm.
 
Krækjur
 
Berlingske; Hvad med at melde Danmark ud af EU? (margar athugasemdir)
JyllandsPosten; Ellemann: Skal vi ikke bare forlade EU? (margar athugasemdir)
 
Viðstaddur var ekki: Mogens Lykketoft, forsetasérfæðingur Íslands
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gunnar. Það er merkilegt með þennan Uffe Elleman Jensen, að hann mælir í öðru orðinu með aðild Íslands að ESB og í hinu orðinu vill hann ekki vera með í þessum glæpasamtökum sem ESB er?

Mótsögnin er algjör hjá Uffe kallinum!

Hann hlýtur að vera fastur í neti ESB-svikabankanna, miðað við hvernig hann tjáir sig?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.6.2011 kl. 08:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur pistill og skír og skorinorður takk fyrir Gunnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2011 kl. 10:42

3 identicon

Uffe Elleman-Jensen, stóð fyrir blómaskeiði danmerkur.  Og, svo maður segi það beint, þá hefur hann 100% rétt fyrir sér.

Vandamál Evrópubandalagsins, er ekki að hugmyndin sé slæm.  Heldur er verið að draga inn í sambandið alls kyns ruslaralíð, eins og dani (ég er sjálfur dani) og Englendinga, sem nákvæmlega hafa ekkert þangað að gera.  Lönd sem notfæra sér styrktarsjóði Evrópubandalagsins, eins og tíðkast hér í svíþjóð, ekki vegna þess að þeir þurfi á þeim að halda.  Heldur til að eyða peningunum, vegna þess að þeir vilja ekki að tillagg það sem þeir sjálfir láta í sjóðin, fari í annað en rassgatið á þeim sjálfum.

Svona hunda, á að HENDA út úr evrópubandalaginu.  Íslendingar eru nákvæmlega sömu hundingjarnir, og hafa ekkert þangað að gera.  Fari þeir inn, eru þeir bara að spilla fyrir öðrum.  Danir, Svíar og Bretar, fóru inn í Evrópubandalagið með það HUGARFAR að HALDA AFTUR AF ÞVÍ.  Svona hugarfar er ekki til að hjálpa Evrópubandalaginu, og það er þetta hugarfar sem er búið að setja Grikkland á hausinn.

Gerðu þér alveg grein fyrir því kauði, að þó grikkir séu reiðir í dag.  Þá kemur sá dagur, að þeir setji samband á milli Bandaríkjanna, og sauðbendi þeirra ... og lánfrjármagnið, og ellilífeyriðssjóðina sem hurfu niður í gryfju styrjaldarinnar, með hjálp Íslands.  Þú ert ekkert í góðum málum kallinn hér, hafðu þig hægan og hugsaðu þig vel um.

Ekki ætla ég að segja hvað kemur í kjölfarið, en ég ráðlegg þér eindregið að halda þér frá Evrópu.  Því Evrópa rís aftur upp, og þegar hún gerir það, þá verða þeir sjálfstæðir og án þess að þurfa að hlíða Bretum, Bandaríkjamönnum, Rússum og Kínverjum í einu og öllu.  Og þegar sú stund kemur upp ... verður minnst þess, hverjir hjálpuðu til með að gera ellilífeyrisþega evrópu ... heimilislausa.

Þetta máttu bóka, og þetta er ástæða þess að Danir eigi að hundskast út.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 10:46

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir innlit.  

Ísland er sem betur fer ekki í Evrópu, Bjarne. Ísland tilheyrir ekki Evrópu í landfræðilegum skilningi. Við erum hvorki í Evrópu né í Ameríku (á jarðskorpunni). Við höfum okkar eigin fleka sem er mitt á milli hinna fyrrnefndu. 

Pólitískt landslag er þó alltaf heimagert, og sérstaklega nú um daga. En fyrir ekki svo löngu var víst vel hægt að deila um það hvort við Íslendingar tilheyrðum frekar Bandaríkjum Norður Ameríku í pólitískum skilningi en ekki einhverri tilvonandi mixtúru af níundu rúgbrauðssymfóníu markvissra brjálæðinga í löndum Evrópu. Flestir afkomendur okkar búa í Ameríku. 

Svo það er bara að um að gera að kýla á þetta hjá ykkur Bjarne. Við skulum ekki trufla ykkur nú, frekar en í fyrri skiptin. 

Þið hringið bara þegar rústir ESB í Evrópu eru orðnar skófluklárar einu sinni enn, - og fiskinn vantar. 

Síminn hjá Bandaríkjunum er 001 og Bretlandi 007.

Gangi ykkur vel

Gunnar Rögnvaldsson, 26.6.2011 kl. 11:51

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarne. Er ekki nauðsynlegt að taka tillit til allra manna á jörðinni okkar allra, óháð miðstjórnunar-samböndum eins og ESB-sambandinu?

Kaupum við rétt að mannréttindum í gegnum ESB-svika-heimsveldið?

Og hvað með hina sem ekki hafa efni á að kaupa sér "fölsk mannréttindi" í gegnum ESB-heimveldið?

Ég vel að standa með þeim sem ekki hafa efni á aðild að dýrkeyptu svika "réttlæti" ESB-mafíunnar! Hagfræði-réttlætisvitið mitt nær ekki lengra.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.6.2011 kl. 11:57

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er afar mikið til í þessari gagnrýni á háloftaprinsana, sem þykjast vita hvað best er fyrir fólkið :

Ýmsir voru vilhallir undir "finnsku leiðina" :

Jón Baldvin "fylltu fyrir mig glasið" Hannibalsson

http://visir.is/kreppan-her-er-alvarlegri-en-su-sem-finnar-upplifdu/article/2008308878172

ÓMar Ragnarsson

http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/698454/

Það veru margir fleiri sem hoopuðu til og mærðu ýmsa "evrópska snilld" og leiðir þeirra....

Best fannst mér þó þegar Sigurbjörg Árnadóttir kom fram og leiðrétti kokteilpinnan, enda vissi hún hvað þessi snilld gerði fyrir fólkið :

http://blog.eyjan.is/larahanna/2008/11/07/helviti-a-jordu-og-gott-betur/

Haraldur Baldursson, 26.6.2011 kl. 12:06

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Viðskiptagenin er sjaldgæf á Íslandi, þeir eru ágætir í hrossakaupum. Málið er EU er viðskiptabandalag og þar tala menn í samræmi við hagmuni líðandi stundar.  Ísland kemur inn með hagræddan sjávarútveg og við getum örugglega reiknað með að losna við allan aflann með 2,0% vsk.  Eins og um framorku. Ekki tapar Danmörk á því að fleiri standi undir Miðstýringar sköttum.  

Júlíus Björnsson, 26.6.2011 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband