Leita í fréttum mbl.is

Hvað á hrun ferðaþjónustu sameiginlegt með hruni í banka- og fjármálaþjónustu?

Er Tokkata ELP frá 1973 lýsandi fyrir ástand eða stemmingu alþjóðamála í dag? Á plötunni Brain Salad Surgery gat maður allaf huggað sig við að næsta lag á eftir tokkötunni er Still...You Turn Me On. En hljómplata er þó aðeins hugarfóstur. Hvernig verður sjálfur veruleikinn eftir Wuhan-veiruna sem kom ofan í hrun alþjóðlegra fjármála? Það er stóra spurningin. Tvö meiriháttar hrun á aðeins 12 árum – og allt glóbalisma að kenna...

****

BANKABÓLAN OG FERÐAMANNABÓLAN (SEM BÝR INNAN Í NÁTTÚRUBÓLUNNI)

Jú fyrir það fyrsta eru bæði fyrirbærin þjónustugreinar. Og fyrir það annað þá byggðust bæði fyrirbærin á því-sem-næst óheftu flæði yfir landamæri sem voru af tveimur gerðum og styrkleikum. Landamæri þjóðríkja og hins vegar landamæri hugarfóstursfyrirbæra prómilluelíta á borð við Schengenbrunagildru hagkerfa

Fyrir bankahrun var flæði fjármagns á milli landa næstum óheft um tíma. En svo kviknaði í vissum geymslustöðvum þess og þá fossaði fjármagnið til þeirra ríkja sem buðu mestu og bestu þjóðríkisábyrgðirnar. Ríkin í Evrópusambandinu yfirbuðu hvort annað með ríkisábyrgðum til að reyna að koma í veg fyrir að allt fé myndi flýja löndin og skilja þau eftir á borð við mergsogið lík sem vampíra hefur tæmt af blóði. Aðeins hársbreidd munaði að sum lönd í pappírstrúarfyrirbærinu Evrópusambandinu yrðu þjóðargjaldþota, því þau höfðu látið glepjast og leigt vopnabúr sín út til aðila sem notuðu þau síðan til að ráðast að þeim sjálfum. Þau voru algerlega varnarlaus og hlekkjuð

Næstu 5-10 árin frá fjármálahruni fóru síðan í að smíða varúðarráðstafanir af ýmsum toga sem koma eiga í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig. Mikið, stórt og nýtt lagaverk fæddist um þá þjónustugrein

Eins verður það með hina alþjóðlegu-ferðaþjónustu. Næstu árin munu fara í að smíða girðingar sem koma eiga í veg fyrir tryllingslegan hagkerfisbruna á borð við þann sem Kínverski kommúnistaflokkurinn kom af stað með frjálsu og óheftu flæði Wuhan-veira út yfir heimsbyggðina, innan í trójönskum líkömum ferðamanna, sem fluttu bálkestina á milli heimshvela á aðeins 14 tímum. Er Kínverski kommúnistaflokkurinn –og álíka gangster-pólitísk element jaðar– nú kominn á bragðið og sér hversu öflugt vopn hann hefur í höndunum til að beita á beinlausa grænfugla Vesturlanda af líberalistakyni, sem búa innan í náttúrubólu

Íslenska bankakerfið er aðeins svipur hjá sjón í dag miðað við árin 2000-2009. Það var minnkað því það reyndist þjóðhættulegt. Ferðaþjónustan mun einnig minnka mikið, því óheft flæði fólks yfir landamæri ektaríkja hefur sýnt sig að vera þjóðhættulegt fyrirbæri. Greinin verður enduruppsett á nýjum forsendum. Og einnig hún, verður ekki nema svipur hjá sjón miðað við ferðabóluárin 2010-2020. Þeir sem halda annað eru að bíða eftir síldinni eins og hún var, en varð aldrei aftur

Næsta lag á plötunni er því.. hvað?

Fyrri færsla

Rangt: Tapast ekki


Bloggfærslur 22. maí 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband