Leita í fréttum mbl.is

Rangt: Tapast ekki

Þetta er beinlínis rangt. Engar gjaldeyristekjur tapast. Það kostar gjaldeyrisforðann ekkert að missa af komum erlendra ferðamanna

Og ef ferðanjálgur Íslendinga sjálfra til útlanda er dreginn frá, þá missum við sennilega ekki af miklu hér, eins og staðan er núna. Íslendingar þurfa ekki lengur að flýja sitt eigið land vegna erlendra ferðamanna hér heima

Þetta er eins og að segja að fyrst að ríkisbáknið hafi ekki lagaheimild til að hrifsa til sín öll laun launþega í landinu, að þá hafi ríkið tapað því fé. Það er ekki hægt að tapa því sem ekki var

Ég er ekki einu sinni viss um að nettójöfnuður gjaldeyrisviðskipta með ferðaþjónustu sé svo mikið síðri án hennar þegar að allt sem tengist framleiðslugetu hennar er reiknað með. Flugvélakaup og flugvélaleiga fara fram í erlendri mynt og kosta foss af erlendum gjaldeyri - og heimsendingar hins innflutta erlenda þrælavinnuafls greinarinnar af gjaldeyri (e. remittance) er stór hluti af útflæði gjaldeyris. Og markaðsfærslan erlendis kostar líka, plús slit á innviðum í landinu

Ferðaþjónustan er þess fyrir utan einn lélegasti skattgreiðandinn í hagkerfinu því henni hefur aldrei græðst fé. Hún er fyrst og fremst tapsgefandi veltugrein með ekkert eigið fé og sem leggur hald á vinnuafl til tapreksturs. Það er nú ekki beint til þess sem skattgreiðendur lýðveldisins fjármagna framhalds- og háskóla: til að útskrifa fólk til starfa í tap- og núllrekstri

Þess utan er ferðaþjónustan að mestu komin niður í undanrennuna erlendis, þannig að hver erlendur ferðamaður núna gefur lítið af sér miðað við þá sem komu á árunum áður en geirinn bólugróf sig með aðstoð misvitra stjórnmálamanna

Á mektarárum Nokia í Finnlandi, GSM-símar, varð viðskiptajöfnuður vegna framleiðslugetu þess neikvæður, því flytja þurfti íhlutina inn og framleiðsluapparatið líka. Álverið í Straumsvík er til dæmis þjóðhagslega mikilvægara fyrir okkur en Nokia var fyrir Finnland

Engir erlendir ferðamenn vaxa í íslenskri langhelgi. Og þeir vaxa ei heldur neins staðar úr íslenskri mold. Það verður að flytja þá alla inn. Hvernig væri nú að læra loksins að gera út á Íslendinga sjálfa - og leyfa hinu innflutta að grasrótarspretta af sjálfu sér og að halda þessari atvinnugrein eins og hún var hugsuð, sem fyrst og fremst aukabúrgrein sem allir geta verið án ef út í það er farið. Þetta verður hvort sem er ávallt láglaunabæli og taprekstrargeiri með lítið sem ekkert eigið fé

Sjálfum líst mér betur á að beita milljón eða tveimur af sauðfé á landið og vera með hátæknivæddan ullar og tískuullariðnað og alþjóðlegar tískusýningar og stefnur á íslenskri ullarframleiðslu, hönnun og litum. Þetta gæti orðið sérgrein sem til dæmis Marel tæki tæknilegan þátt í. Sauðkindin græðir landið og betra er að veita ríkisstyrk í góðar girðingar en í salernispappírsrúlluvöxt af asparkyni út í loftið

Fyrri færsla

Ríkisstjórnin að smíða fallöxi á restina af ferðaþjónustunni?


mbl.is 1,5 milljarðar tapast á hverjum degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. maí 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband