Leita í fréttum mbl.is

Er Eitt-Kína hrunið?

MANNKYNSSAGA

Lenín í gömlu Sovétríkjunum

Mynd: Rauði dauði kynntur fyrir Rússum 1917

****

Sá mannfjöldi í bæjum og borgum sem samkvæmt Fitch Solutions lokaður er af á sóttkvíasvæðum kommúnistaflokksins í Kína (þvert á það sem ráðlagt er á Vesturlöndum, því að sóttkví eða "lockdown" hræðir veikt fólk til að fela sjúkdóminn og leita sér EKKI hjálpar), svarar til þess mannfjölda sem stendur fyrir framleiðslu tæplega helmings landsframleiðslunnar í landinu. Sem sagt; þau 33 prósent af íbúum landsins sem framleiða næstum helming landsframleiðslunnar, eru í sóttkví. Um 90 borgir er að ræða og þeim fjölgar. Þetta eru tryllingslegar tölur

WSJ: Population and the GDP under lockdown

Mynd: Wall Street Journal/DS 13. febrúar 2020

Ekkert gengur þarna í landinu nema á afturfótum kommúnistískra miðalda, samkvæmt hefðum þess konar banvæns stjórnarfars. Enda ekki nema von, því að um kommúnistaríki er að ræða. Kommúnismi þýðir alræði, plágur, fátækt og örbyrgð til frambúðar. Fasteignasala er aðeins einn tíundi af því sem hún var á sama tíma í fyrra. Og ef fólkið veikist ekki eða drepst ekki úr kommúnistaveirunni, þá er til dæmis loftmengun fyrirtækja kommúnistaflokksins tilbúin að taka restina að sér, því hún hefur bara versnað og versnað

Mun hlutur Kína í landsframleiðslu veraldar helmingast á þessum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra? Við það stækkar hlutur og vægi annarra ríkja heimsins og áherslur og hugsun manna breytist til frambúðar. Fókus skerpist á önnur ríki heimsins og nýr veruleiki sest að

Og nú kennir elítan í Peking –samkvæmt hefð– tveimur kommúnistum í Hubei fyrir að hafa leynt tölum um fjölda smitaðra. Pekingelítan er þar með að reyna að klína 16 þúsund nýju tilfellunum sem sprengdu línuritið í loft upp í gær, á þær tvær stakkels persónur. Já 16 þúsund ný tilfelli komu á 12 tímum í gær. Wall Street Journal er með þá sögu undir yfirskriftinni:

China Ousts Senior Officials as Beijing Seeks Distance From Outbreak.
Firings of the Communist Party secretaries of Hubei province and Wuhan signal Beijings disapproval of their handling of Covid-19 epidemicWSJ

Ég er orðinn sannfærður um að flest vestræn fyrirtæki munu í kjölfar þessa fíaskós hægt og rólega loka flestu því niður sem þau hafa í gangi í Kína. Þau munu frá og með nú aðeins mæta á staðinn til að klára það sem hægt er að klára, humma sig um tíma, hætta að verpa eggjum, og loka síðan niður og aldrei koma aftur. Þau vita af eigin reynslu, frá og með nú, að þessi þjóð sem er ekki ein þjóð heldur margar, mun aldrei breyta um þá banvænu lifnaðarhætti sem unga út hverri drepsóttinni á fætur annarri, ár eftir ár, öld eftir öld, og árþúsund eftir árþúsund, því að engin ein ríkisstjórnun mun nokkru sinni ná tökum á landinu, alveg sama hversu miklum kommúnisma og alræði er beitt. Eina vongóða framtíðin fyrir Kína er að landið brotni upp í smærri lönd sem samsvara fólkinu og hefðum þess betur, og sem keppa munu innbyrðis um hvert þeirra getur orðið betra land fyrir fólkið sem í þeim býr. Í löndum fólks sem hefur sameiginlegra hagsmuna að gæta

Eitt-Kína kommúnistaflokks er liðin saga sem gekk ekki upp. Nú er bara að bíða eftir hruninu, borgarastyrjöldinni og svo koll af kolli. Fólkið í landinu mun ekki sætta sig við Eitt-Kína kommúnistaflokks mikið lengur. Atburðarrásin verður þó líklega mun erfiðari en þetta. Ókjörin byltingar-glæpaelíta landsins mun loka landinu af og þjarma að fólkinu fyrst, og reyna í leiðinni að breiða yfir innvortis hrunið með hertu valdabrölti erlendis, sem þjappa á þjóðinni saman að baki einræðisherrans. Það mun náttúrlega ekki ganga upp frekar en áður

Bara það eitt að Xi Jinping forseti landsins skyldi þurfa á stórfellt auknum einræðisherravöldum að halda á flokksráðstefnunni í október 2017, segir sína sögu. Það voru sterkustu merkin um að flest væri á leið til fjandans í Kína. Og ég held að stór hluti Kínverja hafi þá þegar skilið að komið væri í nágrenni næstu leiðarloka í sögu landsins. Ding er búið, nú er það dong

Þau Vesturlönd sem liggja hve dýpst í kínversku súpunni, eru hin útflutningsháðustu ríki þeirra. Þar eru Þýskaland, Rússland, Suður-Kórea og OPEC-ríkin fremst í hrunflokki

Fyrri færsla

Veðurstofan fokin um koll


Bloggfærslur 14. febrúar 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband