Leita í fréttum mbl.is

Hvað sagði Trump í dag?

Frá vefsíðu Hvíta hússins á YouTube

****

Fyrst að DDRÚV ríkisfjölmiðill vinstrimanna treysti sér ekki til að segja frá því sem er að gerast í heiminum í dag, þá er hér sú ræða sem forseti Bandaríkjanna flutti í morgun, eftir að Íran skaut 15 skotflaugum á bandarísk skotmörk í Írak í gærkvöldi

Vert er að vekja athygli á því að skotflaug (e. ballistic-missile) er ekki það sama og eldflaug. Skotflaugar fljúga að mestu eftir fyrirfram ákveðinni braut og halda sig á henni með aðstoð leiðréttingarbúnaðs. Þeim svipar til byssukúlu. Eldflaugum er hins vegar hægt að stýra

En með því að skjóta 15 skotflaugum og hitta nokkuð vel í mark, en samt ekki um of, sýndi Íran að það er í standi til að hæfa fjarlæg skotmörk af mikilli nákvæmni og að koma miklu magni af eyðileggingarafli á fyrirfram ákveðinn áfangastað. Skotflaugar Írans ná til Evrópu og þær eru með norður-kóreanska tækni innanborðs. En sérstaklega ná þær vel til skotmarka í Ísrael

Íran kaus að nota ekki þau erlendu landsvæði sem eru á valdi þess, sem skotstöðvar. Skotið var beint frá Íran og þar með var ákveðið að gera skotstöðvarnar sýnilegar til þess að ögra Bandaríkjunum til andsvara, sem Donald Trump ákvað að gera ekki

Hvort að Miðausturlönd séu enn miðja einhvers, er vandséð á viðbrögðum markaða. Olíuverð er á ný komið niður í það sem það var um áramótin. Og eftir ræðu Trumps í dag ákváðu þeir að halda upp á aðgerðir og viðbrögð bandaríska forsetans með því að segja skál og fara í allra hæstu hæðir - og Bandaríkjadalur styrktist og olíuverð féll. DXY er vísitala Bandaríkjadals. BRN er Brenthráolían. Og CL er WTI-Texashráolían

WTI og Brent eftir ræðu Trumps 8 janúar 2020 300px

Það sem uppúr stendur er það, að frá og með nú eru Miðausturlönd fyrst og fremst miðja vandamála fyrir meginland Evrópu (og jafnvel Asíu). Þau eru ekki lengur miðja vandamála fyrir Bandaríkin. Hið sama gildir um tolla. Þeir eru fyrst og fremst vandamál hinna útflutningsháðu ríkja veraldar, hvort sem um vörur eða byltingar er að ræða. Íran er stærsti útflytjandi íslamískrar byltingar í heiminum, og líf klerkaveldisins veltur á þeim útflutningi. Hann er skær terror eins og einnig var í tilfelli byltingarútflutnings Sovétríkjanna. Trump herti því enn frekar útflutningstollana á byltingarafurð klerkaveldisins í dag

Donald Trump sagði að svo lengi sem hann væri forseti Bandaríkjanna myndi Íran ekki koma sér upp kjarnorkuvopnum. Það erindi Bandaríkjanna er fyrst og fremst við Íran, og það krefst ekki fastrar viðurvistar Bandaríkjanna í heimshlutanum, því þau geta lagt það prógramm allt í rúst úr fjarlægð, og nú án þess að efnahagslíf Bandaríkjanna sé tekið í gíslingu vegna olíuhagsmuna

Fyrri færslur

Missir af Jóni Val Jenssyni

Enginn talar um ESB í Stóra-Bretlandi lengur 


Missir af Jóni Val Jenssyni

Þær fregnir hafa borist að Jón Valur Jensson sé látinn. Af honum er eftirsjá svo um munar, því Jón var hugaður maður. Ég mun sakna skriflegra heimsókna hans hingað. Þar fór maður sem stóð fyrir því sem betra er, þ.e. lífinu sjálfu.

Blessaður sértu Jón Valur Jensson


mbl.is Andlát: Jón Valur Jensson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband